Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 6. águst 1982 ÞJÓÐVILJINN o Aðalfundi Sambands norræns verksmiðjufólks lokið: Atvinnuleysi og verðbólga tíðrædd Aöalfundur Sambands norræns verksmiðjufólks I var haldinn á Hótel Loftleiðum i vikunni og sátu 37 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum fundinn. Skýrsla stjórnar og reikningar voru lagðir fram og fluttar voru skýrslur frá öllum sambandsfélögunum, 14 að tölu. Fulltrúar frá hverju landi fluttu skýrslur um það sem efst er á baugi i launa- og atvinnumálum. Vakti það athygli á fundinum að fulltrúum frá Skandinaviu var tiðrætt um atvinnuleysi á meðan Islendingar lögðu meiri áherslu i á verðbólguvandamál. Fundargestir fóru i kynnisferð til Vestmannaeyja og einnig voru framkvæmdir við Svartsengi skoðaðar. I gærkvöld sátu þeir kvöld- verðarboð Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra og i morgun héldu erlendu þátttakendurnir heim á leið. — áþj llluti norrænu fulltrúanna á aðalfundinum. Mynd: Björn Pálsson. Nú gildir að standa vörð um launakjörin segir Uno Ekberg, formaður Sambands norræns verksmiðjufólks, í viðtali við Þjóðviljann í gær Norræna Verksmiðjuverkafólkssambandið (Nordiska fabrik- arbetarefederotionen) hélt aðalfund sinn hériendis i þessari viku. Til að forvitnast nánar um sambandið og starfsemi þess gekk blm. Þjóð- viljans á fund Uno Ekberg, formanns endurkjörinnar stjórnar, en liann er jafnframt formaður Sænska Verksmiðjuverkafólkssambandsins sem er stærsta aðildarfélagið að samtökunum. Við vikum talinu fyrst að sambandinu almennt og hvað hefði mark- verðast gerst á aðalfundinum. „Norræna Verksmiðjuverka- fólkssambandiö samanstendur af 14 aðildarfélögum frá Danmörku, Finnlandi, Islandi, Noregi og Svi- þjóð og er meðlimafjöldi rúm 400 þúsund og situr stjórn NV i Stokk- hólmi en aðalfundur var að þessu sinni haldinn hér i Reykjavik. Við höfum þann háttinn á að stjórnin situr i einu landi, en aðalfundir eru haldnir til skiptis á Norðurlöndunum þvi það sparar fjármuni. Starfsemi sambandsins Hluti af starfsemi sambandsins er að halda ráðstefnur um mál- efni sem snerta alla félagsmenn, ræða um kaup og kjör, vinnu- vernd, jafnréttismál, atvinnulýð- ræði og vandamál erlends verka- fólks, en verkafólk frá löndum utan Norðurlanda er oft á tiðum um helmingur starfsmanna i einstökum fyrirtækjum, t.d. i Sviþjóð og Danmörku. Einnig skipuleggur NV nám- skeið fyrir fólkið i hinum einstöku verksmiðjugreinum, þar sem starfsemin er kynnt, launamál rædd, svo og öll þau vandamál sem fyrir koma i greininni. Þetta er gert i þeim til- gangi að verkafólkið læri af starfsfélögum sinum i öðrum löndum og nýti sér siðan þá kunnáttu i sinum heimalöndum. NV tekur einnig fyrir sérstök vandamál sem snerta tvö eða fleiri aðildarlönd og reynir að leysa þau. Það er stefna okkar hjá NV að norræn fyrirtæki sitji að markaðnum á Norðurlöndum og við reynum að hamla við út- breiðslu alþjóða auðhringa. Það er tvennt ólikt að þurfa að hafa samskipti milli t.d. Osló og Reykjavikur eöa Osló og Tokyo. Helstu niðurstöður aðalfundar hér eru þær aö ákveðið var að halda ráðstefnu um iðnað og iðnaðarstefnu og ræða þar hvað NV geti gert fyrir einstakar greinar iðnaðarins, bæði i sam- bandi við rannsóknir og fjármál. Það sem við viljum gera er að stuöla að samræmdri Jþróun iðnaðar á öllum Norður- löndunum. Onnur mikilvæg ákvörðun á aöalfundinum lýtur að vandamálum við gerð kjara- samninga. Við viljum lita á gerð kjarasamninga i breiðara sam- hengi og samræma launa og kjarakröfur á öllum Norður- löndunum og halda á lofti kröfum sem tryggja fulla atvinnu.” Atvinnuleysi — Atvinnuleysi hefur oft borið á góma hjá mörgum fulltrúum á Uno Ekberg, formaður Sambands norræns verksmiðjuverkafólks. „Viljum stuðla aö samræmdri þróun iðnaðar á öllum Norður- löndum.” Mynd: —gel þessum aðalfundi. Hvcrnig er staðan i þeim málum? „Hlutfall atvinnulausra er mjög hátt i Danmörku og stóra spurningin er hvernig eigi að út- vega fólki störf. Þetta vandamál hefur verið rætt i mörgum löndum og m.a. hafa komið upp hugmyndir um að stytta vinnu- tima, láta fólk fara fyrr á eftir- laun og deila vinnunni meira, þannig að fólk vinni færri tima á viku og fái þar af leiðandi minni laun. Finnar eru með svipuð sjónarmið i þessu máli og Danir, en i Noregi, Sviþjóð og á Islandi er vilji fyrir hendi að stytta vinnuvikuna en hins vegar sætta menn sig ekki við launaskerðingu af þeim sökum. Varðandi atvinnuleysisbætur þá hefur Dönum tekist best upp i þeim efnum og siðan koma Islendingar og Norðmenn. Eitt af stóru vandamálunum i þvi sam- bandi sem þarf að finna lausn á, er að rikisstjórnir geti ábyrgst réttmætan umreikning slikra bóta vegna verðbólguskerðingar og á ég þá aðallega við Skandin- aviu.” — Hvað er til ráða i þessum mikla vanda? „Það verður að reyna að leysa þetta mikla vandamál sem at- vinnuleysið er, i stærra samhengi með samstarfi milli verkalýös- félaganna og vinstri flokkanna á Norðurlöndunum. 1 júni sl. var haldin ráðstefna i Sandefjord i Noregi um atvinnuleysismál og þar var m.a. vikið að auknu sam- starfi milli landanna til að bægja þessum vágesti frá. Þannig er sjálfsagt, að þegar vinstri flokkar eru við stjórn þá leitist þeir við að hafa áhrif á stærri lönd i þessum málum eins og t.d. England og V-Þýskaland.” Launa- og tryggingamál — Ef við berum saman laun verksmiðjuverkafólks á Norður- löndunum, hvaða land kentur þá úl með bestu launin? „Danir koma út með bestu laun fyrir hvern unninn tima, Norð- menn i ööru sæti og siðan Sviþjóð, tsland og Finnland, sem rekur lestina. Annars er mjög erfitt að setja upp svona dæmi og getur beinlinis verið rangt. Það sem þarf að athuga er hvað þú færð fyrir peningana þvi það hefur mest að segja. Þaö sem þyrfti aö gera er að reikna út hvað það tekur langan tima aö vinna fyrir, t.d. 1 kg af kjöti i viðkomandi löndum til að fá raunhæfan Arsskýrsla Landsbankans: Heildarútlán jukust um 76% Heildarútlán Landsbanka tslands jukust á árinu 1981 um 76% eða um 1.144 miljónir króna. Þetta kemur fram i nýútkominni skýrslu Landsbankans fyrir árið 1981. Mest lánsfé fór til sjávarútvegsins eða 39%. Hlutfall útlána Landsbankans miðað við aðra banka, til sjávarútvegs, hefur aukist á tiu árum úr 55% i rúm 72%. Heildarinnlán jukust um 71% á árinu. Skiptust innlánin þannig að 1.710 miljónir króna voru spariinnlán, 492 miljónir króna voru veltiinnlán og 110 miljónir króna voru á gjald- eyrisreikningum. 1 byrjun ársins 1981 var lausa- fjárstaða Landsbankans 113 miljónir króna sem jafngilti þá rúmlega 8% af heildarinnlán- um. Endurlánaö erlent lánsfé jókst um 72% á árinu. Lands- bankinn tekur lán hjá erlendum bönkum og endurlánar þau inn- lendum aðilum. Eru það aðal- lega sveitarstjórnir, sem fá Sjávarúivegur/Fisheríes 39% Landbúnaður/Agriculture ¥; 13% Iðnaður/lndustry 1 1 % Verslun/Commerce ffl 11% fHfii Opinbonr aðilar/Public institutions Hj 8% gjfcPj Einstakhngar/inaividuals ♦t 14% B' Annaó-Others <> 4% Skipting útlána þessi lán til hitaveitufram- kvæmda. Ariö 1981 námu þessi lán 1.425 miljónum króna. Hagnaður bankans var á ár- inu rúmar 25 miljónir króna en 27 miljónir áriö 1980. samanburð. Slikir útreikningar eru ekki til i dag en það stendur til hjá okkur að láta vinna slikan samanburð.” — Borgaralegar rikisstjórnir sem sitja að völdum á Norður- löndunum hafa gert harða hrið að ýmsum þáttum almannatrygg- inga. Hver er stefna ykkar i þeim málum? „Þær árásir sem maður sér á almannatryggingakerfið vekja óneitanlega ótta. Þannig eru t.d. umræður i gangi i Noregi um að láta verkafólk sjálft bera kostnað við fyrsta veikindadag og i Svi- þjóð er þegar búið að samþykkja slika ráðstöfun i þinginu og kemur hún til framkvæmda i haust. Okkar stefna er sú að það beri að standa vörð um félagslegt öryggi og það sem við getum gert i þessum málum er að lýsa yfir samstöðu okkar við þau sambönd sem verða fyrir búsifjum og styðja þau með fjárhagslegum framlögum ef kemur tii verk- fallsaðgerða.” Farandverkafólk — Nú er streymi verkafólks milli Norðurlanda töluvert. Hvcrnig standa þau mál? „Það streymi sem er i dag, er þvi miður fyrst og fremst að Finnar og Danir fara til Sviþjóðar og Noregs. A siðustu mánuðum hefur kreppt að atvinnu I Sviþjóð og þvi hafa margir Sviar einnig tekið stefnuna á Noreg. Astæðan fyrir þvi er einfaldlega sú að i Noregi er atvinna fyrir hendi eins og er og fólk getur rifið upp pening þar og það drifur fólk áfram.” — Hvernig er réttindamálum erlends verkafólks háttað, t.d. i þinu heimalandi Sviþjóð? „Erlent verkafólk sem flytur til Sviþjóðar verður aö láta skrá sig hjá yfirvöldum til að njóta þeirra réttinda sem þjóðfélagið biður upp á, t.d. varðandi atvinnu- öryggi og atvinnuleysistrygg- ingar. Hjá okkur i Sænska Verk- smiðjuverkafólkssambandinu eru um 30 þúsund innflytjendur frá 150 löndum. I Sviþjóð er löggjöf sem kveður á um að at- vinnurekendur greiði 240 tima kennslu i sænsku fyrir innflytj- endur sem eru i vinnu hjá þeim til að létta þessu fólki þann þunga róður sem það er að aðlagast sænsku samfélagi. Hins vegar þurfa innflytjendur frá Norður- löndunum ekki aö skrá sig sér- staklega, þvi hið samnorræna tryggingakerfi sem viö höfum, veitir þeim sjálfkrafa öll réttindi. Þetta eru hlutir sem við viljum standa vörð um og teljum mjög mikilvægt að verði ekki breytt, en að undanförnu hafa komiö fram raddir um að skera niður ýmis- legt i þessum málum, m.a. kennsluskylduna. j Lokaorð 1 — Að lokum. Hvernig eru horf- urnar i næstu framtíö? „Almennt er við sama vanda- málið að glima i öllum löndum, að standa vörð um launakjör og önnur kjör verkafólks og það er einungis hægt með visitölu- umreikningi og sterkri starfsemi verkalýðssamtaka. Okkar stefna er að taka fyrir einstakar greinar, ræða málin viö viðkomandi rikisstjórnir og siðan setja fram okkar kröfur við viö- eigandi aðila. -áþj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.