Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.08.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. ágúst 1982 WOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. P'ramkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. h'réttastjóri: Þórunn Sigurðardóttir. Cmsjónarmaöur sunnudagsblaðs: Guðjón Friöriksson. Auglvsingastjóri: Svanhildur Bjarnadótti/-. Afgreiðslustjori: Baldur Jónasson Blaöamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Olafsson Maenús H. Gislason, Olafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttafréttaritari: Viöir Sigurðsson. Útlii og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmvndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. llandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglvsingar: llildur Hagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Gúövarðardóttir, Jóhannes Harðarson Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir. Sæunn Öladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bnstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Vöruvöndun • Á síðustu vikum höfum við oftar en einu sinni fengið að heyra fréttir af því, að meira eða minna af þeim saltfiski, sem héðan hefur verið fluttur til Portúgal hafi reynst mun lakari að gæðum en vera átti. Slíkt eru slæmar fréttir. • Á erlendum mörkuðum eigum við íslendingar víðast hvar í harðri samkeppni við f ramleiðendur frá öðrum ríkjum, og á það jafnt við um saltfiskfram ieiðslu sem f lesta aðra útf lutningsf ramleiðslu. Vegna áhrifa hinnar alþjóðlegu viðskiptakreppu hefur þessi samkeppni víða farið harðnandi að undanförnu, og þess er ekki að vænta, að við íslendingar höldum okkar hlut, hvað þá sækjum fram, nema hér sé lagt sérstakt kapp á vöruvöndun í hverri grein. • Á þetta er full ástæða til að minna, að gefnu til- efni, en því miður hef ur sums staðar á skort í þessum ef num, og víðar en við f ramleiðslu á saltf iski. • í viðtali, sem Þjóðviljinn birti í gær við Jóhann Guðmundsson, forstjóra Framleiðsluef tirlits sjávarafurða kemur fram, að einna líklegasta skýringin á þeim göllum sem fram hafa komið á ís- lenskum saitf iski í Portúgal sé sú, að honum sé skipað út áður en hann sé orðinn nægilega staðinn, en þá þolir saltfiskurinn illa flutning. Að sögn Jóhanns leggja saltf iskverkendur hins vegar mikið kapp á sem allra örastan útflutning, og þá ekki síst vegna hinna háu vaxta, sem á framleiðslunni hvíla. — Hér þarf hins vegar augljóslega, að setja við skorður og láta ekki ofurkapp einstakra fyrirtækja við að losna undan vöxtunum, ráða því hvenær verkaður saltfiskur telst boðleg útflutningsvara. Gera þarf Framleiðslueftir- litinu kleift að tryggja, að aðeins fullstaðinn salt- f iskur og gallalaus sésendur á erlendan markað. • Jóhann Guðmundsson nefnir einnig, að nýjar vinnuaðferðir við saltf iskverkun, þar sem reynt er að auka afköst og vinnuhraða, geti verið varasamar. Nýjar vinnuaðferðir eru að sjálfsögðu oft til hagræðis og þegar best lætur geta þær bætt afkomu bæði við- komandi fyrirtækis og þess fólks, sem að framleiðsl- unni starfar. En hvað sem því líður, þá verða menn ætíð að hafa í huga, að slikur ávinningur má aldrei verða á kostnað gæða framleiðslunnar. • í viðtalinu við Þjóðviljann minnir Jóhann Guðmundsson einnig á, að með reglugerðarbreytingu, sem gerð var fyrir nokkrum árum fengu saltfisk- framleiðendur heimild til að ráða sér matsmenn sjálf ir, en áður var það Framleiðslueftirlitið, sem réði því hverjir framkvæmdu saltfiskmatið. • Þegar þessi breyting var gerð voru allir aðilar sammála um, að forsenda hennar væri f jölgun yfir- matsmanna, svo gæði framleiðslunnar yrðu ekki lakar tryggð en áður. Hins vegar hefur reyndin orðið sú, að sögn Jóhanns, að ekki hef ur fengist f járveiting til að ráða f leiri yfirmatsmenn en áður, — og getur sá sparnaður orðið dýr áður en lýkur. • Þrátt f yrir það sem hér hef ur verið sagt skal hinu þó ekki gleymt, að meginhlutinn af okkar sjávaraf- urðaf ramleiðslu er í háum gæðaflokki og á það líka við um saltf iskinn. — En þótt aðeins lítið brot reynist gölluð framleiðsla, eða jafnvel svikin vara, þá getur slíkt hins vegar nægt til þess að spilla stórlega mark- aðsmöguleikum í viðkomandi grein og komið okkur þannig öllum í koll. • Hér verður því hver maður að gera skyldu sína til að tryggja vöruvöndun, og framleiðslueftirlitið að vera í lagi. : komm- i ■ m j únismans • Dettur ekki inn úr dyrun- Ium á ritstjórnarskrifstofunni gagnmerkt timarit — Vandamál kommúnismans, • mars-april heftið. Þetta Itimarit er gefið út af banda- rikjastjórn og er fjallað þar af nokkurri þekkingu um » ýmis mál kommúnistarikja Ien ekki að sama skapi af góðum hug. Og stundum rata sjónarmið úr þessu riti beina » leið i ritstjórnargreinar IMorgunblaðsins hvernig sem á þvi stendur. I Tékklisti ■ II þessu hefti af vandamál- um kommúnismans er m.a. birtur tékklisti yfir • kommúnistaflokka og frels- Iishreyfingar i heiminum. Vitnað er til ræðu Leonids I. Breshnevs á 26. flokksþing- • inu snemma á sl, ári þar sem Ihann kvað kommúnista- flokka vera starfandi i 94 löndum. Tveir kommaflokk- » ar sem Moskva viðurkennir Ieru starfandi i Sviþjóð og einn er nýstofnaður i Kampútseu. A tékklistanum • eru þessir flokkar upp taldir, • greint frá áætluðum meö- Ilimafjölda, hlutfalli, laga- legri stöðu og greint frá þvi hvort flokkarnir eru • Moskvusinnaðir, sjálfstæðir I eða einangrunarsinnaðir. \ | Einangrunar- sinnar I Sé flett upp á Alþýðu- • bandalaginu á þessum tékk- Ilista fáum við að vita að i flokknum er áætlað að séu um 2.200 félagar, að hann • hafi fengið 19.7% atkvæða i Isiðustu kosningum, og ellefu af 60 þingmönnum, að hann sé löglegur og einangrunar- • Á undanförnum árum hefur verið mjög góður hagnaður af saltf iskverkun, og til þess verður að ætl- ast að menn noti eitthvað af þeim hagnaði til þess að' tryggja öryggi hvað gæði framleiðslunnar varðar. • Þess er rétt að minnast, að á f reðf iskmarkaðnum í Bandaríkjunum seljum við okkar vörur á mun hærra verði en okkar helstu keppinautar. Þetta höfum við getað vegna þess, að í f yrsta lagi er okkar f iskur f rá- bært hráefni, og í öðru lagi hefur bærilega verið til þeirrar framleiðslu vandað, sé á heildina litið, þótt einnig þar verði stundum misbrestur á. • En hver sem framleiðslugreinin er þá gildir hið ■ sama, — harðnandi samkeppni þarf m.a. að mæta með því að tryggja enn betur vörugæðin. k. ■ sinnaöur. 1 sérstökum við- Ibótarskýringum segir að Alþýðubandalagið sé sam- steypa vinstri afla þar sem • skipulagðir kommúnistar Iséu ráðandi. Þeir hjá Vandamálum kommúnismans hafa greini- ■ lega ekki fylgst með þeim Iumræðum sem urðu hér fyrir siðustu kosningar um rétt stjórnmálahreyfinga til þess ■ að skilgreina sig sjáifar. Bót Ier i máli að höfundur listans segjast fagna öllum leiörétt- ingum, viðbótum eða breyt- • ingartillögum. klippt Refsivöndurinn haflnn á loft 1 siðasta hefti Timarits Máls og menningar ritaði Svavar Gestsson formaöur Alþýðu- bandalagsins grein þar sem hann hvetur til viðtækrar sam- stöðu gegn sókn ihaldsins. Þar telur hann m.a. upp i átta liðum hvað við taki komist ihaldið óskipt til valda i landsstjórn- inni. I áttunda lið segir: „Róttækum rithöfundum og listamönnum verður refsaö meö margvislegum hætti eins og gert var á viðreisnar- og kalda- striðsárunum.” Siðar i greininni segir m.a.: „Ég tel að frammi fyrir þeim ægilegu atburðum sem verða hér, komist ihaldið til valda, veröi einmitt skáld, rithöfundar og islenskir listamenn einnig að hjálpa til. Það er of seint að taka við sér eftir að ósköpin hafa gerst og ihaldsöflin hafa sent vigdreka sina yfir borg og byggð. Nú þurfa islenskir lista- menn að taka höndum saman viö aðra þá tslendinga sem vilja verja þann ávinning sem rót- tækir listamenn og róttæk verkalýðshreyfing fyrri ára og áratuga náði fram.” verandi meirihluti sá um aö planta sem viðast i borgar- kerfinu, er klumsa. Það rottar sig saman með endalausum simtölum um kvöld og helgar og reynir árangurslaust aö finna höggstað á borgarstjóra.” Pakkið rottar sig.það var og. Ogeitthvað af þvihefur komist i áhrifastöður hjá borg og riki. Svarthöfði leggur til atvinnuof- sóknir á hendur þvi. „Búast má við að erfitt geti reynst að hafa taumhald á sumu af þessu fólki, sem búið er að koma fyrir í valdakerfi borgarinnar. En ef þaö getur ekki sinnt þeim störf- um sem þvi ber undir nýjum meirihluta verður það að útvega sér vinnu annarsstaðar.” „Hefjum hreinsanir” Og sérstaka ástæðu telur Svarthöfði vera til að gera „hreinsun” á nafni Listahátiö- ar. Reyndar er þetta ekki i fyrsta sinn sem Svarthöfði notar aðstöðu sina til þess að niða nið- ur listafólk sem honum er i nöp við. Hann segir: „Vinstri stimpillinn verður að hverfa. Blygðunarlaust hafa Útrýmingar- herferö Davíðs Þyki einhverjum sterkt til orða tekið ætti sá hinn sami að leggja það á sig að lesa niðgrein Svarthöfða i DV i gær, fimmtu- daginn 5. þ.m. Hann ræður sér ekki af fögnuði yfir þvi hvaö Davið Oddsson gengur hart fram við að afmá öll spor vinstri meirihlutans i borginni. Borg- arstjórinn gerir þó ekki annað með hamaganginum en að stað- festa eftirminnilega aö vinstri meirihlutinn kom miklu i verk. Að minnsta kosti er sýnt að Davið endist varla árið til þess að strika út, fella niður og hætta við það sem fyrri meirihluti hafði á dagskrá. Vinstra pakkið burt t niðgrein Svarthöföa fæst óvænt innsýn i það hvers er að vænta af borgarstjórnarmeiri- hluta Sjálfstæðisflokksins og hugsanlegum itökum Geirsliðs- ins i landsstjórninni. Orðafarið kemur upp um rikjandi hugsun- arhátt á höfuðbólum ihaldsins : „Vinstra pakkið, sem fyrr- vinstri menn notað Listahátið til að skara eld að eigin köku.” Siðan koma órökstuddar dylgjur og svivirðingar um að- standendur Listahátiðar sem lýkur með þvi að þetta fólk „noti uppgerðaráhuga á '.istum til að útbreiða pólitiskan boðskap á kostnað skattgreiðenda.” Alvarleg aðvörun Menn skemmta sér stundum yfir sóðaskap á prenti, en hér er meiri alvara á ferðum en svo að hægt sé að leiða hann hjá sér. Enginn þarf að efast um að spá- sögn Svavars Gestssonar sem getið var i upphafi hefur við rök að styðjast. „Róttækum rithöfundum og listamönnum veröur refsað mcð margvislegum hætti cins og gert var á viðreisnar- og kalda- striösárunum." Það er meðal annars þetta sem Svarthöfði er aö segja þeg- ar hann lýkur niðgrein sinni með svofelldum oröum: „Nú þarf að fylgja fast eftir þeim glæsilega sigri sem vannst i sveitarstjórnarkosningunum og nýta meðbyrinn til algjörra um- skipta i landsstjórninni er kosið verður til þings.” —ekh •g skorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.