Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 4
LEHDARI Heiveik Þær hvalveiðar, sem eitt íslenskt fyrirtæki stundar, hafa að undanförnu verið mjög um- deildar bæði hér heima og erlendis. Rökin á móti hvalveiðum eru einkum tvenns konar: í fyrsta lagi náttúruverndarsjónarmið um verndun dýrategunda; sem sagt áhyggjur af því að útrýmingarhætta vofi yfir hvalastofnum. Og í öðru lagi tilfinningaleg rök, sem sé sam- úð með öllu sem lífsanda dregur, andstyggð á veiðiskap og blóðsúthellingum. Rökin með hvalveiðum eru einkum þessi: Hvalveiðar eru gróðavænlegur atvinnuvegur. Og í öðru lagi er hægt að öðlast heilmiklar vísindalegar upplýsingar um hvali með því að elta þá uppi og drepa þá. Síðan er hægt að halda rökræðunni áfram og benda á að vísindarannsóknir virðast benda til þess að hvalastofnar við ísland séu ekki í útrým- ingarhættu meðan kvótakerfi er notað við veiðarnar. Ennfremur má bæta því við, að þrátt fyrir öll þau kemísku efni, sem við látum inn fyrir okkar varir, sé undirstaða næringarinnarenn úr náttúrunni komin - og eiga þá hvalkýr að vera heilagri en aðrar kýr? Og þá má aftur segja sem svo, að þótt eitt fyrirtæki hagnist á hvalveiðum þá skaði hval- veiðarnar þjóðarbúið, því að almenningsálitið í heiminum er á móti hvalveiðum - og þar með er framtíð íslendinga sem hótelhaldara og fisksala í hættu stödd. Allt út af einu fyrirtæki. Og hvað vísindin áhrærir þá á fólk erfitt með að trúa því, að vísindarannsókirnar séu svo mikilvægar, að réttlætanlegt sé að tefla viðskiptahagsmunum íslendinga í tvísýnu vegna vísindanna. Ekki síst meðan aðrar vísindarannsóknir eiga erfitt upp á pallborðið hjá þjóðinni, jafnvel rannsóknir á hvít- um músum, sem eru mun ódýrara rannsóknar- efni heldur en hvalir. Um þetta má rökræða endalaust. En það skynsamlegasta í málinu er að sjálf- sögðu að líta á hagsmuni þjóðarinnar og hætta hvalveiðum um sinn að minnsta kosti. En þá er hins að gæta, að eins og stundum1 áður var sú hin skynsamlegasta leiðin ekki valin í þessu máli, heldur ákváðu stjórnvöld að leyfa „takmarkaðar“ hvalveiðar „í vísindaskyni". Þetta er hin íslenska stefna, þar til önnur stefna hefur verið tekin. Þess vegna hljótum við að fordæma erlenda íhlutun og afskiptasemi varðandi íslensk stefn- umál, eins og tilburði Bandaríkjastjórnar til að hafa uppi viðskiptalegar ógnanir við okkur ís- lendinga. Hvorki Bandaríkjamenn né aðrir eru þess umkomnir að halda yfir okkur siðferðispré- dikanir, jafnvel þótt hvalveiðar kunni að orka tvímælis í nútímanum. En burtséð frá öllu þessu þá hafa íslendingar ekkert það aðhafst sem réttlætt geti, að hervirki séu unnin hér á landi í skjóli nætur - skipum sökkt og verksmiðjur eyðilagðar. Skemmdarverk af þessu tagi hljóta allir menn að fordæma, því að tilgangurinn helgar ekki meðalið. Varðandi þau hervirki, sem unnin voru hér á landi aðfararnótt sl. sunnudags, og Sea Shep- hard samtökin hafa lýst á hendur sér, þá er hér um skæruhernað að ræða, og þjóðin hlýtur öll að standa gegn þeim skæruliðum, sem ábyrgð- ina bera. Þetta er skæruhernaður, því að aðgerðirnar voru þaulskipulagðar og mikið tjón unnið á skömmum tíma. Tíminn, sem valinn var til óhæfuverkanna, var eins og upp úr herfræði- legum ritum. Aðfararnótt sunnudags var valin rétt eins og þegar Japanir komu Ameríkönum í opna skjöldu og réðust á Pearl Harbour að morgni sunnudags 7. desember 1941. Það er óskandi að engir íslendingar hafi átt þátt í þessum óhæfuverkum, enda skilja flestir Islendingar, að hvalveiðar frá íslandi muni brátt heyra sögunni til - ef málin fá að þróast í frið- semd og skynsemi. Óhappamaðurinn Watson og félagar hans hafa unnið málstað hvalfriðunar mikið ógagn. En fyrir utan allt þetta mætti kannski þann lærdóm af óhappaverkunum draga, að efla þurfi eftirlit við höfnina í Reykjavík og fleiri mikil- væga staði, svo að Pétur og Páll geti ekki með einum skrúflykli sökkt varðskipa- og kaupskipa- flota landsmanna til að auglýsa málstað sinn. -Þráinn KUPPT OG SKORK) Treysta Gorbatsjof betur Menn halda áfram að leggja út af Reykjavíkurfundi leiðtoga stórveldanna og svo mun vafa- Iaust Iengi enn. Og meðal þess sem fjölmiðlar hafa úr að moða um þá hluti eru kannanir á við- brögðum almennings við mála- lokum í Höfða. Ein slík könnun var gerð í Evr- ópuríkjum Nató að beiðni US In- formation Agency. Niðurstöð- urnar voru stimplaðar sem leyndarmál en þær hafa samt sem áður lekið út. Og þær gefa til kynna furðumikið djúp á millí Bandaríkjana og Evrópumanna að því er varðar mat á friðar- og samkomulagsvilja þeirra Gorbat- sjofs og Reagans. Helsta niðurstaðan er sú, að Natóþjóðir í Evrópu treysta Gor- batsjof betur en Reagan í afvopn- unarmálum. Bæði Bretar og Vestur- Þjóðverjar hallast mjög ákveðið á þá sveif að kenna Reagau,um að ekki náðist samkomulag í Reykjavík um afvopnunarmál. 35 prósent Breta kenna Reagan um (níu prósent kenna Gorbat- sjof) og 43 prósent Vestur- Þjóðverja (á móti sex prósentum sem eru á andstæðri skoðun). Skiptingin er jafnari í Frakklandi (15 prósent og 12 prósent) - en þar eru þeir svo langflestir sem segjast blátt áfram ekki vita við hvorn er um að sakast. 33 prósent Vestur-Þjóðverja telja Gorbat- sjof trúverðugari en Reagan. Þeir sem um þessa skoðana- könnun fjalla taka það fram, að önnur svör sýni að Evrópumenn hafi alls ekki gleypt hráan sovésk- an áróður. Þeir séu til dæmis alls ekki í vafa um, að Reagan geri miklu meira fyrir mannréttindi Svo stóð óg upp frá borðinu þar sem við Gorbatsjof sátum og gekk út - og þið getið nú rétt ímyndað ykkur hvað ég varð hissa þegar ég komst að því um hvað við höfðum verið að tala... en Gorbatsjof (75 prósent gegn sex í Bretlandi, 67 gegn 5 í Frakk- landi, 67 gegn 3 í Vestur- Þýskalandi). Eða eins og dálkahöfundurinn William Buckley yngri segir um þetta: „Við erum hér ekki að fást við bjána sem ekki vita betur. Pað er skammgóður vermir að af- greiða skoðanakönnunina með því að segja að hún sé ágcett dœmi um það hve vel sovéskur áróður smýgur í fólk“. Reagan og heimamenn Meðan þessu fer fram í Evrópu komast menn svo að því, að Re- agan fer mjög létt með að fá sína landa til að skrifa upp á það, að hann hafi staðið sig eins og best verður á kosið í Reykjavík. Meira en svo - þótt yfirgnæfandi meirihluta sérfróðra manna sem taka til máls um þá gloppóttu draumsýn forsetans sem kennd er við Stjörnustríð, þá er banda- ríska þjóðin hrifin af þessari hug- mynd og skrifar upp á hana hve- nær sem forsetinn hefur notfært sér yfirburðastöðu sína í fjölmiðl- um til að fara um hana fögrum og föðurlegum orðum. Sumir útskýra þessi býsn með því, að Demókratar hafi ekki komið sér upp vaikosti í vígbún- aðarmálum, sem þeir geti fylgt eftir með sannfæringarkrafti. Aðrir segja blátt áfram að Evr- ópumenn verði að gera sér grein fyrir því að Bandaríkin séu „út- lönd“ í miklu ríkari mæli en þeir halda venjulega. Og vísa á tölur sem þessa: Eftir að Reykjavíkur- fundurinn fór út um þúfur hækk- uðu vinsæidir Reagans úr 64 prósentum í 72. 80 prósent þeirra sem spurðir eru, telja ekki að Reykjavíkurfundurinn hafi verð meiriháttar mistök, 78 prósent Bandaríkjamanna svara neitandi þegar þeir eru spurðir að því, hvort þeir telji að forsetinn hafi klúðrað einstæðu tækifæri til að semja við Rússa. Um þetta segir bandarískur fréttaskýrandi, Mary McGrory: „Bandaríska þjóðin dœmir ekki Reagan vegna þess að hann er hún. Hvað gerist þegar hann segir að Stjörnustríðið sé mikil- vœgt-þá bráðnar meirihlutaand- staðan gegn þeirri áœtlun. Skoð- anakönnun á vegum Washington Post skýrir frá því, að þótt meiri- hlutinn kjósi heldur niðurskurð vígbúnaðar en Stjörnustríð, þá snýr sá meirihluti við blaðinu um leið og foringinn segir að Stjörn- ustríðið sé númer eitt. Þetta nær út fyrir þá „blygðun “ sem menn finna til þegar þeir eru spurðir um framgöngu forsetans meðan hann sœtir gagnrýni er- lendis. Þetta vísar til þess mögu- leika, að Bandaríkjamenn telj nú að Reagan sé óskeikull eins og páfinn. Við skulum bara vona að hann fari ekki að segja löndum sínum að kjarnorkuvopn séu ekki hœttuleg. Þeir munu kinka kolli og undrast visku hans. Á meðan getur George Shulz fengið sér blund“. Frelsi og valfrelsi í sjónvarpsþætti á sunnudags- kvöld voru þeir Sigurður A. Magnússon og Hannes Hólm- steinn Gissurarson að deila um opinbera aðstoð við listalíf. Hannes var náttúrlega eins og klerkurinn þegar hann fékk að tala um syndina. Hann var á móti henni. Hann sagði m.a. á þá leið að hann vildi hugsa sér menningar- frelsið á þann hátt, að hver lands- maður, alls 240 þúsundir, eigi sinn sjóð og ákveði sjálfur hvað hann ætlar að láta úr honum í menninguna. Annað er af hinu illa. Nú er það reyndar svo, að hver og einn stýrir sinni menningar- neyslu í stórum dráttum, ákveður hvort hann kaupir bók, bíómiða, leikhúsmiða o.s.frv. Það er svo- sem ekki eins og verið sá að berja menn til bókar eða tónlistar. En það sem frjálshyggjumenn svo- kallaðir flaska einatt á í frelsis- hjali sínu er þetta hér: í litlu samfélagi sem ætlar að láta markaðinn stýra menningar- lífi sínu og hætta þeirri knöppu aðstoð sem kemur frá opinberum aðilum, getur hæglega farið svo, að af leggist með öllu ýmsar greinar menningarlífs og aðrar verði iðkaðar á mun einhæfari hátt en verið hefur. Niðurstaðan er þá sú, að hinir 240 þúsund einkasjóðir hafa úr miklu minna að velja en ella. Frelsi markaðar- ins jafngildir minna valfrelsi. Rétt eins og aukið framboð á sjónvarpsefni með Stöð 2 hefur til þessa ekki leitt til annars en að framboð á sjónvarpsefni hér á landi hefur orðið enn einhæfara en það var. þlÓÐVIUINN Málgagn só?íalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, Ossur Skarpnéoins' son. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. . . Blaðamenn: Oarðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristin Olafs- dóttir, Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, ólafur Gíslason. Sigurður A. Friðþjófsson, Valþór Hlöðversson, Vilborg Davíðsdóttir, Vföir Sigurðsson (íþróttir), Ingvi Kjartansson (Akureyri) Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. . Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen, Guðmunda Kristinsdóttir. Símvarsia: Katrín Anna Lund, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfriðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í Jausasölu: 50 kr. Helgarblöð: 55 kr. Áskriftarverð á mánuði: 500 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.