Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 9
MENNING BÓKMENNTALEGUR METNAÐUR að gefa út vandaðar þýðingar, segir Malldór Guðmundsson hjá Máli og menningu, en forlagið gefur út 4 þýdd skáldverk í þessari viku Halldór Guðmundsson útgáfustjóri með 3 af 4 bókum úr heimsbókmennta- flokki Máls og menningar. í þessari viku koma út hjá bókaforlagi Máls og menning- ar fjögur erlend skáldverk í ís- lenskri þýðingu, sem bók- menntaáhugamönnum á ís- landi ætti að vera mikili fengur í. Bækur þessar eru framhald bókaflokks úr heimsbók- menntunum, sem forlagið hefurgefið útáundanförnum árum, og eru þær eftir Fjodor Dostojevskí, Milan Kundera, Gabríel García Marquez og Leónóru Kristínu danaprins- essufrá17.öld. - Við leggjum okkar bók- menntalega metnað í þessa út- gáfu heimsbókmenntanna, sagði Halldór Guðmundsson útgáfu- stjóri hjá Máli og menningu er við ræddum við hann í vikunni. - Þótt margir lesi erlend mál hér á landi, þá þarf ekki að fjöl- yrða um mikilvægi þess að fá þessar bókmenntir á íslensku, einnig fyrir íslenskar bók- menntir. Við lítum jafnframt svo á að mikilvægt sé að metnaðar- fullar erlendar þýðingar séu með í jólabókaflóðinu og okkur finnst fara vel á því að þeir liggi hlið við hlið í góðu gjafabandi fyrir jólin þeir Alister MacLean og Fjodor Dostojevskí. Það stuðlar að því að ekki myndist sá klofningur á lesendahópnum sem er áberandi víðast erlendis. Spánný verk Hvaða bœkur eru það þá sem koma út hjá ykkur núna? Þarna eru annars vegar um að ræða 2 spánnýjar bækur eftir höf- unda sem eru í fremstu röð sam- tímarithöfunda. Það er annars vegar Óbœrilegur léttleiki tilver- unnar eftir tékkneska rithöfund- inn Milan Kundera, sem nú býr í útlegð í París. Bók þessi kom út á frönsku 1984, og er ástarsaga læknis sem missir átvinnu sína vegna greinar sem hann skrifaði um Ödipus. Sagan er jafnframt hugleiðing um sögu- og sögu- heimspeki, örlög mið-evrópskrar menningar og það, hvernig mað- urinn geti brugðist við því að vera ofurseldur lögmálum sögunnar. Sagan er þýdd af Friðriki Rafnssyni, sem stundar bók- menntanám í París og hefur með- al annars notið handleiðslu Kundera þar, sem bók- menntakennara. Þá má nefna skáldsöguna Ástin á tímum kólerunnar, en þetta er nýjasta verk nóbelsverðlauna- hafans Gabríels García Marquez, og kom hún út á frummálinu fyrir tæpu ári, þannig að þetta er með- al fyrstu þýðinga sem koma út á bókinni í Evrópu. Þýðandi er Guðbergur Bergsson. Þetta er ástarsaga, eins og bók Kundera, og fjallar um mann sem bíður elskunnar sinnar í 50 ár. Sumir segja að þetta sé saga for- eldra Marquezar, en sagan gerist á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20. í sögu þessari birtist okkur heill heimur méð ótal hliðarfrásögnum, og sagan þykir sanna það að upphefð Nó- belsverðlaunanna þurfi ekki að verða mönnum að aldurtila sem rithöfundum. ...og gömul Þá er að nefna Harmaminn- ingu Leónóru Kristínar í Blá- turni, sem við getum vel kallað kvennabókina í ár. Þetta einstaka bókmenntaverk er sjálfsævisaga danskrar konungsdóttur frá 17. öld, sem sat fangelsuð í Bláturni í dönsku konungshöllinni í 22 ár. Bókinni fylgir ítarlegur sögulegur inngangur Björns Th. Björns- sonar, sem jafnframt hefur þýtt bókina og búið til prentunar og valið í hana um 40 myndir frá tím- um Leónóru, sem fengnar eru úr dönskum söfnum. Þessi frásögn, sem talin er til sígildra rita danskra bókmennta, þykir ein- stök lýsing á sálarstyrk prinses- sunnar, samtímamönnum hennar og umhverfi. Handrit bókarinnar á sér líka dularfulla sögu, því það fannst ekki fyrr en á seinni hluta 19. aldar og var bókin fyrst gefin út 1869. Að lokum er svo að geta Fávit- ans eftir Fjodor Dostojevskí, sem Ingibjörg Haraldsdóttir hefur þýtt úr rússnesku. Þegar við gáf- um út Glæp og refsingu hér um árið voru margir svartsýnir á að hægt væri að gefa út svo risavaxn- ar bækur, sem væru yfir 100 ára gamlar, á íslensku. Það hefur hins vegar sýnt sig að þessi svartsýni átti ekki við rök að styðjast, því Glæpur og refsing er nú nær uppseld. Fávitinn er eitt af meistaraverkum heimsbók- menntanna og er skrifuð í 4 hlutum. Hér koma fyrstu 2 hlut- arnir út í einu bindi, en síðara bindið mun koma út að ári. Mikið ógert Það má segja að aðgangur okk- ar íslendinga að heimsbók- menntunum sé nokkuð takmark- aður miðað við aðrar þjóðir vegna smæðar tungumálsins. Hverju breytir það fyrir útgefend- ur? Það breytir því fyrst og fremst að það blasir við hafsjór af bók- menntum sem eftir er að þýða á íslensku. Það er nánast sama hvar við grípum niður, og ótalmargir stórhöfundar hafa aldrei verið þýddir eða kynntir hér á landi. Mál og menning verður 50 ára á næsta ári. Það hefur frá upphafi verið einn megintilgangur for- lagsins að kynna heimsbók- menntirnar á íslensku, og fyrsta bókin sem forlagið gaf út var ein- mitt Móðirin eftir Maxím Gorkí. Okkur virðist áhuginn á er- lendum bókmenntum fara vax- andi, og hann birtist meðal ann- ars í aukinni sölu á erlendum kilj- um hér í bókabúðinni. Það er ekki síst þess vegna sem við erum óhræddir við að gefa úr erlendar bókmenntir í íslenskri þýðingu, því það hefur líka sýnt sig að bækur hafa Iíka selst vel í ís- lenskri þýðingu ef þær hafa verið vel kynntar hér á erlendu máli. Þetta á ekki síst við ef þýðingarn- ar eru vandaðar, eins og sýndi sig með Nafn rósarinnar á sínum tíma. Sú aukna gróska sem verið hefur í útgáfu íslenskra þýðinga á heimsbókmenntunum undanfar- in ár sýnir okkur líka hversu mikilvægu hlutverki þýðingar- sjóðurinn gegnir, og hún ætti að opna augu þingmanna fyrir mikil- vægi þess að efla hann sem mest. Við getum sagt að sérstaða okkar gagnvart þýðingu heimsbók- menntanna á íslensku valdi því að bókmenntafélag eins og Mál og menning hlýtur að líta á það sem eitt helsta markmið sitt að sinna slíkum þýðingum. NV VAXIAKIÖR IKIKti ÁKI ....__. frált.nóv. 1986 fNNLÁN Sparisjóðsbækur ........................... 8,50% 8,50% Spariveltureikningar ......................10,00% 10,00% Sparireikningar með 3 mánaða uppsögn ............................10,00% 10,25% Sparireikningar með 6 mánaða uppsögn ............................11,00% 11,30% Hávaxtareikningur: Fyrstu 2 mán................................ 8,50% 8,50% Eftir 2 mán................................ 9,50% 9,50% Eftir 3 mán................................10,50% 10,50% Eftir 4 mán.............................. 11,50% 11,50% Eftir 5 mán................................12,50% 12,50% Eftir 6 mán................................14.00% 14,00% Eftir 12 mán................................15,00% 15,00% Eftir 18 mán................................15,50% 15,50% Eftir 24 mán................................16,00% 16,00% eða verðtryggður með vöxtum miðað við kjör 3 og 6 mánaða verðtryggðra reikninga hjá bankanum. Verðtryggðir sparireikningar: 3 mánaða binding ........................1,00% 6 mánaða binding ....................... 3,00% 18 mánaða binding ....................... 7,50% Fastirvextir 24 mánaða binding ....................... 8,00% Fastirvextir Húsnæðisvelta ............................ 4,00% Tékkareikningar ........................... 7,00% Nafnvextir Ársávöxtun Innlendir gjaldeyrisreikningar innst. í Bandaríkjadollurum ............. 6,50% innst. f sterlingspundum ................10,00% innst. í vestur-þýskum mörkum ........... 3,50% innst. í dönskum krónum ................. 7,50% ÚTLÁN Vixlar (forvextir) ............................16,00% Viðskiptavfxlar ............................. Tékkareikningar yfirdráttur................... 17,00% Skuldabréfalán (óverðtryggð) ................. 16,50% Verðtryggð lán................................. 6,50% Viðskiptaskuldabréf ......................... Afurðalán I krónum ............................16,00% dráttarvextir 2.25% pr. mán.................. 27,00% x) Sérstakar verðbætur.................... 8,50% xx) Grunnvextir ........................... 9,00% xxx) Grunnvextir ........................... 9,00% xxx) Skuldbreytingar vanskila vaxtaálag .............................. 2.00% xxxx) Miðað við kaupgengi Betri kjör bjóðast varla (xxxx) ( XX ) ( xxx) (xxxx) pr. ár ársvextir ársvextir ársvextir SAMVINNUBANKI ISLANDS HF.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.