Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN AL^ÝÐUBANDALAGSÐ Ráðstefna um skólamál, Hallormsstað 6-8 ágúst. Markmið stefnunnar: 1) Upplýsingamiðlun til félaga um skólakerfið og stöðu skólamála. 2) Umræður: Mótun skólastarfs, tilgangur og starfshættirskóla. 3) Undirbúningur að frekara starfi að stefnumótun i skólamálum fyrir Austurlandskjördæmi. Dagskrá: Föstudagur 6. ágúst kl. 20-22.30 Framsöguerindi: 1) Einar Már Sigurðsson: Valdsvið skólastjóra, fræðslustjóra og ráðuneytis. 2) Guðmundur Þórðarson: Kennarasam- tök og kjaramál kennara og áhrif þeirra á þróun skóla. 3) Smári Geirs- son:Skipulag framhaldsskólans og tengsl hans viö grunnskólann. 4) Berit Johnsen: Sálfræðideild skóla. Laugardagur 7. ágúst: Kl. 9-12.30 Framsöguerindi: 1) Helga M. Steinsen: Starfssviö og vald- svið kennara. 2) lna Gisladóttir: Starfssvið og valdssvið nemenda. 3) Arndis Þorvaldsdóttir: Foreldrar og skóli. 4) Gerður G. óskarsdóttir Dulda námsskráin. Kl. 14-17.30: Hópumræður um efni framsöguerinda Sameiginlegur kvöldverður og kvöldvaka. Sunnudagur 8. ágúst kl. 9-12. Niöurstöður starfshópa kynntar. Umræður um frekara starf. Ráð- stefnulok. Gisting: Hótelpláss. svefnpokapláss eða tjald. Þátttaka tilkynnist til: Gerðar G. Oskarsdóttur, Neskaupstað, simi 7616/7285. Beritar Johnsen Hallormsstað, simi um Hallormsstað. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi. Alþýðubandagið á Akureyri hundur i bæjarmálaráöi verður á mánudagskvöld kl. 20.30 i Eiðs- vallagötu 18. Fundurinn er opinn öllum félögum. Sérstaklega eru þeir er starla I nefndum bæjarins fyrir Alþýðubandalagið hvattir til að mæta. Bæjarmálaráð. Inn við Hitarvatn, Foxufell nær Tjaldbrekku innst. SUMARFERÐ ♦ Alþýðubandalagsins á Norður- landi vestra 7.-8. ágúst 1982 Snæfellsnes og Hítardalur Alþýðubandalagiö á Norðurlandi vestra efnir til fjöl- skylduferðar um Hitardal og Snæfellsnes helgina 7.-8. ágúst 1982. Lagt verður af stað á laugardagsmorgni 7. ágúst. Frá Siglufirði ki. 8.00 Frá Sauðárkróki kl. 9.30 Frá Varmahlíð kl. 10.00 Frá Blönduósi kl. 11.00 Frá Hvammstanga kl. 12.00 Siöan verður ekið sem leið liggur um Laxárdalsheiði vestur I Hltar- dal. Tjaldað verður að Hítarhólmi i túnfætinum hjá Birni Hitdælakappa og siðan gengið upp á hólminn.en þaðan er gott útsýni yfir dalinn og vatnið. Að þvi búnu verður efnt til kvöldvöku við varðeld. A sunnudag veröur ekið um Snæfellsnes eftir þvi sem timi leyfir og ekið heim aftur gegnum Borgarnes. Þátttaka tilkynnist eftirtöldum, sem jafnframt veita nánari upplýsingar: Ellsabet Bjarnadóttir, Hvammstanga, sími 95-1435 Arnór Amason, Blönduósi, siiíii 95-4518 Ingibjörg Kristinsdóttir, Skagaströnd, simar 95-4790 og 95-4747 Hallveig Thorlacius, Varmahllð, simi 95-6128 Ingibjörg Hafstað, Vik, Skagafirði, simi 95-5531 Hulda Sigurbjörnsdóttir, Sauðárkróki, slmi 95-5289 Einar Albertsson, Siglufirði, simar 96-71614 og 96-71616. ÞÍUlaka er «]lum heimil. Undirbúningsncfnd. Hjúskapar- afmæli 1 dag, föstudaginn 6. ágúst eiga Aðalsteinn Jónsson, fyrrum bóndi og frú Ingibjörg Jónsdóttir, kona hanssextíu ára hjúskaparaímæli. Þau búa nú að Lagarási 12 á Eg- ilsstöðum, en bjuggu á Vað- brekku i Hraínkelsdal i hartnær hálfa öld. Tangó i Djúpi i dag og á morgun verða haldn- ir tangólónleikar i Djúpinu. Eru þar á ferðinni gamlir kunningjar tangóunnenda frá siðastliðnu hausti, þau Edda Erlendsdóttir sem leikur á pianó, Oliver Manourysem leikur á bandóneón og Richard Korn kontrabassa- leikari. Tangóinn var mjög vinsæl danstónlist i Evrópu á árunum 1930—1940 en heíur haldið áfram að þróast i Argentinu og þá frekar sem hljóðfæratónlist. Á siðustu árum hafa pólitiskir flóttamenn frá Suður-Ameriku flutt þessa tónlist með sér til Evrópu og nýt- ur hún þar vaxandi vinsælda. Trióið mun leika tangó frá ýms- um timum og er þetta tækifæri til þess að kynnast þessari suður- amerisku tónlist. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 báða dagana. LOKSINS! Nýja 33 sn. breiðskífan með Tíbrá er komin í næstu hljómplötuverslun. Ath.: Platan kostar aðeins 165 kr. Heildsala — dreifing: Dolbít sf., Akranesi. Sími 93-2735 erlendar bækur Italian Folktales Selected and Retold by Italo Calvino. Penguin Books 1982. Allt frá þvi, að þeir bræöur Grimm, tóku að safna og senda frá sér, sin ágætu söfn ævintýra, hefur þessi bókmenntaiðja verið I hávegum höfð i allflestum löndum. Um það er ekki endilega deilt, hvort þeir hafi verið braut- ryöjendur I þeirri grein, en vlst hefur nafn þeirra bræöra haldist hæst á lofti hvað varðar umfjall- anir um skrásetningu munn- mæla. A Itallu var fyrir daga þeirra, þekktur sá háttur, að endursegja munnmælasögur á ritmáli, Mun Boccacio hafa sótt mikið til ýmisskonar minna, sem iöulega er að finna i munnmælasögum. Fleiri hafa iðkað þá iðju. Italian Folktales hefur að geyma tvö hundruð þjóðsögur. Sá frægi rithöfundur, Italo Calvino, hefur safnað og endursagt þjóð- sögurnar. All ýtarlegur inn- gangur fylgir ritinu úr hlaði og i bókarlok eru birtar athugasemdir og bibliógrafia. Italian Folktales er i stóru broti, þykk, og er lýst með forn- um smámyndum. The Paris Review Intervi- ews Writers at Work 2nd Series. Ed. by George Plimpton. Penguin Books 1982. í tæp þrjátiu ár hefur einu timariti á ensku verið haldið gangandi i Parls. Það heitir Paris Review. í þvi riti birtast jafnan ritdómar, smásögur, ljóð, greinar og fleira. Hvað frægast hefur The Paris Review orðið fyrir afspyrnu góð og skemmtileg viðtöl við fólk úr bókmenntaheiminum. Hefur viðtölunum verið safnað og þau gefin út á bókum. Fyrsta bindi þessara viðtala kom út I Banda- rikjunum 1960, siðan hafa þau komið út, eitt af ööru. Penguin forlagið hefur áður gefið út fimm bindi, nýlega hefur sama forlag ráðist I að endurprenta serluna. 1 Writers at Work, 2nd series, eru viðtöl við ekki minni spámenn en Lawrence Durrell, Henry Miller, Hemingway, Huxley, Pound og Eliot, auk margra ann- arra. Þessi viðtöl eru öllu betri en sá samsetningur, sem I islenskum blöðum birtist undir fyrirsögninni Viðtal. Til sjós og lands Hinar landsþekktu Sóló eldavélar eru framleiddar í ýmsum stærð- um og gerðum, með og án mið- stöðvarkerf is. Eldið á meðan þið hitið upp húsið eða bátinn og fjölnýtið orkuna. E Ida véla verkstæði Jóhanns Fr. Kristjánssonar hf. Kleppsvegi 62. — Simi 33069 Box 996 Reykjavik Heimasimi 20073 Hlutaf járúlboð Hluthaíaíundur i Stálfélaginu h.f., haldinn i Reykjavik 29. júni si., samþykkti að hækka hlutafé félagsins i kr. 40.000.000,- Hlutabréí hljóða á nafn og upphæð þeirra verður 250,-, 500,-, 1000,-, og 5.000,-krónur. Hlutaíjárloforð eru bundin lánskjaravisi- tölu júnimánaðar 1982, 359 stigum. Áskriftarfrestur er til 31.01.’83 og loka- frestur til að greiða hluti er til31.1. ’84. Stálbræðsla á íslandi sparar 50—60 millj.kr. i erlendum gjaldeyri miðað við árlega notkun íslendinga á steypustyrkt- arstáli. Stálbræðsla nýtir innlenda orku og hráefni i formi brotajárns Uppbygging verksmiðju veitir 100—200 manns vinnu á annað ár og framtiðar- vinnu fyrir 80—100 manns. Endurskoðuð áætlun um rekstur gefur fyrirheit um góða arðsemi hlutafjár og framtiðarmöguleika i nýjum islenskum iðnaði. Um leið og við kaupum hlut i Stálfélaginu hf., styrkjum við eigin hag og framtiðar öryggi þjóðarinnar með öflun grundvallar byggingarefnis. STÁLFÉLAGIÐ HF. AUSTURSTRÆTI17 SÍMAR: 16565 og 29363. Kynnið ykkur verð og gæði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.