Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 4
4 stPA — ÞJ6ÐVILJINN Þriðjudagur 7. janúar 1975. MÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÖÐFRELSIS (Jtgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Framkvæmdastjóri:'Eiður Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur) Svavar Gestsson Prentun: Blaöaprent h.f. HEYR Á ENDEMI! Nokkrum dögum áður en miðstjórn Alþýðusambandsins heldur fund um kjaramál og um svipað leyti og sjómenn undirbúa kaupkröfur sinar kastar aðal- málgagn ihaldsins striðshanskanum og lýsir yfir: Kjörin verða ekki bætt. Þar með felst i yfirlýsingunni að sú kjararáns- herferð, sem ihaldsstjórnin hefur stundað um margra mánaða skeið á að standa óhögguð; alþýðufólkið á i engu að fá bætt- ar verðhækkanir sem á visitökukvarða sýna 60% á ársgrundvelli. Jafnframt þessari yfirlýsingu Morgunblaðsins, for- sætisráðherra og þar með rikisstjórnar- innar kemur fram, að nái verkalýðshreyf- ingin fram kauphækkun—sem viðurkennt er að hún geti — verði kauphækkunin ekki kjarabót; henni verði með öðrum orðum rænt jafnharðan aftur. „Nú er kominn timi til að hefja hinar fomu dyggðir sparnaðar og aðhaldssemi til vegs”. Svokvað Morgunblaðið á dögun- um i forustugrein 4. janúar 1975. Áður höfðu húsbændur þess, Sjálfstæðisflokkur- inn, framkvæmt mjög tilfinnanlega „sparsemi” á alþýðuheimilunum, þar sem rænt var kaupmætti sem verkafólk hafði öðlast á vinstristjórnarárunum og forsenda var fyrir að óbreyttu þjóðfélags-, ástandi i meginatriðum. „Sparnaður” hægri stjórnarinnar siðustu mánuði hefur verið i þvi fólginn að færa frá launafólki miljarða króna með kaupráni, gengis- lækkunum og verðhækkunum. Og þegar búið er að belgja skjólstæðinga stjórnar- innar út á þeim lögboðna „sparnaði” rikisstjórnarinnar frá alþýðuheimilunum, þá heimtar aðalmálgagn stjórnarinnar „sparnað og aðhaldssemi”. Heyr á endemi! En nú skilst einnig betur af hverju það var sem Framsóknarflokkurinn var al- gerlega viljalaus til myndunar vinstri- stjórnar sl. sumar: Hann vildi ekki fallast á tillögur Alþýðubandalagsins um niður- skurð á bruðli og sóun tryggingafélag- anna, oliufélaganna eða innflutnings- verslunarinnar. Þessir aðilar, sem kosta miljarða umfram það sem nauðsynlegt er, máttu ekki spara að mati framsóknar — alþýðan i landinu átti þvert á móti að spara handa ránfuglunum, sem siðan sameinuðust i einni rikisstjórn. Þegar Geir Hallgrimsson hefur fyrir- skipað 20 fyrirtækjum sinum að spara og þegar ólafur Jóhannesson hefur fyrir- skipað sparnað tryggingafélaga og oliufé- laga, — þá getur Morgunblaðið farið að nefna sparnað, en ekki fyrr. Það er rétt, sem Morgunblaðið viður- kennir, að verkalýðssamtökin geta knúið fram íaunahækkanir. En Morgunblaðið nefnir að sjálfsögðu ekki þá óþægilegu staðreynd að verkafólkið i landinu getur haldið kjarabótum sinum með þvi að snúa frá afturhaldsflokkunum, til Alþýðu- bandalagsins i enn auknum mæli, sem eitt flokka er heilsteypt i afstöðu sinni til launafólks og hagsmunamála þess. í RÖKRÉTTU FRAMHALDI Benedikt Gröndal sagði i viðtali við Morgunblaðið um áramótin, að Alþýðu- bandalagið sé ekki stjórnarhæft. En rök- rétt afleiðing þessarar yfirlýsingar Bene- dikts er yfirlýsing um að hinn nýi formað- ur Alþýðuflokksins telji verkalýðshreyf- inguna ekki samstarfshæfa, en þar nýtur Alþýðubandalagið mests stuðnings. Og i annan stað væri rökrétt að Benedikt lýsti þvi næst yfir, að Alþýðuflokkurinn myndi við fyrsta tækifæri mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Og slik yfirlýsing þyrfti vissulega engum að koma á óvart — viðreisnarstjórnin er ekki nema fjögur ár undan með landflótta, atvinnuleysi og mestu gengislækkunum sem sögur fara af. Sá er draumur Benedikts Gröndals samkvæmt hans eigin orðum, sem hér var vitnað til og Morgunblaðið smjattar á. KUPPT ... /'Blesa voru allir vegir færir Sagan af Framsóknar-Blesa lífs og liðnum Ofanskráö fyrirsögn er heiti á frásöguþætti, sem birtist f Þjóöölfi, blaði-framsóknarmanna á Suðurlandi. Segir þar frá Blesa nokkr- um, sem uppi var á dögum Tryggva Þórhallssonar, og var Blesa margt til lista lagt. 1 frásögninni segir m.a.: „Blesi hljóp yfir allt. Meinsamur var hann heldur aldrei. Hann sótti aldrei i tún eöa varið land.Hann not- aði ekki hæfileika sina til þess ...” Nú er Framsóknarblesi þessi dauður, og er helst að menn verði varir við hann á miðilsfundum hjá Hafsteini. Þjóðólfur segir svo um miöilsfund, og hefur beint eftir Hafsteini miöli: „Hesturinn hefur veriö svo fallegur, að þið hefðuö átt að stoppa nann upp”. Leiklistarstjórinn ekki œviráðinn? Senn liður að þvi að skipaðir veröi leiklistar- og tónlistar- stjórar útvarpsins. Margir eru kallaöir, en aðeins einn verður útvalinn i hvora stöðu. 1 útvarp- inu fengum við þær upplýsingar að aðalfundur Leikarafélagsins heföi samþykkt einróma á fundi i desember að skora á útvarps- stjóra, að ráða leiklistarstjór- ann aðeins til tiltekins ára- fjölda. Fyrir tilstilli Leikarafé- lagsins eða að eigin frumkvæði hefur útvarpsstjóri þetta til at- hugunar. I ljós hefur komið að ekki þarf lagabreytingu til þess að koma þessu I kring. Útvarps- stjóri er sem kunnugt er næsta einráður lögum samkvæmt og getur ráðiö sér fólk til afmark- aðs tima. Ef þetta yröi ofaná væri brotið blað i skipun embættismanna i áhrifamiklar stööur, sem óneit- anlega setja svip sinn á þjóðlifið allt. Kostir og gallar æviráðn- ingar veröa ekki raktir hér, en augljóst er að krafa um tiltölu- lega stuttan ráðningartima i „úrslitastööur” á sér æ sterkari hljómgrunn. Má þvi til sannindamerkis nefna tillögu Alþýðubandalags- ins fyrir siðustu borgarstjórnar- kosningar um aö embættismenn i B-launaflokkum á vegum borgarinnar yrðu aöeins ráönir til sex ára I senn. Páll Baldur Útvarpsráð ekki á varðbergi Ekki er þvi saman að jafna hve vinstri menn eru umburðar- lyndari en hægri menn. And- skotum vinstri meirihlutans i útvarpsráði hefur sést yfir þá staðreynd i árásum sinum á ráðiö, að það hefur i rauninni verið fjarskalega umburðarlynt og meinlaust. Þess sér t.d. hvergi staö i föstu starfsliði rikisf jölmiðlanna, að ráönir hafi verið sérstakir boðberar „socialisma” á valdatima ráös- ins. Þvi er heldur ekki að heilsa, aö útvarpsráðsmeirihlutinn hafi nokkru um þaö breytt, að jafnan er haröar á þvi tekið ef menn taka vinstri- heldur en hægri- sveiflur á öldum ljósvakans. Hinu er ekki að neita að ráöiö hefur haft tilburöi I þá átt „aö leyfa þúsund röddum að hljóma”. Jafnvel röddum fólks meö áleitnar skoðanir og félags- legan áhuga og sem leyfir sér aö gagnrýna. En þess vegna er enginn úti i kuldanum. Skýrasta dæmið um þaö er sú ráðstöfun, að velja tvo Varöbergsmenn, þá Pál Heiðar Jónsson og Baldur Guölaugs- son, til þess að gera útvarpsþátt um inngöngu Islands I NATÖ og slaginn viö Alþingishúsiö 30. mars 1949. Samkvæmt þeirri skoðun aö flokkspólitiskir menn hljóti aö draga taum sinna skoðana- bræöra er þetta vitaverður skortur á jafnvægislist hjá ráð- inu, þótt látið væri óátalið, jafn- vel af áhugamönnum um út- varpsrekstur i Morgunblaðs- höllinni. Ráöið stendur semsagt I þeirri góöu trú að hægt sé aö treysta vönum útvarpsmönnum til þess aö gera vandaða og ó- vilhalla aldarfarslýsingu af at- burðunum kringum inngönguna I NATÓ. Og það kom lika á dag- inn i þætti þeirra Páls Heiðars og Baldurs á sunnudaginn, að fagmannlega var að staðið, allt vel klippt og skoriö. Það er leiöindasiður aö fella dóma um framhaldsefni i út- varpi, fyrr en allt er komið til skila, og veröur þaö ekki gert hér. Þó er ekki hægt annaö en aö fagna þvi, að þeir tvimenningar minntu Gylfa Þ. Gislason og Hannibal Valdimarsson ræki- lega á það, hvernig þeir greiddu atkvæði um inngönguna i NATÖ. 1 útvarpsþætti fyrir rúmu ári gat Hannibal alls ekki munað aö hann var á móti NATÓ-aðildinni. Kannski hefur veriö svo ástatt um fjandvin hans og fóstbróður, Gylfa Þ. Gislason. Nú ættu þeir ekki að vera i vafa lengur. Annars er minnisleysi stjórn- málamanna eftirtektarvert, þegar um leiðindaatvik er að ræða. Þannig mundi t.d. Ey- steinn Jónsson litiö eftir heim- komu sinni frá Washington I mars úr sendiförinni frægu. Það veröur meira koppalognið i ævi- sögum þessara stjórnmálaskör- unga. Hrafn Reyndu aftur9 Hrafn! Hrafn Gunnlaugsson er fyrir- ferðamikill maður I fjölmiölum, og hefur enda lærdóm til. Hann er enginn vinur kommúnista og kommúnisma, eins og best hef- ur komið fram i fróðlegum greinum hans frá Svlþjóö i Morgunblaöinu um ástand mála i Sovétrikjunum. Um þverbak keyrði þó I dag- skrárkynningu Magnúsar Bjarnfreössonar á laugardag- inn, þegar Hrafn tilkynnti þjóð- inni að leggja mætti að jöfnu galdraofsóknir, kommúnisma og nazisma. Um þetta er bara eitt að segja: Hann hefur lesið verald- arsöguna eins og skrattinn bibliuna. Reyndu aftur, Hrafn. Og sem vegarnesti fyrir framtiðarumfjöllun um sósial- isma i útvarpi má benda Hrafni á, að vel menntum mönnum sæmir ekki að rugla sifellt sam- an fræðikenningum um sósial- isma eða kommúnisma og rikj- andi þjóöskipulag, sem kennt er við sósialisma. —EKH OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.