Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 7. janúar 1975. Þriftjudagur 7. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Uppljóstranir um moldvörpustarfsemi og samsær- isbrugg bandarisku leyniþjónustunnar hafa verið mjög á dagskrá siðastliðið ár og ennþá er ekkert lát á sliku. Nýlega lýsti Colby, forstjóri CIA, þvi yfir að hann teldi það efalausan rétt Bandarikjastjórnar að beita öllum tiltækum brögðum gegn þeim rikis- stjórnum á áhrifasvæði sinu, sem væru henni ekki nógu hlýðnar, og um þessar mundir er að koma út ALIT BANDA- RÍSKRA RÁÐA- MANNA: ólympiublóftbaftift svokallafta I Mexlkóborg 1968 var eitt þeirra verka CIA, sem Philip Agee átti þátt I aft koma I kring — I samvinnu vift bandarlsku ólympiunefndina. 1 viðtali, sem William Colby, forstjóri bandarisku leyniþjón- ustunnar, þeirrar frægu stofnunar CIA, átti við banda- rlska vikuritið U.S. News and World Report I nóvember sfðast- liðnum, var hann ekkert að skera utan af þvf að hann liti svo á að það væri skýlaus réttur Banda- rikjanna að hafa i frammi alla- vega moldvörpustarfsemi gegn rikisstjórnum og stofnunum hvar sem væri i heiminum, svo fremi hlutaðeigandi rikisstjórnir dönsuðu ekki nægilega eftir pipu Bandarikjastjórnar. Þar sem ljóst er samkvæmt upp- ljóstrunum um starfsemi CIA undanfarið að stofnun þessi fram- kvæmir aðgerðir sinar sam- kvæmt beinum skipunum æðstu manna Bandarikjanna, það er að segja forsetans og nánustu ráðu- nauta hans, svo sem núverandi utanrikisráðherra Henry Kissingers, er óhjákvæmilegt að lita á þessa yfirlýsingu Colbys sem opinbera striðsyfirlýsingu Bandarikjastjórnar gegn hverri þeirri rikisstjórn, stofnun og samtökum i þeim löndum, er Bandarikin telja til áhrifasvæða sinna og eru þeim ekki i einu og öllu aö skapi. Colby: ihlutun Banda- rikjanna i Chile sjálf- sögð Það eru ekki nýjar fréttir að stórveldi og fleiri riki hafi i frammi njósnir og undirróðurs- starfsemi erlendis, en til þessa hefur svoleiðis nokkuð ekki verið talið neitt til að hreykja sér af nema siöur væri. Sá blygðunar- lausi ruddaskapur, sem kemur fram i téðri yfirlýsingu eins helsta ráðamanns Bandarikj- anna, bendir ekki til annars en fullkomins virðingarleysis Bandarikjastjórnar fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti smærri þjóða. Það virðingarleysi er orðið svo algert, að bandariskir ráðamenn virðast ekki lengur nenna að hafa fyrir þvi að fara leynt með það. A þessum forsendum, segir Colby i nefndu viðtali, var Bandarikjastjórn i sinum góða rétti þegar hún með efnahags- legum bolabrögðum og undir- róðursmakki við innlend ihalds- og fasistaöfl gróf undan stjórn Allendes i Chile. t viðtalinu kemur einnig fram að CIA — eða með öðrum orðum sagt Bandarikjastjórn — er ekki áhyggjulaus út af þróun stjórn- málanna i Vestur-Evrópu. Þar heldur Colbv þvi fram að Sovétrikin stefni að þvi að koma kommúnistaflokkum inn i rikis- stjórnir. Sovétmenn geri þetta að visu með miklu hiki, þar eð ljóst sé að þátttaka kommúnista i rikisstjórnum gæti gert þá enn óháðari Sovétrikjunum en þeir eru orðnir. Bandarikjastjórn er þó auövitaö enn bölvanlegra við þetta, þvi að varla er þess að vænta að kommúniskir ráðherrar i stjórnum Vestur-Evrópu myndu stefna að nánari tengslum rikja sinna við bandariska auðvaldið. Hér kemur sem viða annars- staðar fram sameiginlegur ótti Bandarikja og Sovétrikja við „röskun valdajafnvægisins”, það er að einstök riki og svæði, sem að meira eða minna leyti hafa verið undir áhrifum risaveldanna, rifi sig laus frá þeim áhrifum. Skriftamál CIA-manna Vera má að hreinskilni Colbys eigi að einhverju marki rætur til þess að rekja að upp á siðkastið hafa liðhlaupar úr CIA iðkað það i stórum stil að gefa út endurminn- ingar sinar frá starfsárunum i leyniþjónustunni: á nýliðnu ári komu liklega út einar þrjár bækur af þvi tagi. Þessi skriftamál fyrr- verandi leyniþjónustudólga hafa ljóstrað svo mörgu upp um starfsaöferðir CIA að liklegt er að forráðamönnum hennar þyki nú sem fáu sé lengur að leyna. Og nú I janúar kemur út ein slik bók i viðbót. Höfundurinn er Philip nokkur Agee, og titill bókarinnar er „Inside the Company — CIA Diary.” CIA-dagbók þessi, sem er 640 blaðsiður að stærð, kemur út hjá þvi stórvirðulega breska forlagi Penguin. Skrá yfir njósnara og felusamtök Agee þessi, sem nú hefur að eigin sögn rækilega snúið frá villu sins vegar og er meira að segja — einnig að eigin sögn — orðinn byltingarmaður, er eins og vera ber um iðrandi syndara óspar á að tiunda þá fúlmennsku, sem hann gerði sig sekan um i þjón- ustunni hjá Sámi frænda. Hann starfaði i tólf ár hjá The Company, eins og starfsmenn CIA kalla fyrirtækiö sin á milli Athafnasvið Agrees i þjónustunni var einkum Rómanska-Amerika, og þá sérá- parti Mexikó, Úrúgvæ og Ekvador. Og hann er ekkert að hllfa starfsfélögum sinum fyrr- verandi fremur en sjálfum sér, þvi að i bókinni telur hann samviskusamlega upp nöfn yfir fjögur hundruð CIA-njósnara og felusamtaka á vegum fyrir- tækisins sins gamla i löndum þessum. Meðal þessara samtaka, sem CIA hefur hreiðrað um sig i og stjórnar að meira eða minna leyti, eru stúdentasamtök, sem sum gefa sig meira að segja út fyrir að vera vinstrisinnuð, en Agee upplýsir að formenn sumra slikra stúdentasamtaka eru beinllnis launaðir CIA-agentar. Forsetinn fyrirskipar allar helstu aðgerðir t formála bókarinnar leggur Agee sérstaka áherslu á að Bandarikjaforseti sjálfur fyrir- skipi allar helstu aðgerðir CIA. Hann segir einnig að oft hafi forsetinn hönd i bagga með að skipuleggja aögerðirnar i smá- atriðum eða þá að hann feli þaö varaforsetanum og öðrum hæstsettu embættismönnum Bandarikjastjórnar. Þá heldur hann þvi fram að það sé á allra vitoröi innan kompanisins að það hafi bækistöðvar i öllum löndum Þriðja heimsins — nema ísrael. Ekki þó svo að skilja að CIA setji tsrael hjá, siður en svo. Hins- vegar hafa ráðamenn CIA það álit á israelsmönnum aðþeir verði seint trúir nokkrum nema sjálfum sér, þannig að isra- elskum njósnurum væri sem best trúandi til að taka trúnaðinn við sionismann framyfir tryggðina við CIA, ef svo skyldi fara aö hagsmunir þessara aðila rækjust á. Þessvegna hvilir alveg sérstök leynd yfir öllum athöfnum CIA i tsrael, og hafa aðeins fáir útvaldir i The Company aðgang að upplýsingum um þær. Þó þykist Agee geta fullyrt að Cia hafi alger tök á Histadrut, verka- lýðssambandi tsraels. Ólympiumorðin i Mexikó 1 bók sinni rekur Agee flest þekktustu afrek CIA i seinni tið, svo sem Svinaflóainnrásina á bók eftir fyrrverandi CIA-njósnara, Philip Agee að nafni, þar sem hann meðal annars heldur þvi fram að CIA hafi — i samráði við bandarisku olympiu- nefndina — komið i kring fjöldamorðum i sambandi við olympiuleikana i Mexikóborg og að svokallað Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga — sem Alþýðusamband íslands á aðild að — sé verkfæri bandarisku leyniþjónustunnar. Höfum fullan rétt á að steypa „óhagstæðum” ríkisstjórnum Kúbu, morðið á Che Guevara, valdaránið I Chile, valdatöku her- foringjanna i Grikklandi og ólympiublóðbaðið I Mexikóborg. Raunar var það fyrir löngu vitað að CIA var potturinn og pannan i sumum þessara aðgerða og átti verulegan þátt I öörum, en Agee varpar ljósi á ýmis áður óljós atriöi i þessu sambandi og undir- strikar önnur, sem verið hafa mjög til umræðu undanfarið. Agee segir að Bandarikjastjórn hafi lagt blessun sina yfir eða fyrirskipað allar umræddar að- gerðir og að þeim hafi verið hrundið i framkvæmd fyrir mikið starf og nákvæma skipulagningu af hálfu CIA-útsendara. Sjálfur var Philip Agee liðsmaður i CIA- starfshópi þeim, er sá um að stofna til óeirða þeirra i Mexikó- borg, er höfðu meðal annars i för meö sér fjöldamorð á mótmæla- fólki á Þriggjamenningatorgi þar I borg. Til fjöldamorða þessara var stofnað i þeim tilgangi að fyrirbyggja mótmælaaðgerðir i sambandi við ólympiuleikana 1968, en bandarisk yfirvöld óttuð- ust mjög að slik mótmæli kynnu að vekja óvenjumikla athygli og þar með beina augum heimsins aö ýmsum þeim málum Rómönsku-AmeriTcu, sem kanan- um er mikið áhugamál að liggi i sem mestu þagnargildi. Fjölda- morðaáætlun þessa vann CIA i nánu samráði við bandarisku ólympiunefndina, enda er sú nefnd — að sögn Agees — ein af mörgum felusamtökum CIA. Reynt að viðhalda spennu á alþjóðavettvangi Eins og allir vita — nema ein- staka truflaðar heimshorna- grúppur eins og „sjálfstæð- is”menn á Islandi — er kalda striðiðiEvr. löngu fyrir bi: þar gengur nú allt út á ráðstefnur um gagnkvæma afvopnun, friðsam- lega sambúð og samvinnu. Ráða- mönnum CIA er stórilla við þessa þróun, þvi aðauðvitað dregur hún úr „nauðsyn” á slikum stofnun- um. t Þriðja heiminum er loft hinsvegar enn viða lævi blandið, og ráðamenn CIA gera allt hvað þeir geta til að blása i illindaglæð- urnar. Tryggur og varanlegur friður á jörðu er skelfilegasta ógn, sem ráðamenn CIA geta hugsað sér: þesskonar ástand myndi þýða að dregið yrði úr völdum þeirra innan Bandarikj- anna og i heiminum yfirleitt. 1 Rómönsku-Ameríku er hlut- verk CIA að sjálfsögðu fyrst og fremst að tryggja að valdhafar þar séu hliðhollir Bandarikjun- um, og i þeim tilgangi hefur það undanfarinn hálfan annan áratug verið eitt viðamesta verkefni stofnunarinnar að vinna að ein- angrun Kúbu frá öörum rómansk- ameriskum löndum. (Það starf hefur þó mistekist heldur betur siðustu árin, eins og kunnugt er af heimsfréttum.) 1 sama tilgangi er reynt að spilla sambandi rómansk-ameriskra rikja við önnur sósialisk riki. Þetta er meðal annars gert með þvi að fá samtök, sem hafa á sér orð fyrir róttækni, til að taka afstöðu gegn sóstaliskum rikjum, og þá fyrst og fremst Kúbu. Ef forráðamenn hlutaðeigandi samtaka reynast ósamvinnuþýðir, er gjarnan reynt að koma þeim frá völdum með þvi að breiða út gróusögur um að þeir séu á launum hjá KGB, sovésku leyniþjónustunni. Til þess eru fjölmiðlar óspart not- aðir, en að þeim eiga velunnarar CIA yfirleitt greiðan aðgang. Uppruni og eðli ,,frjálsa” alþjóðasambandsins Meðal CIA-njósnara i Rómönsku-Ameriku —og víöar —- eru stjórnmálamenn, KFUM- leiötogar, menn sem hafa orð á sér sem byltingarsinnaðir sósial- istar, póstberar og verkamenn. Yfirleitt hefur CIA sýnt mikið framtak i þá átt að koma sínum mönnum inn i verkalýðshreyfing- ar sem flestra landa, og að sögn Agees með sæmilegum árangri, enda engin meðul spöruð. Þegar ekki eru fyrir hendi verkalýðs- samtök, sem hæfileg þykja til samstarfs, er mikilt siður CIA að koma nýjum verkalýðssamtökum á fót. Og áhrifa CIA eru ekki að- eins bundin við einstök verka- lýðssamtök. Agee fullyrðir blá- kalt að svokallað Alþjóðasam- band frjálsra verkalýðsfélaga, sem Alþýðusamband íslands hefur meðal annarra heiðurinn af að vera aðili að, sé ekkert annað en sköpunarverk bandarisku teyniþjónustunnar og lúti stjórn hennar i öllum meginatriðum. Fulltrúi bandarisku verkalýðs- samtakanna i Vestur-Evrópu er Irving nokkur Brown, og að sögn Agees er hann jafnframt æðsti eftirlitsmaður CIA með Alþjóða- sambandi frjálsra verkalýðsfé- laga, sem vestræn verkalýðssam- tök eiga einkum aðild að. Væntanlega hefur þessum Brown tekist að koma sér upp einhverj- um góðkunningjum meðal þeirra islenskra „verkalýðsforingja”, sem lýst hafa sig elskhuga „vest- rænnar samvinnu”, svo fremi hann sé maður fyrir sinu starfi. í Rómönsku-Ameriku Mest gerir Agee þó úr áhrifum CIA meðal verkalýðssamtaka Rómönsku-Ameriku, enda er hann kunnugastur i þeim sókn- um. Flestir verkalýðsforingjar þar eru annaðhvort á launum frá CIA eöa að einhverju leyti háöir stofnuninni. Og séu rikjandi verkalýðssamtök i einhverju landi óviðráðanleg viðureignar, getur CIA venjulega hagnýtt sér tök sin á einstökum verkalýðsfé- lögum, sem þá eru látin gera verkföll eða gerast verkfalls- brjótar, allt eftir þvi hvað henta þykir. Þannig var meðal annars tilkomið hið fræga verkfall vöru- bilstjóranna i Chile, sem lömuðu samgöngur landsins á margföldu kaupi hjá CIA. Fyrirmælin um sllkar „verkalýðsaðgeröir” koma oft beint frá Hvita húsinu. Efnahagur flestra rómansk- ameriskra landa hefur löngum verið ótryggur, og CIA ræður yfir mörgum hjálparmeðulum til þess ýmist að bæta úr efnahagsástandi ýmissa landp eða koma þeim i al- gert efnahagsöngþveiti, allt eftir þvi hvað henta þykir bandarisk- um hagsmunum. Efnahagslegir ráðunautar, sem eru i brauði CIA, eru allsstaðar fyrir hendi til að upplýsa ráðamenn rikjanna um hvaða áhrif einstakar ákvarðanir þeirra i efnahagsmálum muni hafa á afstöðu Bandarikjanna til þeirra. Séu þessar ákvarðanir William Colby fjölþjóðlegu auðhringunum, sem bandarikjamenn eiga mest i, óhagstæðar, hafa auðhringarnir i hendi sinni að eyðileggja efnahag rikjanna með þvi að snarfella út- flutningsvörur þeirra i verði á heimsmarkaðnum, eins og átti sér stað með kopar chilemanna i tib Allendes. Tök bandariskra valdhafa á mörgum stofnunum Sameinuðu þjóðanna eru og nógu sterk til að þeir geta vel beitt þeim fyrir sig i svipuðum til- gangi. First National City Bank Að sjálfsögðu skortir CIA ekki fjármagn til þess sem gera skal, enda hefur það viðast hvar nána samvinu við fjölþjóðlegu auð- hringana, svo sem hið illræmda ITT. Starfsmönnum CIA er yfir- leitt betur borgað en öðrum opin- berum starfsmönnum Bandarikj- anna. Einn er sá banki, sem sér- staklega hefur það á hendi að koma fjármagni til CIA og hefur yfirleitt náið samstarf við leyni- þjónustuna um fjár- og efnahags- mál. Sá banki heitir First National City Bank og hefur útibú viða um heim, þar á meðal viö Nikolaj Plads I Kaupmannahöfn. Agee segist hafa yfirgefið CIA 1969, en sfðan hafi gamla fyrir- tækið hans stöðugt njósnað um hann, meðal annars með þvi að setja njósnatæki i ritvélina hans. Ekki er að efa að f jölmargt af þvi, sem hann týnir til, er hárrétt, og margt af þvi er raunar löngu kunnugt. Um núverandi forstjóra CIA, William Colby, sem er persónulegur vinur núverandi Bandarikjaforseta ekki siður en Nixons ræksnisins, má meðal annars geta þess, að um hann hefur vitnast að hann með eigin hendi hefur starfað að pyndingum eins og að leiða raf- straum i kynfæri manna og að rifa af neglur. Þetta ætti raunar aö nægja sem dæmi um siðferðis- ástand hyskis, sem ræður rikjum i „forusturiki lýðræðisins”, að maður nú ekki tali um hugar- ástand visstra siðvilltra skril- menna, sem héldu upp á merkis- afmæli i sögu þjóðar sinnar með þvi að gera úrslitatilraun til að gera hana að fótaþurrku þessa „forusturikis” um aldur og ævi. Um þesskonar fénað og þá póli- tiska aðila, er á bakvið hann standa, er ekki hægt að hafa vægari orð en Jón Ölafsson hafði um hliðstæð fyrirbæri fyrir öld: Bölvi þeim ættjörð á deyjanda degi. Eru umskiptin ekta? Hitt er svo annað mál að eðli- legt er að ýmislegar spurningar vakni við skriftamál manna eins og Agees. Gæti ekki hugsast að hann væri enn hjá gamla kompa- niinu, sem hefði aðeins skipað honum að skipta um gervi og ger- ast „byltingarmaður” til að eiga greiðan aðgang að aðilum, sem CIA hafi enn ekki tekist að kom- ast að? Og til þess að nýja gervið þætti traustvekjandi, hefði kannski þótt borga sig að láta manninn ljóstra upp hinu og þessu, sem margt var hvort eð var á allra vitorði áður. Hver veit? Annáð eins hafa CIA-ur heimsins trúlega brallað. dþ. Eyrarbakki og Stokkseyri: Hitaveita á næsta ári? Hugsanlegt er að f ram- kvæmdir hefjist við hita- veitu á Stokkseyri, Eyr- arbakka og í Sandvíkur- hreppi á árinu 1976. Samstarfsnef nd sveitarf élaganna um hitaveitumál á Eyrar- bakka, Stokkseyri, Sand- víkurhreppi og á Se.lfossi hefur falið Fjarhitun h.f. í Reykjavík að gera kostnaðar- og fram- kvæmdaáætlun fyrir sameiginlega hitaveitu þessara sveitarfélaga. Nú fær Selfoss heitt vatn til húsahitunar frá Þorleifskoti, og i skýrslu, sem Orkustofnun hef- ur gert um möguleika á vatns- nýtingu fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri, er talið vel mögu- legt að leiöa vatn frá Þorleifs- koti niöur i byggðirnar við sjó- inn. í fyrravor, þegar gerð var kostnaðaráætlun varðandi slika hitaveitu, var reiknað með að framkvæmd þessi myndi kosta um 110 miljónir. Fjarhitum h.f. mun væntan- lega skila sinum áætlunum i febrúar eða mars á þessum vetri, og Þór Hagalin sveitar- stjóri á Eyrarbakka, taldi jafn- vel mögulegt að hefja efnispantanir næsta haust, hönnun og fjármögnun, þannig að framkvæmdir gætu hafist 1976. „Þetta eru reyndar bjart- sýnustu vonir”, sagði Þór i samtali við Þjóöviljann, „og enn er vitanlega eftir að semja við selfyssinga. Ef samkomulag tekst og fjármögnun ætti þetta að vera hægt”. Fyrir nokkru var borað eftir heitu vatni niðri við sjöinn nærri Eyrarbakka, en sú borun gaf ekki nægilega góðan árangur, og Orkustofnun hefur bent á, að möguiegt ætti að vera að fleiri ubyggðir en Selfoss notuðu vatnið frá Þorleifskoti. Viöbúið er að kostnaðar- áætlunin irá síðasta vori, 110 miljónir, sé úrelt orðin, en Þór Hagalin var ekki viss um að þessi upphæð myndi hækka svo mjög, „það hefur t.d. komið i ljós siðan”, sagði Þór, „að lögnin frá Selfossi og hingað niður eftir, þarf óviða að vera fjarri veginum. Þannig sparast kostnaður sem ella hefði orðið af að leggja troðning meðfram lögninni”. —GG Áfólksbílum í ófærðinni Allir vegir ófærir austan Akureyrar — fært um Suður- og Vesturland að nokkru Nokkrir ferðalangar lentu í hrakningum á Holtavörðuheiði fyrir og um síðustu helgi. Við höfðum samband við símstöðvarstjórann á Brú i Hrútafirði, og sagði hann jafnan nokkuð um það að menn reyndu að aka heiðina á fólksbílum, misjafnlega búnum til aksturs í snjó. A fimmtudagskvöldiö festi fólk bil sinn nærri Konungs- vörðu á miðri heiöinni, og urðu tveir karlar sem i bilnum voru að ganga norður af. Komu þeir að Brú snemma aðfarar- nótt laugardagsins. Kona og barn biðu hinsvegar allan tim- ann i bilnum i daufri vist. Vegargerðarmenn, sem dvöldust á Staðarbakka, fóru á stað og mokuðu leið fyrir fólks- bilinn. Fór hann aftur norður að Brú og þar beið fólkið þangað til heiðin opnaöist til suðurs á laug- ardeginum. „Hingaö komu þrir piltar á laugardagskvöldið”, sagöi sim- stöðvarstjórinn, er Þjóðviljinn ræddi viö hann, „þeir dokuðu við hér nokkra stund, en fóru svo yfir heiðina”. t gærdag var mikil snjókoma i Hrútafirði, en litill vindur, þannig að væntanlega hafa menn komist klakklaust um Holtavörðuheiði daginn þann, „en þaö verður ófært um leiö og fer aö blása”, sagði stöövar- stjórinn. Þeir sem þurfa að aka um heiðina, ættu að gæta þess að hafa samband við kunnuga, áð- ur en yfir er ekiö, láta amk. vita af ferðum sinum. Dirfska = óvarkárni Við höfðum samband við Vegagerðina, og vegaeftirlits maður tjáöi Þjóöviljanum, að i gærdag, mánudag, hefði verið færtaustan frá Lónsheiöi vestur i Dali. I dag átti aö moka Svina- dalinn vestur i Reykhólasveit, mikill mokstur stóð yfir út frá Patreksfirði, út frá tsafirði og milli Þingeyrar og Flateyrar. Á Snæfellsnesi voru báðir fjall- vegirnir, Kerlingarskarð og Fróðarheiði, ófærir. Holta- vörðuheiði var fær, og fært til Akureyrar, en austan hennar svo til allir vegir ófærir og vonskuveður. Fyrir austan voru aðeins færir vegir i kringum Egilsstaði, en ófært meö Suður- fjörðum suður á Lónsheiði þaðan aftur fært vestur um allt Vegagerðin hefur staðið miklu basli við að halda vegum opnum i þeim ókjörum af snjó sem hlaðið hefur niöur siöustu daga, en fólksflutningar hafa verið miklir kringum áramótin og jólin. „Dirfska er sama og óvar kárni”, sagði eftirlitsmaður sá er Þjóðviljinn ræddi við, „sem betur fer, þá er æ minna um að fólk leggi út i óvissu, og það er aldeilis út i hött að gera það án þess aö kynna sér allar aðstæð ur fyrst og ræða viö kunnuga —GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.