Þjóðviljinn - 10.01.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.01.1979, Blaðsíða 7
MiBvikudagur 10. janúar 1979 — ÞJÓÐVILJINN—SIÐA 7 Sœnsk batik á næatu grösum Þessa dagana skarta veggir matstofunnar „A næstu grösum” óvenjulegum batikmyndum sænskrar listakonu. Hún heitir Anna Ratna Jakobson en verk hennar hafa vakiö verðskuldaöa athygli beggja megin Alpafjalla. Anna Ratna Jakobson hefur tekiö þátt i samsýningum viöa um Evrópu sem á Noröurlöndum. Myndefniö sækir hún I riki nátt- urunnar sem svo margir aörir listamenn, en sérstaklega at- hyglisverö er hina ferska og persónulega túlkun hennar á efn- inu. Matstofan „A næstu grösum” er opin alla virka daga kl. 11.00 — 22.00en á sunnudögum kl. 18.00—22.00 Lokaö er á laugar- dögum. Carl Guld- dagger Han- sen kennari í Kungálv látínn Hinn 28. desember s.l. andaöist á sjúkrahúsi I Kungalv f Sviþjóð Carl Gulddagger Hansen kennari viö samnorræna lýöháskólann i Kungáiv. Carl var fæddur 23. desember 1910 og var þvi 68 ára er hann lést. Hann stofnaöi, ásamt konu sinni, Caren Cederblad Hansen yfir- kennara, og Sture Altvall.rektor, samnorræna lýöháskólann i Kungalv áriö 1947 og kenndi viö skólann frá upphafi til dauöa- dags. Kennslugreinar hans voru danska, leiklist, listasaga og fleira. Carl var margfróöur, vin- sæll og traustur kennari. Hann var góöur upplesari og er upp- lestur hans og túlkun á ævin- týrum H.C. Andersen mörgum framhald á bls. 14 Gott búskaparár ’78 1 yfiriiti sem Halldór Pálsson búnaöarmálastjóri gaf um land- búnaöinn 1978 i útvarpinu I byrjun vikunnar kom fram aö áriö i heiid var búskapnum hagstætt, hey- fengur var góöur, uppskera meiri og kjöt- og mjólkurframleiösla jókst. Eftirfarandi upplýsingar komu fram i yfiriiti búnaöar- málastjóra: Árferði Dilkar komu þvi óvenju vænir af fjalli um allt land nema hjá þeim sem höföu sleppt of snemma eöa haft of þröngt i högum um voriö. Áburðarnotkun Miðað viö hrein áburöareöii var notkunin 1,6 % meiri á sl. ári en áriö 1977. Miöaö viöaukningu á ræktuöu landi sýnir þetta aö bændur hafa aðeins dregiö úr áburðarskömmtum á hverja flat- stöðum á Suöurlandi i samtals 8 ha. A Sámsstööum var grásfræ ræktað i 3,4 ha, uppskeran var um 1,1 lest. Samtals var framleitt i landinu af graskögglum, grasmjöli og heykögglum 11.410 lestir. Aætluö uppskera kartaflna var 150 þús. tunnur, eöa sem næst neysluþörf þjóöarinnar. Upp- skera á gulrófum var meö mesta móti eöa um 650 lestir. Uppskera grænmetis var mjög Samstarfsnefnd um reykinga- varnir hefur gert úttekt á tóbaks- sölu á islandi sl. ár og kemur fram, aö hún er svipuö og fyrir sex árum en ekki er aö vænta, aö árangurs af fræðslustafi i skólum gegn reykingum komi fram i sölu tóbaks fyrr en eftir nokkur ár, segir nefndin. Skýrsla nefndar- innar fer hér á eftir: Sala tóbaks frá ATVR á siöasta ári nam um 2011 grömmum á hvern landsmann. Mest hefur salan oröiö áriö 1974 eöa 2174 grömm og er hún þvi 4,6% undir þvi marki nú. Salan nú er hins vegar 0,5% meiri en áriö 1977, enda var áróöur gegn reykingum þá meö mesta móti. Heildsala tóbaks áriö 1978 var rúm 449 tonn sem er rúmum fimm tonnum meira en áriö áöur. Sala á vindlum haföi þá minnkaö um 10%, á reyktóbaki um 8%, á neftóbaki um 9,1% og á munn- tóbaki um 27%. Aftur á móti jókst sala á sigarettum um 4,6% og vegna þess aö þær eru um þrir fjóröu hlutar af heildarsölunni verður samanlögö aukning um 1,2%. Sé reiknaö meö sömu ibúa- fjölgun i fyrra og var I hitteöfyrra kemur i ljós aö salan hefur aöeins aukist um 0,5% á hvern ibúa, eins og áöur sagöi. Tóbakssalan i fyrra var 28 tonnum minni en áriö 1976 og má þvi heita aö i heild sé haldiö þeim ávinningi sem náðist áriö 1977 er salan minnkaöi um 7,1%. Viö þessa útreikninga er lagt til grundvallar aö þyngd hverrar sigarettu sé 1,0 g og meðalþyngd vindla sé 2,5 g, en þetta eru tölur sem fundnar hafa verið út meö mælingum á mest seldu teg- undunum hérlendis. Fjöldi sigaretta sem seldar voru i fyrra var rúm 348 miljón stykki eöa um 1560 sigarettur á hvern úbúa. A siðasta ári seldust hér 16 miljón vindlar, 46 tonn af reyktóbaki, 14 tonn af neftóbaki og aöeins 100 kg af munntóbaki. Athyglisvert er aö sala á reyk- tóbaki (piputóbaki) og neftóbaki er nú aðeins helmingur af þvi sem hún var fyrir niu árum. Sé litið á söluna eftir ársfjórð- ungum sést aö einungis á öörum fjóröungi siöasta árs seldist meira tóbak en á sama tima áriö áöur, en voriö 1977 var sem kunnugt er rekinn mikill áróöur gegn reykingum, m.a. meö nám- skeiöi i sjónvarpi fyrir þá sem vildu hætta aö reykja, þannig aö tóbakssala minnkaöi þá stórlega. Á slöasta ársfjóröungi 1978 hefur tóbakssalan veriö meö minnsta móti. Aöeins áöur- nefndur annar ársfjóröungur hefur verib sölulægri siöustu þrjú árin og sennilega jafnvel siöustu fimm árin. Benda má á aö i lok september hélt Samstarfsnefnd um reykingavarnir ráðstefnu um reykingar og heilsufar og i tengsl- um viö hana voru birtar auglýs- ingar og fræösluefni i fjölmiölum um sama efni. Þess er vart aö vænta aö árang- urinn af fræðslustarfinu I skól- unum gegn reykingum komi fram i tölum um sölu á tóbaki fyrr en eftir nokkur ár. Þó er skemmst aö minnast könnunar borgar- læknisins I Reykjavik voriö 1978 sem leiddi i ljós aö fjóröungi færri grunnskólanemendur reyktu þá en fjórum árum áöur. Samstarfsnefnd um reykinga- varnir hefur látiö reikna út áöur- nefndar sölutölur sem byggðar eru á upplýsingum frá Afengis- og tóbaksverslun rikisins. Nefndin hefur I hyggju aö birta hér eftir ársfjórðungslega upplýsingar um breytingar á sölu tóbaks á Is- landi. sumarmála var fremur góöur. Nokkuö var þó um svellalög um noröanvert landið, sem orsökuöu kal I túnum, og einnig gætti þess nokkuö i uppsveitum sunnan- lands. Vegna kulda I mai og júni fór gróöri hægt fram. Júli var aö- eins kaldari en i meöallagi og mjög þurrviðrasamur. Flestir bændur hófu ekki heyskap aö ráöi fyrr en siðari hluta júh'. Nætur- frost voru svo til hvergi fyrri hluta september. Þvi rættist úr kartöflusprettu, sem var mjög litil fram eftir sumri. Heyskapar- lok tókust vel vegna hagstæðrar tiöar I sept. Grös féllu seint og af- réttir spruttu fram undir haust. dicuiliigu, rtuuiuai vciMimujaii i Gufunesi framleiddi 42.700 lestir af áburöi en seldi samtals 68.000 lestir. Uppskera og jarðar- gróði Miöaö viö úrtak úr forðagæslu- skýrslum viröist þurrtiey hafa veriö 8,9% minna á haustnóttum 1978 en áriö áöur en vothey aftur á móti 10.9% meira. Heildarhey- foröi mun þvi hafa verið um 6,5% minni en áriö áöur. Heygæöi eru nú meiri sunnanlands en i meö- alári en viöa eru þau þó i laklegu meðaltali aö gæðum. Korn var ræktab á tveimur góö. Af hvítkálium 326 lestir.sem er um 50 lestum meira en 1977, gulrætur voru um 118 lestir, blómkál um 70 lestir, sem einnig var meira en áriö á undan. Taliö er aö uppskera á tómötum hafi verið448 lestir, sem var 40lestum meiraenáriö 1977,enaftur á móti var uppskera á gurkum minni en fyrra áriö, eöa þaö munaði 86 lestum. Búfjáreign og búfjár- framleiðsla I ársbyrjun 1978 var bústofn landsmanna 62.677 nautgripir, framhald á bls. 14 Upplýsingar fengust hjá læknasamtökunum t gær birtust i Þjóöviljanum athugasemdir frá stjórnum Læknafélags tslands vegna greina um kjör lækna og mál- efni sjúkrahúsa. Ég vil hér aðeins leiörétta misskilning og rangfærslur, sem koma fram i greinargerð iæknasatnt«kanna. Þvi er haldiö fram, aö ég hafi aldrei leitaö eftir upplýsingum hjá skrifstofu læknasamtak- anna um kjarasamninga lækna. Þetta er alrangt. Ég hafði ein- mitt samband viö skrifstofu læknafélaganna og fékk þaban öll þau gögn um launakjör og samninga iækna sem tiltæk voru, þar á meðal kjara- samning s júkrahúslækna, samning um sérfræðilæknis- hjálp og gjaldskrá Læknafélags Reykjavikur. Þetta getur starfsfólk skrifstofunnar stað'- fest. Þaö er ekki rétt, sem segir i upphafi greinargerðar stjórna læknasamtakanna, aö höfundur greinanna hafi kallaö þær „út- tekt á launakjörum og samningum lækna- stéttarinnar Má vera aö svo hafi veriö tekið til oröa I tilvisun eöa kynningu blaösins á efni þessu, en sjálfur hef ég ekkí viöhaft þessi orð. Þá segir um bráöabirgöasam- komulag milli stjórnarnefndar Athugasemd vegna skrifa stjórna Lœkna félags Islands og Lœknafélags Reykjavíkur rikisspitalanna og lækna á Landspitalanum um vinnu lækna i húsnæöi sjúkrahúsanna utan vinnutima: „Greinar- höfundur notfærir sér ókunnug- leika starfsmanns rikisspital- anna um þetta mál til aö gera þetta ákvæöi tortryggilegt...” Finnst læknunum þaö i raun ekkert óeölilegt, aö starfs- mannastjóra rikisspitalanna skuli hafa veriö ókunnugt um þetta samkomulag? Eöa er þetta kannski aöeins eitt dæmi um sambandsleysi milli stjórnarnefndar rikisspitalanna og háttsettra starfsmanna þeirra? Ef svo er, þá er ekki furöa þó aö viöa sé pottur brotinn. „Þaö er einnig rangt, sem fram kemur, aö heilsugæslu- læknar fái greiöslur fyrir yfir- vinnu,” segir I athugasemdum læknasamtakanna. Missögn var i grein minni laugardaginn 30. desember sl. um þetta atriöi og skal þaö leiðrétt hér með. Fyrr i greininni stóö hins vegar um heilsugæslulækna: „Fyrir þessi föstu laun eiga þeir aö annast heilsuverndarstarf þaö, sem unniö er á stööinni og sjá um vaktþjónustu.” Hér var semsé rétt frá greint, þótt villa slædd- ist þvi miöur inn siöar I greininni, Mér þætti vænt um ef einhver gæti bent mér á hvar ég hafi fullyrt, aö læknasamtökin hafi krafist þess eöa samið um, að læknar væru á launum hjá fleiri en einum abila á sama tima. Þessu halda stjórnir læknasam- takanna fram, en fyrir þvi er enginn fótur og veröur þvi allra vinsamlegast á bug visaö. Ég get tekið undir þaö, aö tekjur lækna eru mjög mis- jafnar innbyröis, og ég efast ekki um, að flestir læknar eru sómakærir menn og samvisku- samir i starfi. A hinn bóginn blandast kjör þeirra óhjákvæmilega inn I alla umræöu um skipulagsmál sjúkrahúsa og hagkvæmni i heilbrigöiskerfinu, sem viröist þvi miöur vera 1 miklum ólestri um þessar mundir. Einar örn Stefánsson Tóbakssala svipud og fyrir sex árum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.