Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 2
2 Sí'ÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. ágúst 19$2 viðtalið Gallerí Skrydda Rætt við Kjartan / Olafsson leðursmið Fyrir nokkru siðan tók til starfa Galleriið Skrydda, ásamt vinnustofu á Bergstaðastræti 1, en aðstandendur þess eru Eva Vilhelmsdóttir hönnuður og Kjartan Ólafsson leðursmiður. Vinna þau úr leðri sérhannaðan fatnað og ýmsar aðrar vörur.‘ Til að forvitnast aðeins frekar um Galleriið Skryddu er viðtalið að þessu sinni við Kjartan Ólafsson leðursmið. Hvað fengust þið við áður en þið fóruð af stað með Galleriið Skryddu? „Eva lærði á sinum tima úti i Kaupmannahöfn, i „Skolen for brugskunst” og vann siðan sem hönnuður hjá Alafossi i nokkur ár. en ég var ásamt Karli Júli- ussyni með Leðursmiðjuna á Skólavörðustig 17.” ilvað ert þú menntaður? „Ég er sjálfmenntaður leður- smiður þvi það er hvergi kennt að búa til töskur og leðurvörur eins og við vorum með i Leður- smiðjunni. Eina leðurnám sem ég veit til að sé kennt hér heima er við hnakkasmiði.” livaða vörur eruö þið aðallega með? „Það má segja að meginuppi- staðan sé fatnaður og byggist það á fatahönnun Evu. Við vinn- um allt hér á staðnum og ein- göngu eftir eigin sniðum. Einu breytingarnar sem við förum út i er i sambandi við stærðir.” Iivaðan fáið þiö skinnin? „Það er ekkert sútað af leðri eða rússkinni hér heima að ég held. Það var reynt hér i eina tið á Akureyri en datt uppfyrir. Við fáum okkar skinn frá Dan- mörku, frá stórri skinnaverk- smiðju sem sér mörgum fyrir- tækjum fyrir hráefni.” Er leður mjög dýrt? „Leður er yfir höfuð mjög dýrt. Það sem við kaupum er selt i heilum húðum og mælt i ferfetum og getur verð á ferfet verið nokkuð breytilegt eftir fgæðum hverrar húðar.” Hvernig nýtast heilar húðir i vinúslu? „Það nýtast svona 60-70% af hverri húð. Það fer alltaf tölu- vert i afskurð og svo er alltaf eitthvað um smáskemmdir, göt Það er margt forvitnilegt i Skryddu. Mynd: —gel. vegna fláningar og þess hátt- ar.” Ég hcf heyrt, að þið séuð með á döfinni að vinna i ull. Hvernig miöar þeim áfanga? „Það er ekkert komið i gang ennþá. Við erum bara tvö við þetta og höfum yfirdrifið nóg að gera i leðrinu eins og er. Það er samt verið að gæla við ýmsar hugmyndir en það verður að ráðast hvenær hægt verður að koma þeim i framkvæmd.” Það kemur fram i kynningu á Galleriinu Skryddu að þið ætiið ckki að hlaupa á eftir tiskugrill- um. Er ekki leðurfatnaður tiskufatnaöur? „Jú, hann er það. Það er aðal- lega hönnunin sem við eigum við. Við reynum að halda okkur við klassiskara form i fatahönn- uninni. Það eru helst litir sem við tökum upp eftir tiskunni, t.d. i sambandi við sumar- og vetrar föt, en þó höldum við okkur lang mest við náttúruliti.” Hvernig hefur reksturinn gengið þessa tvo mánuði sem þið hafiö starfaö? „Það hefur gengið þokkalega held ég. Annars er dálitið erfitt að segja til um það ennþá, þvi þetta er svo ungt fyrirtæki. Pró- sessinn i þessu er svo hægur að það er allt öðru visi en að vera með lager og geta rutt vörunum út eftir þvi hver eftirspurnin er. Kjartan Ólafsson vinnur i skinn. Mynd: —gel En þetta lofar góðu og það er að heyra á fólki sem kemur og skoðar að þetta fái góðan hljóm- grunn.” —áþj Sér grcfur gröf. Svínharður smásál Eftir Kjartan Arnórsson Gætum tungunnar Oft heyrist: Hann tefldi á tæp- asta vað. Rétt væri: Hann lagði á tæp- asta vað. (Eða? Hann tefldi á tvær hætt- ur). Rugl dagsins: Best með Val gegn United DV á miðvikudag' Best eða berst? Hver berst með Val gegn United? Svínslegt að ala svín? Danska dýraverndunarfélag- ið hefur farið fram á það við dómsmálaráðherra Danmerkur að hann banni svokallaða „búr- grisi”. Dýraverndunarmenn álita það brot á dýraverndunar- löggjöfinni að taka mjög litla grisi frá móðurinni og loka þá inni i búrum i þröngu umhverfi. Einnig er óskað eftir að bannað verði að venja grisina frá fyrir þriggja vikna aldur. Búrgrisir eru látnir vera i myrkri og er allt að helmingur halans klipptur af til þess að þeir sjúgi ekki hver annan og biti. En það er afleiðingin af þvi stressi sem dýr i sliku umhverfi þjást af. Dýraverndunarfélagið krefst þess að bannið komi tafarlaust til framkvæmda til þess að ástandið verði ekki það sama og viðgengst hjá búrhænsnunum. Úr Dyrevennen. Hve lengi vara hjóna- böndin? Það finnast vafalaust töl- fræðilegar upplýsingar um hve iengi hjónabönd mannanna end- ast viðs vegar um heiminn, en hér ræðum við um hjónabönd fuglanna og hjá þeim eru hjóna- böndin mjög mislöng eftir teg- undum. Bókfinku-karlinn er vanur á fá sér nýja konu hvert einasta vor, en stundum lætur hann sér nægja að skipta annað hvert ár. Flestir vaðfuglar eru vanir að vera i sama hjónabandi ár eftir ár og mávar og kriur eru svo gamaldags að hjá þeim er hjónabandið ævilöng stofnun.! Svanirnir og gæsirnar hafa| gengið skrefi lengra: að, minnsta kosti höfum við, frá tömdum fuglum þessara teg- unda, dæmi um að karlfuglarnir ganga mjög nauðugir i nýtt hjónaband ef þeir eru orðnir eklar. (Úr Dýraverndaranum)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.