Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 8
MENNING Söngur og eldglæringar Jerry Lee Lewis hélt ferna tón- leika á Broadway um síðustu helgi. Undirritaður sá hann á föstudagskvöldið, og vill hér með þakka „The Killer“ sjálfum og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóginn fyrir stórkostlega skemmtun. Hinsvegar þykist ég vita að það sem gaf að sjá og heyra þarna í Mjóddinni kom flatt upp á ýmsa. Jerry Lee treður ekki upp á sam- kunduhúsum til að gefa fólki kost á að upplifa eina kvöldstund þá gömlu góðu daga; brosa gegnum tárin meðan ljúfsárir straumar minninganna hríslast gegnum hugann. Flestir áttu kannski skiljanlega von á slíku: Það er alltaf verið að draga upp gamla skemmtikrafta, menn sem voru í sviðsljósinu fyrir langalöngu eru drifnir uppá svið í gömlu tvi- stbuxunum, þriflegir kjötkaup- menn og vörpulegir lögreglu- varðstjórar kasta máttarstólp- agrímunni eina kvöldstund til að þykjast sleppa fram af sér beis- linu. „Manstu gamla daga...“ Rokkárin? Bítlaárin? Hernáms- árin? The roaring twenties? Svo eru pantaðir að utan rykfallnir safngripir skemmtanalífsins sem ferðast um með þrautskipulagðar sýningar í anda velmektarár- anna: Fats Domino flytur Blu- berrie Hill á nákvæmlega sama hátt og fyrir þrjátíu árum. Hann hefur bara ekkert látið á sjá kall- inn! Dave Brubeck spilar að sjálfsögðu Take Five, enda er mættur fullur salur til að heyra hann taka nákvæmlega það lag. Samt taka allir þátt í blekking- unni; það þarf að klappa hann sérstaklega upp til að spila Take Five. Bill heitinn Haley hélt áfram í aldarfjórðung eftir að hann hætti að láta sig dreyma um að gera nokkuð nýtt að ferðast um með gamla Cometbandið og spila Rock Around the Clock. Bill sjálfur með lokkinn fræga límdan á ennið, hljómsveitin í gömlu rauðköflóttu jökkunum og salurínn æpti einsog fyrrum þegar bassistinn lagðist oná kont- rabassann. „Gee, it’s just like back in the fifties!" Jerry Lee og félagar hans voru ekki í neinum hljómsveitarbún- ingum um helgina. Hann var ekk- ert að þykjast vera „gamli góði Jerry,“ hann er ekki sá sami og tróð upp tvítugur fyrir þrjátíu árum, ekki sá sami og fyrir tíu árum, ekki sá sami og í gær; hann er ekki með neitt samanvalið endurminningaprógramm eða fasta röð laganna. Hann spilar lögin fríhendis á píanóið og jafn- Jerry Lee Lewis pumpar píanóið framt spilar hann á salinn, það veltur á stemmningunni meðal áheyrenda og stuðinu á kallinum sjálfum hvað viðkomandi lag verður langt, hversu hratt það er flutt og hvað skuli tekið í fram- haldi af því. Maður getur ímynd- að sér að það sé erfitt fyrir undir- leikarana að fylgja honum eftir, vera nákvæmlega inná því hvað hann ætlar að gera næst. Hann byrjaði tónleikana á föstudags- kvöldið á því að gera nokkuð sem hann sagðist aldrei hafa gert áður: Hann stóð upp, hristi spað- ann á bassaleikaranum og bað hann afsökunar á að hafa rekið hann útaf sviðinu kvöldið áður. Sá góði bassaleikari, Bob Norm- an, er þó enginn fúskari á sínu sviði, hann lék undir hjá Elvis heitnum í mörg ár, en einsog mörgum er kunnugt var Elvis í þeim verðflokki að menn urðu að kunna sitt fag til að komast í hljómsveitina hjá honum. Það er ekki hægt að álasa gömlum rokkurum fyrir að gefast upp á að vera alltaf í fremstu víg- línu, þvælast um í löngum erfið- um tónleikaferðum með ólifnaði, drykkjuskap, vökum og einmana hótelherbergjum; gefast upp á að hljóðrita nýjar plötur og æfa upp ný lög, heldur setjast bara í helg- an stein og dusta kannski af sér rykið öðru hvoru til að gefa sýnis- horn af gömlu töktunum. Fæstir halda líf rokkarans út nema í nokkur ár, ár sem taka toll af heilsunni og þróttinum. Meira að segja Bítlarnir gáfust upp á enda- lausum tónleikaþvælingnum eftir stuttan tíma. Jerry Lee hefur ver- ið óstöðvandi í þrjá áratugi. Ferill hans hefur verið slíkur að hefði hann nokkurntíma leyft sér að slaka á er viðbúið að hann hefði þurrkast út af korti dægurtónlist- arinnar. Svo hefur hann líka djöful að draga; hann er svo trú- aður að hann er sannfærður um að þeir sem spili rokkmúsík selji sál sína Myrkrahöfðingjanum. Þannig að það er engin leið til baka, það er sama hvernig ver- öldin leikur rokkarann, það er ekki til neins að gefast upp. Hans bíður engin fyrirgefning. Hann verður að berjast áfram án þess að slaka á. Og þrír villtir áratugir setja mark sitt á manninn. Hann kom óstöðugur inná svíðiö, augun voru tekin, andlitið strekkt og líkamsburðurinn bar meira en hálfri öld vitni. Hann settist við píanóið og ávarpaði gestina, hálf drafandi og röddin óskýr. En um leið og hann byrjaði að spila og syngja komst hann í þennan djöfulmagnaða ham. Röddin orðin eldri og lífsreyndari, en krafturinn óbilandi. Og sama hversu hratt hendurnar geystust yfir hljómborðið: Aldrei heyrðist fölsk nóta. Hann renndi sér í gegnum 18 lög, rokkið í fyrirrúmi og ekkert hlé. Svo hvarf hann af sviðinu umkringdur stæðilegum harðjöxlum sem maður hafði á tilfinningunni að væru fremur til að styðja hann en verja. Þessir tónleikar á föstudagsk- völdið voru hverrar krónu virði, og Björgvin Halldórsson og fé- lagar hans eiga þökk skilda fyrir að hafa fengið þennan stórbrotna mann hingað til lands í fyrsta og líklegasta síðasta sinn. Þeir hjá Broadway hafa fundið upp for- múlu sem gerir þeim kleift að fá listamenn eins og þessa gömlu stóqneistara sem þeir hafa verið að ná í, hingað til landsins. Hinu er ekki að neita að maður hafði það ekki á tilfinningunni að Jerry Lee væri á heimavelli á þessum dragfína stað með öllum puntuðu matargestunum sem höfðu keypt sig inn fyrir 3200 krónur. Manni flaug í hug að margir gestanna væru þarna komnir af þeirri einu ástæðu að þeir höfðu efni á því. Fæstir þeirra hefðu komið ef mið- inn hefði kostað 500 kall og tón- leikarnir verið haldnir í Austur- bæjarbíói. Þangað hefðu hins- vegar margir komið sem betur skilja rokkmússík og það sem Jerry Lee hefur uppá að bjóða. En þarna er við smæð samfélags- ins að sakast en ekki þá sem komu því í kring að þessi lifandi goðsögn tyllti rokkskónum þetta skreipa sker. Og söm er þeirra gjörðin. Einar Kárason Andrés Indriðason: Með stjörnur í augum. Mál og mennlng 1986. Andrés Indriðason er þegar kunnur barna- og unglingabók- ahöfundur. Þessi nýja bók hans fjallar um unglinga í mennta- skóla, strák og stelpu sem byrja að vera saman, ástarsamband þeirra. Stelpan sem er 17 ára og heitir Sif segir frá. Öll sagan er því sögð frá sjónarhorni hennar og kynnist lesandi best daglegu lífí hennar, fjölskyldu og um- hverfí og um leið hugsunum hennar og tilfinningum. Höfundur lætur það móta mál- far sögunnar að verið er að lýsa lífi unglinga. Alls kyns orð og orðatiltæki sem flokkast undir slangur koma einkum fram í sam- tölum unglinganna en einnig í Með stiömur í augum PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar aö ráða: Bréfbera til starfa í Reykjavík. Um er að ræða hálfsdagsstörf frá kl. 8.00 til 12.00. Nánari uppiýsingar verða veittar á skrifstofu póststofunnar Ármúia 25 og öllum póstútibúun- um. Tilkynning til sölu- skattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir októbermánuð er 15. nóvember. Ber þá að skila skattinum til inn- heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið 10. nóvember 1986. frásögn stúlkunnar. Þetta gefur sögunni auðvitað raunsæislegan blæ og undirstrikar að hér eru unglingar á ferð. Þó jaðrar við að mörg þessara orða séu ofnotuð svo að þau verða hvimleið og stíl- linn hálfflatneskjulegur á köflum. Sif lýsir t.d. tilfinningum sínum til Amars oft með þessum orðum: „Hann var sætur! Æðis- lega sætur!“ eða „Hann var bilað- ur! Yndislega bilaður!“ Engu að- síður er sagan ágætlega sögð og nokkuð skemmtileg aflestrar. Framan af er bókin fremur hversdagsleg lýsing á ástarsam- badi krakka í menntaskóla, þótt sagan sé svo sem nógu viðburðar- ík: bíóferð, „meiriháttar partý,“ busavígsla í M.R. svo nokkuð sér nefnt. Þegar líður á söguna verð- ur hún meira spennandi og átak- ameiri. Samband þeirra breytist og óvíst hvort þau halda áfram að vera saman eða ekki. í ljós kemur að þau eiga von á barni og verða auðvitað að taka afstöðu til þess; afstöðu sem varðar framtíðina og h'f þeirra allt. Helsta viðfangsefni sögunnar er reynsla unglinga af ást og kyn- lífi og í sögunni verður lesandinn margs vísari um þau mál, t.d. um tíðahring kvenna, hvernig maður útvegar sér pilluna, hvar þungun- arpróf eru gerð o.s.frv. Hér er auðvitað ekki um þurrar upplýs- ingar að ræða, heldur fjallað um þetta í eðlilegu samhengi, í tengslum við tilfinningar og reynslu lifandi fólks. Þetta er saga um fyrstu kynlífs- reynslu ungrar stúlku. Þessari reynslu hennar, sem er langt frá því að vera ánægjuleg, lýsir höf- undur á sannfærandi hátt. Það sem helst orkar tvímælis er hvað það tekur Sif langan tíma að sjá í gegnum piltinn. Því má auðvitað svara til að „ást er fædd og alin blind,“ en það skiptir líka máli að hún virðist ekki þekkja neinn strák sem eitthvað er varið í. Það er ýmislegt í fari Arnars sem hún sættir sig illa við, einkum afstaða hans til stelpna og kynlífs. Hún ímyndar sér að karlmenn séu bara svona. „Eða voru augun í strákum öðruvísi en í stelpum? Þeir gláptu þau úr sér, afklæddu mann með þeim, gleyptu mann í sig og slefuðu eins og hann sagði.“ Hennar viðhorf er annað: „Eg var að reyna að toga upp úr honum hvort hann væri raun- verulega hrifinn af mér...“ (bls. 91). Þegar Amar og Sif standa frammi fyrir þeim vanda að eiga von á barni svona ung, kemur raunvemlega í ljós hvað í þau er spunnið. Amar hefur alltaf veigrað sér við taka ábyrga af- stöðu og hann velur að hlaupa frá vandanum. Hann veit nefnilega um „leið út úr svona málum“, svona „klúðri“, eins og hann orð- MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR ar það. Athyglisvert er að Amar sem vill ekki láta neitt spilla fram- tíðarhorfum sínum er í raun miklu síður líklegur til að spjara sig. Hann er þegar búinn að gef- ast upp á skóianum og ekkert að marka raup hans um að verða rík- ur tannlæknir. Miklu líklegra er að Sif takist að ná því sem hún stefnir að, einmitt vegna þess að hún tekst á við vandann í stað þess að flýja af hólmi. Með stjörnur í augum er að mörgu leyti ágæt bók. Þar er tek- ist á við vandamál sem sennilega mæta öllum unglingum. Sagan kemur ekki með nein skjót og einföld svör, en hún flytur boð- skap sem er alltaf góður og gild- ur: Það skiptir máli að vera traustur og sannur og maður ber ábyrgð bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Einnig má læra af sög- unni að láta ekki glepjast af glysi, prjáli og annarri yfirborðs- mennsku. Þetta er saga ungrar stúlku sem verður fyrir talsverðri lífsreynslu og vonbrigðum. í mörgum barnabókum höfundar lýsir hann barni sem hinir fullorð- nu bregðast á einhvem hátt. í þessari sögu eru það hins vegar foreldrar stúlkunnar sem reynast henni best og sennilega er það stuðningur þeirra sem ræður úrs- litum um það að Sif vex með vandanum og reynist sterk og sönn manneskja. Það er vandi að skrifa bækur fyrir unglinga. Það er líka vandi að gagnrýna unglingabækur þeg- ar maður er ekki lengur ung- lingur sjálfur. Höfundur leggur sig greinilega fram um að setja sig í spor sögumannsins, reynir að lýsa tilfinningum og viðhorfum 17 ára stúlku. Honum tekst það stundum ágætlega, en þó er auð- fundið að það er fjarlægð milli höfundar og sögumanns; Sif á að vísu samúð lesandans en hún er einum of yenjuleg til þess að hún snerti mann sem persóna og verði beinlínis eftirminnileg. Persónu- sköpun er því nokkuð áfátt og einnig er heimur unglingsins ein- faldaður talsvert. En um leið má segja höfundi það til hróss, að hann heldur sínu striki, fjallar markvisst um ákveðið viðfang- sefni og gerir því góð skil. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 12. nóvember 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.