Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 6
Fíkniefnamyndin Eftirlit með kostnaði Borgarráð stöðvar tökur áfrœðslumynd um fíkniefni Undirbúningsnefnd vill láta Ijúka gerð myndarinnar Borgarráð hefur samþykkt þá ákvörðun borgarstjóra að stöðva tökur á fræðslumynd um fíkni- efnamál, þar sem kostnaður hef- ur farið rúmlega 100% fram úr áætlun. Engu að síður er stefnt að því að halda gerð myndarinnar áfram áður en langt um líður. Tákn s.f. var fengið til að gera myndina og var ákveðið að leggja til hennar 1750 þúsund krónur, en síðan hefur komið á daginn að þegar hafa verið lagðar um 4 milj- ónir í myndina. Akveðið hefur verið að kanna hvernig í þessu liggur. Undirbúningsnefnd um gerð myndarinnar hefur engu að síður áhuga á að myndin verði fullgerð. Guðrún Ágústsdóttir, sem á sæti í nefndinni, sagði á borgar- stjórnarfundi að þó yrði að halda frekari kostnaði í skefjum eins og hægt er og borgin yrði að hafa eftirlit með framkvæmd og kostn- aði. Hins vegar sagði Guðrún að það yrði skaði ef sú vinna og þeir peningar sem lagðir hafa verið í myndina glötuðust, og því væri rétt að ljúka gerð hennar. -68 FRETTIR Tölvumiðstöð Fatlaðir þurfa eina miljón Félag um tölvumiðstöð fatlaðra hyggst hefja rekstur Tölvumiðstöðvar á nœsta ári. Sótt um eina miljón á fjárlögum Við treystum því að þessu er- indi okkar verði sinnt, að við fáum nægilegt fé til þess að koma Tölvumiðstöðinni í gagnið, enda er það mjög brýnt fyrir fatlaða, sagði Kristín Ingvarsdóttir for- maður Félags um tölvumiðstöð fatlaðra í samtali við Þjóðviljann í gær. Öryrkjabandalagið hefur skorað á stjórnvöld að veita fé á næstu fjárlögum svo hægt verði að koma tölvumiðstöðinni í gagn- ið. Farið hefur verið fram á eina miljón króna fyrir starfsemina á næsta ári og á það fé að standa undir rekstri skrifstofu með ein- um starfsmanni. Tölvumiðstöðin var stofnuð í fyrra haust, en hefur ekki getað hafið starf vegna fjárskorts. Sótt var um framlag úr ríkissjóði í fyrra, en beiðnin barst of seint og ekkert fékkst. Kristín sagði í gær að miðstöðin væri hugsuð sem upplýsinga- og ráðgjafarmiðstöð fyrir fatlaða, þar sem þeir yrðu fræddir um vélbúnað og hugbún- að sem gæti nýst þeim í námi, starfi og tómstundum. Styrkt- arfélag lamaðra og fatlaðra hyggst útvega húsnæði undir starfsemina. _gg Félagar úr Hjálparsveit skáta Hafnarfirði ásamt fjölskyldum við vígslu neyðarskýlisins. Hjálparsveit skáta Neyðarskýli við Grindarsköið Hjálparsveit skáta í Hafnar- firði vígði á dögunum neyðarskýli getrauna- VINNINGAR! 12. leikvika - 8. nóvember 1986 Vinningsröð: 11X-X11-121-122 1. vinningur: 12 réttir, kr. 574.910,- 12478 131952(6/11)+ 132746 (6/11) 205544(10/11) 206925(11/11) 210111(10/11) 2. vinningur: 11 réttir, kr. 10.125,- 3629 8408 5953 13738 15143 16350 18383 20567 20872 22775 42580 42716 45095+ 45177+ 50009+ 50733 53367* 54385 54800 56587 57013 57090 57503 58055 58895 60284 65728 68753 72816 73313* 74548 75702 75826+ 95346 95447* 96641* 96659 96943 98096 100349+ 100796 101840+ 101344 101771 102019 102616 103867 104871+ 105480 125063 125501 125912+ 126407 126697* 127049 127147* 127611 128557+ 129182 129819+ 130131 130138 130678* 130812 130815 131486* 131682 131763+ 131776+ 131842*+ 132732 207937* 133623+ .210093 168590 184424 200395 201558 201728 201729 203203 204402 204771 205029 205443 206867 210117 527718 529818 132713 Ör 11. 41213+ 102584*+ 2/11 Kærufrestur er til mánudagsins 1. des. 1986 kl. 12.00 á hádegi. tslenskar Getraunir, Íþrótíamidstödinni v/Sigtún, Reykjuvik Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða tekn- ar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til íslenskra Getrauna fyrir loka kæru- frests. sem komið hefur verið upp við nýja Bláfjallaveginn ofan Hafn- arfjarðar. Skýlið er ætlað öllum þeim sem lenda í vandræðum og þurfa á að- stoð að halda, bæði skíðafólki, vélsleðafólki og öðrum ferða- löngum. Neyðarskýlið er staðsett við gömlu Selvogsgötuleiðina, neðan við Grindarskörð. Við uppsetningu skýlisins naut hjálparsveitin aðstoðar Vega- gerðarinnar, bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og fleiri aðila en Landssamband hjálparsveita gaf talstöð i skýlið. ~lg. Snjóruðningur Vilja sérstakt átak Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins hafa lagt til að sérstakt átak verði gert í snjóruðningi og hálkueyðingu á gangstéttum borgarinnar. Tillögunni var vísað til borgarráðs. Borgarfulltrúarnir leggja til að kannað verði sérstaklega hvort hægt er að fá sérstök tæki til að auðvelda snjóruðning á gang- stéttum. Þau eru ófá slysin sem verða þegar gangséttir verða illar yfir- ferðar vegna snjóþunga. f skýrslu Ólafs Ólafssonar landlæknis um þessi mál kemur fram að lærbrot og framhandleggsbrot eru al- gengust meðal 70 ára og eldri og mun algengari yfir vetrarmánuði en ella. Þá kemur þar fram að þess háttar slys eru margfalt al- gengari hér á landi en í Svíþjóð, í Bandaríkjunum og á Englandi. -88 Ný bók Reiðleiðir og göngugötur Lýst reiðleiðumfrá Þjórsá að Hvítá í Borgarfirði Reiðleiðir og göngugötur nefn- íst bók, sem væntanleg er á mark- aðinn um næstu áramót. Að út- gáfu hennar stendur ferðanefnd Landssambands hestamanna. I bókinni verður lýst leiðum á svæðum frá Þjórsá að Hvítá í Borgarflrði, ásamt ýmsum leiðum á hálendinu, og fylgja lit- prentuð kort. Meðal þeirra leiða, sem lýst er í bókinni, eru Sfldarmannagötur, leiðin yfir Hrafnabjargaháls, Gagnheiði, Leggjarbrjótsleið, reiðgötur í Mosfellssveit og frá Reykjum á Skeiðum, Hellis- skarðsleið, ýmsar leiðir inn á há- lendið, reiðgötur um Manna- mótsflöt, leiðin frá Stóru-Drag- eyri um Mannamótsflöt að Faxa- borg, ýmsar leiðir í Kjós og á Kjalamesi, Sprengisandsleið inn Gnúpverjaafrétt í Arnarfell, Ux- ahryggjaleið, Okvegur, Kalda- dalsleið, leiðir í Gjáarrétt, Sel- vogsgötur, Elliðaárhringurinn, leið í Mygludali og Kóngsvegur. Þessi upptalning er þó engan veg- inn tæmandi. Stefnt er að því að gera öðmm hlutum landsins sömu skil síðar. Bókin verður um 200 bls. að stærð, í sama broti og Ættbók hrossa eftir Þorkel Bjarnason. Henni verður dreift í bókaversl- anir um næstu mánaðamót og mun kosta tæpar 1700 kr. Sé hún pöntuð í póstkröfu fyrir þann tíma, fæst hún á áskriftarverði, 1450 kr., póstkröfukostnaður innifalinn. Þeir, sem óska eftir að fá bókina með þeim hætti, snúi sér til Guðmundar Ó. Guð- mundssonar hjá Landssambandi hestamanna, Bændahöllinni, Reykjavík, sími (91) 19200. -mhg 6 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN w FÉLAG BADNGBEINAKEHHASA Félagsfundur um stjörnufræði Almennur félagsfundur veröur haldinn í Félagi raungreinakennara þriðjudaginn 18. nóvember kl. 20. Fundurinn verður haldinn í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Fundarefni: 1. Þorsteinn Sæmundsson heldur stutt erindi um sólmyrkvann í haust. 2. Umræður um stjörnufræðikennslu í framhalds- skólum. Frummælandi: Einar Guðmundsson. 3. Kaffiveitingar. 4. Stjörnuskoðun, ef skyggni leyfir, en eins og kunnugt er er stór og góður stjörnusjónauki í Valhúsaskóla. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.