Þjóðviljinn - 08.03.1977, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 08.03.1977, Blaðsíða 20
DJQÐVHHNN Þriðjudagur 8. mars 1977 Aöalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná I blaðamenn og a&ra starfs- menn blaðsins í þessum simum; Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. @81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans i sima- skrá. Verðmæti loðnumjöls og lýsis orðið um 6 miljarðar Gert er ráð fyrir þvi að fob- verðmæti loðnumjöls og loðnu- lýsis úr þeim afla sem kominn er á land sé um 6,4 miljarðar króna en i fyrra var verðmæti sömu afuröa allt árið 4,6 milj- arðar. Mismunurinn liggur fyrst og fremst i hækkuðu verði á erlendum mörkuðum en afla- magniö nú er svipað þvi sem var allt árið 1976. Þessar tölur eru miðaðar við 425 þúsund tonna afla og aö mjölnýtingin úr honum sé 15 prósent en lýsisnýtingin 5 pró- sent. Þá fást 63,700 tonn af mjöli en verðið á tonninu er nú 79 þús. krónur. Þaö gera um 5 miljarða króna. i fyrra fengust 62.500 tonn en þá var verðið aöeins 50 þús. krónur á tonniö og heildar- verðmætiö 3,2 miljarðar. Miðað við 5 prósent lýsisnýt- ingu fást 21,200 tonn en verðiö á þvi er nú 65 þúsund krónur tonn- ið. Það gerir 1,4 miljarð króna. í fyrra fengust 24 þús. tonn af lýsi og var þá verðið 55 þúsund krón- ur tonniö og fékkst samtals 1,4 miljarður fyrir það. Sumarloðn- an er feitari en sú er veiðist á vetrarvertið og fæst þvi meira lýsi úr henni. Nú mun að sjálfsögðu veiðast meira af loðnu þaö sem eftir er aö árinu svo að verðmæti loönu- afurða gæti oröið helmingi meira en I fyrra. —GFr Þrfr drekkhlaönir loðnubátar f Reykjavlkurhöfn á laugardaginn. Myndsgel. var eftir einn Ogþá Um siðustu helgi var haldinn i Reykjavik fundur nokkurra manna, sem á sinum tima höfðu verið kosnir i flokksstjórn Sam- taka frjálslyndra, og ekki höfðu sagt sig úr flokknum. Þaö bar helst til tiöinda, að Karvel Pálmason,annar tveggja þingmanna flokksins, lýsti þvi yf- ir, að hann yrði alls ekki i kjöri á vegum Samtaka frjálslyndra i næstu kosningum. Karvel minnti á að hann hefði leitað eftir sam- starfi viö Alþýðuflokkinn og biði nú svars þaöan. Einnig lýsti Kar- vel þvi yfir að hann vildi engan hlut eiga að nefndakosningum á þessum fundi, þar sem hann teldi rétt að leggja niöur starfsemi Samtakanna sem stjórnmála- flokks á landsmælikvarða. — Karvel yfir- gefur Samtök frjálslyndra Fékk þingmaðurinn kaldar kveðjur á fundinum frá ýmsum af fyrri félögum sinum. Meirhluti fundarmanna á þess- um fundi ákvað hins vegar „að koma starfi flokksins á lands- grundvelli i eðlilegt horf” og var Haraldi Henrýssyni dómara faliö aö koma framkvæmdastjórn á laggirnar á ný, en hún lagði niður störf s.l. haust vegna ósættanlegs ágreinings manna á milli. Har- aldur Henrýsson hafði verið varaformaður i þeirri fram- kvæmdastjórn, sem á sinum tima lagði niður störf. Eftir yfirlýsingu Karvels er vart hægt að lita öðru visi á en Samtök frjálslyndra, sem fyrir þremur árum áttu 5 þingmönnum á að skipa, eigi nú aðeins eftir einn, Magnús Torfa Ólafsson, sem á þó þingveru sina kjósend- um Karvels á Vestfjörðum alger- lega að þakka. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Sjálfkjöriö í stjórn Sóknar t gær rann út frestur til að skila framboðum til stjórnarkjörs i Starfsmannafélaginu Sókn. Aeins einn listi barst, listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs, og er hann þvi sjálfkjörinn. Stjórn félagsins er þvi þannig skipuð: formaður Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, varaformaður Ester Jónsdóttir, ritari Guðrún J. Bergs, gjaldkeri Dagmar Karls- dóttir, meðstjórnandi Halldóra Sveinsdóttir og I varastjórn Guð- rún Emilsdóttir, Anna Kristensen og Hjördis Antonsdóttir. í trúnaðarmannaráði eru Maria Jóhannesdóttir, Sigriður Jónas- dóttir, Bjarney Guðmundsdóttir og Elin Jónsdóttir. Frysting á loðnu geng- ur hægt Búiö aö frysta rúm- lega 2000 tonn Samkvæmt upplýsingum hjá SIS og Sölumiðstöö hraöfrysti- húsanna gengur frysting á loðnu fremur hægt og er það af ýmsum orsökum, má þar nefna hinar hörðu kröfur sem gerðar eru og ennfremur að áta i loðnunni hef- ur gert strik I reikninginn. Nú er jafnvel búist við að ekki verði hægt að frysta öllu meira vegna þess að loðnan er farin að missa mikið hrogn i vinnslunni. Ólafur Jónsson hjá SIS sagði Þjóðviljanum i gær að i frystihús- um Sambandsins væri búið að frysta um 500 tonn og Markús Waage hjá SH bjóst við að nú eftir helgina væri búið að frysta um 1550 tonn hjá frystihúsum Sölu- miðstöðvarinnar. Heildarfryst- ingin er þvi orðin rúmlega 2000 tonn. 1 fyrra voru fryst tæp 5000 tonn og var fob-verðmæti þeirra þá um 530 miljónir. 1 ár er verðið heldur hagstæðara. —GFr SVONA ER KJARASKERÐINGIN Vlð birtum I dag 30. dæmið um kjaraskeröinguna siöustu þrjú ár. Dæmin sýna hversu miklu lengur en áður verkamaður er nú aö vinna fyrir sama magni af vörum. — Við tökum eina vöruteg- und á dag. Uppiýsingar um vöruverð höfum við frá Hagstofu tslands, en upplýsingar um kaupið frá Verkamannafélaginu Dagsbrún, og er miðað við byrjunariaun samkvæmt 6. taxta Dagsbrúnar. 30. dœmi Fiskhakk án lauks (lkg.) Vinnutíminn hefur lengst um 15-16 mínutur eða nær 30%. 1. I febrúar 1974 (fyrir kjarasamningana þá) var verkamaður54 mínútur að vinna fyrir kílóinu af fiskhakki. Fbrúar 1974 Maí 1974 I dag / mars 1977 Verð: Kaup: kr. 150,- kr. 166,30 kr. 180,- kr. 205,40 kr .490,- kr. 425,20 2. f maí 1974 var verkamaður 53 minútur að vinna fyrir sama magni. 3. f dag, 5. mars 1977, er verkamaður 69 minútur að vinha fyrir einu kíló af fiskhakki én lauks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.