Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.01.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 7. janúar 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Fjárveitingar til Rafmagnsveitna ríkisins: Skomar niðiir um meira en helming A blaðamannafundi hjá Raf- magnsveitum rlkisins fyrir skömmu kom það fram hjá Val- garð Thoroddsen framkvæmda- stjóra þeirra, að meirihluti' fjár- veitinganefndar alþingis hafi skorið niður fjárveitingu til RR um meira en helming frá þvf sem RR fór fram á f haust. Raf- magnsveiturnar fóru fram á 2600 miljón kr. fjárveitingu en fengu 1100 miljónir kr. Þetta þýðir það, að flestar meiriháttar fram- kvæmdir sem fyrirhugaðar voru á þessu ári verða að blða, svo sem lagning stofnllnu milli Lagarfoss- virkjunar og Hornafjarðar sem fyrirhuguð haföi verið. Þá kom þaö einnig fram á þess- um fundi aö forráöamenn Raf- magnsveitna ríkisins telja nokk- uö vist aö Lagarfossvirkjun veröi tekin I notkun um miöjan næsta mánuö, ef ekkert óvænt kemur upp sem tefur framkvæmdir. f dag eru I notkun hjá RR 88 diselrafstöövar á öllu landinu. Flestar eru þær á Austurlandi eöa 31 en fæstar á Suöurlandi, 4. Þess má geta aö olíukostnaöur vegna þessara dlselstööva var á slöasta ári 250 milj. kr. En meö tilkomu Lagarfossvirkjunar og vegna þess aö búiö er aö tengja sunnan- vert Snæfellsnes viö kerfi lands- virkjunar og fyrirhugaö aö tengja allt Snæfellsnes viö þaö kerfi á þessu ári, sparast á þessu ári nær“ 250 milj. kr. I oliukaupum og er þvi áætlaö aö oliukostnaöur RR veröi á þessu ári sá sami og á siö- asta ári, þrátt fyrir mun hærra oliuverö nú en þá var. Um leiö og Lagarfossvirkjun veröur tekin i notkun veröur hægt aö stööva keyrslu 6 diselstööva á Austfj. en þær veröa siöan varastöövar þar eystra. Disel- stöövarnar 1 ólafsvlk og Stykkis- hólmi veröa einnig stöövaöar um leiö og allt Snæfellsnesiö veröur tengt kerfi Landsvirkjunar. Þess má svo aö lokum geta, aö á siöasta ári varö tap RR 420 miljónir kr. og er þaö auövitaö aukinn oliukostnaöur sem þar ræöur mestu um. — S.dór Reynir Armannsson, formaður Póstmannafélagsins,ræðir viö blaðamenn á fundi póstmanna og póst- meistarans I Reykjavlk. — Aðgeröir Halldórs E. móðgun viö okkur, sögðu póstmenn. Póstmenn œfir við Halldór E.: Brýtur ráðherra lög? Lœtur útlendinga breyta skipulagi pósts og síma þvert ofaní lög //Fjölmennur fundur póstmanna í Reykjavik, haldinn 30. des. 1974, mót- mælir harðlega setningu reglugerðar um stjórn og skipulag pósts og síma frá 20. desember s.l. og telur að með henni sé vegið á þann hátt að hagsmunum póstsins að ekki verði við unað. Þá telur fundurinn þaö beina móögun viö póstmannastéttina og stofnunina i heild, aö ætlast til aö svo hlutdrægar breytingar á stjórnarformi, sem fram koma 1 reglugerðinni, geröi gerðar meö fárra daga fyrirvara. Fundurinn krefst þess, að látið veröi af þeirri tilskipunarstjórn, sem nú er farin aö gera vart viö sig i þjóöfélaginu, og skorar á póst- og simamálaráðherra aö fresta framkvæmd . þessarar reglugeröar og skapa tima til um- ræðna um hana og taka upp sam- starf viö starfsmenn stofnunar- innar um réttláta framkvæmd mála I anda atvinnulýöræöis”. Ofanskráð orðsending póst- mannafundar til Halldórs E. Sigurössonar var samantekin vegna þeirra skipulagsbreytinga á stjórn pósts og sima, sem gildi tóku 1. jan, s.l. Póstmannafélagiö og póst- meistarinn I Reykjaviik, Matthias Guömundsson, boöuöu blaöamenn á fund i gær, og kynntu þeim þau mótmæiabréf og erindi sem send hafa verið sam- gönguráðherra. Ráöherrann hefur ekki sagt orö um mótmæli starfsmanna póstsins. Þjóðiljinn mun á morgun birta öll bréf sem póstmenn hafa sent ráðherra, en á fundinum i gær, sagði Matthias Guðmundsson, póstmeistari m.a. aö þær breytingar á stjórn pósts og sima, sem stjórnskipuð nefnd lagði til að gerðar yröu, brytu i bága viö lög. Nú eru i gildi lög frá 1935, þar sem kveöið er á um stjórn þessara stofnana beggja, og eru lagaákvæöi um m.a. þaö, að embætti póstmeistara eigi að heyra undir póst og simamála- stjóra beint. Þessu breytir nefnd- in nú með tilskipun, án þess aö lögum hafi veriö breytt. Þá sagði póstmeistari þaö al- gerlega út takti við tiöarandann, að imynda sér að hægt væri að breyta skipulagi stofnunar með tilskipun, án þess aö ræöa viö þaö starfsfólk, sem best þekkti til; „það er sem betur fer óvenju- legt”. Þá sagöi Matthias: „Eftir þvi sem næst verður komist, er embætti póstmeistara lagt undir embætti ritsimastjóra, sem síðan á að leggja niður eftir þrjá mánuði”. Póstmeistari kvaðst vona, að samgönguráðherra sæi sig um hönd, enda þótt hann hefði á þeim blaöamannafundi, þar sem nýja reglugeröin um yfirstjórn pósts og sima var kynnt, i engu vikiö orði aö mótmælum Póstmannafé- lagsins og allra yfirmanna pósts og sima, að póst- og simamála- stjóra undanskildum. Norskir sérfræðingar Voriö 1973 skipaöi samgöngu- ráðuneytið nefnd til að annast endurskipulag á stjórn pósts og sima. Þessi nefnd fékk norska sérfræöinga til að gera tillögur i málinu. Norðmenn skiluðu tillög- um s.l. vor. Nefndin fer mjög eftir þeirra tillögum, en fer i engu eftir tilskipun ráðherra, þar sem segir að leita skuli umsagnar og um- ræöna starfsmanna pósts og sima. Nefndin haföi i raun lokið störfum s.l. vor, en rétt eftir aö þing fór heim, kynnti ráðherra reglugerð þá sem nefndin samdi og lét hana gilda frá 1. jan. Póstmeistarinn i Reykjavik benti blaðamönnum á, aö nefndin hefði átt að semja lagafrumvarp um breytingar á stjórn pósts og sima. Það hefur hún enn ekki gert, en einmitt margt i tillögum hennar „brýtur i bága við lands- lög”, sagði póstmeistari. Póstmenn undirstrikuðu, aö þeir væru ekki að mótmæla þvi, að breytingar væru gerðar, lögin frá 1935 væru i möígu tilliti úrelt, enviðviljum taka upp „viöræöur og athuganir i anda samvinnu og atvinnulýðræðis. A þessu átti póstmannastéttin ekki von af sin- um æðsta manni..segir i bréfi póstmannafélagsins til Halldórs E., sem Þjóðviljinn birtir i heild á morgun. —GG Snjóflóðavarnir: Getum lært af svisslendingum” segir Helgi Björnsson, eðlisfrœðingur, sem hefur kynnt sér snjóflóðavarnir í Sviss 1 bænum Davos I Sviss er rannsóknarstofnun, sem ein- vörðungu sinnir athugunum og eftirliti meö snjófióöum á ýms- um svæðum. Helgi Björnsson, eölisfræö- ingur, hefur kynnt sér starfsemi þessarar stofnunar, og mun hann á næstunni birta I blööum grein um snjóflóöavarnir eins og þær tiðkast I Sviss. „Ég held aö viö getum ýmis- legt lært af þeim I Sviss”, sagði Helgi Björnsson, er Þjóöviljinn ræddi viö hann, „þeir gera ýmislegt til aö koma i veg fyrir skemmdir og slys af völdum snjóflóða, fylgjast meö þvi hvar' og hvenær er hætta á að skriöa skriöi af staö, verja þannig ákveöin svæöi og mannvirki á þeim fyrir snjóflóöum”. Snjóflóð er ekki hægt að stöðva „Rannsóknarstofnunin i Davos, „Eidgewössisches In- stitut”, gerir snjóflóöaspár, kannar ástand snjóþekjunnar, þunga hennar og mótstööu viö botn. Oft er reynt aö koma snjó- flóöi af stað, og er þaö gert meö ýmsu móti. Ef ljóst þykir aö mannslif og mannvirki séu i hættu, er fólk flutt af svæöinu, skotið af fallbyssu á þá væntan- legu skriöu, þvi oft þarf litiö til aö koma flóöi af staö. Stundum þarf ekki annaö en smávægileg- ar jaröhræringar, flugvélargný, þrumur, eöa kannski fer skiöa- maöur yfir viökvæma hengju og allt fer af stað. Snjóflóö er ekki hægt að stööva, og þær einu varnir, sem hægt er aö viðhafa, felast t.d. I þvi aö gera bilvegi inn I fjallshliðar, steypa yfir brautir, flytja fólk burtu þegar hætta er á flóöi. Reyndar hafa verið reistar grindur eöa garð- ar á efstu brúnum fjallshliöa”. Fræðslustarf — björgunarstarf Helgi Björnsson sagði, aö starfsemi snjóflóöastofnunar- innar I Davos væri miöað viö fræðslustarfsemi, hjálparstarf þegar flóð féllu, en þó fyrst og fremst aö gera snjóflóöaspár, fylgast meö hengjunum og kanna orsakir hvers einstaks flóös. Helgi Björnsson, eölisfræö- ingur, starfar nú viö eðlisfræði- stofnun i London, þar sem hann rannsakar m.a. verkefni, sem tengt er Grimsvatnavandamál- inu. Varnir hérlendis Hér á landi er óviöa reynt aö hindra skemmdir af völdum snjóflóða, en þó eru dæmi þess á ýmsum stööum, að geröir hafa verið oddlaga varnargaröar, sem stundum munu hafa bægt flóði frá mannvirkjum a,m .k. aö einhverju leyti. Sérfræðingar munu þó flestir vera á þvi, aö snjóflóö veröi ekki stöövaö eöa þvi beint annað, sé þaö einu sinni komið á skriö, og þvi er raunbest að fylgjast vel meö, gera snjóflóöaspár, kon a snjó- flóöi á stað i tima o.s.frv. — GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.