Þjóðviljinn - 08.03.1977, Side 4

Þjóðviljinn - 08.03.1977, Side 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 8. mars 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: tJtgáfufélag Þjóöviljans. tJtbreiösiustjóri: Finnur Torfi Hjörleifsson. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Augiýsingastjóri: Clfar Þormóösson Ritstjórar:Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson Sföumúla 6. Simi 81333 Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Prentun: Blaöaprent hf. Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Samfylking um íslenska atvinnustefnu 1 framhaldi af uppljóstrunum Þjóðvilj- ans um áætlun integral hafa æ fleiri gert sér ljósa grein fyrir nauðsyn þess að fylkja öllum þeim landsmönnum saman sem skilja háska erlendra áhrifa á islenskt atvinnulif. Jafnframt verður mönnum æ ljósari nauðsyn þess að halda áfram þeirri uppbyggingu islensks iðnað- ar sem hófst i valdatið vinstristjórnar- innar. Af þessum ástæðum mun Alþýðubanda- lagið nú leggja megináherslu á islenska atvinnustefnu og leggja kapp á að sam- fylkja öllum þjóðlegum öflum þessa lands um grundvallarbreytingu i atvinnustefnu frá erlendu stóriðjustefnunni, að upp- byggingu þjóðlegra innlendra atvinnu- greina. Segja má að Alþýðubandalagið hafi lagt grundvöllinn að þessari meginstefnu með ályktun miðstjórnar þess nú um helgina. Þar er itrekuð fyrri afstaða flokksins, en lögð þung áhersla á að einmitt nú sé brýn nauðsyn að koma henni á framfæri skýrar og eindregnar en nokkru sinni fyrr. Mið- stjórnarfundur Alþýðubandalagsins um siðustu helgi gerði einmitt ályktun um þessi mál þar sem stefnan er mörkuð, en i ályktuninni segir meðal annars: „Alþýðubandalagið heitir á landsmenn að snúast eindregið gegn öllum áformum um erlenda stóriðju og hvetur sérstaklega launafólk og samtök þess til að berjast ötullega gegn fyrrgreindum áformum stjórnvalda. Aukin þátttaka^ erlendra auð- félaga i islensku atvinnulifi mun veikja vigstöðu islenskrar verkalýðshreyfingar og draga til muna úr möguleikum launa- fólks til áhrifa á framleiðsluhætti og kjaraþróun. Miðstjórnin itrekar að landsmenn verða að varðveita yfirráð sin yfir orkulindum landsins og atvinnulifi, landi og landhelgi. Fráleitt er að leiða erlenda auðhringa til öndvegis i islensku atvinnulifi. Á sviði inn- lendrar iðnþróunar blasa við næg við- fangsefni sem eru af þeirri stærð og gerð að við ráðum sjálfir við þau án fjármála- legrar ihlutunar erlendra auðhringa. Má i þvi sambandi minna á verkefni á sviði skipasmiða, veiðafæragerðar, ullar- og skinna-iðnaðar, matvælaframleiðslu, lif- efnaiðnaðar, fóðurframleiðslu, áburðar- vinnslu, margvislegs byggingarefna- iðnaðar og rafeindaiðnaðar auk þeirra fjölþættu nýju möguleika sem fiskiðnað- urinn mun veita innan fárra ára. Miðstjórnin vekur athygli á, að á sama tima og rekirmer harðvitugur áróður fyrir uppbyggingu stóriðjufyrirtækja á vegum útlendinga viða um land, er almennur iðn- aður i höndum landsmanna sjálfra van- ræktur og sniðgenginn. íslenskur iðnaður býr við lélega lánafyrirgreiðslu, bæði hvað snertir rekstrarlán og stofnlán. Hann er settur i harða og ótimabæra samkeppni við innfluttar iðnaðarvörur og vanrækt er að bæta um leið samkeppnisaðstöðu hans með hagræðingu, tækniþróun, verkmennt- un og öðrum markvissum aðgerðum. Innlendur iðnaður nýtur engra þeirra hlunninda sem erlendri stóriðju eru boðin. Þótt hver orkueining sem seld er til islenskra atvinnuvega leiði til mun meiri gjaldeyrissköpunar en orkusala til erlendra auðfélaga, verður islenskur iðnaður að gjalda 20-30-falt hærra verð fyrir raforkuna en erlend stóriðja er látin greiða. Miðstjórnin bendir á,að bæta þarf aðbúnað islensks iðnaðar, tryggja honum hagstæðara orkuverð og hæfilega lána- fyrirgreiðslu. Það er skylda rikisvaldsins að hafa forystu um gerð iðnþróunaráætl- ana fyrir landið i heild og einstaka lands- hluta. Útvegun fjármagns til að fram- kvæma slikar áætlanir taki mið af eflingu iðnfyrirtækja i félagslegri eign. Miðstjórn Alþýðubandalagsins skorar á alla þá sem skilja nauðsyn þess, að islend- ingar varðveiti efnahagslegt sjálfstæði sitt um ókomin ár að taka höndum saman um að hafna stóriðjustefnu rikisstjórnar- innar og mynda viðtæka samfylkingu um framkvæmd islenskrár atvinnustefnu.” 99 Bergþóra ” biður Fjall- konunni vægðar Stóriöjustefna stjórnvalda mætir nú æ meiri andstööu meöal landsmanna og mörg félagasamtök lýsa áhyggjum sinum vegna hennar. Nýveriö hvatti t.d. Kvenfélagasamband íslands til varúöar í stóriöju- málum og aögátar i meöferö á landsins gæöum. Fundur i Kvenfélaginu Bergþóru i ölfusi, sem haldinn var 27. sl. mánaöar, samþykkti ályktun, þar sem fram kemur verö- mætamat, sem á sér mikinn hJjómgrunn meöal almennings. Þaö stingur mjög i stúf viö stór- iöjustefnuna, og þótt einhverjir kunni aö halda þvi fram aö þaö einkennist af rómantik, benda kvenfélagskonurnar i ölfusinu á að landsmenn eigi aöra kosti I atvinnumálum heldur en stór- iðju. Viö leyfum okkur aö halda þvi fram að sú röksemdafærsla sem fram kemur i samþykkt Kvenfélagsins Bergþóru eigi eftir aö vega þungt á metaskál- unum I stóriöjuumræöunni á næstunni. Ölfusforir og álver „Bergþóra” lýsir í upphafi samþykktarinnar undrun sinni á samþykkt meirihluta hrepps- nefndar ölfushrepps i Þorláks- höfn um athugun á álveri þar á staðnum og mótmælir henni. Siöan segir: „Funduriun leyfir sé aö benda á. aö búiö er aö veria hundruö- um miljóna króna meö erlend- um lántökum til hafnarmann- virkja á staönum, meö mat- vælaframleiöslu fyrir augum, og sér ekki hvernig hreppsnefnd hugsar sér nábýli hennar viö álver. Þá minnir fundurinn á, aö Náttúruverndarráö Islands boöaöi nýveriö til fundar i sveit- inni, um svokallaöar ölfusforir, með þeim aöiljum sem þar eiga hlut aö máli. Þar kom fram, aö ölfusforir eru taldar eitt af náttúruundrum veraldar. Mælt ist Náttúruverndarráö íslands til samvinnu um verndun þeirra. Bændur báru gæfu til aö sýna þar jákvæöar undirtektir. Fundurinn sér heldur ekki hvernig samræma mætti álver og slika náttúruauölegö. Athygli er ennfremur vakin á, aö Landgræðsla rikisins hefir gert stór-átak og kostaö miklu fjármagni viö uppgræöslu ná- grennis Þorlákshafnar, og ár- lega kemur mikill fjöldi sjálf- boðaliöa á staöinn, til aö safna melfræi i þágu landgræöslu.” Ekki ntéiri spjöll erlendra trölla „Fundurinn beinir þeirri ósk til ráöamanna þjóöarinnar, aö fyllsta aögát sé viöhöfö i ráö- stöfun á auö- og orkulindum landsins, treystir þeim til þess aö láta þær ekki veröa auö- og orkuþverrandi heimi aö bráö, á kosínáö viökvæms kuldabeltis- gróöurs landsins, hnignandi fiskstofna- og fámennis þjóöar- innar. Fundurinn telur mikilvægara aö hugaö sé aö möguleikum ts- lands til matvælaframleiöslu fyrir sveltandi heim, meö þvi aö efla þá framleiöslu sem fyrir er i landinu á sviöi landbúnaöar og fiskiöju. Fullnýta beri og gjör- nýta allar tilfallandi matvæla- afuröir og flytja ekki hráefni óunnin úr landi. Þá skuliog hlúö aö smærri iöngreinum og byggöur upp nýr smáiðnaöur, sem fólkiö i landinu sjálft geti annast. Fundurinn biöur Fjallkonunni vægöar gegn frekari spjöllum, en oröiö er, af völdum erlendra trölla.” Vökumenn spyrja Vaka,„félag lýöræöissinnaöra MAÐUKINN Á MORGUN! stúdenta” 1 Háskóla tslands, snýst eins og vindhani eftir þvi hvernig vindurinn blæs, og i kosningastefnuskrá sinni fyrir stúdentaráöskosningarnar gera Ihaldsstúdentar grundvallar- ágreining um stóriöjustefnu móöurflokksins. Þeir spara ekki skeytin til „siðspilltra vald- hafa” og röksemdir þeirra gegn stóriöjuákefö samflokksmanna sinna I rikisstjórn sýna aö hægt er að snúast til andstööu viö hana á mjög ólikum forsendum. Þó má i stefnuskrá Vökumanna finna aö sama spurningin vakir fyrir þeim og Bergþórukonum i ölfusinu: Þaö er spurningin um þaö lífsform sem stóriöjustefn- an skapar. Þaö er vel aö sem flestir velti henni fyrir sér. Siðspilltir valdhafar í stóriðjuhættu Stóiðjukaflinn i kosninga- stefnuskrá Vöku hljóöar svo: ,,Á undanförnum fimmtán ár- um hafa islenskir ráðamenn hallast meiraöþeirri skoöun, aö stóriöja erlendra auöhringa á tslandi sé grundvallarforsenda fyrir nýsköpun fslensks efna- hagslifs (iönaöar). Vaka dregur I efa þá skoðun og bendir á þá staöreynd, aö ákvaröanir vald- hafa um stóriöju á íslandi hafa hingaö til veriö tilviljunar- kenndar og án samhengis viö skynsamleg markmiö um al- menna náttúruvernd, Islenska menningu og heilbrigt mannlif. Hætta er á, aö siölausir valdhaf- ar geri stóriöjusamninga aö vanabundnum „húsráöum” sem stig af stigi eitri islenska náttúru og menningu. Fram- tiöarákvaröanir fslendinga i stóriöjumálum munu aö likind- um koma til meö aö hafa mikil áhrif á þjóölif komandi tima. t upphafi skyldi endinn skoöa. Vaka leggur áherslu á, aö vöxt- ur stóriöjuumsvifa hérlendis er andstæöur einkaframtaki i at- vinnurekstri og dreifingu hag- valdsins. Meö þvi aö stuöla aö þeirri þróun aö gera stóriöju aö undirstööu i efnahagslifinu er um leiö veriö aö auka áhrif likisvalds og erlendra auö- hringja á islenskt atvinnulif. Sú atvinna, sem stóriöja býöur upp á, er ofíast mannskcmmandi á sál og likama og þvi öldungis i ósamræmi viö mannúöarstefnu og hugmyndir vorar um heil- brigt mannlif.” —ekh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.