Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 15
 Föstudagur 6. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINðj — SIÐA 15 M Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka 1 ,. , ° , .^.3 ,,.,3 í Morgunstund barnanna: daga, eða skrifið Þjoðviljanum - fra lesendum Langar að komast í samband við íslendinga Lesendasiðan heíur íengið sent bréf frá tveimur Belgum, stúlku og strák. Þau eru að koma til íslands i sumar (15. ágúst) og ætla að vera hér i u.þ.b. mánuð. 1 bréfinu segir: „Við höfum ekki aðeins áhuga á náttúru landsins og ferðalögum um landið, heldur höfum við einnig áhuga á að kynnast og komast i samband við Islendinga. Við höfum mikinn áhuga á islenskri menningu, islenskum siðum og venjum og sérstaklega á málinu, islenskunni og okkur þætti mjög vænt um ef einhver vildi leyfa okkur að gista eins og eina nótt á meðan á þessu langa ferðalagi stendur. Við erum bæði frá Belgiu, erum bæði Flæmingjar og eigum heima i Brlissel. Við heitum Maria O (já, það er fjölskyldunafnið) og ég tala hollensku, frönsku, ensku, þýsku, norsku, dönsku, sænsku og örlitið islensku. Og Erik Debraekeleer og hann talar hollensku, frönsku, ensku, þýsku og spænsku.” Það kemur siðan fram i bréfinu að Maria haíi sér- stakan áhuga á að læra meira i islensku. Erik langar að kynna sér islenska tónlist. Þau sem kynnu að hala áhuga á að komast i samband við Erik og Mariu geta skrifað þeim til Belgiu áður en þau koma eða haft samband vð þau i Faríuglaheimilinu i Reykjavik fyrstu tvo dagana sem þau verða hér (15. og 16. ágúst) Heimilisfang þeirra úti er: Maria O and Erik Debraekeleer Georges Wittouckstraat 197 B-1600 Sint-Pieters-Leeuw BELGIUM S \ r 9eih ndP petta er þraut fyrir ykkur til að spreyta ykkur á. Þið eigið að komast frá Atil B. Þaðer erfiðara en þið hald- ið! Sigurgeir Þórðarson Barnahornid Flugmálin hafa verið mikið rædd að undan- förnu. /Etli það sé ekki í tilefni af þeim umræðum að hann Sigurgeir Þórðarson 9 ára teiknaði þessa mynd fyrir Barna- hornið? Útvarp l\W kl. 9.05 Ingólfur Jónsson frá Prest- bakka les i dag i morgunstund barnanna ævintýri úr bókinni „Töfrastafurinn” sem hann þýddi úr sænsku og kom út 1949. Ingólfur hefur áður lesið i útvarp frumsamdar fram- haldssögur, þýðingar og smá- sögur. Hann hefur einnig áður lesið úr þessari ævintýrabók laðrar sögur, en þessi saga „Krákubrúðkaupið" heiur ekki verið lesin áður. „Þetta eru létt og skemmti- Ingólfur Jónsson frá Prest- bakka. leg ævintýri” sagði Ingólfur við blaðið. „Þau eru mannleg, þau höfða mikið til skilnings og eru þroskandi. Þessi saga er um dreng sem gætir geita og hann finnur töfrastaf en kann ekki að fara með hann.” Litli barnatíminn: Hreinlæti Grcta ólalsdóttir kennari á Akureyri verður með Litla barnatimann frá Akureyri nú i ágóst og verða þættirnir á fösludögum kl. 16.20. i þættinum i dag ætlar Gréta að fjalla um hreinlæti. „Það eru allir úti að leika sér og við ætlum i þættinum að minna börnin á mikilvægi hreinlætisins, sérstaklega núna þar sem sumar er og meira um að börnin óhreink- ist. 1 þessu skyni ætlar Rann- vejg Sigurðardóttir 10 ára að lesa tvær sögur. Sú fyrri heitir „Hverá þessar hendur?” Þaö ersaga sem ég fann i Æskunni og er eítir ónalngreindan höfund. Hún fjallar i stuttu máli um strák sem átti heima i þorpi þar sem enginn þvoði sér en þegar hann kom i skól- ann þá lærði hann aö þvo sér og svo íór hann heim til sin og kenndi öllum að þvo sér þar. Hin sagan heitir „Grisinn sem vildi þvo sér” og hún er úr bók sem Vilbergur Jónsson skóla- stjóri valdi sögurnar i. Nafnið ásögunni segir mikið um hvað ‘ hún er, annars fá krakkarnir bara að heyra söguna i dag.” Að auki spilar Gréta tónlist sem tengisl efninu s.s. „Guttavisur” en Gutti mun hafa verið heldur latur við að þvo sér. #^% Útvarp %/l# kl. 16.20 Nú guða prúðir leikarar á skjáinn eldhressir eins og fyrri daginn. Prúðuleikarar Loksins eru prúðuleikar- arnir aftur komnir á skjáinn. Þessar figúrur sem hafa skemmt landsmönnum i mörg ár eru nú komnar úr sumarfri og taka til óspilltra málanna i sjónvarpinu eftir fréttir i kvöld. Eins og ævinlega eru gestir i hverjum þætti og i þessum þætti verður ung- lingastjarnan Brooke Shields gestur þáttarins. Hún hefur leikið i fjöldanum öllum af væmr.um ástarmyndum og voru tvær þeirra sýndar hér i Reykjavik i vetur. 4 % Sjónvarp 'f# kl. 20.40 Vinir vorir, Þjóðverjar Ekki fer sambúðin milli Þjóðverja og Bandaríkjanna batnandi. Reagan forseti reynir aö banna bandalags- rikjum Bandarikjanna að selja tæknihluti til Sovétrikj- anna sem nota á i mikla gas- leiðslu frá Siberiu til Evrópu. I kvöld veröur sýndur i sjón- varpinu fréttaskýringaþáttur frá bandarisku sjónvarps- stööinni CBS um tengsl Vestur-Þýskalands og Banda- rikjanna og Atlantshafs- bandalagsins og viðhorf Vestur-Þjóðverja til dvalar bandariskra hermanna i landinu. Rætt verður einnig við hermenn um dvöl þeirra i Vestur-Þýskalandi. Og að siöustu verður rætt við sjálfan Helmut Schmidt, kanslara. Sjónvarp kl. 21.15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.