Þjóðviljinn - 10.01.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.01.1979, Blaðsíða 4
4 SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN — Miövikudagur 10. janúar 1979 DIQÐVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Rekstrarstjóri: úlfar Þormóósson Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgreiðsiustjóri: Filip W. Franksson Blaóamenn: Alfheibur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- uróardóttir, Guðjón Frióriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnós H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. tþrótta- fréttamaöur: Ingólfur Hannesson Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur, Blaöaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar, Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Rúnar Skarphéöinsson, Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttfir. Skrifstofa: Guörón Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson. Kristin Pétursdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrföur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrtín Báröardóttir. Htísmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ctkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sfðumtíla 6. Reykjavfk, sfmi 81333 Prentun: Biaöaprent h.f. Atvinnuleysi og atvinnuhorfur • Vitahringur verðbólgunnar er að sönnu slæmur. En verr eru þær þjóðir staddar sem hafa orðið fórn- arlömb svokallaðrar „stöðnunarbólgu” þar sem saman fer stórfellt atvinnuleysi og verðbólga. Þessi tegund auðvaldskreppunnar hefur ekki teygt anga sina til íslands og standa verður þannig að barátt- unni gegn verðbólgunni að þetta fyrirbæri nái ekki tangarhaldi á efnahagslifinu hér. • Nokkuð hefur borið á atvinnuleysi að undan- förnu og hafa bæði formælendur atvinnurekenda og launafólks haft uppi spár um slæmar atvinnuhorf- ur. Tölur um skráða atvinnuleysisdaga og atvinnu- lausa á skrá segja ekki alla sögu um atvinnuástand- ið, en af þeim virðist þó mega ráða að enn sé að miklu leyti um tima- og staðbundið atvinnuleysi að ræða. Aflasölur erlendis, veiðistöðvanir og fri um hátiðar hjá sjómönnum veldur þvi að i desember er nú eins og oft áður töluvert atvinnuleysi i fiskvinnsl- unni. • Átvinnulausir á skrá voru siðasta dag desem- bermánaðar 1088 manns. A sama tima i fyrra voru 817 skráðir atvinnulausir. Árið 1977 var skráð at- vinnuleysi i algjöru lágmarki, eða 62.890 daga á ár- inu. Skráðir atvinnuleysisdagar á árinu 1978 reynd- ust vera 88.761, en á árunum ’75 og ’76 voru atvinnu- leysisdagar rúmlega 100 þúsund. Þannig kemur árið i heild ekki tiltakanlega illa út þrátt fyrir rekstrarstöðvanir i frystiiðnaðinum i haust. • Eins og jafnan áður má búast við að atvinnu- iausum fækki verulega strax á næstu vikum með auknum umsvifum i útgerð og fiskvinnslu. Skýrasta visbendingin um að þar sé ekki að vænta sérstakra hörmunga er frétt Þjóðviljans i gær um að á vegum Sölumiðstövar hraðfrystihúsanna og fleiri aðila væru þegar komnir eða væntanlegir 700 til 800 út- lendingar til vinnu i fiski. Hér er aðallega um að ræða konur frá Ástraliu og Nýja Sjálandi. • Þessir andfætlingar okkar sem á siðustu árum hafa lagt okkur lið við að koma sjófanginu i verð eru nokkuð sérstakur hópur. Einkum er þetta ungt og duglegt fólk sem lagt hefur upp i langa ferð til þess að kynnast gamla heiminum eða stunda nám i Ev- rópulöndum. Það kostar skildinginn og eins og at- vinnuástandið er á meginlandinu vila menn ekki fyrir sér að skreppa i uppgrip til Islands. Ákjósan- legra vinnuafl er vart hægt að hugsa sér fyrir islenska atvinnurekendur. Fólkið ætlar ekki að ilendast og fer umyrða- og vandræðalaust þegar vinna er ekki lengur fyrir hendi. • Hitt er svo spurning hvort innflutningur á vinnuafli i stórum stil er heppilegur þegar atvinnu- mál standa svo tæpt eins og hér er raunin. Það mál þyrfti að skoðast af stjórnvöldum án þess að hér sé verið að amast við þvi fólki sem kemur langa vegu til þess að vinna erfiðisvinnu i afskekktustu byggð- um landsins um hávetur. , • Mörgum finnst þó sjálfsagt að íslendingar eigi nóg með sin eigin vandamál og vist er að þó for- stjórar fiskvinnsluhúsa geri greinilega ráð fyrir vinnuaflsskorti á næstunni þá er atvinnuástand i mörgum greinum, svo sem i byggingariðnaði og verslun, þannig að nokkur ástæða er til svartsýni. Með framvindunni i atvinnumálum þarf að fylgjast af kostgæfni og gripa til sérstakra aðgerða þar sem ljóst er að atvinnuleysi ætlar að verða viðvarandi að einhverju marki. . , • Að vera atvinnulaus er einhver mesta mann- réttindaskerðing sem dunið getur yfir hvern ein- stakling. Þar eru atvinnuleysisbætur harla veik- byggð stoð og minna má á að stjórnvöld hafa búið þannig um hnútana að Atvinnuleysistryggingasjóð- ur hefur ekki handbært fé til þess að ráða við greiðslur vegna stórfellds atvinnubrests. — ekh F6LAG SJALFSTÆöíSMÁNHA I ARBÆJAR.OG Sí LASHVCRFI \ ^ '! SAMjHíi Vi ÁTAK SIÁLFS'1.4-.OISM \NN 5 (yhff' %v>{? : ÍH’ VJié þ/Á k is>n e/'í' f A < <v i Gerist hlekkir Sjálfstæöisflokkurinn er ekki af baki dottinn enda þótt hann sé hálf heimóttarlegur i stjórnar- andstööunni. í Árbæjar- og Sel- áshverfi hugsa Sjálfstæöismenn til framtíöarinnar og ætla aö byggja félagsheimili flokknum til dýröar. Skora þeir nú hver á annan aö gerast hlekkir i mikilli keöju meö nokkurri vinnings- von. Þjóöviljinn haföi pata af þessu keöjubréfamáli fyrir stuttu og spuröi þá lögreglu- valdiö aö þvi hvort þessi Sjálf- stæöismannakeöja væri nokkuö sterkari fyrir lögunum heldur en aörir keöjubréfahringir sem stundum hafa veriö bannaöir. Taldi hann þaö ekki vera, ef aö- eins væri um peningaútlát aö ræöa en ekki veriö aö lokka menn til þátttöku meö vinning- um eöa happdrætti af einhverju tagi. Vinnings- I vonin giróseöil og greiöa hann siöan i pósthúsi eöa banka. Meö þessu leggiö þér aö mörkum fjárhags- legan stuöning, um leiö og þér eignist möguleika á aö hljóta ein af þremur verölaunum, sem dregin veröa út, þegar vinn- ingsáheitinu lýkur. En þótt svo aö nokkur vinnings- ins út úr timabundum erfiöleik- um.” I trausti þess aö þér viljiö leggja af mörkum stuöning viö ofangreind atriöi, biðjum viö yöur allra vinsamlegast aö heita á tvo samherja og greiða giróseöilinn viö fyrsta tæki- færi.” Þaö er nú einmitt mergurinn málsins aö „nokkur vinnings- J von” er hér i boöi, þrenn „verö- I laun veröa veitt” og dregin út” I þegar vinningsáheitinu lýkur. I Sé þetta nú allt saman gott og | blessað fyrir lögunum er hér I komin sniöug fjáröflunaraöferö I fyrir aöra flokka og þeim til I eftirbreytni birtum viö einkar hugljúfan texta vinningsáheits- Tengiö saman hönd við hönd „Samhent átak Sjálfstæöis- manna til uppbyggingar félags- heimiiis i Árbæjar- og Selás- hverfi. Félagsheimilasjóöur gerir kunnugt: Að....N.N.....hefur heitiö á yöur aö gerast hlekkur i sam- hentri keöju Sjálfstæöismanna til uppbyggingar félagsheimilis i Arbæjar- og Seláshverfi og hvetur yöur til þess aö heita á og rita r.öfn tveggja valin- kunnra samherja á hjálagöan von standi hér aö baki, er mest um vert þaö tækifæri, sem viö Sjálfstæöismenn fáum meö vinningsáheiti þessu, til þess aö: „tengja saman hönd viö hönd og sýna i verki samtaka- mátt okkar um land ailt.” „hjáipa einstökum félagssam- tökum innan Sjálfstæöisflokks- Viö vonum aö þaö komi ekki aö sök þótt keöjan hjá þeim Sjálfstæöismönnum hafi veriö veriö rofin og einn hlekkur sendur til klippara. Þótt eigna- skatturinn hafi aö vfsu verið hækkaöur hlýtur einhver eigna- maöurinn í Sjálfstæöisflokknum aö geta bætt skaðann. — ekh Kaupmáttur launtaxta gagnvart matvöru Aldrei meiri en nú Matvöru- Kaupm. Kaupm. liöur Taxtavisit. Taxtavisit. taxtav. taxtav. Timi F-visitölu verkam. „allra" launþ. verkam. „allra” launþ. 1971 100.00 100.00 100.00 100.00 100.0 1972 115.48 120.88 122.14 104.7 105.8 1973 148.73 148.96 150.83 100.2 101.4 1974 219.97 216.49 224.47 98.4 102.0 Feb./1974 192.16 172.59 185.47 89.6 96.3 Mai/1974 240.93 218.27 227.77 90.6 94.5 1975 325.48 288.44 285.32 88.6 87.7 1976 442.92 366.36 357.67 82.7 80.8 1977 5Í/.09 520.48 520.94 87.2 87.2 Mai/1977 574.52 445.81 439.91 77.6 76.6 Agúst/1977 588.42 568.41 572.34 96.6 97.3 Nóv/1977 667.19 588.87 602.06 88.3 90.2 Feb/1978 753.24 673.08 679.16 89.4 90.2 Mai/1978 823.40 713.50 719.02 86.7 87.3 Agúst/1978 954.45 842.00 831.65 88.2 87.1 Nóv/1978 886.94 906.00 905.48 102.1 102.1 Aætl. des/’78 961.45 960.27 110.6 110.5 Taxtavisitölurnar standa fyrir viku- eöa mánaöarkaup og áhrifa vinnutimastyttingar gætir því ekki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.