Þjóðviljinn - 10.01.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.01.1979, Blaðsíða 2
2SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN— Miðvikudagur 10. janúar 1979 Tíllögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1979 liggja frammi i skrifstofu félagsins frá og með fimmtudeginum 11. jan. öðrum tillögum ber að skila i skrif- stofu Dagsbrúnar fyrir kl. 17 föstudaginn 12. jan. 1979 Kjörstjórn Dagsbrúnar Hornlóð til sölu i Hveragerði. Byggingarframkvæmdir hafnar. Selst á góðu verði ef samið er strax. Upplýsingar i sima 24954. Húsnæð! — heimilisaðstoð Við viljum komast i samband við góða reglusama konu sem gæti hugsað sér að halda heimili með lamaðri konu, mætti hafa með sér ungt barn. Eitt til tvö her- bergi standa til boða. Upplýsingar i sím- um 18149 eða 35896 eftir kl. 7 á kvöldin. Lyf jafræðingur óskast Lyfjaverslun rikisins óskar eftir lyfja- fræðingi, sem gæti hafið störf 1. mars n.k. eða fyrr. Skrifleg umsókn, ásamt upplýs- ingum um fyrri störf, sendist til skrifstof- unnar Borgartúni 7, fyrir 20. janúar n.k. RITARI Ráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa hálfan daginn, eftir hádegi. Góð vélritun- ar- og málakunnátta nauðsynleg. Um- sóknir sendist ráðuneytinu fyrir 15. þ.m. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 5. janúar 1979. ® útboðSP Tilboð óskast i smfði á pipuundii stöðum og pipustýringum fyrir hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frfkirkjuvegi 3 Reykjavik gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama stað þriöjudaginn 30. janúar 1979 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fníirkjuvegi 3 — Sími 25800 Ólafur Ragnar Grímsson: Skattastefna: Stjórntæki A siðustu dögum fyrir jólahlé þingsins reyndi Sjálfstæðis- flokkurinn, sem til gamans er á stundum nefndur „stjórnarand- staðan”, að skapa mikið frafár vegna breytinga rikisstjórnar á skattkerfinu. Helstu hugsuðir flokksins lögðu höfuðið lengi i bleyti. Arangurinn fólst i orða- smiö eins og „skattaæöi”, sem ætlað var aö gefa almenningi til kynna að skattbyrði launafólks hefði vaxið gífurlega og mæling á hækkun eða lækkun skatta væri hið eina sem máli skipti. Baéði sjónarmiðin eru alröng. Þeir eru löngum seinheppnir, Sjálfstæðismenn. Breytingar rlkisstjórnarinnar á skattkerfinu létta verulega álögum af lágtekjufólki og fólki meö góöar meöaltekjur. Byrðarnar éru fluttar á bak hinna tekjuhæstu, eignamanna og þúsunda fyrirtækja og ein- staklinga I atvinnurekstri sem i krafti fyrningakúnsta hafa á undanförnum árum sloppið við aö greiða tekjuskatt I sameigin- legan sjóö landsmanna. Ihaldskórinn mun vonandi syngja áfram um „skattæðiö” allt til vors. Þvl hærra sem hann kyrjar þeim mun meira undr- andi verður sjálfsagt almenn- ingur þegar skattalækkunin birtist honum á skattseðlinum I vor. Málflutningur Morgun- blaðsins gerir þvi I reynd ekk- ert annað en að plægja áróöurs- akur okkar rikisstjórnarsinna. Hitt atriðiö I andmælum Sjálf- stæöisflokksins — það er annars merkilegt að þeir ná aldrei lengra I þingflokki Sjálfstæðis- flokksins en aö koma sér saman um tvo punkta (einn fyrir Geir, annan fyrir Gunnar og engan fyrir Albert) — felst I þeirri merku kenningu að mæling á ágæti skattastefnu sé eingöngu fólgin f mati á þvl hvort skattar hækki eða lækki. Magnið eitt skipti máli. Það er ekki furða þótt Mathiesen yrði tlöum heimaskítsmát I skattaheimi veröbólgunnar. Alþýðubandalagið hefur á undanförnum árum boðað margvíslegar breytingar á skattkerfinu. Stefna Alþýðu- bandalagsins er byggð á þvi að skattkerfið sé fyrst og fremst stjórntæki sem þjóna skuli fjöl- þættum markmiðum. Verður hér vikiö lítillega að fjórum þeirra, sem öll setja mjög svip á þær breytingar sem rikis- stjórnin hefur þegar gert eða heldur áfram aö undirbúa. Jöfnuður í þjóðskipulagi þeirrar teg- undar sem hér ríkir er skatta- kerfið mikilvægt tæki til að knýja fram jöfnuö meðal Ibú- anna. A undanförnum árum voru gerðar breytingar sem sköpuöu verulegt óréttlæti gagnvart lágtekjufólki en juku að sama skapi frlðindi hátekju- fólks, eignamanna og annarra þeirra sem I skjóli aðstöðu skópu sér auð. Alþýðubandalagið telur aukinn jöfnuð, tilfærslu frá lág- tekjufólki og meðaltekjufólki til eignamanna og hátekjufólks, vera mikilvægan mælikvaröa á ágæti skattbreytinga á þessu stigi þjóöfélagsþróunarinnar. Þess vegna beitti Alþýðubanda- lagið sér þegar á fyr.stu mánuöum ríkisstjórnarfer- ilsins fyrir sérstökum hátekju- skatti, hækkun eignaskatts og afnáms fyrningarfriðinda I skattlagningu fyrirtækja. I kjölfariö var með breyt- ingum á skattvlsitölu og lækkun sjúkratryggingagjalds dregiö verulega úr skattbyrði þeirra - sem minni efni hafa. Aöalkrafa Alþýðubandalagsins var veru- I ÞINGHLEI leg lækkun eöa afnám sjúkra- tryggingagjalds. Það gjald er i reynd brúttótekjuskattur sem leggst í sama mæli á alla án til- lits til tekjustigs eöa aðstæðna. Ihaldsstjórnin lagði þetta rang- láta gjald á og gaf þvl heitið „sjúkratryggingagjald” til að villa um fyrir fólki. Ranglæti sjúkratryggingagjaldsins sést best á þvi að á siðastliðnu ári greiddu tæplega 40000 Islendingar fullt sjúkra- tryggingagjald þótt þeir vegna lágra tekna væru taldir ófærir að bera tekjuskatt. Þótt þær breytingar sem nú hafa verið gerðar á skattkerfinu feli engan veginn I sér nægi- legan jöfnuð eru þær þó veiga- mikið skref I rétta átt. I næsta áfanga verður að halda áfram á sömu braut. Aðalatriðið er þó að nú er tryggt að á árinu 1979 munu breiðu bökin margfrægu bera mun þyngri sekk en á undanförnum árum. þessarar atvinnustefnu felst I þvi aö draga úr yfirbyggingu milliliöastarfseminnar og 'beina vinnuafli og fjármagni I gjald- eyrisskapandi og gjaldeyris- sparandi atvinnugreinar sem I æ rikari mæli eru reknar á félagslegum grundvelli. I þessu skyni getur skattkerfið gegnt mikilvægu hlutverki. I skatta- nefnd rfkisstjórnarinnar flutti Alþýðubandalagið tillögur um sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði sem ætlað er að draga úr fjármagnsstreymi I þess konar steinsteypuhallir og gera eigendum yfir- byggingarbáknsins erfiðara fyrir. Alþýðubandalagið gerði einnig kröfur um breytingar á fyrningarreglum sem knýja at- vinnurekendur til að meta fjár- festingu á nýjan hátt og hindra verulega möguleika á verð- bólguspekúlasjónum. Breyt- ingar á fyrningarreglum fela einnig f sér refsingu gagnvart óeðlilegum steinsteypuf jár- festingum en stuðla þess I stað aö þvi aö fjármagni verði beint til kaupa á tækjum, til endur- bóta á vélakosti og breytinga á skipulagi starfshátta sem auka afköst og framleiðni. Þótt hér hafi aðeins verið Til gamans er Sjálfstæðisfiokkurinn stundum nefndur „stjórnar- andstaða”. Verðbólgubaráttan Meðan gliman við veröbólguna stendur yfir hlýtur hún að vera meginatriöi I mótun skattkerfis. Slfkt markmið hefur i aðgeröum rlkisstjórnar- innar birst á tvlþættan hátt. Annars vegar er nauðsynlegt aö skattkerfið standi straum af fjármögnun þeirrar lækkunar á nauðsynjavörum sem niður- greiöslukerfinu er ætlaö aö framkalla til aö viö komumst út úr hinni sjálfvirku verðbólgu- skrúfu. Slikar bremsuaðgerðir við upphaf verðbólgubaráttu eru eðlilega nokkuö fjárfrekar. Aukin skattbyrði eignafólks, hátekjumanna, fyrirtækja og annarra, sem auðgast I krafti aðstöðu, er þvl nauösynlegur þáttur I stríðskostnaði verð- bólgubaráttunnar. Hins vegar skapar hin mikla skuldasöfnun Ihaldsstjórnar- innar á undanförnum árum aukið álag á skattkerfi næstu ára meðan verið er að borga fyrir verðbólgusyndir rikis- stjórnar Geirs Hallgrlmssonar. Verðbólgubaráttan nú krefst þvi jafnvægis I fjármálum rlkisins og endurgreiðslu á Geirs- skuldum við Seðlabanka og erlendar lánastofnanir. Sllkar aðgerðir kalla eðlilega á meira fjármagnsstreymi gegnum skattkerfið ásamt auknu aöhaldi I rlkisrekstri og sam- drætti i framkvæmdum. Dýr hefði Geir oröið allur, ef stjórnað hefði lengur. Ný atvinnustefna Alþýðubandalagið hefur lagt höfuðáherslu á aö ný atvinnu- stefna sé forsenda fyrir varan- legum árangri I glimunni við verðbólguna og I baráttunni fyrirbættum lifskjörum. Kjarni stigin byrjunarspor fela breyt- ingar á skattkerfinu I sér að vaxtarskilyrði milliliðagróðans hafa veriö skert til muna og at- vinnurekendur verða aö skoða fjárfestingar sinar I nýju ljósi. Þannig greiöir skattakerfið fyrir framkvæmd nýrrar at- vinnustefnu. Herferð gegn skattsvikum Auk kröfunnar um jöfnuö ásamt fjármögnun verðbólgu- baráttunnar og undirbúnings að nýrri atvinnustefnu hefur Alþýðubandalagið talið nauðsynlegt að víötæk herferð gegn skattsvikum setti stór- felldan svip á aðgerðir I skatta- málum. Skattsvikin eru alvar- legt þjóðfélagsmein, stuðla að siðferðilegri upplausn og gera margvlslegu braski kleift að komast hjá þvl aö greiða I sameiginlegan sjóð lands- manna. Aætla má að vegna skattsvika liggi tugir miljarða utan viö eölilegt greiöslukerfi landssjóðsins. Alþýðubandalagið hefur á Alþingi flutt ýtarlegar tillögur um herferð gegn skattsvikum. Þær fela i sér víðtækar breytingar á starfsemi skatt- stofa, skattrannsóknastjóra og dómstóla, afnám bankaleyndar og ábendingar um hagnýtingu nútímaupplýsingatækni til að elta uppi svikarana. Þessar til- lögur Alþýðubandalagsins hafa þegar hlotið verulegan hljóm- grunn hjá samstarfsflokkum I rlkisstjórn og veröur þrýst á að þær komi til framkvæmda. A þann hátt munum viö stuðla að upprætingu þjóöfélagsmeins, auknu réttlæti og bættri greiöslustööu hins sameiginlega sjóðs landsmanna. Hershöfðingi sýknaður af iiauðgunarákæru TEL AVIV, 9/1 (Reuter) — Yfir- maður I sjóher ísraels hefur nú verið sýknaður af nauögunar- kæru vegna skorts á sönnunar- gögnum. Þrir dómarar herdómstóls segjast ekki draga vitnisburö stúlkunnar I efa, en hins vegar hefðu nægjanleg sönnunargögn ekki verið fyrir hendi. Hershöföinginn sem heitir Michael Barkai var leystur frá störfum i nóvember siðast liönum vegna ákæru stúlkunnar, en nú er yfirvaldanna aö ákveða hvort hann fær stöðu slna á ný. Nauðgunin á að hafa átt sér stað I júnl 1977 og þótti skrýtið aö stúlkan skyldi biða meö ákæru i eitt og hálft ár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.