Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 6. ágúst 1982 . ÞJóÐVILJINN — SIÐA II íþróttirg) íþróttir | íþróttirfj) Þorkell Ingvarsson, fyrrum formaöur Vals, brá sér niður i búnings- klefa Manchester United á Laugardalsvellinum i fyrrakvöld og heilsaði upp á leikmenn liðsins. A mynd — eik — kynnir fyrirliöi llnited, Hay Wilkins, þá Gary Bailey, Scott McGarvey og Gordon McQueen fyrir Þorkeli. Edda Bergmannvann tvöfalt í Englandi Edda Bergmann sigraði i tveimur greinum á nokkurs konar heims- leikum fatlaðra i iþröttum i Englandi fyrir skömmu. Hún sigraði i 100 m bringusundi og 400 m skriðsundi. Þá varö hún önnur i 100 m baksundi og þriðja i 100 m skriðsundi. Aðrir keppendur frá íslandi voru Reynir Kristófersson, Rúnar Björnsson og Anna Geirsdóttir og náði Rúnar 4. sæti tvivegis og Reynir i einni grein. _—VS Svanborg vann besta afrekið á Ströndum Helgina 24. og 25. júli s.l. var haldið héraðsmót H.S.S. I frjálsum iþróttum að Sævangi. Keppendur á mótinu voru um 140 frá öllum aðildarfélögum H.S.S.átta að tölu og kepptu i sex aldursflokkum. Bestu afrek mótsins unnu Svanborg Guðbjörnsdóttir, Koll, er hún kastaði spjóti 34,60 m i meyjaflokki, en það gefur 1048 stig, Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, Hörpu, er hún stökk 4,34 m i langstökki 11—12 ára, en það gefur 937 stig og Linda Gústafsdóttir, Neista, er hún varpaöi kúlu 7,94 m i telpna flokki 13—14 ára, en þaðgefur 904 stig. Stigahæsta félag á mótinu varö U.M.F. Leifur heppni með 187 stig. 1 öðru sæti varð UmM.F. Harpa með 114 1/3 stig og i þriðja sæti U.M.F. Geislinn með 98 1/2 stig. Knattspyrnan um helgina: Blikastúlkur geta tryggt sér sigur Þrír mikilvægir leikir í l.deild karla Keppni i 1. dcild islandsmótsins i knattspyrnu verður frarn haldið um helgina og þá eru þrir leikir á dagskrá. Tvcir þeirra verða kl. 14 á morgun, laugardag. ÍBÍog Valur leika á isafiröi og ÍBK-KA i Keflavik. A sunnudagskvöldið kl. 20 leika svo Fram og Akranes á Laugardals- vellinum. Hver einasti leikur i deildinni þessa dagana er úrslitaleikur svo það verður örugglega hvergi gefið eftir. 12. deild eru tveir leikir i kvöld. Þór og FH leika á Akureyri og Njarð- vik-Fylkir i Njarðvik. A morgun leika svo Skallagrimur-Þróttur N., Þróttur R.-Völsungur og Einherji-Reynir S. 1 3. deild leika Huginn-Árroðinn og Haukar-Snæfell i kvöld, Viðir-HV, Vikingur O.-Grindavik, Sindri-Magni, og HSÞ b-Austri á morgun og Selfoss-IK á mánudagskvöldið. Breiðablikgetur tryggt sér tslandsmeistaratitilinn i 1. deild kvenna i kvöld. Kl. 20 mæta stúlkurnar úr Kópavoginum KR á KR-vellinum og sigri Breiðablik er fjórði sigur liðsins i 1. deildarkeppni kvenna i röö kominn i örugga höfn. — VS Frjjálsar íþróttir um helgina; Meistammót fyrir þau yngstu a Blonduosi Talsvert verður um að vera hjá frjálsiþróttafólki á landsbyggðinni þessa helgina. A Blönduósi heldur USAH Meistaramót tslands fyrir 14 ára og yngri. Héraðsmót UMSB verður haldið i Borgarnesi, héraðsmót UMSE á Arskógsvelli i Eyjafirði og i Vik i Mýrdal fer fram unglinga- mót USVS. öll mótin, nema það siðastnefnda, standa yfir bæöi laugar- dag og sunnudag en mótið i Vik fer fram á laugardeginum. — VS 1. deild ... 1. deild ... 1. deild ... 1. deild ... 1. deild Víkingar voru yfir í heilar 87 minútur • •• — en það dugði ekki til sigurs því Sæbjörn Guðmundsson náði að jafna fyrir KR Það voru þrjár minútur eftir af leik KR og Vikings i 1. deild islandsmótsins i knattspyrnu i gærkvöldi og staðan 1:0 fyrir Víking þegar iöng sending sveif innfyrir Vikingsvörnina. Sæbjörn Guðmundsson var mættur á stað- inn og renndi knettinum i netið, 1:1, og KR tók dýrmætt stig sem virtist vera komið i örugga höfn hjá Víkingi. Vikingar höfðu haft forystu i 87 minútur þvi þeir komust yfir eftir aðeins 36 sekúndur. Heimir Karlsson lék inn i vitateiginn og skaut hörkuskoti sem þeyttist af BirgiGuðjónssyniKR-ingi i netiö. Fyrri hálfleikur var ágætlega leikinn af beggja hálfu en Viking- ar voru ágengari upp við markið. ÓmarTorfason fékk besta færiö á 37. min. en Stefán Arnarson varöi skot hans af stuttu færi. Stefán varöi enn betur frá Heimi á 56. min. þegar sá siöar- nefndi var einn með knöttinn á markateig og skömmu siðar sló hann knöttinn i horn eftir glæsi- lega „hjólhestaspyrnu Sverris Herbertssonar frá vitateig. Jöfn- unarmarkið var siðan ekki ósann- gjarnt en Vikingarnir voru þó nær sigri i þessum þokkalega leikna lei,. Stefán Halldórsson og Sverrir voru bestir hjá Vikingi en hjá KR voru Magnús Jónsson og Jósteinn Einarssynir friskastir og þá átti Sæbjörn Guömundsson ágætis kafla. —VS Þ jóðhátíöarstemmning i Eyjum! Það var þjóðhátiðarstemmning i Vestmannaeyjum þegar ÍBV og Breiðablik léku þar i gærkvöldi að viðstöddum miklum mannfjölda i blankaiogni. Ekkert mark leit dagsins ljós i fjörugum ieik og er ár og dagur siðan slikt hefur skeð i Eyjum. Blikar voru ákveðnari i byrjun en Kári Þorleifsson fékk þó fyrsta góða færið fyrir IBV á 8. min. en Guömundur markvöröur As- geirsson bjargaði vel eftir að Eyjapilturinn hafði sloppiö inn- fyrir. A 17. min. komst svo Óiafur Björnsson hjá UBK fyrir skot Jó- hanns Georgssonar á siðustu stundu og undir lok hálfleiksins átti Þórður Hallgrlmsson skot rétt framhjá Blikamarkinu eftir undirbúning Kára. Barátta og jafnræði einkenndu siöari hálfleikinn. Páll Pálmason varöi vel erfitt skot eftir „hjól- hestaspyrnu” Þorsteins Hilmars- sonar og siöan varði Páll aftur vel eftir skot Sigurðar Grétarssonar. Hinum megin varði Guömundur meistaralega skot Arnar óskars- sonar úr aukaspyrnu. Undir lokin komu svo bestu færin. Þorsteinn skaut yfir Eyjamarkið, Kári missti af knettinum á markteig Blikanna og á siðustu minútunni komst Siguröur Grétarsson inn- fyrir vörn IBV en Páli tókst að bjarga og markalaust jafntefli þvi staöreynd þó mark hafi lengi legiðiloftinu. Sveinn Sveinsson var bestur hjá IBV og þá voru Valþór og Orn góðir. Vörnin var sterkust hjá Breiðabliki meö Guðmund mark- vörð sem besta mann. Þá voru Siguröur og Þorsteinn friskir. 1 heild var leikurinn ágætlega leik- inn og góð barátta hjá báðum en færi IBV voru öllu hættulegri. —gsm Staöan i 1. deild: Vik ............12 5 6 1 20:14 16 IBV.............12 6 2 4 15:11 14 KR .............13 3 8 2 9:10 14 KA..............13 4 5 4 10:10 13 Breiöab..........14 5 3 6 14:17 13 1B1 ............13 4 4 5 18:19 12 Fram............ 12 3 5 4 12:11 11 IA ............ 12 4 3 5 12:13 11 Valur............13 4 3 6 11:12 11 IBK..............12 4 3 5 9:13 11 —VS Amór og þeir ensku í sama gæðaflokki — en það dugði KA ekki og United vann7—1 Um 3300 áhorfendur á iþrótta- vellinum á Akureyri sáu enska knattspy rnuliðið Manchester United leika iið KA styrkt með Arnóri Guðjohnsen og George Best, sundur og saman og vinna stórsigur, 7-1 i gærkvöldi. United lék á fullu allan timann og sýndi mjög góöa knattspyrnu og norð- lenskir áhorfendur voru vel með á nótunum. United skoraöi þrivegis i fyrri hálfleiknum og hélt sama striki i þeim siðari. Staðan var orðin 6-0 þegar KA l'ékk vitaspyrnu 10 minútum i'yrir leikslok. Eyjólfur Ágústsson tók spyrnuna og skoraði örugglega hjá góðum markverði United, Steve Pears. Bryan Robson innsiglaöi siöan sigur United með gullíallegu marki á lokaminútunum. Hin mörkin skoruðu Scott McGarvey 4, Lou Macari og Kevin Moran. Arnór Guðjohnsen var mjög góður i leiknum og stóð ensku at- vinnumönnunum fyllilega jafn- fætis. George Best lék aðeins fyrri hálfleikinn, meiddist litil- lega, en átti ágæta kafla. Aðal- steinn Jóhannsson markvörður stóö vel fyrir sinu þrátt fyrir mörkin sjö en aðrir voru litt áber- andi. Hjá United skiptu þeir Bryan Robson og Ray Wilkins um hlut- verk frá leiknum gegn Val i fyrrakvöld. Nú var Robson aðal skipuleggjandinn og fórst það engu siður vel en Wilkins, enda báðir afburða knattspyrnumenn. Pears var góður i markinu. Arn- old Muhren verður væntanlega oröinn góður eftir nokkra daga en Stapleton verður liklega frá i a.m.k. hálfan mánuð. United-ævintýrinu er lokið og þá er bara að biða eítir lands- leikjunum og Evrópuleikjunum i haust. — vs 1. deild kvenna... 1. deild kvenna... 1. deild kvenna... ÍA og Valur slgruðu — en Breiðablik hefur samt fimm stiga forystu Góður sigur Vals- stúlkna á KR-vellinum KR og Valur léku i 1. deild kvenna i knattspyrnu á Valsvell- inum á þriðjudagskvöldið og það voru Valsstúlkurnar sem tóku leikinn strax i sinar hendur. Þær skoruðu fyrsta mark leiksins á 10. minútu og var þar Helena önnu- dóttir að verki. Staðan i hálfleik var 1:0 Val i vil. Valur var i stöðugri sókn i sið- ari hálfleiknum og Helena skor- aði annað markiö. Ragnheiður Vikingsdóttir innsiglaöi siöan sig- ur Vals með góðu marki, 3:0. Sigur Vals var nokkuð öruggur og þær sýndu gott spil á köflum, en KR-stúlkurnar áttu engin hættuleg færi. Skagasigur gegn Víkingi IA sigraði Viking með tveimur mörkum gegn engu á Akranesi i fyrrakvöld. Leikurinn var jafn I fyrri hálfleik en i þeim siðari réðu Skagastúlkurnar ferðinni. Fyrra markið kom á 15. minútu siðari hálfleiks og var þaö Ragna Lóa sem sá um það. Katrin bætti siðan öðru viö, 2:0. Vikingsstúlkurnar áttu tvö mjög góð færi sem þeim tókst ekki að nýta. Agætur leikur og spil hjá báðum liðum ágætt á köflum. Staðan i 1. deild: Breiðabl..........7 7 0 0 27:3 14 Valur..............7 3 3 1 8:4 9 1A................7 3 2 2 10:9 8 KR ...............7 2 3 2 6:7 7 Vik...............8 0 3 5 3:12 3 FH................6 0 1 5 0:19 1 —MHM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.