Þjóðviljinn - 08.03.1977, Side 7

Þjóðviljinn - 08.03.1977, Side 7
ÞriOjudagur 8. mars 1977 ÞJóÐVILJINN — SJÐA — 7 Allar breytingar á lögum um almannatryggingar eru pólitísk ákvördun, sem fulltrúar okkar allra — alþingismenn — taka. Og þar hafa ellilífeyrisþegar og öryrkjar töluvert vald. G'jðrún Helgadóttir, deildarstjóri: Hvernig eru fjárráö þeirra, sem á elli- og vistheimilum dveljast? Þaö hefur vafist fyrir mörg- um vistmanninum á elli- og hjúkrunarheimilum aö skilja, hvernig fjárhag þeirra er fariö. Einkum hefur fólki, sem haföi aflað sér nokkurra eftirlauna, gengiö illa aö skilja, hvaö um eftirlaunin verður, þegar á elli- heimili er komið. Skal nú reynt aö skýra þennan útreikning eftir bestu getu. En til þess aö þaö sé gerlegt, veröur fyrst aö gera lesendum ljóst, hvernig venju- legar ellilifeyrisgreiöslur til fólks i heimahúsum eru. Ellilífeyrir, tekjutrygging, uppbót Allir sem orönir eru 67 ára geta sótt um elliiifeyri, hvort sem þeir hafa miklar tekjur eöa engar. Hann er nú 23,919 kr. á mánuöi. Hafi einstaklingur ekki hærri tekjur en 120.000 kr. á ári eöa 10.000 kr. á mánuði, á hann einnig rétt á fullri tekju- tryggingu.sem nú er 20,992 kr. á 'mánuði. Til tekna teljast auk vinnutekna greiöslur úr lifeyris- sjóöum, vaxtatekjur, húsaleigu- tekjur o.fl.,en ekki tekjur af eig- in húsaleigu eöa bætur al- mannatrygginga. Ellilifeyrir og full tekjutrygging ,er nú 44,911 kr. á mánuöi fyrir einstakling. Hjónalifeyrir er einn lifeyrir, jafnhár 90% af lifeyri tveggja einstaklinga. Hjón mega hafa 168.000 kr. á ári I tekjur og geta þó notiö fullrar tekjutryggingar. Samanlagöar tekjur hjónanna hafa áhrif á tekjutiygginguna. Hafi ellilifeyrisþegi meiri tekjur en 10.000 kr. á mánuði, skeröa 55% af umframtekjun- um tekjutrygginguna. Viö get- um tekiö dæmi, mann sem hefur 30.000 kr. i eftirlaun úr lifeyris- sjóöi á mánuöi. Hann fær eftir- farandi afgreiöslu I Trygginga- stofnun rikisins: Ellilifeyrir................. Tekjutrygging: Arstekjur 30,000x12 Tekjur óháöar tekjutry ggingu Tekjursem skipta máli Full árleg tekjutr. 55% af 240.000 Tekjutrygging á mán. Hér er reiknað meö nýjustu tölum, sem gilda frá 1. mars s.l. en þá varö 8% hækkun á bótum almannatrygginga. Ef lifeyrisþegi, sem hefur einnig tekjutryggingu, þarf aö greiöa húsaleigu, eða hefur mikinn kostnað af lyfjum og læknishjálp eða er hjúkrunar- sjúklingur I heimahúsi, er heim- ilt aö greiöa honum frekari upp- bót. Sú upphæð er ákveöin % af lifeyri hverju sinni, og er hún metin meö tiliiti til aöstæðna. Til upplýsingar skal tekið fram, aö þeir sem hafa uppbót, geta fengið niöurfellingu á afnota- gjöldum útvarps og sjónvarps, ef þeir einir hafa afnot af viö- tækjum sinum, þ.e. ef ekki eru vinnandi menn á heimilinu. Þá greiöir Tryggingastofnun rikisins sérstaka elliheimilis- uppbót.þegar lifeyrisþegar fara á elli- eöa dvalarheimili, ef iif- eyrisþeginn getur ekki greitt fyrir vistina af eigin tekjum. Þannig er tryggt, aö almanna- tryggingar greiða það sem á vantar fyrir daggjöldum. En nú skal vikiö nánar aö þvi. Greiðslur á elli- og dvalarheimili Þegar lifeyrisþegi fer á elli- eöa dvalarheimili, fer greiösia fram á tvennan máta eftir þvi hvernig vistinni er variö: dvöl á venjulegri vist greiöir lifeyris- þeginn sjálfur meö aöstoö Tryggingastofnunar rikisins, ef þörf gerist, en ef hann fer á hjúkrunar- eöa sjúkradeild elli- heimilis, greiöa sjúkratrygg- ingar allan kostnaöinn. Lifeyr- isgreiðslur frá llfeyrisdeild Tryggingastofnunarinnar falla þá niður (þó ekki fyrr en eftir fjögurra mánaöa dvöl á sjúkra- stofnun á siöustu 2 árum, ef hann fer beint að heiman á Á manuoi: .....................23,919 kr. 360,000 -120,000 240,000 251.904 +132,000 hjúkrunar- eöa sjúkradeild.) Þó skal i báöum tilvikum alltaf séö um, aö vistmaður hafi aö minnsta kosti 5000 kr. til eigin afnota á mánuöi og kallast þaö „vasapeningar”. Á venjulegri vist elli- heimilis: Eins og áöur sagöi bætir Tryggingastofnun viö þvi sem á vantar tii þess aö maður geti greitt daggjöld sin á elliheimili. Ef viö hugsum okkur tekjulaus- an mann, sem hefur haft ellilif- eyri og fulla tekjutryggingu, samtals 44,911 kr. á mánuöi, veröur elliheimilisgreiösla hans þannig, en vistgjald er nú um 73,000 kr. á mánuði. Ellilifeyrir ..........................................23,919 kr. Tekjutrygging...........................................20,992 kr. Elliheimilisuppbótþaö sem á vantar 73,000 kr...........28,089 kr. Samtals 73,000 kr. eöa þar um bil. Þessi maður heföi svo 5000 kr. á mánuöi I vasapen- inga. Llfeyrisþegi, sem hefur 30.000 kr. I eftirlaun úr lífeyrissjóði, kæmi hins vegar þannig út: Ellillfeyrir...........................................23,919kr. Tekjutrygging .......................................... 9.992 kr. Mánaðarleg skeröingarupphæö (sjá l.útreikn.) ...........11,000 kr. Elliheimilisuppbót þaö sem á vantar 73,000 kr...........28,089 kr. Samtals 73,000 kr. 119,904:12 9.992 kr. Alls 44.911 kr. Þessi maöur greiöir 11.000 kr. af eftirlaunum sinum til elli- heimilisins, en heldur eftir 19.000 kr. til eigin afnota. Hann fengi þá enga vasapeninga frá Tryggingastofnun vegna tekna. Sá maður sem hefur svo há eftirlaun, aö hann á engan rétt á tekjutryggingu (meö tekjur um 578,000 á ári) fer þó miklu verr út úr dæminu. Hann á þá nóg fyrir dvöl sinni af eigin fé, i þessu tilviki elliilfeyri og eftir- launum. Hann fengi ekkert nema vasapeninga til eigin af- nota, og þykir þaö aö vonum oft þunnur þrettándi. Hann er þá nákvæmlega á sama báti og maður sem á engan rétt tii eftir- launa. Dvöl á sjúkra- eða hjúkrunardeild: Þar greiöa sjúkratryggingar dvölina aö fullu og daggjöld eru þar nokkru hærri. Þá fær vist- maöur engan ellillfeyri, en held- ur eftirlaunum sinum óskertum. Þessi mismunun veldur mörg- um vistmanni mikilli undrun og sárindum, og vlst má það und- arlegt teljast aö fullfriskt fólk á venjulegri vist þurfi aö greiöa vistina af eftirlaunum sinum, en veikt fólk á sjúkradeild haldi sinum eftirlaunum óskertum. Þetta er varla viöunandi, og aö minu mati er engin ástæöa til mismunandi vistgjalds eftir þvi hvort maöur er á almennri vist eöa á hjúkrunar- eöa sjúkra- deild á elliheimili. Þaö er kunn- ara en frá þurfi aö segja, aö ekkert elliheimili hér á landi rekur fullkomna sjúkradeild meö þeirri þjónustu, sem ætla má aö hærra gjald réttlæti þess vegna. Þaö þarf að breyta þessu hiö fyrsta og koma á sama dag- gjaldi fyrir alla vistmenn elli- heimila. Sjúkratryggingarnar ættu einnig aö taka þessar greiöslur á sinn reikning, og þá héldu allir vistmenn eftirlaun- um sinum. Þaö er lika alkunna, aö margfalt fleira fólk er skráö á sjúkradeildir elliheimilanna en kemst þar fyrir, svo aö stökkiö yröi ekki stórt. Astæöan fyrir þvi hversu óeölilega marg- ir eru á umræddu sjúkratrygg- ingagjaldi er tvlmælalaust sú,aö daggjöld eru of lág á almennri vist. Þess vegna er þrýstingur frá stofnunum aö koma vist- mönnum á sjúkratryggingu. Þaö er þvl oft erfitt að útskýra fyrir tveim manneskjum, sem búa I sama herbergi á elliheim- ili, hvers vegna annar aöilinn hefur eftirlaun sln óskert, en hinn fær sáralitib af slnum. En ástæöan er venjulega sú, aö annar er á sjúkratryggingum, hinn greiöir vist slna sjálfur. Þaö skal tekið fram, aö oftast er þaö svo, að sá sem greitt er fyrir af sjúkratryggingum þarfnast einhverrar meiri þjón- ustu en hinn, en þennan mun má jafna með hærra gjaldi fyrir alla. Vistmenn i Hátúni 12 1 húsi Sjálfsbjargar aö Hátúni 12 býr mjög fatlaö fólk, og greiöa sjúkratryggingar dvöl- ina. Vistmenn fá I eigin hendur 5000 kr. á mánuði, ef þeir eru al- veg tekjulausir. Og flestir þeirra eru það. Hugmyndin meö þessari hús- byggingu hygg ég hafi verið sú, aö þarna gæti illa fatlaö fólk bú- iö I eigin herbergi en aö ööru leyti notiö þeirrar þjónustu, sem húsiö býöur upp á. Þetta fólk átti annars aö lifa sem eölileg- ustu lifi, margir geta ekiö bif- reiö og fariö feröa sinna, enda gert ráð fyrir þvi viö byggingu hússins. Þetta hljómar allt vel. En — hvers konar lifi er hægt aö lifa i okkar ágæta þjóöfélagi fyrir 5000 kr. á mánuöi? Reynd- in er vitanlega sú, aö enginn getur rekiö bifreiö af þessum peningum jafnvel þó aö honum hafi einhvern veginn áskotnast sllkt farartæki. Og þaö er eins meö allt annaö: þaö er ekkert hægt aö fara né gera. Afleiöing- in er sú, að þetta hús er alveg eins og hver önnur stofnun — hæli — sem þaö átti einmitt ekki aö vera. Er hægt að breyta þessu? Þegar rætt er um ástand þess- ara mála, hættir fólki til aö hugsa kalt til Tryggingastofn- unar rlkisins. En það er ekki hún, sem ræöur þessu. Trygg- ingastofnunin gerir ekki annað en framkvæma þau lög, sem al- þingi setur. Allar breytingar á lögum um almannatryggingar eru pólitisk ákvörðun, sem full- trúar okkar allra — alþing- ismenn —taka. Og þar hafa elli- llfeyrisþegar og öryrkjar tölu- vert vald. I landinu eru nú um 20,000 manns yfir 67 ára aldri. Hver stjórnmálamaður þættist sæll aö eiga þau atkvæöi vis. Þetta vald ættu menn aö nota að yfirveguðu ráöi, þá kynni svo aö fara aö hagur þeirra vænkaöist. Sá tlmi er löngu liöinn, aö bætur almannatrygginga séu ölmusa. Þær eru réttur hvers manns, sem hefur lokið starfi sinu I þjóöfélaginu — eöa hefur neyðst til aö hætta þvi vegna sjúkleika. 3.3. 1977. G.H. Jafnrétti, samstaða, mann- réttindi, frelsi og friður Undir þessum kjörorðum fylkja konur um víöa veröld liöi til bar- áttu fyrir bættum heimi i dag, 8. mars, alþjóöabaráttuaegi kvenna. Þetta eru viöfeöm kjör- orð og langtima markmið. Þaö er ekki tilviljun aö þessi kjörorö eru hér tekin sem heild, þvi svo sam- slungin eru þau, aö barátta fyrir einu þeirra veröur markleysa, nema hin fylgi meö. Sá heimur, sem logar af kúgun og misrétti, stór hluti mannkyns- ins sveltir, biliö veröur æ breiö- ara milli fátækra þjóöra og rlkra og fólki er varpað I fangelsi og pyntað þar i stórum stll, þaö er ekki sá heimur, sem við viljum skila komandi kynslóöum I arf. 1 slikum heimi er tómt mál aö tala um friö og jafnrétti, þar rikir ekki frelsi. A meðan æ meira fé er varið til vigbúnaöarkapphlaupsins, og sifellt hættulegri drápstæki eru framleidd, er ekki von til þess, aö nokkurt af þessum sjálfsögöu kjörorðum, sem Alþjóöasamband lýöræöissinnaðra kvenna hefur valiö þessum degi, veröi að veru- leika. Verum þess minnug, aö hver króna sem varið er til þró- unarhjálpar vanþróaðra rikja, skilar sér aftur meö margföldum hagnaöi 1 vasa hinna iönvæddu þjóöa, þar sem vopna- framleiöendur hirða sinn hlut af ágóðanum og nota beinlinis til framleiðslu nýrra drápstækja til Framhald á bls. 18 Avarp Menningar- og friðarsamtaka islenskra kvenna 8. mars 19"7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.