Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 1
wv w„l; |íp^' v .'• • • Mlðvi MMgm . nóvember 19Ö6 258. tölublað 51. órgangur Sauðárkróksflugvöllur Læt aldrei mitt land Kristmundur Bjarnason í Sjávarborg: Þeir vilja steypa yfir griðlandfuglanna. Efflugvöllurinn kemur skapaststórfelld flóðahœtta. „Suma dreymir um herstöðvar an rekstur í sambandi við þær. um slóðir vilja hins vegar lifa af og hernaðarmannvirki um land Menn eru þegar farnir að tala um landi sínu eins og menn og gefa allt og sjá £ hillingum margháttað- hótel á Sauðárkróki. Bændur hér lítið fyrir þessar draumfarir Afstaða mín og minnar fjöl- skyldu er alveg skýr í þessu máli. Við munum aldrei sjálfviljug láta land undir þennan flugvöll því Skógaiandið sem ætlunin er að fa- last eftir er friðlýst af Náttúru- verndarráði sem griðastaður fugla, sagði Kristmundur Bjarnason bóndi á Sjávarborg en fyrirhugaður flugvöllur við Sauðárkrók yrði í hans landi. Landið sem um er að ræða er í eigu Kristmundar og fjölskyldu hans að hálfu en mágs hans að hinu leytinu. Sá mun tilbúinn að láta land undir flugvöllinn. „Þessir herramenn hafa ekki talað við okkur formlega en við vitumveláhvaðastað þessi flug- völlur á að koma. Raunar veit ég afskaplega lítið um eðli þessa fyrirhugaða flugvallar en ég er viss um að einhver klíkuskapur vill fá þarna herflugvöll með þeim afleiðingum sem það kann að hafa. Bændur hér á þessum slóðum eru almennt ekki hrifnir af slíkum mannvirkjum,“ sagði Kristmundur ennfremur. Ekki er vitað hve mikið land fer undir flugvöllinn við Sauðár- krók ef ákvörðun verður tekin um að byggja hann en ekki er talið fráleitt að falast verði eftir 40 hekturum úr landi Sjávar- borgar. „Ef þetta steypuvirki fær að risa verður að mínu mati stór- hætta á flóðum. Héraðsvötn eiga það til að vaxa og þá er hætta á að völlurinn virki sem flóðgarður og veiti vatninu til Sauðárkróks og gæti lægri byggð þar verið í stór- felldri hættu,“ sagði Kristmundur í samtali. Sea Shephard Alþingi fordæmir verkin Þjóðin öll hlýtur að fordæma spellvirki af þessu tagi, sagði Hjörleifur Guttormsson m.a. á Alþingi í gær, þar sem fram fór utandagskrárumræða um skemmdirnar á eigum Hvals h.f. um síðustu helgi. Þingmenn sem tóku til máls fordæmdu verknaðinn, sem enn er talið að tveir liðsmenn Sea Shepard hafi framið. Umræðan fór fram að frumkvæði Gunnars G. Schram. Ólafur Þ. Þórðarson þingmað- ur Framsóknarflokksins lét að því liggja í gær að íslendingar hlytu að vera tengdir skemmdar- verkunum. Unnið er að rannsókn málsins hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, en að sögn Helga Daníelssonar eru enn sem komið er ekki aðrir grunaðir en þeir Rodney Corona- do og David Howard. „Við úti- lokum þó ekkert í þessum efn- um,“ sagði Helgi í gær. Sjá síðu 2 ”88 frjálshyggjuliðsins,“ sagði Krist- mundur í Sjávarborg að lokum. -v. Leiklist Kristur í ríki Botha A ðskilnaðarstefnan frá sjónarhóli blökkumanna og Krists í óvenjulegum gestaleik í Þjóðleik- húskjallaranum Hver yrðu viðbrögðin við endurkomu Krists í ríki aðskiln- aðarstefnunnar í S-Afríku? Þetta er meginefni gestaleiksins Woza Albert, sem frumsýndur var í Þjóðleikhúskjallaranum í gær- kvöldi. Þessi óvenjulegi gestaleikur kemur frá Café teatret í Kaup- mannahöfn, en leikararnir koma frá Fflabeinsströndinni, Dómin- íkanska lýðveldinu og Bandaríkj- unum, og leikstjórinn er breskur. Höfundar leiksins eru hins vegar suðurafrískir. Þetta er því alþjóð- leg sýning í orðsins fyllstu merk- ingu, og þeir félagar hafa verið á 3 mánaða sýningaferð um öll Norðurlöndin að undanförnu, þar sem þeir hafa fengið frábærar viðtökur. Sýning þeirra þykir fyndin og skemmtileg auk þess sem hún þykir gefa óvenjulega innsýn í hversdagslíf blökku- manna undir kynþáttaaðskilnað- arstjórn hvíta minnihlutans. Woza Albert verður sýndur aftur í kvöld og á fimmtudag. ólg Michael Simpson í hiutverki suðurafrísks verkamanns sem sýnir hin hötuðu vegabréf blökkumanna um leið og hann býður vinnuafl sitt til sölu fyrir hvítan mann á vinnumarkaðnum í Albertsstræti í Jóhannesarborg. Ljósm. E.ÓI. BSRB Skipulag eftir greinum? Tillögur um breyttskipulag BSRB fyrir aukaþingið. Skipu- lagiðfœrt í áttina að skipulagi ASI. Gert ráðfyrir starfs- greinafyrirkomulagi Innan BSRB er nú rætt um að taka upp skipulag sem að nokkru byggðist á starfsgreinum og sam- böndum starfsgreinafélaga. Á formannafundi BSRB í síðustu viku var lögð fram tillaga um þctta og verður sú tiilaga síðan tekin til afgreiðslu á aukaþingi BSRB seinna í þessum mánuði. Samkvæmt tillögunni er verið að opna fleiri möguleika á aðild að BSRB en nú eru og gert ráð fyrir meira frjálsræði og því að félögin geti myndað sambönd sem eru svo innan BSRB ekki ósvipað og er hjá ASÍ. Með þessu er verið að opna möguleika fyrir starfsgreinafyr- irkomulaginu, sem hingað til hef- ur mætt harðri andstöðu hjá ýms- um áhrifamönnum innan BSRB. Það er hinsvegar í valdi félags- manna að ákvarða hvaða aðildar- fyrirkomulag þeir vilja hafa. „Verði þessi tillaga samþykkt hefur BSRB verið fært yfir í nú- tímann,“ sagði áhrifamaður innan BSRB við Þjóðviljann. Tillögumar um skipulagsmálin og tillögur um samningsréttarmál og kjaramál hafa verið sendar fé- lögunum og eru fundir í gangi víða á landinu til að kynna þessar tillögur og heyra sjónarmið fé- lagsmanna. -Sáf Gabon Bongó vinsæll Það gledjji sjálfsagt margan þann sem nu á í prófkjörsraunum hérlendis ef þeir væru jafn vin- sælir og Omar Bongo forseti í Ga- bon í Afríku, sem var endurkjör- inn nú um helgina. Bongo var einn í kjöri, og fékk 100 prósent atkvæða í átta af nfu hémðum landsins, að sögn innanríkisráðherrans Richard Nguema Bekale. í höfuðborginni Libreville varð Bongo hinsvegar fyrir nokkru áfalli og fékk ekki nema 99,83 prósent atkvæða. Gabonmenn sem dveljast í Frakklandi, sem eittsinn réði landinu, kusu Omar Bongo að 99,13 prósentum, og hafa ein- hverjir orðið fyrir óheppilegri siðspillingu í sollinum. Forsetinn náði þarmeö kosn- ingu í þriðja sinn og hefur ríkt í landinu í 21 ár ef honum tekst að halda þetta kjörtímabil út. m/reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.