Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 9
8 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. ágúst 1982 Sagt frá ánægjulegum samveru- stundum á Laugarvatni ,/Ef þið hefðuð verið byrjaðir á þessari starf- semi fyrr hefðu kosning- arnar ekki tapast síðast", sagði Árni J. Jóhannsson m.a. við lok siðari vik- unnar i sumarfrii og sam- veru á vegum Alþýðu- bandalagsíns á Laugar- vatni. Síðastliðinn sunnu- dag lauk semsagt þessari tilraun með sumarbúða- starf i Héraðsskólanum á Laugarvatni og var það mál þátttakenda allra að hún hefði tekist frábær- lega vel og að framhald þyrfti á að verða. „Bless- aður notaðu bara sterkustu lýsi nga rorðin sem þú kannt um hvað þetta hafi allt saman verið gott", sagði Gunnar Konráðsson frá Akureyri. „Albesta Þrlr ættliöir frá Sauöárkróki meö Héraösskólann I baksýn. Taliö frá v. Skúli Jóhannsson, Agústa Dagmar Skúladóttir, tris Sigurjónsdóttir, Sigurjón Skúlason, Hulda Sigurbjörnsdóttir, Hulda Ingibjörg Skúladóttir og Sigurjón Þóroddsson. „Á þessu hefði átt að byrja miklu fyrr” sumarfríið til þessa", sögðu ýmsir aðrir, „og það fyrsta", sagði Stefán Jónsson frá Akureyri. Allir kostir nýttir 72 þátttakendur, flokksbundnir sem óflokksbundnir dvöldu siðari vikuna á Laugarvatni i góðu yfir- læti og við ágætan kost hjá þeim hjónum Rúnari Jökli Hjaltasyni, bryta, og Elisabetu Jensdóttur og starfsliði þeirra. A Laugarvatni er margt við að vera — göngu- ferðir, sund, gufubað og iþrótta- iðkan á góðum völlum. Og stutt á sögu-og merkistaði. Allir þessir kostir Laugarvatns voru nýttir út i ystu æsar. Og sérstaklega ber að þakka gestrisni Laugvetninga sem voru boðnir og búnir að aðstoöa komu- menn, m.a. Iþróttaskólinn sem veitti aðgang að sinni aðstöðu á staðnum. Helstu afrekin voru gönguferð upp að Trúlofunarhrislu i Stóra-Gili undir leiösögn Oskars Ólasonar kennara og Margrétar Gunnarsdóttur, og Gullkistuferð nokkurra ofurhuga. Hópurinn fór með Ólafi Ketilssyni, eða réttara sagt Kristjáni Lárussyni fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, i rútuferð um Biskupstungur i blið- skaparveðri og sagði Arnór Karlsson bóndi i Arnarholti ferðalöngum allt af létta um stað- hætti, bændur og búalið i sveit- inni. I þessari ferð var m.a. áð i Hrosshaga og skoðaður kúabú- skapur þeirra feðga Sverris Gunnarssonar og Gunnars Sverrissonar, og gengið um glæsifjós. Þá var litið við hjá for- manni Alþýðubandalagsins i upp- sveitum Arnessýslu, Eiriki Sæland, en hann rekur ásamt sonum sinum og fjölskyldum þeirra blómastöðina Espiflöt i Reykholtshverfi, þar sem nær eingöngu er ræktuð Asta Sóllilja. 1 trjágaröi Eiriks og fjölskyldu sem vaxið hefur i suðræna fegurð á rúmum þrjátiu árum áttu ferðalangar unaðsstund meðan sólin skein i heiði. Fræðandi og skemmtileg samvera Að ferðalögum og útiveru slepptri var margt við að vera. Menn létu ekki rigningu fyrri hluta vikunnar á sig fá heldur undu við félagsvist, kvöldvökur, spjall og myndasýningar. Aðal- kvöldvakan sem hófst með hátiðamat var ekki af verra tag- inu. Þar stjórnaði Steinn Stefáns- son kór sem æfður hafði verið á staðnum, barnakór söng, Kol- beinn Bjarnason lék á flautu, Arna Einarsdóttir á pianó, Magnús Björnsson fór meö eigin visur og Guðmundur Albertsson las upp úr Góða dátanum Svejk, og er þó aöeins fátt eitt nefnt. Góðir gestir og fólk úr hópnum hafði og framsögu i ýmsum málum á spjallstundunum. Hreinn Ragnarsson fræddi menn um Laugarvatn, Baldur óskarss. sagði frá Tanzaniudvöl sinni, Adda Bára Sigfúsdóttir greindi frá furðum veðurfræðinnar, Einar Karl Haraldsson ræddi um friðarhreyfingarnar, Hjörleifur Guttormsson kom og spjallaði um sósialismann fyrr og nú, Ólafur Ragnar Grimsson og Guðrún Helgadóttir dvöldu á staðnum um tima og gáfu sér tóm til þess að spjalla um pólitikina auk þess sem Guðrún átti sögustund með börnunum. Mest af þessu fór fram i stofustémningu þar sem börnin léku lausum hala og enginn amaðist við þeim. Baldur Óskarsson stýrði sumarbúðunum meö „styrkri en úsýnilegri hönd”, eins og einhver sagði, og lét sig ekki muna um aö vera ,,hljúm sveit hússins” ásamt Steini Stefánssyni. Guöjún Sigurfinnsson og Sigrlöur Karlsdúttir I léttum dansi. Gott ungum sem gömlum Það getur verið snúið fyrir barnafólk að fá hvild og hressingu út úr sumarfrii, en á Laugarvatni annaðist Þórdis Þórðardóttir barnagæslu og létti áhyggjum af umönnun barna af herðum for- eldra stund og stund. Það voru einnig margir sem höfðu orð á þvi að eldra fólk ætti á hættu að ein- angrast frá félagslegum sam- skiptum i sumarfrii, en á Laugar- vatni höfðu menn þann félags- skap sem þeir vildu og gátu þó verið út af fyrir sig, þegar sva hentaði, enda aðbúnaður allur sem á hóteli væri. Kynslóðabilið hefur liklega sjaldan verið betur brúaö en þessa viku á Laugarvatni og eins og Vernharður Linnet sagði á kveðjustund hefði mátt gera meira af þvi að fá þátttakendur til þess að segja sinar reynslusögur, þvi að i hópnum voru konur og karlar sem hert eru i eldi verka- lýðsbaráttu margra áratuga og höfðu átt við lifskjör að búa, sem fróðlegt er fyrir yngra fólk að kynnast. „Hittumst aö ári”, var svo al- gengasta kveðjan er ekiö var úr hlaði sl. sunnudag á fegursta degi sumarsins. — ekh Föstudagur 6. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Húpurinn gengur upp aö Júnasi cins og þaö er kallaö á Laugarvatni, en frá styttunni af Júnasi Júnssyni er gott útsýni yfir staöinn. Baldur óskarsson lýsir umhverfi Laugarvatns fyrir þátttakendum. Akureyringarnir I húpnum stilltu sér upp meö Gullkistu I baksýn. Taliö frá vinstri: Hjör- leifur Arnason, Stefán Stefánsson, Stella Stefánsdúttir, Einar Karl Haraldsson, Gunnar Konráösson, Hjörleifur Hafliöason, Júlianna Hindriksdúttir, Ingúlfur Ingúlfsson, Benja- min Arnar Ingúlfsson, Vala Ragna Ingúlfsdúttir og Barbel Smith. Fyrir kvöldvökuna þjálfaöi Þúrdis Þúröardúttir barnakúr sem söng bæöi „Manninn meö hattinn” og „Fram allir verkamenn” viö mikinn fögnuö. Taliö frá vinstri Vera Einars- dúttir og Steinunn Júhannesdúttir, Guöfinna Gunnarsdúttir, Sigurjún Þúr Skúlason, Hulda Ingibjörg Skúladúttir, Hjörleifur Arnason, Kjartan Freyr Ásmundsson, Ljúsbrá Baldurs- dúttir, Andrés Ingason, Axel Gissurarson, Agústa Dagmar Skúladúttir, Jakob Már As- mundsson, Guörún Helga Guömundsdúttir, Vala Ragna Ingúlfsdúttir og Þúrdls kúrstjúri. Hlýtt á Hrein Ragnarsson segja frá Laugarvatni. Frá vinstri Guöbjörg Jakobsdúttir, Guö- jún Sigurfinnsson, Helgi Már Kristjánsson, Gunnar Konráösson, Asmundur Asmundsson, Ingúlfur Ingúlfsson, Gunnar Júnsson, Sigriöur Karlsdúttir, Einar Karl Haraldsson, Sveinn Bæringsson og Stefán Stefánsson, sitjandi fremst á myndinni. Vernharöur Linnet lystræningi og jassmeistari i hrúkasamræöum viö Stein Stefánsson fyrrv. skúlastjúra og kúrstjúra á Seyöisfiröi. Hvort þaö er músikin eöa súsialisminn sem þeir eru aö ræöa veröur ekki ráöiö, en Steinn gaf túninn i öllum söng á vikunni. Gunnar Konráösson og Guörún Helgadúttir ræöa málin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.