Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Hitaveita hér aö, sagði Jón, að árið 1978 lét Rangárvaliahreppur gera frum- athugun á hitaveitu fyrir Hellu og leiddi hún i ljós, að hagkvæmt mundi ,,að leiða heitt vatn frá Laugalandi, ef nægilegt heitt vatn fæst án óhóflegs borkostnaðar”, eins og segir i ályktun, sem gerð var um málið. Og þegar svo var komið, að nægilegt og nógu heitt vatn var fyrir hendi þá hófust við- ræður milli fulltrúa frá Hellu, Hvolsvelli og Holtahreppi um nýtingu jarðhitans. Leiddu þær viðræður til þess að samkomulag náðist milli Holtahrepps, Rang- árvallahrepps og Hvolhrepps um kaup á hitaréttindum á Lauga- landi og stofnun Hitaveitu Rang- æinga. Hitaveitan fær umráð yfir öllu heita vatninu að frátöldu for- gangsvatni, en það eiga Lauga- landsskóli og Nefsholt. Aðilar að Hitaveitu Rangæinga eru: Holtahreppur, með 10%, Rangárvallahreppur með 45% og Hvolhreppur með 45%. Og i annarri grein laga um Hitaveit- una segir að tilgangur hennar sé, ,,að virkja jarðhita og aðra orku- gjafa til húsahitunar og annarra nota á félagssvæði Hitaveitunnar, svo og viðar, eftir þvi, sem ákveðið kann að verða.” 1200 notendur — Nú, hvað viltu vita meira? — Það er nú sitt af hverju og þá t.d. hver hafi gert áætlun fyrir ykkur um hitaveituna? — Verkfræðiþjónustu annaðist Fjarhitun h.f. nema við dreif- ingarkerfið á Hvolsvelli en það hefur verkfræðistofan Hönnun séð um. Kostnaðaráætlunin er 40 miljónir og er þá miðað við verð- lag á miðju þessu sumri og kostnað við aðveitu- og dreifi- kerfi. Markaðssvæði Hitaveit- unnar verður til að byrja með, Það er betra að búa vel um hnútana. asbesti, þýskar ættar. A leiðinni frá Laugalandi að Hellu er vidd röranna 10 tommur en frá Hellu ■ að Hvolsvelli 8 tommur. Hingað að Hellu eru þau einangruð með jarðvegi en héðan og að Hvols- velli er einangrunin eitthvað aukin. — Og hvenær er svo gert ráð fyrir að verkinu ljúki? — Að þvi er stefnt að þvi verði Mokað ofan á rörin. lokið nú um mánaöarmótin okt.-nóv. og allt útlit er fyrir að sú áætlun standist. Allir með — Eru allir þeir ákveðnir i aö notfæra sér hitaveituna, sem þess eiga kost? — Já, svo má heita a.m.k. og er að þvi stefnt, að sem flestir verði búnir að fá heita vatnið fyrir lok næsta árs. Samkvæmt frumáætl- un er gert ráð fyrir þvi að öll hús með vatnskerfi verði tengd hita- veitunni. Hin, sem hituð eru upp með þilofnum, koma siðan inn svo ört sem unnt er. — Og hvað um verðið? — Já, þaðer reiknaö með þvi aö verðið á heita vatninu jafngildi i upphafi rúmlega 60% af oliukynd- ingarkostnaði án olíustyrks vel að merkja. Það fer svo eftir þvi hve ört þilofnahúsin tengjast hitaveit- unni hvað fljótt verður unnt að lækka verðið á vatninu. — Hafiö þið i hyggju að leiða vatnið viðar en gert er ráð fyrir nú i byrjun? — Við gerum ráð fyrir þvi, já, að leiða það á þá bæi i fyrrnefnd- um sveitarfélögum, sem liggja fjær aðveitunni og raunar einnig til nágrannasveitarfélaganna eftir þvi, sem um semst og hag- kvæmt kann að þykja. Og nú var Gunnar ljósmyndari kominn frá þvi að taka myndir einhversstaðar úti i náttúrunni, dagur að kvöldi og þvi kvöddum viö Jón sveitarstjóra með þakk- læti fyrir greinargóðar upplýs- ■ ingar og skemmtilegt spall utan dagskrár. —MHG Rang Unnið er nú að þvi af mikilli atorku að leiða heitt vatn frá Laugalandi í Holtum og til kauptúnanna á Hellu og Hvolsvelli. Þegar blaðamaður og Ijós- myndari frá Þjóðviljanum áttu leið um þar eystra sl. miðvikudag, kvöddu þeir dyra hjá Jóni Þorgilssyni, sveitarstjóra á Hellu og inntu hann frétta af þessari framkvæmd. Við spurðum hann fyrst að þvi hver væri forsaga þessa máls. Sagan hófst 1946 Það má nú i raun og veru segja, að nýting jarðhitans á Laugalandi eigi sér orðið alllanga sögu, sagði Jón Þorgilsson. Allt frá árinu 1946 hefur heitt vatn verið notað þar til upphitunar, fyrst úr holu, sem við getum kallað nr. 1. og siðar, eða frá 1963, úr annarri holu, sem má þá nefna nr. 2. Við þetta sat i bili og liður nú og biður þar til árið 1977 að þriðja holan er boruð. Hún er 1308 m. djúp en reyndist gefa litið vatn. Flest þótti þó benda til þess, að þarna væri meira vatn að hafa og þvi lét Holtahreppur, sem átti vatnsréttindin, borga fjórðu hol- una sumarið 1980 og gaf hún mjög góðan árangur. Töldu sér- fræðingar Orkustofnunar að með dælingu mundi hún geta gefið 60 sekl. af 94 gr. heitu vatni. Þessi hola var fyrst 844 m. djúp en var svo, nú i sumar, dýpkuð i 1000 m. Jafnframt var holan fóðruð og minnkaði vatnið þá nokkuð en á að vera yfirdrifið samt. Hitaveita Rangæinga Nú er kannski rétt að skjóta þvi Til að sjá minnir aðveituæðin á risavaxinn orm áður en hún hefur hulist jarðvegi. Mynd: — gel. Framkyæmdum lokið í haust Rauðilækur, Lyngás, Hella, Hvolsvöllur og býli i nánd við að- veituæðina. A þessu svæði búa um 1200 manns og upphituð hús eru 405. Af þeim eru 55% með vatnskerfi og 45% með þilofn. Á fullri ferð — Og nú eruð þið komnir á fulla ferð með framkvæmd verksins, sýnist mér. — Já, við byrjuðum á þvi fyrri partinn i sumar að vinna við að- veitu- og dreifikerfið og var verkið boðið út i fernu lagi. 1 fyrsta lagi er það aðveituæðin frá Laugalandi að Hellu. Verktaki þess áfanga er Vörðufell h.f. I öðru lagi er svo aðveituæðin frá Hellu að Hvolsvelli en þar er verktakinn Jóhann Bjarnason frá Hellu. 1 þriðja lagi er dreifikerfið á Hellu en við það eru verktakar Astvaldur Gunnlaugsson og Gunnar Astvaldsson i Reykjavik og loks er svo dreifikerfið á Hvolsvelli en þar er verktaki Grétar Sveinsson i Hafnarfirði. Og að þessum verkefnum er öllum unnið nú samtimis. — Hvað er aðalæðin löng? — Hún er 23 km. Rörin eru úr Kraninn tinir aöveiturörin af bilpallinum. Myndir: —gel

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.