Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. janúar 1975. Valsmenn komnir á fulla ferð tættu sundur hina frægu Ármanns-vörn og sigruðu 22:13 Hin fræga og sterka vörn Ármanns-liðsins hefur vart í annan tíma fengið aðra eins útreið og gegn Val á sunnu- dagskvöldið þegar Valur sigraði Ármann 22:13 í fyrri leik liðanna í 1. deild. Sóknarleikurinn hefur ekki verið sterkari hlið Vals-liðsins fram að þessu f vetur en nú virðist svo sannarlega breyting á orðin. Liðið lék mjög skemmtilegan sóknarleiká köflum, sem Ármenningarn- ir réðu alls ekkert við. Það munar um minna en Gísla Blöndal í þeim ham sem hann var f með Vals-liðinu i þessum leik. Kraftur hans og ógnun á kannski mestan þátt f því hve góður sóknarleikur Valsmanna var og líka fyrir þaö að um leið losnar um aðra og það kunní ólafur H. Jónsson sannarlega að meta, og átti stórleik. Með sama áframhaldi hjá Vals- mönnum og i tveim siðustu leikj- um, þurfa áreiðanlega fleirí lið en Ármann að lútaiágt fyrir Val i vetur. Hitt er svo annað mál, að Vals-liðið er stemningslið og er getusveifla liðsins oft ótrúlega mikil. Eins og oft áður hefur verið frá sagt er vörnin betri hluti Ar- manns-liðsins. Nú var hún tætt i sundur svo ekki stóð steinn yfir steini. Og þótt sóknarleikurinn hafi oft verið slakur hjá Ármenn- ingum, þá hefur hann sjaldan verið jafn slakur og nú, enda var Vals-vörnin i sinum gamla — mulningsvélarham —. Valsmenn fóru heldur hægt af stað og eftir 10 minútur af leik var staðan aðeins 3:0. Siðan kom 4:0 og þegar 12 minútur voru liðnar skoruðu Ármenningar loks sitt fyrsta mark. Uppúr þvi fóru Vals- menn fyrst i gang svo um munaði og þegar innan við ein minúta var til leiksloka var munurinn orðinn 10 mörk, 14:4. En Armenningar áttu siðasta orðið i fyrri hálfleik og staðan i leikhléi þvi 14:5. Þar með var raunverulega gert útum leikinn, aðeins spurning um hve stór sigur Vals yrði. Vals- menn slökuðu heldur á i siðari hálfleik, og breikkuðu ekki bilið en héldu bara við þannig að mun- urinn var þetta 8-10 mörk utan einu sinni að Valur náði 12 marka forskoti 19:7. Minnstur var mun- urinn 8 mörk 20:12, en lokatölurn- ar eins og áður segir 22:13 sigur Vals. Vals-menn hafa oft sagt undan- staoan Staðan i l. deild eftir leiki Vals og Ármanns og 1R og Gróttu er þessi: Haukar Fram FH Víkingur Valur Ármann Grótta 1R Markahæstu menn: Hörður Sigmarss. Haukum 56 Björn Péturss. Gróttu 43 Viðar Símonarson FH 26 Stefán Haildórss. Vik. 25 Jón Karlss. Val 24 Einar Magnúss. Vík. 23 Geir Hallsteinsson FH 23 Pálmi Pálmason Fram 23 farið að senn tæki leikur liðsins að batna — þetta er að koma — eins og þeir sögðu og sannarlega virð- ist þetta ætla að rætast. Leikur Vals gegn FH og nú gegn Ár- manni sýnir það svo varla verður um villst. Þeir Gisli Blöndal, Gunnsteinn, Stefán Gunnarsson, Jón Karlsson og siðast en ekki sist Ólafur H. Jónsson sýndu allir mjög góðan leik og eru burðarás- ar liðsins. Ég er ansi hræddur um að það verði erfitt að stöðva Vals- mennina úr þessu, en kannski er það of seint fyrir þá að taka við sér nú með 6 stig töpuð. Ármenningarhafa, eins og áður segir, ekki fyrr i þessu móti feng- ið svona stóran skell og maður hélt satt að segja, að vörn þeirra gæti ekki opnast svoná eins og hún gerði i þessum leik. Aðeins Hörður Kristinsson stóð fyrir sinu i vörninni og þeir Jón Ástvaldsson og Hörður Harðarson i sókninni - Ólafur H. Jónsson átti stórleik gegn Ármanni og skoraði 5 mörk. Hér er eitt þeirra að verða staöreynd. (ljósm. Einar) og kannski er sá siðarnefndi sá sem leysir sóknarvandamál Ár- manns i framtiðinni. Þar er mikið efni á ferðinni. Mörk Vals: Ólafur 6, Gisli 5, Gunnsteinn 3, Stefán 2, Steindór 2, Bjarni Jón P., Jón K., og Geir Þorsteinsson sitt markið hver. Mörk Ármanns: Jón 3, Hörður K. 3, Pétur 2, Björn 2, Hörður H. Kristinn og Jens sitt markið hver. —S.dór llla horfir fyrir ÍR-ingum eftir tap gegn Gróttu eru með 1 stig á botninum Vart verður annað sagt, en að útlitið sé orðið æði dökkt hjá (R-ingum í 1. deildarkeppninni eftir eins marks tap fyrir Gróttu á sunnudaginn 24:25, en þessi lið voru fyrir ieikinn jöfn og neðst í 1. deild með 1 stig hvort. Nú sitja IR- ingar einir eftir, Grótta er komin með 3 stig. Það er að vísu alltof snemmt að dæma ÍR-ingana niður í 2. deild, margt getur gerst í þeim 8 leikjum sem liðið á eftir, en það verður þá líka að taka sig verulega á frá því sem nú er. Það sem frekast er að hjá liðinu er, að allan sigurvilja virðist vanta í leikmennina, kraft- inn og grimmdina sem þarf til að vinna leik. Sigur Gróttu var að vísu naumur og um tíma virtist allt ætla að fara sömu leið og vant er hjá liðinu, að missa for- skotið niður undir lokin, en Gróttu-mönnum tókst að brjóta þann ís og sigra. Og þessi sigur getur breytt miklu hjá liðinu Já, sigur Gróttu var naumur enda leikurinn allan timann mjög jafn. Liðin skiptust á um að hafa forystuna. 1R hafði yfir 5:4, 7:6, 8:6 og 9:6, 10:8. 10:9, 11:9, og 12:10 en Grótta jafnaði 12:12 og komst einu marki yfir fyrir leik- hlé , þannig að staðan i leikhléi var 13:12 Gróttu i vil. Mest allan siðari hálfleik hafði Grótta yfir þetta eitt og tvö mörk og tvö mörk, einu sinni þrjú mörk, 18:15. En undir lokinr. sigu IR-ingar á og jöfnuðu 21:21 þegar um 7 minútur voru til leiks- loka. Og þessar siðustu 7 minútur voru mjög æsandi fyrir áhang- endur liðanna. Eftir að staðan var jöfn 21:21 komst Grótta i 23:21, en IR-ingar minnkuðu muninn 23:22 og siðan kom 24:23 og lokatölurnar 25:24 sigur Gróttu. Siðustu 5 minúturn- ar töfðu Gróttu-menn eins og þeir gátu og það voru hroðaleg dómaramistök hjá þeim Kristjáni og Jóni Friðsteinssyni dómurum að dæma ekki leiktöf á Gróttu- liðið. Sé leiktöf nokkurntimann augljós þá var það hjá Gróttu þessar siðustu 5 minútur. Annars sluppu þeir Jón og Kristján sæmi- lega frá þessum leik, áttu alla- vega sinn langbesta leik i vetur sem dómarar. Gróttumenn fögnuðu sigrinum ekki minna en-ef þeir hefðu verið að vinna þarna meistaratitil, enda mikill léttir fyrir þá að vera komnir af botninum, en skrefið er svo stutt að ekkert má útaf bera hjá þeim til þess að botnsætið blasi við þeim aftur og Gróttu- liðið verður að taka sig verulega á frá þvi sem verið hefur ef það ætl- ar að ná i mikið fleiri stig en þetta i vetur. Aðeins einn leikmaður sýndi góðan leik hjá liðinu að þessu sinni en það var Björn Pétursson, og má furðulegt telja að hann skuli ekki tekinn inni landsliðshópinn eftir frammi- stöðu hans i vetur. Hjá 1R átti Ágúst Svavarsson bestan leik en hvað gæti ekki þessi örfhenti risi gert ef keppnis- skapið og harkan væri meiri? Gunnlaugur Hjálmarsson stóð fyrir sinu að vanda en aðrir leik- menn áttu ekki umtalsverðan leik. Mörk Gróttu: Björn 9 (4 viti) Halldór 4, Magnús 4, Atli 3, Georg 2, Árni 2, og Sigurður eitt mark. Mörk 1R: Ágúst 8, Brynjólfur 4, Þórarinn 3, Vilhjálmur 3 (2 viti) Jóhannes, Hörður A. og Bjarni 2 mörk hver. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.