Þjóðviljinn - 10.01.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.01.1979, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN— Miövikudagur 10. janúar 1979 Ásgeir Einarsson frá ísafirði, sem búið hefur hartnær hálfa öld í Danmörku tekinn tali í járnbrautarlest á leið lest með landa Þeir sem ferðast mikið með járnbrautarlestum kvarta oft undan tilbreyt- ingarleysi þeirra. Ferða- langar sitji hnipnir og horfi tómlátum augum í gaupnir sér meðan löndin bruna hjá með turna sína og hallir. En engir tómlætismenn vildum vér vera. Við ætl- uðum að brynja okkur gegn tilbreytingarleysinu með ferskum bók- menntum, ég og ferða- félagi minn frá Árósum, Sigurður ólafsson (yfir- læknis á Akureyri Sigurðs- sonar skólameistara gráa, Guðmundssonar, af hún- vetnskum sauðaþjófum lengra aftur). En þaö kom ekki til þess aö viö þyrftum aö gripa til þeirrar rauöu veislu i farangrinum. Ferö okkar var heitiö til Þýskalands, þar sem menningarlif er hiö þyrrkings- legasta um þessar mundir. En þaö er auövalds tragedia sem viö látum hjá liöa aö sinni. Er viö undum okkur inn um klefadyr járnbrautarlestarinnar i Fredericiu suöur á Jótlandi, sátu þar fyrir þrifleg hjón á áttræöis- aldri og spuröu okkur þjóöernis. Þegar viö höföum látiö þaö uppi sneri gamli maöurinn sér aö eiginkonunni forviöa og hræröur I bragöi og sagöi: Hör du det mor, de er mine landsmænd! Þar reyndust vera á feröinni þau elskulegu hjón Marie Rollschau Einarsson og Ásgeir Einarsson. Asgeir hefur aldrei veriö annaö en Islendingur, sagöi Marie um leiö og hún gaf okkur rúgbrauö meö Islenskri rúllu- pylsu. Þar heföi hann alltaf viljaö vera. En aöstæöurnar leyföu þaö ekki. Reyndar heföi mér ekki ver- iö á móti skapi aö búa á tslandi. Det er det skönneste land I verden. Viö höfum háö llfsbarátt- una saman i bráöum hálfa öld i gegnum þykkt og þunnt. Allir afkomendur eru heilir heilsu og hvers getur maöur óskaö sér frekar, sagöi Marie. Hún nam viö skóla i Flensburg er henni var boöiö aö fara til Islands. Þaö var áriö 1931 og þá kynntust þau Asgeir. Hann haföi fótbrotnaö á sjónum og lagst inná sjúkrahús þar sem hann naut um- önnunar Marie. Þaö voru þeirra fyrstu kynni. Þaö snart athygli okkar af hve fáséöri natni og hlýju þau hjón voru I háttum hvort viö annaö. Lifsbaráttuna ber Ásgeir vel i fasi; gamall sjómaöur islenskur, sterklegur allur og haröfengi erfiöismannsins I andliti. Kjarnakarl ad vestan Þegar viö höfum jafnaö okkur eftir þá skemmtilegu tilviljun aö veröa sessunautar i lestinni góöu settumst viö á skör og skrifuöum eftir Asgeiri nokkur minnisatriöi: — Ég var sjómaöur I meir en tutt.ugu ár. Ég fæddist á Isafiröi áriö 1902 og er af Arnardalsætt. Faöir minn hét Einar Bjarnason og var snikkari viö Ásgeirs- verslun. Hann byggöi Pólgötu 1 á ísafiröLHann varö blindur meöan ég haföi enn óslitiö bernskuskón- um. — Þaö var þungt á minu æsku- heimili og ég þurfti snemma aö hefja aödrætti til þess. TIu ára keypti ég skektu, sem kostaöi 30 krónur i þá tiö. Ég fiskaöi á kúfisk og aflaöi vel. Tókst fljótlega aö greiöa andviröi bátkænunnar. — Ó, jú, ég man visur og kvæöi aö heiman. Eitt sinn var ég á djúpbátnum Póst-Gunnu, þá stráklingur. 1 för meö okkur var Guömundur Geirdal sýsluskrif- ari. Hann sat i lúkarnum meöal annarra farþega og varö þessi fyrripartur á vör: Hvaö er þaö sem kætir mest kvenmannshjörtun ungu. Ung stúlka, sem ég man ekki lengur hvaö hét svaraöi aö bragöi: Aö brigömælgin er böivuö pesl sem býr á karlmannstungu. Já, ég er aö vestan og þangaö sækir hugurinn oft heim, —þótt ég hafi átt heima I Holsterbro I nær hálfa öld. Þótt aö séu fjall viö fjall og fátt sé um gróöur bestan, þá hefur margur kjarnakarl komiö þaöan aö vestan Svona orti einhver, sjálfsagt réttilega.— — Friösteinn heitinn Jónsson veitingamaöur meö meiru var hagmæltur og þess naut ég i samskiptum okkar. Viö vorum miklir vinir. Þegar ég var á Mb Braga var Friösteinn kokkur hjá okkur. Þar var einnig illa liöinn Grindvikingur. Um hann kvaö Friösteinn: Grindavikur garmurinn gaman af þvi hefur aö flytja niö meö falska kinn, fá mun launin auminginn. Djarfur gerist drengurinn dregst hann i skammarflikur brúkar hann kjaft viö báts- manninn bófa örgum likur. Goggolla og Mariusardropi —Þegar ég var barn, var ég stundum I liöléttingum fyrir vinnuflokk viö Asgeirsverslun. Fyrir honun stóö Jón nokkur, sem kallaöur var skarfur, — hann haföi svo voöalega langan háls. Hann sendi mig til aö kaupa goggollu og kostaöi 35 aura. Um þetta mátti yfirmaöurinn Eirikur Finnsson ekkert vita. 01 og brennivln var selt i Asgeirs- verslun. Ég man eftir þessum fyrriparti um brennivinssöluna: Mariusardropinn dýr dauöinn endurfæddur... Magnúsar þáttur Torfasonar Einn er sá maöur mér I barns- minni fyrir gæsku sina viö okkur smáfólkiö. Hann hjálpaöi mér á marga lund. Þaö var Magnús sýslumaöur Torfason,— —1 fermingargjöf fékk ég byssu I lifsbjargarskyni. Eg var ötull viö aö skjóta fugl, —lika forboöna þegar I nauöirnar rak. I isnum á pollinum átti ég mér skjól þarsem ég geymdi fuglinn, —skarfinn efst og einan sjáanlegan. Einhver klagaöi mig i Magnús sýslumann. Þetta var frostaveturinn mikla 1918. En Magnús hliföi mér. Blessaöur segöu ekki frá þvi, -hann baö mig um aö gefa sér fugl ööru hvoru og hafa hann vel tættan og sviöinn.— —Magnús haföi veriö sýslu- maöur i Arnessýslu og lent I barn- faöernismáli: t Árnessýslu sýslumann svoddan og þvi um likt Magnús Torfason heitir hann, hvaö er aö fást um slikt. Mörg eru þjóöar minnar mein, mörg plága á iandi og sjó. Magnús þessi er aöeins ein, andstyggilegust þó. Ryögaö var Skeiöarréttarfar rosaleg næturferö. Sigvaldi seldi þar fyrir sanngjarnt okurverö. Keleri stillt og kvennafar kom lika þar viö rétt. Sveitapiltar og piurnar pukruöu þar viö iétt. Best er fyrir oss Magnús minn aö mannoröi voru aö gá. t réttir faröu ekki i annaö sinn amen og halelújá. Magnús var mikill ágætis- maöur og reyndist mér ætiö vel,— Tóm er ordin tuöran I siglingum var ég i tiu ár. Ég haföi þann ósiö aö reykja upp I 50 vindlinga á dag. Þegar ég kom I land lagöi ég þann vana af, • en fór þess i staö aö brúka munn- tóbak. -Einhvern tima þegar tóbaksleysi svarf aö heima á ís- landi þá fór Jón prestur I Djúpi á tal viö Þuriöi I Ogri: Texti: Óskar Gudmundsson Myndir: Sigurdur Ólafsson Óvæntir fundir: Marie Rollschau Einarsson, Asgeir Einarsson og greinarhöfundur. Miövikudagur 10. janúar 1979IÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Tóm er oröin tuöran min, tróöan gulls, ég unni þér. Geturöu ekki grundin fln gefiö neitt I nefiö mér? —Já, sagt er aö fátæktin hafi veriö svo óskapleg aö þaö hafi oröiö fólki búbót aö selja útlend- ingum hár sitt. Þvi söng gömul kona af Austfjöröum þetta: Þaö var hérna um áriö Þaö var fyrrum háriö, en nú sést ekkert niöur undan mér.— Og þannig hélt Asgeir lengi áfram meö spaugsyröi og trega- blandin gamanmál á vör. Á gamla kóngs- ins afmælisdegi —Til Danmerkur kom ég á gamla kóngsins afmælisdegi, 26 september 1933. Mig hefur alltaf langaö heim. En ég er oröinn of gamall.meir aö segja til aö fara þangaö i heimsókn. Og hér I Dan- mörku keyptum viö Marie hringa fyrir 17 krónur stykkiö. — Lengi vann ég viö brúargerö, —þar kom sér heldur en ekki vel aö kunna aö splæsa víra. Viö þaö var ég liö- tækur, -haföi t.d. veriö á tog- aranum Gullfossi I ein sex-sjö ár. Þá vann ég lengi I tóbaksverk- smiöju A.P. Möller. Ég hef alltaf unniö erfiöisvinnu. A sjónum var ég án þess aö kunna aö synda. Þaö var oft hörkulegt úthald á togurunum fyrir Vökulög. Lengst man ég eftir aö hafa staöiö án svefns i 54 tima.— Hvaö þekktu æsir? —Viö eigum þrjú börn. Tvö þeirra eru búsett I Þýskalandi. önnur dætra okkar býr I Bolungarvik,— og viö heimsótt- um hana fyrir 7 árum. Þaö var með öllu ógleymanleg ferö. Þau héldu okkur mikla veislu I Bolungarvik. I stað þess aö enda veisluna meö þeim heföbundna söng Fósturlandsins Freyja réöi ég aö annaö lag var sungiö. Þaö er ljóö sem byrjar svona: Hvaö þekktu æsir yndislegra en Freyju sem ást og fegurð prýddu á hverja lund Hvaö þekktu fegra friöri yngismeyju 1 fullum blóma á lifsins morgunstund... Og Asgeir söng þetta kvæöi fyrir okkur til enda af hlýrri til- finning og innlifun. Viö létum fara vel um okkur I lestarklefanum. Þaö lætur aö likum I langri lestarferö aö ýmislegt hafi oröið okkur til truflunar en um leið málhvildar. Sögulegast af þvi tagi var þegar fordrukkinn danskur miljóneri heiöraöi okkar þjóölegu samkundu. Sá góöi mann lét sig ekki muna um þaö aö setjast meö sveiflum inná bekk okkar almúgamanna og halda stundarlanga lofræöu um lita- sjónvarp og önnur hugstæö llfs- þægindi fyrir daufum eyrum okkar. Hann var á leiðinni til sumarhúsa sinna suöur i álfu og hvarf ekki af brautu okkar fyrr en hann haföi pissaö I buxurnar þar á gólfiö fyrir framan okkur i miöri rullu. Aö honum brottu gengnum hóf Asgeir spaugilega frásögn af til- urö kaþólsku kirkjunnar i Reykjavik: —Þegar kirkjan var vigö setti einhver gárunginn þetta saman: Páfinn sig allan upp þá herti útsendi frá þeim helga staö noröur hingaö eitt náöarkerti, nunnurnar eiga aö brúka þaö. Nær viöa páfans náöarstél. Nunnunum kom nú þetta vel.— Hér látum viö lokiö frásögn um og eftir Asgeiri Einarssyni, íslendingi af Arnar- dalsætt i Holsterbro. Ég biö for- láts á ranglega hermdu i skrá- setningi þessum. Þeim hjónum Marie og Asgeiri þökkum viö ógleymanlega ferö og óskum alls hins besta I Holsterbro. ög. Gisli Rúnar Jónsson I einu af fjórum gervum sinum i sýningu Alþýöu- leikhússins á „Viö borgum ekki” eftir Dario Fo. Vid bor ekki Vi borgum ekki! ’gum eftir Darío Fo Jón ViðarJónsson skrifar um leikhús Þýðendur: Ingibjörg Briem GuðrúnÆgisdóttir Róska Leikstjóri: Stefán Baldursson Leikmynd og búningar: Messiana Tómasdóttir Fáir leikritahöfundar virðast nú njóta meiri vinsælda i Vestur-Evrópu enDarioFo og meö sýningu Alþýöuleikhússins á Viö borgum ekki! Viö borgum ekki! er Fo-bylgja sú, sem gengur nú yfir viöa um lönd, komin hingaö. Aö visu hafa fáeinir eldri gamanleikja Fos veriö sýndir hér, en siðan þeir voru skrifaöir hefur hann breytt mjög um steöiu, ekki sist sem leik- húsmaöur. Hann hefur lengi verið róttadcur I þjóöfélagsskoöunum, en fram til ársins 1968 starfaði hann þó innan marka italskra kerfisleik- húsa, sem yfirvöld hafa mikil áhrif á. Ekki er aö efa aö afskipti póli- tikusa hafa gert Fo og fólki hans lifiö leitt, en liklega voru þaö þó fremur áhorfendurnir sem Fo flúöi þegar hann sagbi skilið viö kerfis- leikhúsin og stofnaöi óháöan leik- hóp I kjölfar þjóöfélagsólgu og stúdentauppreisna. Meðal þeirra sem uröu fyrir baröinu á stúdent- um voru ýmsir frægir leikhúsmenn sem stúdentar gagnrýndu fyrir aö vera róttæka i orði en gera sig þó ánægöa meðað búa til leiksýningar handa borgarastéttinni. Hér var ráöist að vanda sem flestir vinstri sinnaöir leikhúsmenn hafa orðiö að horfast i augu við en sárafáir haft hugrekki til að reyna aö leysa á viðunandi hátt. t stjórn- og þjóð- félagsmálum hljóta þeir aö eiga samleið með verkalýösstéttinni, en þvi veröur samt ekki á móti mælt aö megnið af þeim sem sækja leik- hús koma úr öðrum stéttum — og með fáeinum undantekningum er þetta eitt af megineinkennum vest- ræns leikhúss. Þetta ósamræmi milli þjóöfélagsskoöana og list- rænnar starfsemi er aö sjálfsögöu tilfinnanlegast fyrir þá sem vilja nota leikhúsiö sem tæki til aö stuöla aö þjóöfélagsbyltingu. Alþýðleg leikhúshefð Dario Fo er slikur leikhúsmaöur og starfsemi hans og leikflokks hans, La Comune, slöastliöinn ára- tug veröur aö skoöast sem tilraun til aö leysa þennan vanda. Hann hefur reynt aö eyða þeirri tor- tryggni sem löngum hefur gætt meðal vinnandi fólks gagnvart leikhúsi, sem það hefur litiö á sem leikfang yfirstéttanna, meö þvl aö beita þvi i þágu hagsmuna og stjórnmálabaráttu verkalýösins. Fo, sem er stórkostlegur skop- leikari, hefur þó gætt þess aö leik- hús hans yröi ekki aö þeim leiðin- legu halelúja-samkomum sem slik leikhús veröa gjarnan. Hann býggir mjög á alda eöa árþúsunda gamalli hefð hins alþýölega trúö- leiks, sem fór einkum fram á markaöstorgum og öðrum stöðum þar sem alþýöa manna var saman komin. Trúöar þessir eöa farand- skopleikarar haeddust aö allri af- siöun og spillingu, jafnt meöal yfirstétta sem almúga, og gátu þvi leyft sér að segja meira en flestir aðrir á timum alræöis og kirlqu- legra yfirráða. Þessahefö, þar sem gagnrýni og skemmtan mynda órofa heild, hefur Fo leitast við að endurvekja (þaö má skjóta þvi hér aö, aöannarogenn frægari arftaki hennar er Chaplin), þó aö eflaust megi I leikhúsi hans finna merki um áhrif frá fleiri geröum alþýö- legs leikhúss. Fordæmi Darios Fo Þaö er auövitaö erfitt aö meta hvort leikflokkur Fos hefur aö ein- hverju leyti náö þeim markmiöum sem hann keppir aö, án þess aö hafa kynnst starfi hans af eigin raun. En þaö skiptir einnig miklu aö hann skuli hafa sýnt mönnum aö leikhús getur veriö gagnrýnið og skemmtilegt i senn og aö ádeila þessþarf allsekki aö hafa i för meö sér listræna flatneskju, einsog oft er haldið fram. Hann hefur einnig sýnt aö þessi gagnrýni verður aldrei verulega áhrifarik nema hún sé borin fram I nafni þeirra sem sitja I salnum og endurspegli sjónarmiö þeirra og lifsbaráttu. Fo hefiir þannig ásamt flokki sinum gefiö mönnum ákveðiö fordæmi og jafnvel bent á leið út úr þeirri stöönun sem einkennir starf vest- rænna kerfisleikhúsa. í heimalandi hans hefur fjölmargt leikhúsfólk fariö aðdæmi hans ogþar mununú starfandi um 200 hópar sem starfa á svipuðum grundvelli og La Comune.Þaðer ástæöa til aðbenda á að svipaöar tilraunir voru gerðar viöaum lönd á síðasta áratug, ekki sisteftir 1968,enþessihreyfingl átt til frjálsrar leikstarfsemi viröist þó hvergi hafa boriö jafnrikulegan ávöxt og á ttaliu. Vinsældir leikritanna Þessi stefna Fos I skiptum leik- ílokksins og áhorfenda getur vita- skuld aöeinhverju leyti veriö skýr- ingin á þvi hversu viöa leikrit hans eru leikin nú. En þó er alls ekki vist aö hún sé einhlit, þess ber einnig að gæta að Fo er frábær farsahöf- undur og sú hlið hans nægir I raun- inni alveg til aö skýra hversu sólgnir menn eru I texta hans. Þaö þarf m.ö.o. ekki aö vera pólitiskt gildi þeirra, sem gerir þá vinsæla, heldur getur þaö fullt eins veriö skemmtanagildið. Auövitaö er óhugsandi aösetjaleikritáborö viö Viö borgum ekki! Viö borgum ekki! upp án þess aö hinn pólitiski boöskapur þess komi fram, en þaö er alls ekki vist aö hann hafi sömu áhrif á áhorfendurna og Dario Fo stefndi aö, þegar hann skrifaöi textann. Sú leiö sem er farin i uppfærslu skiptir auövitaö miklu máli, en þó hygg ég aö það sem ráöi úrslitum sé meö hvaöa hugarfari áhorf- endur.koma til aö njóta hennar. Fo skrifar og leikurmeð það fyrir aug- um aðskemmtaogstappa stálinu I fólk sem er að berjast fyrir ákveön- um pólitiskum og félagslegum markmiöum. Spurningin er nú sú hvort áhorfendahópur, sem er ekki á kafi f neinni slikri baráttu en unir sér viö neyslu efiiislegra verömæta og litur aöallega á list sem af- þreyingartæki, getur ekki auöveld- lega horft fram hjá pólitfeku inn- taki sýninganna og látiö þær um þaö eitt aö kitla hláturstaugarnar. Ætli menn aö meta, hversu vel hafi tekfet tíl um sýningar á leikritum Fos er þvi ekki sföur nauösynlegt aö setja áhorfendur undir smá- sjána en leiksýninguna sjálfa. Hérlendar aðstæður Og ekki ætti aö þurfa aö hafa mörg orö um þaö aö flest sækjum viö liklega leikhús I einhverjum öörum tilgangi en verkamennirnir sem La Comune snýr sér til. Leik- hús og þjóöfélagsaðstasöur eru hér svo frábrugönar þeim sem Fo og flokkur hans starfa viö aö nánast óhugsandi viröfet aö sýningar á verkum hans geti haft hér svipuð áhrif og þær hafa þar suður frá. Al- þýöuleikhúsiö finnur hér ekki neina baráttuglaöa og vel skipulagða verkalýðsstétt sem gæti e.t.v. styrkst i viðleitni sinni að breyta þjóöfélaginu meö þvi að hlæja eina kvöldstund aöfarsaDariosFo. Þaö hefur einnig sitt aö segja aö Viö borgum ekki! Viö borgum ekki! er hér innflutt vara, en eins og vænta má miðast leikritiö mjög viö italsk- ar aöstæöur. Ýmislegt sem þar er eflaust til þess fallið aö gera mönn- um heitt I hamsi verkar hér noröur frá bæöi framandlegt og meinleys- islegt. Sem dæmimá nefna gri'n um páfann og meöferöina á aðalper- sónu leiksins, Giovanni, sem er verkamaöur og stuöningsmaöur italska kommúnistaflokksins. Jafn róttækum mönnum og Fo er afar litiö gefiöum þann flokk, sem þeir telja smáborgaralegan krataflokk og kemur þessi andúö mjög fram i lýsingunni á Giovanni. Ekki verða flækjur farsans rakt- ar hér, en þar segir frá atburðum sem veröa á heimili Giovannis I kjölfar þess aö eiginkonur hans og vinir hans hafa tekiö þátt I fjölda- aögeröum húsmæöra til að mót- mæla dýrtiö og kjaraskeröingu. Þessar aögeröir áttu sér staö á Norður-ítallu áriö 1974. Hús- mæöur gripu þá til þess ráös aö greiöa kaupmönnum aöeins þaö verö sem þeim þótti sjálfum henta fyrir neysluvörur og dró þetta bragö aö sjálfsögöu á eftir sér langan slóöa. Hringa- vitleysa leiksins stafar ekki sist af þvi aö Giovanni er svo borg- aralegur i hugsun að honum finnst óhæfa aö greiöa kaupmönnum ekki uppsett verö og þurfa konurnar þvi aö fela þýfiö bæði fyrir honum og lögreglunni. Hann lendir þó i þvi ábur en yfir lýkur að fremja svipað athæfi, sér aö sér og flytur I leiks- lok innblásna ræöu yfir áhorfend- um um nauðsyn þess að koma á þjóöfélagi þar sem mannfólkiö sé raunverulega frjálst. Galsafengin sýning I sýningu Alþýöuleikhússins er þaö farsinn sem orkar á mann, hin pólitfeka ádeila leiksins er þar meira eins og krydd út á ærslin og skopiö. Þetta er ekki sagt sýning- unni til lasts, leikurum og leik- stjóra hefur hér tekist aö bua til bráðskemmtilega sýningu, sem miðaö við forsýningu þá sem ég sá fyrir jólin er i greinilegri framför. Leikur og leikstjórn eru á köflum mjög ærslafengin og talsvert lagt upp úr þvi sem á ensku nefnist gags, spaugilegum uppátækjum leikaranna sjálfra. Þó aö sum brögöin séu gamalkunn, fannst mér á heildina litiö vel á þeim hald- iö og sjaldan farið út i öfgar eöa skotið yfir markib. Eins og vera ber er leikurinn hraður og var ekki annaö aö sjá en leikarar heföu fullt vald á honum. Leiktækni sumra var reyndar alláberandiog tæplega nógu slipuð, enda flestir leikaranna tiltölulega nýútskrifaöir úr L.I., en hér kom þetta ekki svo mjög aö sök: krafturinn og gáskinn bættu þessa vankanta upp. Og einn mesti kostur sýningarinnar er sá hversu jafn leikurinn er, enda standa og falla farsasýningar meö samstillt- um leik. Kjartan Ragnarsson sem leikur Giovanni neytir t.d. aldrei þeirra yfirburöa, sem hann hefur óneitanlega yfir mótleikara sina, tíl þess að leika „einleik”, heldur tekur greinilegt tillit til annarra leikenda. Mér þykir ekki ótrúlegt að hófstillt forysta Kjartans eigi mikinn þátt i aö lyfta undir leik hinna og gæöa hann festu og ör- yggi. Meginmunurinn á túlkun hans og flestra annarra leikara virtistméfsá aö hannstilfærir per- sónuna af meiri dirfsku og beitir skemmtilega ýktu látbragöi til aö sýna aulahátt Giovannis. Farsasýningar gerast ekki betri I atvinnuleikhúsum borgarinnar nú en sýning Alþýðuleikhússins á Viö borgum ekki! Viðborgum ekki! og af henni ættu flestir aö geta haft hina bestu skemmtan. Það er aö visuheldur ósennilegt að hún komi rótí á pólitiska umræðu I landinu og þó er aldrei að vita nema einhver Alþingismaðurinn reyndi aö nota ádeilu hennar á eignarrétt og trú- arbrögö sem rök gegn þvi aö Al- ..U Framhald á bls. 14

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.