Þjóðviljinn - 10.01.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.01.1979, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN —j Miftvikudagur 10, janúar 1979 Umsjón: Magnús H. Gíslason Frá Umf. Staf- holtstungna Ungmennafélag Staf- holtstungna var stofnað árið 1912. í því eru nú 140- 150 manns, en þess ber þó að geta, að stór hluti f élagsmanna dvelur ekki í heimasveit nema hluta úr árinu. Aðalstarf félagsins er á sviði íþrótta. Voru reglu- legar íþróttaæf ingar haldnar tvisvar í viku á Varmalandi frá júníbyrjun til ágústloka. Akstur á þessar æfingar er skipu- lagður og jafnað niður á heimilin. Þykir sú tilhögun hafa gefist vel. ( ár var haldið innan- félagsmót og félagið tók og þátt í öllum íþróttamótum UMSB innan héraðsins. Einnig kepptu félagar fyrir UMSB utan héraðs með ágætum árangri. Knattspyrnuliö félagsins háöi nokkra kappleiki viö ýmsa aöila. Þrir félagsmenn hafa einkum skaraö fram úr i frjálsiþróttum, þau Jón Diöriksson, Bjarni Ingi- bergsson, og Ingveldur Ingi- bergsdóttir. I sundi náöu þau Kristin Valgeirsdóttir og Þröstur Guömundsson bestum árangri. Félagiö sér um rekstur sund- laugarinnar á Varmalandi á sumrin og einnig um hiröingu iþróttavallarins. Sjálfboöavinna er grundvöllurinn undir starfi félagsins og leggja þar margir hönd á plóg. Mikiö af starfi félagsins fer fram i nefndum, en á árinu störfuöu: blaöanefnd, frjálsiþróttanefnd, feröanefnd, knattspyrnunefnd, sundnefnd, kvöldvökunefnd, brennunefnd og leikdeild. Ungmennafélagsritiö Gestur hefur nú veriö endur- vakiö og kemur út fjölritaö undir nafninu „Nýr Gestur”. Kom eitt tbl. út á árinu. 1 blaöinu hirtust viötöl og ýmsar ritsmiöar eftir félagsmenn, bæöi nýjar og frá fyrri árum. Leiklistardeild starfaöi af mikl- um krafti á árinu og er þáttur hennar nýmæli i félagsstarfinu. Sýndi hún tvo einþáttunga I Munaöarnesi sjö sinnum i janúar- mánuöi, viö ágæta aösókn. Leik- stjóri var Guömundur Magnús- son. Fyrirhugaö er leiklistarnám- skeiö i mars,veröi unnt aö fá leiö- beinanda. Haldin var brenna meö flug- eldasýningu á Iþróttavellinum á Varmalandi um nýáriö og spiluö framsóknarvist á eftir. Fariö var i feröalag á hestum fyrripartinn I ágúst. Þátttak- endur voru um 20 og gekk feröin vel I alla staöi. Kvöldvökunefnd hefur unniö i félagi viö nefnd úr Kvenfélagi Stafholtstungna undanfarin ár. Síöastliöinn vetur voru haldnar tvær kvöldvökur meö blönduöu, heimafengnu efni og voru þær vel sóttar. Eins og áöur vann félagiö aö ræktun viö Varmaland. Er búiö aö sá I 2 ha af 5, sem félagiö hefur á leigu frá UMSB. Ungmennafélag Stafhotstungna tók þátt i starfi UMSB eins og tök voru á hverju sinni. Seldi m.a. 250 happdrættismiöa fyrir Samband- iö. Þá sendi félagiö nokkra fjár- hæö i húsbyggingarsjóö UMFI. Formaöur félagsins, Þór Jens Gunnarsson, fluttist burt af félagssvæöinu I haust. Tók þá Haukur Ingibergsson viö for- mennskunni. Aörir I stjórn siö- asta starfsár voru Steinunn Þor- steinsdóttir og Pétur Diðriksson. A aðalfundi félagsins, sem haldinn var 4. des. s.l. var gerö sú lagabreyting aö fjölga stjórnar- mönnum úr þremur i fimm. Er stjórn félagsins nú þannig skipuö: Sigrlöur Þorvaldsdóttir, formaö- ur, Haukur Ingibergsson, vara- formaöur, meöstjórnendur þau Pétur Diöriksson, Sæunn Odds- dóttir og Guömundur Sigurösson. (Heim.: Eööull). be/mhe ÍR *i* * H V « Tsi r.s":r.TT JTfl il H « H « H !i I « M i! 1 1 ■ ■ \ 1 il wM -k -i r, - r •> rA,;-.s Varmaland i Stafholtstungum. Frá Ungmenna- félagi Reykdæla Fyrir jóUn hóf UMF Reykdæla æfingar á leikritinu „Gift eöa ógift” eftir enska böfundinn j.B. Pristley. Andrés Jónsson I DeOdartungu annast leikstjórn en hann hefur áöur leikstýrt hjá ungmennafélaginu ásamt Jónasi Arnasyni. Andrés hefur einnig tekið þátt í almennu leikstarfi i félaginu. I nóvember var haldinn Gleöi- funduL en svo er nefnd einskonar árshátiö þeirra ung- mennafélaga. Þar sáu innfædd- ir ásamt innflytjendum um margs konar skemmtiefni. Meöan á ófæröinni stóö á dög- unum kom Þursaflokkurinn i heimsókn. Var hann þarna á vegum margra skóla á Vesturlandi og flutti skóla- nemendum og öörum list sina. Lentu þeir Þursamenn I hinum mestu mannraunum á feröalagi slnumilliReykjavikur og Loga- lands. (Heim.: Rööull). jg/mhg Blönduós. — A siöastliönu ári voru stærstu framkvæmdir hjá okkur hér á Blönduósi viö gatnagerö, sagöi Hilmar Kristjánsson, hrepps- nefndarmaður á Blönduósi I viö- tali viö Landpóst; laust fyrir næst Iiöna helgi. Jarðvegsskipti í fimm göt- um — Unniö var viö aö skipta um jarðveg I fimm götum og þess ut- an var steyptur gangstéttarkant- ur viö allar þær götur, sem lagð- ar hafa verið varanlegu slitlagi. Þessar gatnageröarframkvæmd- irkostuöu um 31 milj. kr. Þær göt- ur, sem jarövegsskipti fórufram I eru: Mýrabraut, Skúlabraut, Sunnubraut, Smárabraut og Hólabraut. Þetta var nú stærsti og kostnaðarsamasti liöurinn viö verklegar framkvæmdir á vegum hreppsfélagsins. Af heildargatnakerfinu, eins og þaö er nú, er búiö aö leggja varanlegt slitlag á 1700 m. en gatnakerfiö er alls 6590 m. Þaö lengist aö sjálfsögöu smátt og smátt og þrjár af þeim götum, sem jarövegsskipti fóru fram i, eru nýjar, eöa Smárabraut, Sunnubraut og Skúlabraut, og viö þær veröur lóöum úthlutaö nú á næstu árum. sem nú er hafinn undirbúningur aö og fyrsta fjárveiting til þess mannvirkis komi á fjárlög. Aðrar framkvæmdir Auk þessa var svo mikiö um ýmsar framkvæmdir hja ein- staklingum, félögum og fyrir- tækjum. Til dæmis er veriö aö stækka Vélsmiöju Húnvetninga um fast aö helmingi. A siöastliönu ári munu 12 ibúðarhús hafa veriö gerö fok- held. Auk þess voru töluvert margar ibúbir fullgerðar og inn I þær flutt, m.a. 14 ibúðir, sem byggðar voru eftir lögum um leigu- og söluibúðir. Flutt var inn i þær I mars. Áætlanir Um framkvæmdir á nýbyrjuöu ári er nú ekki rétt aö ræöa mikiö, viö eigum eftir aö spjalla um þær, en þó má segja, aö haldið veröur áfram meö og hraðaö byggingu leikskólans eins og hægt verður. Þá má gera ráö fyrir aö unnið veröi i' höfninni viö vatnsveitu og götur, eftir þvi sem fjárhagur leyfir. Hitaveitan Hitaveitumálin eru enn I slæmu ástandi hjá okkur og er ástandið Hilmar Kristjánsson. vægast sagt illtþvi tiö hefur verið köld nú undanfariö, en viö gerum okkur vonir um aö fá borinn um næstu mánaðamót og aö þá rætist úr. Atvinnuástand var gott hér allt siöastliöiö ár, sagöi Hilmar aö lokum. hk/mhg Umfangsmest var gatnagerdin Rœtt við Hilmar Kristjánsson, hreppsnefndarmann úr Blönduósi Leikskóli Þá er að nefna leikskólann, sem okkur tókst að gera fokheldan og á hann aö veröa fyrir 40 börn. Framkvæmdir viö hann hófust i ágúst og lauk i desember. Þar er byggingarkostnaöur oröinn 22 milj. Lagt veröur allt kapp á aö þoka þvi verki áfram á þessu ári. Holræsi Lagöur var grunnur aö nýju holræsi. Er þvi ætlab aö taka viö skólpi frá 200 nýjum ibúöum sem á eftir aö byggja hér austan meg- in Blöndu. Þær framkvæmdir kostuöu rúmar 12 milj. Þarna er um aö ræöa stofnlögn fyrir þær I- búðir, sem væntanlega veröa reistar viö þær nýju götur, sem ég nefndi áöan. Undirbúningur að leik- fimishúsi og sundlaug Næst er þá aö geta þess, aö viö höfum ráöist i aö reisa bráöa- birgöabúningsaðstöðu fyrir leik- fimishús og sundlaug og þar er byggingarkostnaðuráætlaður um áramót um 4 milj. kr. Þvl miður tókst ekki aö gera þá byggingu fokhelda fyrir áramótin. En meiningin er aö ljúka þessu verki fyrir voriö þannig aö þessi aö- staöa veröi komin upp fyrir sum- arið og þetta á aö leysa okkar vanda á þessu sviöi þar til viö höf- um komiö upp iþróttamiöstöö, Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 SPRUNGU VIÐGERÐIR með álkvoðu. 10 ára ábyrgð á efni og vinnu. Einnig pússning, flisalagning, við- gerðir. Upplýsingar i sima 24954.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.