Þjóðviljinn - 10.01.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 10.01.1979, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN MiPvikudagur 10. janúar 1979 Leyfi þarf til neta- veiða á komandi vertíð Sjávarútvegsráðuneytiö hefur gefið út reglugerð um veiðar i þorskfisknet á komandi vertíð. Samkvæmt henni eru allar veiðar I þorskfisknet bannaðar á tima- bilinu 1. febrúar til 15. mai án sér- staks leyfis ráðuneytisins. Þetta er i annað sinn sem slik reglugerð er gefin út, og að sögn Jóns B. Jónassonar i Sjávarút- vegsráðuneytinu miðar hún að þvi að herða eftirlit með þessum veiðum, sem frá upphafi hafa verið stundaðar eftirlitslitið eða eftirlitslaust. Meö tilkomu nýrra eftirlitsmanna og leyfisveitinga til veiðanna er unnt að fylgjast betur með settum reglum um fjölda neta og meöferð afla sé fylgt, og ennfremur fæst yfirlit um hvað veiðarnar eru stundaðar víða. ,,í reglugerðinni segir, að ráðuneytið geti bundiö leyfi og út- hlutun þeirra þeim skilyrðum er þurfa. Koma hér til ýmis skilyrði varðandi meðferð afla, netafjölda og merkingu neta, ennfremur er heimilt aö ákveða, að ekki fái leyfi skip, er stundað hafa aðrar veiðar eins og t.d. loðnuveiðar. Samkvæmt framansögðu skulu allir þeir, er vilja stunda neta- veiðar á ti'mabilinu 1. febrúar til 15. mai' 1979, senda umsóknir þar að lútandi til sjávarútvegsráðu- neytisins, a.m.k. viku áður en þeir ætla að hefja veiðar. 1 um- sókninni skal greina nafn, umdæmisstafi og skipa- skrárnúmer og stærð skips, enn- fremur nafn og heimilisfang mót- takanda leyfis,”. —AI Neyðarskipulag fyrir Reykjavík í bígerð Almannavarnanefnd Reykjavik- sérstakt neyðarskipula g fyrir urborgar hefur nú til umf jöllunar Reykjavik. — Hvað heyri ég? Er ekkert að þér, nema fmyndunar- veiki, eftir allt saman! VEISTU... . . . .að árgjald flestra liknar- og styrktar- félaga er sama og verð eins til þriggjai sigarettupakka? Ævifélagsgjald er al- mennt tifalt ársgjald. Ekki hafa allir tima eða sérþekkingu til að aðstoða og likna. Við höfum hins vegar flest andvirði nokkurra vindlingapakka til að létta störf þess fólks sem helgað hefur sig liknarmálum. UTBOÐ Óskum eftir tilboði i hitaofna fyrir 9 hæða sambýlishús BSAB i Mjódd við Stekkja- bakka, samkvæmt ofnaskrá er vitja má á skrifstofu BSAB að Siðumúla 34. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 16. janúar 1979 kl. 17.00. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Aö sögn borgarstjóra, sem er formaður nefndarinnar, er neyðarskipulagið nánast fullfrá- gengið, og yrði það notað óbreytt ef eitthvað bæri út af. Það hefur hins vegar ekki hlotið endanlega staðfestingu en bjóst borgarstjóri við að almannavarnanefnd af- greiddi það innan tlðar. Eftir þvi sem Þjóðviljinn kemst næst hefur almannavarnanefnd Reykjavikurborgar ekki komið saman i langan tima en hún var kosin á ný til fjögurra ára i júni s.l. Nefndina skipa auk borgar- stjóra: lögreglustjórinn i Reykja- vik, borgarlæknir, slökkviliðs- stjórinn i Reykjavik, borgarverk- fræðingur auk tveggja manna kjörinna af borgarstjórn. AI Vid borgum... Framhald af bls. 9. þýðuleikhúsið fái þá peninga sem það þarfnast sárlega til þess að getahaldiðstarfisinuáfram. Dario Fo yrði þá skemmt, trúlega myndi hann lita á slik viðbrögð sem merki um að leikhúsinu hefði tekist að ógna þeim sem með völd fara. Og enda þótt menn ryðjist kannski ekki út úr leikhúsinu I byltingarhug er ekki þár með sagt að ádeila leiksins sé marklaus. Kæri menn sig um, er svo sem auðvelt að heimfæra ýmsa brodda upp á is- lenskar aðstæður; kannski Island og Italia séu ekki svo óskaplega ólik, þegar allt kemur til alls, um þaðverður hver aðdæma fyrir sig. Ekki er hægt að segja að leik- myndin gleðji augað , en þó hæfir hún ekki illa sem umgerð um þenn- an leik. Þar er aðeins að finna þá muni sem nauðsynlegir eru fyrir leikinn og til þess að sýna heimili Giovannis og konu hans. 1 stað bak- og hliðarveggja eru svo tjöld, sem minna okkur á að við erum að horfa á leiksýningu. Framtið Alþýðuleikhúss Og þá er ekki annað eftir en að óska Alþýðuleikhúsinu til hamingju með þessa byrjun sem staðfestir svo ekki verður um villst að það á jafn mikinn rétt á sér og atvinnu- leikhúsin. Alþýðuleikhúsið vill vera gagnrýnið á ókosti þess þjóöfélags sem við lifum i; en gagnrýni þess yröi harla máttlitil væri hún ekki borin fram af ferskleika og kunn- áttu. Ætli leikhúsið að taka virkan þátt i þjóðfélagsumræðum hér þyrfti ádeilan vissulega að verða dýpri og skarpari en hún er i um- ræddri leiksýningu og það er engin ástæða til aö efast um að hún eigi eftir aö verða þaö. Aöalatriðið nú er að leikhúsiö hefur sýnt að þaö er þess fyllilega verðugt aö hljóta styrki af almannafé, en án þeirra er hætt við að saga þess verði ekki löng. Þeir leikhópar, sem hingað til hafa verið stofnaðir hér utan kerfisleikhúsanna, hafa allir vesl- ’ast upp úr fjárskorti og það hlýtur að vera von allra sem leiklist unna aö Alþýðuleikhúsinu i nýrri nynd þess verði ekki sömu örlög búin. Carl G. H. látinn Framhald af ?•. siðu nemendum' hans minnisstæður. Carl var góður vinur Islands og kom hingaö til lands enda hafa nokkuð á þriðja hundrað is- lenskra ungmenna dvaliö á lýð- háskólanum s.l. þrjá áratugi. Carl Gulddagger Hansen var jarðsunginn I Kungalv 4. jan. s.l. Gamlir nemendur hér á landi geta minnst hans með þvi aö senda framlag I nýstofnaðan sjóð við skólann i Kungalv. V.J. Landbúnaðurinn Framhald af 7. siðu þar af 36.859 mjólkurkýr, 896.169 sauðkindur, 49.528 hross, 1177 gyltur og geltir, 278 þús. alifuglar og9020minkar. Innveginmjólk til mjólkursamlaganna var um 4% meiri árið 1978 en árið á undan eða rétt um 120 millj. ltr. Slátrað var I sláturhúsum 1.018.970 kind- um, þar af voru 930.509 dilkar. Slátrað var 75 þúsund kindum fleira en árið 1977. Meðalfall dilka reyndist vera 14.45 kg , sem var um 0,5 kg meira en áriö 1977. Kindakjötsframleiðslan hefur aldrei verið meiri, siðan farið var að safna skýrslum, eða 15.400 lestir það er aukning miðað við árið á undan um rétt 10%. Flutt voru út rúmlega 500 hross fyrir um 200 millj. kr. Framleidd- ir voru 23 þúsund minkahvolpar, áætlað verðmæti skinna af þeim er um 160 millj. kr. Búfjáreign um siöustu áramót er talin svipuð og fyrir ári siðan, en þó virðist hrossum hafa fækkað litillega. -mhg Kambotlía Framhald af 3. siðu. bæi landins að tveimur undan- teknum á sinu valdi, en hins vegar séu sveitir enn á valdi Pol Pot-stjórnarinnar. Sagði hann ennfremur að Pol Pot væri enn i Kambódiu og hygðist heyja skæruhernað gegn innrásarlið- inu. Skoðanir eru þó skiptar um verustaö Pol Pot og vilja sumir meina að hann sé floginn úr landi. Bardagar hafa verið háðir á landamærum Kambodiu og Tælands og lentu þrjár sprengjur Tælandsmegin landamæranna I dag. Vestrænir fréttamenn telja að höfuðvigi Pol Pot-manna séu annars vegar I Cardamom-fjöll- um i suðvestri en hins vegar á hálendi 'No rðu r-Kambodiu. l'ÞJÖÐLEIKHÚSIfl MATTARSTÓLPAR ÞJÓÐFÉLAGSINS 8. sýning fimmtudag kl. 20 sunnudag kl. 20 SONUR SKÓARANS OG DÓTTIR BAKARANS Föstudag kl. 20. KRUKKUBORG Frumsýning laugardag kl. 15.12. sýning sunnudag kl. 15. A SAMA TIMA AÐ ARI laugardag kl. 20 Litla sviðið: HEIMS UM BÓL i kvöld kl. 20.30 Miðasala 13.15—20 . Simi 1—1200 LFIIKFEIAC RFTYK|AVÍKLJR VALMUINN i kvöld kl. 20.30 laugardag kl. 30.30 Allra siðasta sinn LIFSHASKI fimmtudag kl. 20.30 sunnudag kl. 20.30 SKALD-RÓSA föstudag kl. 20.30 Miöasala I Iðnó kl. 14-20.30 simi 16620 Við borgum ekki Við borgum ekki Eftir Dario Fo i Lindarbæ 3. sýn. fimmtudagskvöld kl. 20.30 uppselt 4. sýn. sunnudagskvöld kl. 20.30 Miöasala ILindarbækl. 17—19 alla daga og 17—20.30 sýning- ardaga simi 21971 Sviar og Danir hafa tilkynnt að þeir muni ekki hætta fjárhagsaö- stoð við Vietnama þrátt fyrir hernað þeirra og sagði danski ráöherrann Lise östergaard að hjálp þeirra væriekki laun fyrir góða hegðun. HERSTÖÐVAAN DSTÆÐINGAR Happdrætti herstöðvaandstæðinga dregið eftir fimm daga — Gerið skil! Skrifstofan er í Tryggvagötu 10 sími 17966 — Gíró nr. 30 309—7 Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Hveragerði Alþýðubandalagiö I Hverageröi heldur félagsfund þriðjudaginn 16. janúar i Kaffistofú Hallfriöar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Staða Islenskra stjórnmála, stuttar ræður flytja Garöar Sigurðsson og Baldur Óskarsson. 3. Fjárhagsáætlun hreppsins. 4. Málefni kjördæmis- ráös. 5. önnur mál.-stjórnin. Garðar Baldur Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Félagsfundur Alþýðubandalagiö á Selfossi og nágrenni held- ur félagsfund I Tryggvaskáia sunnudaginn 14. janúar ki. 14. Dagskrá: 1. Ræða: Svavar Gestsson viö- skiptaráðherra. 2. Féiagsmálin 3. Önnur mál. Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni. Félagsvist Alþýöubandalagið Selfossi og nágrenni gengst fyrir þriggja kvölda spilavist á næstunni. Spilað verður I Tryggvaskála. Fyrst verður spilað föstudagskvöldið 26. janúar næstkomandi. Nánar auglýst siöar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.