Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 2
“SPURÍIINGIN™ Hvað fyndist þér um jafnaðar- stjórn á næsta kjörtímabili sem byggðist á samstarfi Al- þýðubandalags, Kvennalista og Alþýðuflokks? Hanna Bergsdóttir, hús- móðir: Ja, því ekki það? Ég held að það sé kominn tími til að breyta til. Guðmundur Jóhannesson, eftirlaunamaður: Veistu, að ég er alveg heiðblátt íhald! Engu að síður þá tel ég að nýtt stjórnarsamstarf mætti kom- ast á. Tekjum þjóðarinnar hefur á seinni tímum verið mjög misskipt. Hermann Ólason, verka- maður: Mér líst betur á slíkt stjórnar- samstarf en núverandi stjórn ef vera kynni að það myndi bæta kjör verkalýðsins. Annars held ég að nýsköpunarstjórn gæti verið alveg eins líkleg til að gera það. Áslaug Jónsdóttir, verka- kona: Ég vil bara hafa þetta eins og það er. Maríus Blomsterberg, kjötiðnaðarmaður: Því ekki það? Það gæti orðið mjög áhugaverð stjórn. Ástandið fer versnandi og ég held að við þurfum að prófa eitthvað nýtt. FRÉTHR Paul Watson með hvalbáta í baksýn. Það eina sem Rannsóknarlögreglan hefur til grundvallar enn sem komið er eru orð þessa manns fyrir því að Coronado og Howard hafi sökkt bát jnum. Mynd E.ÓI Skemmdarverk Litlar líkur á framsali Helgi Daníelsson: Útilokum ekki aðild íslendinga. Howard og Coronado einir grunaðir. Steingrímur Hermannsson: Reynum að ná til mannanna Hér er unnið sleitulaust að rannsókn þessara skemmdar- verka og við könnum alla mögu- leika. En sem stendur höfum við enga aðra grunaða en Coronado og Howard, sagði Helgi Daníels- son rannsóknarlögreglumaður í samtali við Þjóðviljann í gær. „Við erum opnir fyrir öllum möguleikum og getum alls ekki útilokað að íslendingar hafi átt hlutdeild í skemmdarverkun- um,“ sagði Helgi. „Við höfum ekkert nema orð Watsons fyrir því að þessir tveir menn hafi gert þetta og það er spurning hvort treystandi er á þau. En grunur hefur ekki beinst að neinum öðr- um.l> Fjöldi manns hefur verið yfir- heyrður vegna málsins. Þar á meðal er Magnús Skarphéðins- son, félagi í Sea Shephard. Hann var tekinn til yfirheyrslu í fyrri- nótt, en sleppt að því loknu. Helgi sagði í gær að ekki þyrftu að vera tengsl milli skemmdar- verkanna í Reykjavíkurhöfn og í Hvalfirði. Þess má geta að margir telja líklegt að íslendingar hafi unnið skemmdirnar í hvalstöð- inni. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að allt yrði gert til þess að hafa hendur í hári Howards og Coronado, en ljóst er að það verður ýmsum erfið- leikum háð. Sú regla hefur gilt í þessum efnum að ríki framselji ekki sína eigin þegna og verður að telja líklegt að sú regla verði í heiðri höfð nú. Unnið er að því að kanna möguleika á að ná til mannanna. Ríkisstjórnin fékk í gærmorg- un skýrslu um atburðina um helg- ina. Steingrímur sagðist eftir að hafa lesið skýrsluna ekki geta á- fellst lögreglu fyrir viðbrögð hennar við skemmdarverkunum. Aðspurður um hvort yfirvöld væru viðbúin slíkum atburðum nú sagði Steingrímur: „Við erum aldrei nógu vel viðbúnir, en þetta kennir okkur lexíu.“ -gg Selfosshúsið Vísað á dómstóla Félagsmálaráðherra úrskurðar ekki um lögmœti bœjarstjórasamningsins Félagsmálaráðherra hefur í raun vísað þessu máli frá sér og það er í sjálfu sér furðulegt, sagði Þorvarður Hjaltason bæjarfull- trúi á Selfossi þegar Þjóðviljinn leitaði álits hans á úrskurði Alex- anders Stefánssonar félagsmála- ráðherra um lögmæti samnings við fyrrverandi bæjarstjóra á Sel- fossi. Fyrrverandi meirihluti Fram- Kynningarkvöld Til Indlands Indlandsvinafélagið efnir til kynningarkvölds um ferðalög til Indlands á Hótel Esju í kvöld kl. 20.30. Sigurður A. Magnússon rithöf- undur mun fjalla um ferðalög á Indlandi. Sendiherra Indlands á íslandi, R.K. Anand, mun flytja erindi um menningu Indverja og hvernig ferðamenn geta best kynnst henni. Síðan verða sýndar tvær stuttar kvikmyndir. sóknar og Sjálfstæðisflokks skuldbatt Selfossbæ til þess á sín- um tíma til að kaupa hús Stefáns Ó. Jónssonar bæjarstjóra með fullri verðtryggingu og að greiða kaupverðið allt á einu ári. Málið var aldrei borið undir bæjarstjórn og nýr meirihluti er staðráðinn í að hlýta ekki samningum. Alexander telur þetta mál vera þess eðlis að það verði að fara fyrir almenna dómstóla vilji menn fá úrskurð um lögmæti samningsins. Hann segir jafn- framt að það hafi verið aðfinnslu- vert að bera samninginn ekki undir bæjarstjórn. Alexander sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að hann teldi öruggt að Stefán Jónsson næði sínu fram í þessu máli, en komi til þess verða greiddar um 4.5 milj- ónir fyrir húsið, sem er talið um 3 miljón króna virði. -gg Heimdallur Sakharof á Landa- kotstún Heimdallur, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík hefur óskað eftir leyfi til þess að reisa sovéska andófsmanninum Sak- harof minnisvarða á Landakot- stúni, gegnt bústað sovéska sendi- herrans á íslandi. Beiðni Heimdellinga var tekin fyrir á fundi borgarráðs í gær, en þar sem borgin hefur ekkert um- boð til þess að úthluta þessari landspildu fóru ungliðarnir bón- leiðir til búðar. Þeir verða þá að leita hófanna annars staðar eða finna minnis- merki sínum annan stað. - gg ■2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.