Þjóðviljinn - 08.03.1977, Page 9

Þjóðviljinn - 08.03.1977, Page 9
Þriðjudagur 8. mars 1977 þjöÐVILJINN — SÍÐA 9 FRÁ UMRÆÐUM Á ALÞINGI Nefnd, er undírbúi lög gjöf um tölvunotkun A fundi sameinaðs þings á fimmtudaginn var tekin til umræðu þingsályktunartill. Ragn- ars Arnalds o.fl. um „tölvubanka við söfnun upplýsinga um skoðanir manna". Ragnar Arnalds fylgdi tillög- unni úr hlaöi. Kvaö hana flutta af þingmönnum úr öllum flokk- um og œtti þvi ekki að þurfa að veröa um hana pólitisk tog- streita. Tilgangurinn með tillög unni væri að vekja athygli á nauðsyn persónuverndar ein- staklinga gagnvarttölvutækni. I flestum menningarlöndum, þar á meðal norðurlöndunum, hefði þegar verið sett löggjöf i þessu skyni. Auðvitað væri ekki að þvi stefnt með tillögunni að banna tölvunotkun, heldur að henni verði settar þær skorður, að hún gangi ekki um of á rétt einstak- lingsins og persónulega frið- helgi. Mjög auðvelt væri að misnota slika tölvutækni og benti ræðu- maður á nokkur atriði þvi til sönnunar. Hægt væri t.d. að skrá fjármálasögu einstaklings- þingsjá ins, heilbrigðissögu, trygging- arsögu, (skrá um bótagreiðslur o.þ.u.l.), námsferilssögu, saka- skrársögu, skráningu skoðana einstaklingsins, þar á meðal stjórnmálaskoðana, en það væri eitthvert viðkvæmasta og hættulegasta svið tölvunotkunar Ragnar Arnalds kvaðst á sin- um tima hafa borið fram nokkr- ar spurningar til dómsmálaráð- herra viðvikjandi þessu máli,en hann þá ekki veriö við þvi búinn að svara þeim öllum. Vildi hann þvi spyrja á ný: 1. Hvaða einstaklingar verða skráðir i tölvubanka rann- sóknarlögreglunnar? 2. Verða aðeins skráð minni háttar afbrot manna eða einnig hin meiri? 3. Geta einstaklingar krafist vitneskju um hvort þeir eru skráðir I tölvubankann og þá hvaða upplýsingar um þá er þar að finna? 4. Verður mönnum gert kleift að leiðrétta rangar upplýsingar um sjálfa þá, ef um þær reyn- ist vera að ræða? Vænti hann þess, að ráðherra geti nú svarað þessum spurningum. Ragnar Arnalds sagði að til- laga um þetta efni heföi tvisvar áður verið flutt á Alþingi,enekki fengið afgreiðslu. Nú hefur dómsmálaráðherra hinsvegar upplýst að skipuð hafi verið nefnd til þess að undirbúa lög- gjöf um þetta efni. Spurði ráð- herrann hvenær nefndin hafi verið skipuð og hvenær vænta mætti að hún lyki störfum, en æskilegt væri að það yrði sem fyrst. En vegna þessara nýju upplýsinga legðu flutningsmenn tillögunnar til,að hún yrði orð- uö um og hljóðaði þá þannig: „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að leggja fyrir Alþ. i þingbyrjun næsta haust frv. til laga um verndun ein- staklinga gagnvart þvi, að kom- ið sé upp safni upplýsinga um skoðanir þeirra eða aðra per- sónulega hagi meö aðstoö tölvu- tækni”. Óiafur Jóhannesson, dóms- málaráðh., upplýsti að hann hefði skipaö umrædda nefnd 25. nóv. s.l. Væri hún þriggja manna og ætti að vinna að und- irbúningi löggjafar um meðferð efnis i tölvum og vernd gegn misnotkun sliks efnis, og öðru þar að lútandi. Heföu nefndar- menn skipt með sér verkum og farið utan til þess að kynna sér meðferð þessara mála þar. Siðar i þessum mánuði er von á dönskum sérfræðingi, sem stýrt hefur norrænni samvinnu á þessu sviði. Erlendis hafa störf slikrar nefndar sem þessarar staðiö i mörg ár, sagði ráðherr- ann. Ekki kvaðst hann, að svo komnu, geta svaraö spurning- um Ragnars Arnalds. Ragnar Arnalds tók aftur til máls og þakkaöi ráðherra upp- lýsingarnar. Ráðherrann heföi hinsvegar sagt i fyrri umræðum um tölvubankann, að um væri að ræða tilraunastarfsemi, sem aðeins ætti að standa i 5 mánuði eða fram i febr. 1977 og allar á- kvarðanir um rekstur tölvu- bankans væru til bráðabirgða. Þvi hefði mátt vænta þess að nú lægju fyrir frekari upplýsingar af hálfu ráðherrans um það, hvaða stefnu þessi mál myndu taka, en svo virtist nú ekki vera og yrði þá við það að sitja um stinn. —mhg Stefán Jónsson, alþm. telur allar líkur á, aö áthafsrækjuleitarskip Gæti skilað andvirði sínu í erlendum gjaldeyri á 8 mán. Siðastliðinn fimmtudag var til umræðu i sameinuðu þingi til- laga Stefáns Jónssonar alþm. um kaup á skipi til úthafsrækjuveiða. Var tillögunni að umræðu lokinní vfsað til atvinnumálanefndar. Stefán kvað tillöguna hafa veriö flutta fyrir jól, er sýnt þótti að bankakerfið mundi koma I veg fyrir að Snorri Snorrason, skip- stjóri á Dalvik,fengi að kaupa eöa láta smiöa sér nýtisku skuttogara til úthafsrækjuveiða. Rikis- stjórnin heimilaði kaupin fyrir sitt leyti og að Snorri fengi rikis- ábyrgð fyrir hluta kostnaðarins við smiði skipsins og heimild til lántöku fyrir hluta af innlendum kostnaði, með rfkisábyrgð, ef nauðsyn krefði. Var þetta verðug viðurkenning fyrir brautryðj- andastarf Snorra við leit að úthafsrækju, enda honum veitt með það I huga, en ekki að verið væri að móta hér almenna reglu. Rakti ræðumaöur þvi næst efni tillögunnar og greinargerð. Þrátt fyrir meðmæli rikis- stjórnarinnar mætti málið and- stöðu i Fiskveiðasjóði og Ctvegs- bankanum, og voru Snorra sett mun strangari skilyrði um eigið fjármagn og baktryggingu en tiðkast hefur við nýsmiði skipa. Stefán Jónsson sagði, að upplýsingar um afla færeyskra rækjuveiðiskipa af sömu gerð bentu til, aö skip þaö, sem Snorri ætlaði að fá, mundi skila andviröi sinu I erlendum gjaldeyri á 8 mánuðum, en talið var að skipiö mundikosta 360milj. Samskonar skip, færeyskt, gert út við Græn- land,skilaði 1120 tonnum af stórri úthafsrækju árið sem leið, en andvirði þess afla var um 500 milj. isl. kr. Var þó helmingnum af aflanum fleygt vegna smæðar, Stefán Jónsson. þvi hún hentaði ekki dýrasta verðflokki rækjunnar, en hér þykir samskonar rækja hins veg- ar ágæt til hraðfrystingar. Nú hefur það á hinn bóginn orðið ofaná að kaupa gamlan, italskan togara, ótrúlega ódýran, smfðaðan til veiða við Vestur-Afriku. Benti Stefán á að skip þetta væri að sjálfsögðu ekki, i upphafi ætlað til Norðurishafs- veiöa i grimmum sjó þess hafsvæðis enda mundi byrðingur þess t.d. ekki vera nema um helmingur þeirrar þykktar, sem færeyingar nota i sina Norður sjávartogara. Slika ágalla og aðra mætti sjálfsagt laga, en hvað myndu þær lagfæringar kosta? Ræðumaður átaldi rikis- stjórnina fyrir að liða embættis- mönnum að bregða fæti fyrir þetta mál og mæltist til þess að sú nefnd, sem væntanlega fengi það til meðferðar, breytti tillögunni á þann veg, að rikisstjórninni verði falið að beita sér fyrir smíð á rækjuveiðiskipi er stundi til- raunaveiðar á úthafrækju, — og sjái um útgerð á þvi. Rækjuleit hér við land hefur fariðfram á tiltölulega litlu svæði og taldi Stefán allar líkur vera á þvi, að utar og norðar mætti finna mun arðgæfari rækjumið. Sagði hann ekki fjarri lagi, —og haföi eftir fiskifræðingum, — að 10 skuttogarar gætu náö 10 þús. tonna afla af úthafsrækju árlega, án þess að of nærri væri gengið rækjustofninum og mætti af þvi marka, að hér væri ekki til lítils að vinna. Lárus Jónsson tók einnig til máls og taldi að italska skipiö mundi reynast mun ódýrara en hitt, þrátt fyrir það að upp á það þyrfti að lappa. —mhg Sigurður Magnásson mœlti fyrir frumvarpi: Framleiðslusamvinnufélög sameina fjármagn og vinnu A fundi neðri deildar Alþingis á miðvikudaginn var mælti Sigurð- ur Magnússon fyrir frumvarpi sinu um framleiðslusamvinnu- félög. Sigurður sagði, að frumvarpið gerði ráð fyrir tveimur breyting- um á þeim samvinnulögum, sem nú eru f gildi. önnur breytingin miðar að þvi að auðvelda stofnun framleiðslusamvinnuféiaga, en hinni er ætlað að tryggja starfs- mönnum samvinnufélaga kjör- gengi til trúnaðarstarfa i stjórn- um samvinnuféiaga. Núgildandi samvinnulög eru frá árinu 1937. Sigurður benti á, að samkvæmt frumvarpinu sé gert ráð fyrir þvi, að almenn ákvæði um að samvinnufélög séu öllum opin haldist, en þó skuli fólki i ákveðinni starfsgrein heimilt að stofna framleiðslu- samvinnufélög, sem hafi að markmiði að annast atvinnu- starfsemi innan starfsgreinar- innar, og megi þá setja skilyrði um aö slikt félag sé aðeins opið fólki úr viðkomandi starfsgrein. I frumvarpinu segir: „Fram- leiðslusamvinnufélög greiða laun til starfsmanna sinna I sam- ræmi við vinnuframlag hvers og eins. Laun skulu þó aldrei vera lakari en gildandi kjarasamning- ar viðkomandi verkalýðsfélags við atvinnurekendur á svæðinu. Framleiðslusamvinnufélög skulu hafa nána samvinnu við viðkom- andi verkalýðsfélög vegna kaup- gjaldsmála og vinna að sameigin- legum hagsmunum verkafólks.” Sigurður rakti i ræðu sinni greinargerð frumvarpsins, en hún var birt i heild hér i blaðinu þann 25. febrúar. 1 greinargerðinni segir m.a.: „Þannig hefur skotið upp kollin- um ný tegund samvinnufélaga, sem nefnd hafa verið fram- leiðslusamvinnufélög, vegna þess að i þeim bindst verkafólk samtökum um vinnu sina til framleiðslu og þjónustu. Félög þessi sameina fjármagn og vinnu ogstanda þvi nær þvi en nokkur önnur félög innan samvinnu- hrey fingarinnar að geta framkvæmt fullkomið atvinnu- lýðræði. Hafa nú á nokkrum árum t.d. orðið til tvö framleiðslusam- vinnufélög rafiðnaðarmanna, sem þegar eru orðin öflugustu rafverktakafélög í landinu með hátt á annaö hundrað rafiðnaðar- menn sem félagsmenn. Innan fleiri starfsgreina hafa slik fram- leiðslusamvinnufélög verið stofn- uö, og annars staðar er mikill áhugi á slikri félagsstofnun meðal verkafólks.” 1 ræðu sinni sagði Sigurður: Við höfum nýlega verið min nt á það á stórafmæli Sambands islenskra samvinufelgaga hversu mikið átak þessi félagsmála- hreyfing hefur gert i islensku at- vinnulifi. En við getum enn þar við bætt, og þá sérstaklega með þviað beita samvinnuhugsjóninni Sigurður Magnússon og þvi félagsformi sem hún gerir ráð fyrir, i hvers konar smærri atvinnurekstri og iðnaði i landinu. Ég tel að samvinnufélagsformið henti þar, ekki siður en i hinum stóru kaupfélögum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.