Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 5
KONUR OG KJARASAMNINGARNIR Um síðustu helgi stóð Framkvæmda- nefnd um launamál kvenna fyrir ráðstefnu þar sem fjallað var um konur í komandi Sókn kjarasamningum. Á ráðstefnuna voru mættar konur úr ASÍ, BSRB, BHM og SÍB til þess að kynna fyrir hver annarri þær kröfur sem rætt hefur verið um að setja á oddinn í samtökum þeirra í komandi samningum og til þess að vega og meta í Lægstu launin út Það verður að vera algjört skil- yrði að lægstu laununum sé lyft. Lægstu laun Sóknarkvenna eru aðeins 20 þúsund krónur á mán- uði og það er lágmark að þau fari á.m.k. uppí 30 þúsund sé miðað við nauðsynjar heimilanna en ekki þessa vísitölu sem þeir eru nýbúnir að búa til, sagði Margrét Björnsdóttir ræstingarkona á Landsspítalanum og félagi í Sókn. „Ég efa það ekki að Sóknar- BSRB Fjöldauppsagnir neyðarúrræði Okkar krafa miðar að því að auka kaupmáttinn og tryggja að hann haldist, sagði Guðrún Árn- adóttir framkvæmdastjóri BSRB um þær áherslur sem bandalagið mun setja á oddinn. „Aðalmarkmiðið hlýtur að vera að ná mannsæmandi launum. Það er mannréttindamál að geta hafnað yfirvinnu og skortur á mannréttindum að þurfa að þiggja hana“. Setjið þið einhverjar kröfur á oddinn sem tengjast jafnréttismálum sér- staklega? „Á þinginu hjá okkur 1985 gerðum við samþykkt um jafn- réttismál sem er enn í fullu gildi. Það verður sjálfsagt dustað rykið af henni í komandi samningum. Þar er sett á oddinn að hætt verði að greiða konum önnur laun en körlum fyrir sömu störf í skjóli ólíkra starfsheita og að störf kvenna verði endurmetin“. Hneigist þú að gerð skammtímasamninga eða samn- inga til lengri tíma? „Hjá okkur hefur verið talað um að semja til eins árs. Við vilj- um fá almennilega samninga og höfum hreinlega ekki efni á að Guðrún Árnadóttir bíða.“ Nokkur af ykkar félögum hafa gripið til fjöldauppsagna. Er það vænleg leið til árangurs? „Það er ekki hægt að neita því að sú leið hefur borið einhvern árangur. En hún er algjört neyð- arúrræði. Þegar fólk er komið upp að vegg er gripið til þessarar lausnar". Hvaða gildi finnst þér ráð- stefna sem þessi hafa? „Það er mjög mikilvægt að fá innsýn í kjör kvenna úr öðrum stéttafélögum og leggja línurnar sameiginlega fyrir framtíðina". -K.ÓI. MR. Jafnréttismál á oddinn í komandi samningum munum við leggja mjög mikla áherslu á að launamisrétti kynjanna verði leiðrétt, sagði Guðrún Hansdótt- ir bankafulltrúi um áherslurnar hjá SÍB. „Það Hefur tvisvar verið gerð launakönnun meðal banka- manna sem sýnir það að launa- munurinn á milli karla og kvenna er á bilinu 12-14% þegar að frá hafa verið dregnir þættir eins og starfsaldur og menntun. Þetta er því launamunur sem skrifast alfa- rið á reikning kynferðis og það misrétti viljum við fá leiðrétt. Við munum leggja fram ýmsar aðrar kröfur hvað jafnréttismál varðar. T.d. geri ég ráð að við leggjum fram kröfuna um að komið verði á fót stöðuveitinga- nefnd með fulltrúa starfsfólks og starfsmannastjóra þannig að hægt verði að fylgjast með ráðn- ingu fólks. Þá munum við fara fram á það að konur, sem stunda nám í bankamannaskólanum, eða sem eru á námskeiðum í tengslum við bankana, fái að undirbúa sig í vinnunni. í síðustu samningum fórum við reyndar fram á það að konur fengju hærri laun en karlar, krafa sem flokkast undir svokallaða jákvæða mis- munun, en það var nú kannski meira til að reyna í þeim þol- rifin“. sameiningu þessar kröfur. Blaðamaður Þjóðviljans ræddi við 4 fulltrúa á ráðstefn- unni og spurði þær m.a. hvaða kröfuryrðu settar á oddinn í þeirra verkalýðsfélögum. Skjúkraþjálfar Hæiri laun og það strax! Margrét Björnsdóttir: Ég efa það ekki að Sóknarkonur eru tilbúnar til þess að fara í verkfall ef launakrafan nær ekki öðruvísi fram að ganga konur verða tilbúnar til þess að reyna að ná þessari kröfu fram með verkfalli ef hún nær ekki öðru vísi fram að ganga. Krafan um afnám lægstu launanna verð- ur þannig okkar helsta krafa og gengur fyrir öllu öðru, en þar að auki eru ýmis réttindamál sem við vildum gjarnan fá í gegn. Það er verið að ásaka konur fyrir að sækja í störf sem eru illa launuð. Öll störf eiga auðvitað að vera vel launuð og fólk á að geta valið að vera í því starfi sem það kýs“. Kysir þú að félag þitt semdi til skemmri tíma eða þar til fram yfir kosningar, eða vilt þú lengri samninga? Lengri samninga. Við höfum ekki eftir neinu að bíða. Hvaða gildi finnst þér ráð- stefna sem þessi hafa? „Það er mjög gott að geta kom- ið saman og kynnst sjónarmiðum hver annarrar. En það er auðvit- að líka nauðsynlegt að kynnast sjónarmiðum karlanna. Þegar ég tala um að afnema lægstu launin þá á það jafnt við um laun karla sem kvenna. Allir sem fá laun eftir umsömdum töxtum, eru með of lág laun og geta ekki lifað á dagvinnunni einni sarnan". -K.Ól. Kröfurnar í BHMR verða mjög svipaðar og þær voru síðast, þ.e. við krefjumst hækkunar á grunn- launum til samræmis við hinn ai- menna vinnumarkað, sagði Guð- rún Sigurjónsdóttir sjúkraþjálfi um helstu kröfu BHMR í næstu samningum. „Byrjunarlaun eftir 4 ára há- skólanám eru hjá mörgum af okkar félögum um 32-45 þúsund krónur á mánuði. Við munum leggja áherslu á að þessir taxtar verði afnumdir og svo verður auðvitað kröfunni um breyttan samningsrétt og verkfallsrétt haldið á lofti en nú standa yfir sameiginlegar viðræður BSRB, BK og BHMR við ríkisvaldið um þessi mál. En það er ljóst að við ætlum ekki að fara í kjaradóm aftur með launamál okkar. Þá er alveg eins gott að leyfa þeim að ráða hvað þeir ætla að borga okk- ur án þess að standa í því. Það kemur í sama stað niður“. Fjöldauppsagnir. Heldurþú að það sé vænleg leið til árangurs? „Reynslan á næstu mánuðum mun leiða það í ljós“. Þið munið ekki setja á oddinn afnám launamisréttis kynjanna eins og gert var í miðstjórnarsam- þykkt ASÍ um komandi samn- inga? „Að tala við peningavaldið um launamisrétti kynjanna er eins og að tala við vindinn. Samkvæmt þeim eru forsendurnar til þess að Að tala um launamisrétti kynjanna við peningavaldið er eins og að tala við vindinn. Ljósm.: Sig. tala um þessi mál engar. Við vit- uð þó að í þeim starfstéttum þar sem karlmenn eru í meirihluta eru greiddir tímar fyrir óunna yfirvinnu mun meiri en í starf- stéttum þar sem konur eru fjöl- mennari. í hinum svokölluðu kvennastéttum er alls ekki um slíkar yfirborganir að ræða“. Finnst þér ástæða til þess að gerðir verði skammtímasamning- ar sem gilda fram yfir kosningar, en ekki lengur? „Mér finnst alveg ástæðulaust að bíða eftir stjórnarskiptum. Ég vil bara fá hærri laun og það sem allra fyrst". -K.ÓI. Guðrún Hansdóttlr Hafið þið verið að ræða ein- hverja lágmarkslaunakröfu? „Við erum satt að segja mjög lítið farin að móta launaliðinn sjálfan og því get ekki farið með neinar tölur á þessu stigi máls- ins“. Finnst þér ráðstefna sem þessi gagnleg? „Já mjög svo. Það er mikilvægt að við kynnumst kjörum hver annarrar og vitum hvað við eigum sameiginlegt. Ég held t.d. að ráðstefnan í vor þar sem fjall- að var um réttindamál kvenna hafi verið mjög gagnleg mörgum konum. Það er hvatning fyrir þær konur sem skemur hafa náð f rétt- indamálum að heyra það að önnur félög hafa náð lengra“. Alhliða hjólbarðaþjónusta Nýir og sólaðir hjólbarðar af öllum stærðum og gerðum á góðu verði Töluvstýrðjafnvægisstilling Bæjarþjónusta Við mætum á staðinn þértil aðstoðar, ef springur hringdu í síma 688220 Útkallsþjónusta á kvöldin og um helgar í síma 688220 Geymsludekkjaþjónusta Sækjum - sendum Greiðslukortaþjónusta-póstkröfuþjónustasamdægurs Lipur og góð þjónusta - vanir menn Gúmmfkarlamír hf. Borgartúni 26-s 688220 Mi&vlkudagur 12. nóvember 1980 ÞJÓÐVlLjlNN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.