Þjóðviljinn - 08.03.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.03.1977, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 8. mars 1977 Þri&judagur 8. mars 1977 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 11 Flestir stúdentar iesa nú i iesstofum Háskólans. Agústina Eliasdóttir ræstingakona hefur t Stúdentakjallaranum lesa menn Þjóóvilj- unnió á Gamla Garöi i 30-40 ár. Hún segir aö ann. stúdentar taki nú meira tillit til vinnandi stétta en áöur. Jónina Hjaltadóttir frá Ljósavatnshreppi I S-Þingeyjarsýslu nemur uppeldisfræði og norsku. Hún býr á Gamla Garöi, og sér hér inn I herbergi hennar. Þó aö hún lifi spar- lega, ná endar varla saman. Hún boröar ekki á mötuneyti stúdenta, heldur eldar sjálf öfan I sig. Kennslustund I bókmenntum á 2. ári hjá óskari Halldórssyni lektor. Myndin er tekin I Arnagarði. Báröur Sigurgeirsson Garöar Guömundsson ólöf Eldjárn er verslunarstjóri I Hér situr össur Skarphéöinsson, formaður Stúdentaráös, aö snæöingi I Bóksölu stúdenta, sem er nú oröiö mötuneyti stúdenta. mikiö fyrirtæki. Lárus Ragnarsson Skyggnst inn í heim háskólastúdenta Inni í Reykjavík er heim ur sem margur þekkir að- eins af afspurn. Þetta er Háskólasvæðið. Nú erú innritaðir í Háskóla ís- lands hátt í þrjú þúsund stúdentar, og þegar kenn- arar og aðrir starfsmenn skólans bætast við fer tal- an að nálgast hálft f jórða þúsund. Þetta er ekki lítið samfélag á íslenska vísu. Talsverður styrr hefur staðið um háskólastúdenta á undanförnum árum, ekki síst vegna róttækni beirra. Hún hefur orðið til þess að burgeisar hafa fengið horn í síðu stofn- unarinnar— sem þeir köll- uðu einu sinni óskabarn þjóðarinnar — og ala á tor- tryggni og fordómum með- al almennings gegn henni. Þess vegna á þjóðin rétt á að vita hvað er á seyði þarna. Hvað eru stúdentar og kennarar að bauka? Er þetta bara afætulýður sem ekki nennir að vinna? Eða er kannski þarna stétt manna sem vinnur hörðum höndum til gagns fyrir land, þjóð og jafnvel mannkyn? Þessum spurn- ingum verður ekki svarað til neinnar hlítar hér, en til þessaðsýna fólki ofurlitla mynd af stúdentalifi í Há- skóla (slands fengum við Skúla Thoroddsen laga- nema, en hann er jafn- framt garðprófastur á Gamla Garði, til að rabba við okkur og ganga með okkur um háskólasvæðið. Menn leysa sín innri vandamál sjálfir Garðprófastur er eins konar umsjónarmáöur' heimavistar stúdenta og hefur í laun fria ibúð á Garði. Við byrjum á að þiggja kaffi hjá Skúla, en uppi á veggj- um hjá honum hanga myndir af Marx, Maó og fleiri góðum mönn- um, svo aö okkur fer strax að llöa vel. — Hvernig er að búa á svona heimavist, Skúli? — Hér rikir gott andrúmsloft og fólk er mjög samstætt. Maöur getur alltaf fengið félagsskap ef maður vill og einnig dregið sig óáreittur f hlé. Hér horfa menn sameiginlega á sjónvarp, spila tennis og drekka kaffi. Nálægðin við Háskólann er einnig mikill kostur. — En er ekki mikiö slarkaö hér? — Hér er ætlast til friðar um nætur og menn eru yfirleitt tillits- samir.enda væri ekki hægt að búa hér öðru visi. Hins vegar leyfist mönnum að vera með samkvæmi um helgar — ekki er amast við þvl. Ef eitthvað bregöur út af er leitaö til gangavarða sem eru á hverjum gangi.eða min.en það er ekki mikið um það. Ein grund- vallarregla ríkir I húsinu: Inn I það kemur aldrei lögregla. Menn leysa hér sin innri vandamál sjálfir og þaö er mjög ánægjuleg regla. Námskröfur hafa aukist gífurlega — Tekur námið mikinn tima? Geta menn t.d. stundað aðra vinnu með þvi? — Nei, það er nánast aflagt. Kröfur hafa aukist gifurlega og ma. er krafist timaskyldu. Þá fá- um við alls konar aukaverkefni, og sá sem vinnur meö náminu dettur annaðhvort sjálfkrafa út úr þvi eða seinkar. Það er i mesta lagi hægt að vinna einstöku sinn- um nokkra daga i frystihúsi. Tvö matarfélög á Gamla Garði — Hvað kostar aö búa á Garði? — Það kostar 8000 krónur á mánuði herbergið og er innifaliö i þvi rafmagn og hiti og þrif á göngum. Hins vegar verða stúdentar sjálfir að þrifa klósett, böð, eldhús og herbergi sitt. Hér eru lika ódýari herbergi án vasks, og kosta þau 6000 kr. — Borða stúdentar i mötuneyti og hvaö kostar það? — Já, þaö er yfirleitt notaö. Þó eru hér á Gamla Garði tveir hóp- ar meö matarfélag og elda ofan i sig á kvöldin. Mörgum þykir dýrt að borða reglulega I mötuneytinu. Þar er aðeins á boðstólum há- degismatur á virkum dögum og geta menn keypt mánaöarkort á 7500 krónur. Stundum verður róstusaml á Garðsböllum — Hér eru haldin Garðsböll sem mörgum þykja minna á hin villtustu sveitaböll. Hvað viltu segja um þau? — I vetur hafa þegar verið hald in 3 Garðsböll en venjulega eru þau 5-6. Þau eru haldin i fjáröfl- unarskyni fyrir garösbúa og er þeirra eína fjáröflunarleið. Það ei Skemmtifélag garðsbúa sem stendur að þeim. Agóöinn er not- aöur til kaupa á húsgögnum, eld- húsáhöldum, þvottavélum, hljómplötum ofl. Garðsböllin eru haldin hér á Gamla Garði og þá er allt undirlagt og opnir barir viöa um húsið. Stundum verður róstu- samt, og á slöasta balli voru tri stympingar og unnin talsverö skemmdarvark á húsinu, td. brotnar 6 klósettskálar. Þetta þurfa stúdentar sjálfir að borga. Hér er allt í niðurnlðslu — Er það ekki Félagsstofnun stúdenta sem rekur garðana? — Jú, og hún sér um viðhald á þeinxen ekki endurnýjun. Félags- stofnunin rekur auk þess dagvist- unarstofnanir, bóksölu, fjölrit- unarstofu og Hótel Garð á Agóðinn af hótelrekstrinum hefur farið i önnur fyrirtæki en garðana sjálfa og er rikjandi mikii óánægja með það. Hér er allt I niðurniöslu og þyrfti miklar lag- færingar við . Gamli Garöur var upphaflega reistur fyrir meira en 40 árum og stúdentar lögöu mikið á sig I sjálfboðavinnu viö að byggja hann á sinum tima.Innan- stokksmunir og málning er allt gamalt. Það er taliö að þurfi 3 miljónir á ári i venjulegt viðhald og 2 miljónir til að endurnýja raf- lagnir. Hæsta námslán er 400 þús i 8 mán. — En hvernig gengur stúdent - um aö láta enda ná saman? — Miklar deilur hafa staðið um námslánin, þvi að þau eru einu tekjur stúdenta auk sumarvinn- unnar. Hæsta námslán er 400 þús- und krónur i 8 mánuöi og mega menn hafa 260 þúsund krónur i tekjur án þess að þetta skerðist. Ekkert er tekið tillit til fjölskyldu- aðstæðna, nema þegar barn er á framfæri virkar þaö eilitiö til hækkunar. Otborgun lána á skv. lögum að fara fram 15. febr., en fyrst nú siðustu daga er verið að greiða þau út. Vegna aukinna með Skúla Thorodd- sen laganema MYNDIR: GEI. TEXTK GFR. Skúli Thoroddsen laganemi og garöprófastur. krafa hafa margir leiöst út i að taka haustpróf en ekkert tillit er tekið til þess i námslánum. Stúdentalifið fer batnandi Þjóðviijamenn ganga nú með Skúla um Gamla Garð, lita inn i eitt herbergi, pinulitið eldhús sem 18 manns deila, og siðan niður i kjallara. Þar veröur á vegi okkar Agústina Eliasdóttir ræsting?. kona,en hún hefur unnið viö ræst- ingar hér I 30-40 ár. Viö spyrjum hana hvort stúdentar hafi breyst mikið á þessu árabili. Ágústina segir að stúdentalifið sé ósköp svipaö og þaö var, en sé þó heldur batnandi. Stúdentar nú taka meira tillit til vinnandi stétta, segir hún. Fyrr á timum. urðum við að standa i þvottum fyrir þá, stifa skyrtur ofl., sem nú er úr sögúnni. Þetta speglar etv. þær breytingar sem orðið hafa á þjóö- félaginu. Aður voru stúdentar i miklu meira mæli komnir af for- réttindastéttunum en nú er. Hinn merkilegi Stúdenta- kjallari Nú göngum við inn i Stúdenta- kjallarann, og Skúli býður upp á kaffi. Þarna hefur nýlega verið innréttuð hin vistlegasta setu- stofa þar sem hægt er að spjalla saman yfir kaffibolla eða pilsner eða hlusta á tónlist. Þessi kjallari á sér merkilega sögu, segir Skúli. Hér var eini boxsalur landsins áður en það var bannað og hér var likhús á striös- árunum, en þá var Gamli Garður gerður að hersjúkrahúsi. Svo var hér lengi eina mötuneyti stúdenta en þegar Stúdentakjallaranum var komið upp var prófuð sú nýj- ung að selja hér létt vin til að þreifa fyrir sér með nýja drykkjusiði. Þett heppnaðist vel i eitt sumar, en var þá aflagt. Nú i haust var farið fram á það við dómsmálaráöherra að fá slikt leyfi á ný og tók hann ekki illa i það. Visaði hann þó málinu til ýmissa nefnda og ráöa og voru allir frekar hlynntir leyfinu. En þá brá svo við að dómsmálaráð- herra sagði endanlega nei. — Er ekki reimt hér? spyrjum við. — Fyrir þá sem ekki trúa á drauga get ég ekki svarað þvi, svarar Skúli. Það er farið með okkur eins og kartöf lupoka Við snúum okkur nú að þremur læknastúdentum sem sitja þarna niðri. Þeir eru Bárður Sigurgeirs- son, Garöar Guðmundsson og Lárus Ragnarsson. Viö spyrjum þá hvort námiö sé stift. Þeir segja aö vinnuálag sé mik- ið,en þeir eru allir á 1. ári. Við er- um afar óánægðir meö svokallaða Numerus Clausa-reglu Hún þýðir að aðeins 36 stúdentum verður hleypt i gegn i vor. Ef tveir eru jafnir i neösta sæti er varpað hlutkesti um hvor nær upp,en hinn verður að byrja upp á nýtt. Það er farið með okkur eins og kartöflu- poka, segja þeir. Núna I janúar voru forpróf. Undir það áttu aö gangast 117, en þegar til kom lögðu aðeins 105 I þau. Af þeim náðu 51,en i vor verða bara 36 eft- ir. Einungis hægt að lifa með aðstoð foreldra — En hvernig gengur að lifa? — Þaö er einungis hægt með aðstoð frá foreldrum og við erum svo heppnir að njóta hennar. Námslán og sumarvinna duga ekki til að láta enda ná saman. Enn verr eru þó þeir settir sem eiga fjöiskyldu þvi að þeir fá ekki hærri lán svo aö heitið getur en hinir. Alls konar ,/flipp" — Næst göngum við i gegnum mötuneytið i byggingu Félags- stofnunarinnar sem er áföst við Gamla Garð^og I bóksölu stúdenta, en hún er orðin heilmikið fyrir- tæki. Þar fást fyrst og fremst kennslubækur en líka alls konar góðgæti annað. Þar stendur þekktur róttæklingur við og er að skoða. Við spyrjum hann hvort hér séu á boöstólum neðanjarðar- bókmenntir. Hér er stundum alls konar „flipp”, rauðs okkuflipp, róttækt flipp og pshycedelic flipp, er svarið sem við fáum. Við snúum okkur lika að Ólöfu Eldjárn sem stýrir bóksölunni. Hún segir að bóksalan hafi stækk- að gifurlega á undanförnum ár- um. Þetta er ekki rekið sem gróðafyrirtæki,heldur er ætlast til að viö komum slétt út. Bækur eru þó litið ódýrari hér en I öðrum verslunum vegna þess að við verðum að sitja uppi með stóran lager. Ánægja með hjónagarða Næst göngum við út og að húsi lagadeildar og litum inn á kaffi- stofu þar. Hún er skreytt stórum veggmálverkum og höggmynd- um vegna þess að ákveðiö var að 1% af byggingarkostnaöi skyldi varið til að skreyta húsiö slikum verkum. Við snúum okkur að ein- um laganema, Ingimundi Einars- syni, en hann býr á hinum nýja hjónagarði. Hann tjáir okkur að fólk sé mjög ánægt þar og mikil eftirspurn eftir ibúöunum, en nú eru um 30 komnar i gagniö. Ingi- mundur borgar 23 þús. fyrir tveggja herbergja ibúð. Flestir lesa á lesstofum Lika er skroppiö I Arnagarð og ruöst inn I kennslustund hjá Ósk- ari Halldórssyni til að taka mynd. Hann er að kenna bókmenntir á. 2. stigi til BA-náms og tekur okkur ljúflega. Þá er litið inn i lesstofur en þær eru nú orönar margar á háskóla- svæðinu og almennt notaðar af stúdentum. Er það mikil breyting frá þvi fyrir nokkrum árum þegar þröng stofa i Háskólabókasafni var eina lesstofan. Norræna húsið gegnir ekki ómerku hlutverki Á leiðinni til baka bendir Skúli okkur á Norræna húsið og segir aö það gegni ekki ómerkilegu hlutverki i félagslifi stúdenta. Skúli segist vera á móti þvi að einangra háskólasvæðið um of frá almennum ibúum Reykjavikur og það hefur verið stefna vinstri manna i háskólanum I mörg ár, þó að annað hafi orðið ofan á að ýmsu leyti. Biksematur á 600 krónur Nú er komiö að lokum þessarar heimsóknar á háskólasvæöiö. Blaðamaður og ljósmyndari Þjóöviljans ákveða að borða I mötuneyti stúdenta ásamt Skúla. Við fáum biksemat á 600 krónur. Yfir borðum segir Skúli litillega frá stúdentapólitikinni, en á , fimmtudag kjósa stúdentar til stúdent^ráðs. Baráttan snýst um jafn- rétti til náms — Eru stúdentar pólitiskir, Skúli? — Þeir verða það i lánamála- pólitikinni. Jafnvel hægri menn i skólanum hafa gert sér grein fyr- ir þvi að þessi barátta snýst um jafnrétti til náms. önnur dægur- mál sitja meira á hakanum. Stúd- entar gera sér grein fyrir svo blankir sem þeir eru, að ekki er hægtað stunda þetta nám án fjár- hagslegrar fyrirgreiöslu. Þetta er spurningin um hvort börn efnaðri foreldra eða foreldra sem geta á einhvern hátt stutt þau til náms eiga aö sitja ein aö háskólanámi. Þetta setja menn i samhengi við afstöðuna til rikisvaldsins. I tið vinstri stjórnarinnar geröu menn sér vonir um að rikisvaldið væri tiltölulega hagstætt og gerðu þess vegna hógværar kröfur — en það brást. Þá fóru menn llka að velta fyrir sér almennu gildi háskólamennt- unar, hvort rikisvaldið ætti aö geta framleitt menntamenn á færibandi fyrir atvinnuvagina eða hvort háskólanám ætti að vera tiltölulega sjálfstætt. Vinstra bandalag getur spornaö viö heiftarlegum árásum rikisvaldsins Hér innan háskólans rikir vinstra bandaiag, og er það eina aflið sem getur spornað við heift- arlegum árásum rikisvaldsins á stúdenta, þó að vinstri ménn séu eins og hundar og kettir I afstöðu til annarra mála. Stúdentar almennt mjög róttækir Stúdentar eru almennt mjög róttækir — róttækari en gengur og gerist,og þeir róttækustu af þeim ráða frekar hér i Háskólanum. Samt er kosningaþátttaka ekki nema i kringum 60%, en það þýðir að um 40% stúdenta taka ekki þátt i neinu.Það er há tala, sem stafar ma. af þvLað menn eru svo bundnir við nám sitt. Þeir láta þá félagslifiö bara róa. 1 sambandi viö lánamál eru það hagsmu'nir hinna efnaminni'- sem fyrst og fremst eru i húfi og er þvi eðlilegt að þeir láti frekar til sin taka en hinir. Samhengið viö baráttu Al- þýðusambandsins — Hvaö um tengsl stúdenta og verkalýðssamtaka? — Það þýðir ekki fyrir stúdenta að reka sina baráttu án tengsla við alþýðusamtökin,og þeir reyna aö sýna fram á samhengið i þess- ari baráttu. — Nú hafið þið verið kallaöir öllum illum nöfnum i Morgun- blaðinu og viðar. — Já, það hefur verið ráðist á stúdenta I hægri blöðunum og þeir kallaðir afætulýður, álitnir ein- hver forréttindahópur og verið illa séðir. Jafnvel efnahagsöng- þveitinu er klint upp á stúdenta, það sé svo dýrt að reka skólakerf- ið. Að svo mæltu sláum við botninn i þetta og vonum að Vöku, útibúi Sjálfstæðisflokksins i Háskólan- um, takist ekki aö komast til ráöa i samtökum stúdenta eins og var þegar undirritaður stundaði há- skólanám á sinum tima. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.