Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 „Álit mitt er að fjölmiðlum hætti um of til að fjalla um allskyns aukaatriði og gera þau að aðalatriðum” 1 Sjónarhorn Lena M. Rist Hugleiðing um mannlíf og fréttamennsku Þá er landsmóti hestamanna lokiö, haldiB fjórBa hvert ár, i þetta sinná Vindheimamelum i SkagafirBi. ÞangaB lá straumur hesta og hestaáhugafólks Ur öll- um landshlutum auk fjölda er- lendra áhugamanna. Hafa ber i huga aö allir þeir menn og hestar sem mættu til leiks voru búnir aö sigra á inn- anfélagsmótum og mættu sem fulltrúar úr sinni heimabyggö. Mótiö sjálft var ánægjulegt i alla staBi, gestir um 10.000. Ahorfendabrekkan var þétt- setin alla fimm mótsdagana og mjög góö „stemmning” rikj- andi. Sérstaklega vil ég nefna hvaö gaman var aö sjá unglinga i keppninni. Þeir stóöu sig frá- bærlega, eru búnir aö leggja á sig mikla vinnu og gáfu hinum eldri ekkert eftir, þó þeir væru allt niöur i 7 ára. Það voru margir ánægöir hópar stórir ogsmáir sem héldu af staö riöandi heim eftir göml- um þjóöleiöum sem liggja i all- ar áttir. Þá fimm daga er heimferö okkar tók frá Skagafiröi yfir Kjöl til sveita Suöurlands hrepptum við flestar tegundir veðurs.Föstudaginn 16. júli var ofsarok og haglél. Eftir þá upp- lifun sem fylgir þvi að feröast á hestum um hálendið i dimm- viöri þó um hásumar væri skynjar maður betur ýmsar sagnir um feröamenn frá fyrri öldum. Viö Beinhól i Kjalhrauni var rifjuðuppfrásögn um örlög Reynisstaöabræöra sem þar uröu úti. Má þar enn sjá beina- leifar hesta og sauðfjár. Ég dá- ist aö þrautseigju forfeöra okk- ar viö aö lifa og halda uppi menningu i þessu haröbýia landi þarsem lika i júli er allra veðra von. Var þetta hneyksli? Þegar heim var komið eftir stranga en ánægjulega ferö dundu spurningar yfir. En þær voru á annan veg en vænta mátti. Þær fjölluöu ekki fyrst og fremst um afrek manna og hesta, heldur „Var svakalegt fylleri?” „Var þetta algjört hneyksli?” Fyrst kom upp f huga minn svar lögreglumanns sem svar- aöi álikra spurningu frétta- manns „Ja þetta er nú ekki bindindismót”. En brátt fann ég skýringuna og er þar meö kom- in aö kjarna máls mins. Þegar dagblööunum var flett blasti viö heil opna i einu blaðanna er hét „Mannlif á mótsstaö”. Flenni- stórar myndir af drukknum unglingum var sennilega auö- seijanlegra fréttaefni heldur en myndir af öllum þeim tugum unglinga er voru þátttakendur og áhorfendur án vimugjafa og sér og sinum til sóma. Á öörum stööum var slegiö upp sem stórfrétt aö tveir af fleiri hundruö knöpum höföu Bakkus meö út á keppnisbraut sem aö sjálfsögöu er ámælis- vert. Alit mitt er aö fjölmiölum hætti um of til aö fjalla um alls- kyns aukaatriði og gera þau aö aðalatriöum. Þessi fréttamennska minnti mig illilega á þátt i sjónvarpinu siöastliöinn vetur þar sem viötöl voru viö drukkna unglinga á Hallærisplaninu. Nokkuö sem fullorðnir myndu aldrei láta bjóöa sér þ.e. að taka viöta á skemmtistööum og skella fyrir alþjdö. A meðal okkar er stærsti hluti unga fólksins önnum kaf- inn viö nám og vinnu og margir leggja auk þess á sig ómældar stundir viö heilbrigöa tóm- stundaiökun, svo sem iþróttir, aö ógleymdri hestamennsku. Olíkt notalegra fréttaefni væri, og gæti orðið öðrum aö leiöarljósi, aö sanna aö oröin „unglingur” og „vandamál” tákna ekki þaö sama og séu aö- skiljanleg. Góöir fréttamenn, hættiö aö velta ykkur upp Ur soranum. Birtiö myndir og fréttir af heilbrigöu mannlifi. Þaö þarf ekki aö leita langt, þaö er allt i kring um okkur. Reykjavik, 27. júli ’82 Lena M. Rist Niðurstöður könnunar á byggingarstarfsemi Verulegur samdráttur er í verktakastarfsemi ,,Þegar á heildina er litiö, bendir könnunin til að atvinnuástand í bygg- ingariönaði á 1. ársfjórö- ungi þessa árs hafi veriö gott, aö talsvert fleiri hafi þá verið starfandi i bygg- ingariönaði heldur en á sama tima undanfarin tvö ár", segir í niðurstöðum Byggingarkönnunar Land- sambands iðnaðarmanna, en sú könnun nær til fyrir- tækja og einstaklinga, sem stunda byggingarstarf- semi í öllum landsfjórð- ungum. Er stuðst við úrtak við könnun þessa, og það þannig valið, að það endur- spegli sem best uppbygg- ingu byggingariðnaðarins. 1 niöurstöðum könnunarinnar kemur þó fram, að þátttaka i henni hafi verið fremur dræm, en meðaltalsþátttaka allra greina byggingariönaöarins var um 14%. Náði könnunin þá alls til 7 greina: Verktakastarfsemi, húsasmiða, húsamálunar, múr- unar, pipulagna, rafvirkjunar og veggfóðrunar og dúklagna. Undanskildar eru byggingar- framkvæmdir opinberra aðila, þannig að hlutur orku- og sam- göngumannvirkja sýnist minni en ella væri, auk þess sem náðist illa til verktaka við orkufram- kvæmdir. Ástandið verst á Norður- landi Þegar athuguð var hlutfallsleg skipting þeirra verkefna, sem Fer verkefnum fækkandi vegna fjárskorts húsbyggjenda? þátttakendur fengust viö, kom i ljós, að stærstur hluti þeirra var við ibúöabyggingar, eða 27% — hins vegar fylgdu opinberar byggingar fast á eftir, 19%, og húsnæöi fyrir þjónustustarfsemi, 12%. Þó má ætla, aö þessar tölur gefi ekki kórrétta mynd af verk- efnaskiptingunni i landinu öllu vegna dræmrar þátttöku i könn- uninni. A Noröurlandi var ástandiö áberandi verst, þegar litið er til verkefna og starfsmannahalds, og virðist byggingarstarfsemi þar hafa dregist verulega saman, að þvi er könnunin gefur til kynna. Starfsmönnum i bygg- ingariðnaði hafði þar fækkaö um fjóröung, eöa 25%, en engu að siöur var um að ræða almennan verkefnaskort hjá þeim norð- lensku fyrirtækjum, sem þátt tóku i könnuninni. Iðnaðarmenn langflestir Þegar litið er á útkomu með landiö allt i huga virðist hafa orðið nokkur fækkun starfsmanna á þessum fyrsta ársfjórðungi miðað viö meöaltal alls ársins i fyrra, eöa sem nemur 5,7%. Miöað við aðeins siðasta árs- fjóröung i fyrra, er fækkunin nokkru minni eða 1.8%. Virðast einkum múrarar og húsasmiðir færri nú en áöur hefur veriö, en aftur á móti talsvert meira af pipulagningarmönnum og raf- virkjum. Þegar litiö er á hlutfallsskipt- ingu milli starfsgreinanna, er langstærstur hluti starfsmanna iðnaðarmenn, eða 60%. Næstir koma verkamenn, 20% og iðn- nemar, sem eru um 11% mann- aflans, miöað við heildarfjölda starfsmanna þeirra fyrirtækja, sem þátt tóku i könnuninni. Þessi skipting er næsta lik þeirri, sem reyndist vera samkvæmt könnun- inni fyrir siðasta ársfjórðung siðasta árs, en hafa verður i huga, að iönaðarmenn eru jafnan nokkru fleiri á vetrum en yfir sumariö, þegar verkamönnum og starfandi iönnemum fjölgar. Almennur samdráttur i verktakastarfsemi Mun færri fyrirtæki nú en áöur töldu, að verkefnum fjölgaöi frá þvi sem var á 1. ársfjóröungi 1982, og kemur þaö heim og saman viö aörar niðurstööur könnunar- innar. Viröist sem almennur samdráttur hafi oröiö i verktaka- starfseminni, litlar breytingar i húsasmiði og húsamálun, en nokkur aukning i öörum greinum. Svör þátttakenda benda einnig til þess, að starfsemin nú hafi verið ivið minni en á sama árstima i fyrra, en sú niöurstaða kemur þó ekki alveg heim og saman við tölur um fjölda starfsmanna i byggingariðnaöi sem segja starfsmenn hafa verið 500 fleiri nú en á fyrsta ársfjóröungi i fyrra. Hefur reynslan sýnt aö starfsmannaf jöldinn gefur nákvæmari mynd af ástandinu, og þvi talið liklegt, aö um nokkra aukningu hafi verið aö ræöa frá þvi sem var. Svartsýni gætir 1 könnuninni voru þátttakendur beðnir um að spá aöeins i fram- tiöina. Töldu fyrirtæki meö 45% heildarmannaflans að starfsemin á 2. ársfjórðungi yröi meiri en á næsta fjórðungi á undan, fyrir- tæki meö 49% mannaflans töldu að starfsemin yrði óbreytt, en mannaflafjöldi þeirra fyrirtækja, sem bjuggust við samdrætti var 6%. Yfirleitt hefur verið spáð aukningu frekar en hinu, þannig að samkvæmt könnunini viröist gæta nokkurar svartsýni um verkefnin i sumar, einkanlega I verktakast.arfseminni. Þá kom fram, að talsvert væri um al- mennan verkefnaskort aö ræöa, einnig i verktakastarfseminni, og voru helstu skýringar þær, að fjárskortur húsbyggjenda væri orðinn tilfinnanlegur, sem og veðurfar. —jsj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.