Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 14
y Utanríkismálaályktun AB Afangaáætlun umbnrttför hersins Á að svíkja nýja herstöð inn á íslendinga undir yfirskyni varaflugvallar? Herinn verði einangraður efnahagslega og menningarlega Miðstjórn Alþýðubandalags- ins telur baráttuna fyrir afvopnun og friði eitt mikilvægasta verkefni flokksins og minnir á þá miklu ógn sem öllu lífi á jörðinni stafar af vígbúnaðarkapphlaupinu. Miðstjórnin gagnrýnir harðlega þá miklu hernaðaruppbyggingu sem orðið hefur á fslandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Sú upp- bygging ber undanlátssemi stjórnvalda við vígbúnaðaröflin ófagurt vitni. Sömu sögu segir einnig sú afstaða sem fulltrúar Is- lands, á vettvangi S.P, hafa tekið að boði utanríkisráðherra þar sem ísland eitt Norðurlanda greiddi ekki atkvæði með stöðv- un kjarnorkuvopnatilrauna. Nið- urlæging íslenskrar utanríkis- málastefnu kom einnig greinilega í ljós við umræður um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norður- löndum á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna nýlega. Þar gekk þjónustulund íslenska utan- ríkisráðherrans við hernaðar- hyggju Pentagon og NATO þvert á íslenska öryggishagsmuni. Nýleg kjarnorkuslys, m.a. er kjarnorkukafbátur sökk í At- lantshafi minna óhjákvæmilega á hættuna sem fiskveiðiþjóð stafar af kjarnorkuvígvæðingu haf- anna. Hin geysilega hernaðar- uppbygging í Norðurhöfum er al- varleg ógnun við okkur íslend- inga. Það hefði því staðið íslensk- um stjórnvöldum nær að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þá óheillaþróun, og leitast við að draga úr spennu í okkar iheimshluta. í stað þess hefur ríkisstjórnin ýtt undir vígbúnað- arkapphlaupið með því að leyfa margvíslega uppbyggingu hér sem tengist beint árásarvígbún- aði Bandaríkjanna á Norð-Aust- ur Atlantshafi. Ýmislegt bendir nú til að svíkja eigi nýja herstöð inn á þjóðina með því að kalla hana því sak- leysislega nafni varaflugvöllur. Rétt er að minna á að allar meiri- háttar framkvæmdir Bandaríkja- hers hér hafa ýmist verið dulbún- ar með slíkum hætti eða ákvörð- unum um þær verið haldið leyndum árum saman. Enn eitt dæmið um hvernig stefna ríkisstjórnarinnar í utan- ríkismálum niðurlægirþjóðina og brýtur í bága við greinilegan vilja hennar er lækkandi framlög til þróunarsamvinnu þrátt íyrir vax- andi þjóðartekjur. Það er skoðun miðstjórnar Al- þýðubandalagsins að vígbúnað- arkapphlaupið sé nú komið á svo alvarlegt stig að einskis megi láta ófreistað til að stöðva og snúa við þeirri óheillaþróun. Miðstjórn AB skorar á allt friðelskandi fólk að taka virkan þátt í umræðum um friðar- og afvopntinarmál og ræða feimnislaust stöðu og hlut- deild fslands í þeim efnum. Miðstjórn Alþýðubandalags- ins leggur sérstaka áherslu á að íslendingar taki fullan þátt í undirbúningi að stofnun kjarn- orkuvopnalauss svæðis á Norður- löndum. Þessu máli miðar nú hratt á hinum Norðurlöndunum og þarf þjóðin því að gera sér ljóst að andstaða Nato-flokkanna hérgetur fyrr en varir leitt til þess að ísland lendi utan slíks svæðis. Miðstjórn AB harmar að fund- ur leiðtoga stórveldanna í Reykjavík .leiddi ekki til samn- inga um afvopnun. Það hlýtur að vera öllu hugsandi fólki blygðunarefni að ísland skuli vera í hernaðarbandalagi með þeim öflum sem setja kröfuna um nýtt vopnakerfi úti í geimnum ofar möguleikum á mikilli og gagnkvæmri fækkun kjarnorku- vopna. Sjálfstæö íslensk utanríkisstefna - Herlaust, friðlýst land Alþýðubandalagið ítrekar þá stefnu sína að friður, öryggi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar verður best tryggt með því að er- lendur her hverfi á brott, þjóðin standi utan allra hernaðarbanda- 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN laga og tekin verði upp sjálfstæð og hlutlaus utanríkisstefna grundvölluð á þjóðlegri reisn og friðarviðleitni. Slíkt væri mikil- vægt framlag íslendinga til friðar í heiminum. Æskilegt er að ná sem víðtæk- astri samstöðu þjóðarinnar um nýja sjálfstæða utanríkisstefnu. Margt bendir til þess að atburðir síðustu missera hafi fært íslend- inga nær því að ná slíkri grund- vallarsamstöðu. Miðstjórn AB hvetur til þess að kannað verði á þessum vetri hvort breið samstaða geti náðst um áfanga á sviði utanríkismála og í samskiptum við Bandaríkja- her sem færa íslensku þjóðina nær þeim markmiðum sem Al- þýðubandalagið berst fyrir. Með- al slíkra áfanga gætu verið: ★ Uppsögn og endurskoðun herstöðvasamningsins og ein- ungis takmörkuð og tíma- bundin endurnýjun hans ef um slíkt yrði að ræða. ★ Endurskoðun á öllum sam- skiptum við herinn og endur- skipulagningu þeirra mála í stjórnkerfinu. Afnema verður alræðisvald utanríkisráðherra í meðferð þessara mála og tryggja lýðræðislegri umfjöll- un og ákvörðunartöku meðal annars með beinni þátttöku Alþingis. Athuga þarf í því sambandi möguleikann á að Stofna sjálfstæða utanríkis- málaskrifstofu Alþingis. ★ Dregið verði úr umsvifum hersins, fækkað jafnt og þétt mannafla og allur tækjabún- aður sem nota mætti til árásar- aðgerða fluttur burt. ★ Herinn verði algerlega ein- angraður bæði efnahagslega og menningarlega og stefnt að því að slík samskipti við hann verði engin innan tiltekins tímabils og sú einangrun ha)d- ist meðan herinn dvelst í landinu. ★ Samfara einangrun hersins verði hrint í framkvæmd öflugri áætlun um uppbygg- ingu atvinnulífs á Suðurnesj- um og annarsstaðar þar sem menn hafa haft atvinnu af þjónustu við herinn. Tryggt verði að allt það starfsfólk sem áður vann við störf er tengdust hernum fái þjóðnýt störf við hæfi. ★ Aukning framlaga til þróun- arsamvinnu þannig að mark- miði um 1% af þjóðarfram- leiðslu verði náð á 5 árum. Samhliða þessu taki íslend- ingar virkan þátt í hjálpar- og þróunarstarfi á vettvangi al- þjóðastofnana og efli eigið starf á þessu sviði. Aukin sam- staða með þróunarríkjum og stuðningur við frelsishreyfing- ar og sjálfstæðisbaráttu al- þýðu hvarvetna gegn arðráni og kúgun. Alþýðubandalagið hefur ætíð tekið undir og stutt réttmæta frelsis- og sjálfstæðisbaráttu al- þýðu og mótmælt íhlutun utanað- komandi aðila. Því ítrekar mið- stjórn flokksins fyrri mótmæli gegn ómennskri kynþáttaað- skilnaðarstefnu stjórnvalda í S- Afríku og fordæmir íhlutun Bandaríkjanna í Mið-Ameríku og sérstaklega stuðning Banda- ríkjastjórnar við hryðjuverka- starfsemi sem beinist gegn lýð- ræðislega kjörinni ríkisstjórn Sandinista í Nicaragua. Þá for- dæmir miðstjórn Alþýðubanda- lagsins stríðsrekstur Sovétstjórn- arinnar í Afganistan og telur að forsenda friðar þar í landi sé að þjóðin fái sjálf að ráða fram úr sínum málum. Síðustu mánuði hefur yfir- gangur og sjálftekið lögregluvald Bandaríkjamanna birst okkur ís- lendingum í nýju ljósi. Enda hef- ur komið í ljós að meirihluta- stuðningur er við kröfuna um endurskoðun samskipta okkar við Bandaríkjamenn. Brýna nauðsyn ber til að taka stefnumótun og meðferð utan- ríkismálanna út úr þeim lokaða klúbbi Natóvina sem hingað til hafa pukrast með þau sem sitt einkamál. Miðstjórn Alþýðubandalags- ins leggur mikla áherslu á að öll þessi mál verði tekin til endur- skoðunar og hvetur til sem víð- tækastrar umræðu um þau á næstu mánuðum. Sérstök samþykkt um áfram- haldandi vinnu að utanríkismál- um. Miðstjórnin samþykkti að fela starfshópi að vinna áfram að til- lögum um mótun stefnu í utanríkis- og þjóðfrelsismálum. Sérstaklega verði skilgreint hvernig markmiðum Alþýðu- bandalagsins um herlaust og hlut- laust ísland verði náð og hvernig hlutleysis verði í framtíðinni best gætt og öryggi þegnanna tryggt. Hópurinn leggi mótaðar til- lögur fyrir næsta fund miðstjórn- ar og vinni jafnframt að því að undirbúa útgáfu þar sem tillög- urnar yrðu kynntar. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ SUÐURLAND V Forval 14. og 15. nóvember Fyrri umferð forvals Alþýðubandalagsins á Suðurlandi vegna alþingis- kosninga fer fram dagana 14. og 15. nóvember. Kjörstaðir verða opnir 16-22 báða dagana. Kosið verður hjá formönnum félaganna nema annað só tekið fram. Þeir eru: Vestmannaeyjar: Guðmundur Jensson Hólagötu 32, s. 98-2126. Kjör- staður verður í Hólshúsi (Kreml). Selfoss: Anna K. Sigurðardóttir Laufhaga 15, s. 99-2189. Kjörstaður verð- ur í Alþýðubandalagshúsinu Kirkjuvegi 7. Þorlákshöfn: Elín B. Jónsdóttir Haukabergi 6, s. 99-3770. Kjörstaður verður á skrifstofu Stoð s/f Unubakka. Stokkseyri: Ingi S. Ingason Eyjaseli 7, s. 99-3479. Uppsv. Arnessýslu: Unnar Þ. Böðvarsson Reykholti, Biskupstungum, s. 99-6831. Vestur-Skaftafellssýsla: Margrét Guðmundsdóttir, Vatnsskarðshólar, Mýrdalshreppi, s. 99-7291. Hveragerðl: Magnús Ágústsson, Lindarbrekku, s. 99-4579. Rangárvallasýsla: Upplýsingar hjá: Einar Sigurþórsson Háamúla, s. 99- 8569 og Guðrún Haraldsdóttir Þrúðuvangi 9, Hellu, s. 99-5821. Utanskjörstaðaatkvæðagreiðsla stendur frá 8. nóvember. Kosið verður hjá formönnum og á aðalskrifstofu Ab Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Flokks- mönnum er bent á að kynna sér forvalsreglur hjá stjórnum félaganna. Fyrir hönd stjórnar kjördæmisráðs: Einar Birgir Steinþórsson, Vestmannaeyjum, hs. 98-2960 og vs. 98-1079. Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 17. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1) Dagskrá bæjarstjórnarfundar þriðjudaginn 18. nóv. 2) Framkvæmda- og fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar. 3) Skólamál. Félagar hvattir til að fjölmenna. stjórnin Alþýðubandalagið Reykjavík Síðdegisopnunartími skrifstofu Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Reykjavík að Hverfisgötu 105 verður opin utan venjulegs skrifstofutíma frá kl. 17.15 - 19.15 alla virka daga. Skrifstofumaður ABR er Guðrún Bóasdóttir. Félagsmenn og stuðnings- menn eru hvattir til að nýta sér þennan viðbótaropnunartíma. Síminn er 17500. Alþýðubandaiagið Keflavík - Njarðvík Seinni mánudagsfunur nóvembermánðar verður haldinn í Verslunarmann- afélagshúsinu, Hafnargötu 28, mánudaginn 17 nóvember. Húsið opnað kl. 20.00 til nefndar og stjórnarstarfa, einnig geta félagar rabbað saman yfir kaffibolla. Dagskrá hefst kl. 21.00 1) Aðalfundur miðstjórnar. Jóhann Geirdal, Felix Högnason. 2) Uppstilling fyrir alþingiskosningar: Ásgeir Árnason. 3) Fréttir af f lokknum: Ottar Proppé framkstj. AB. 4) Önnur mál. Félagar og stuðningsmenn fjölmennið. Stjórnin Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði ABH, launardaginn 15. nóvember kl. 10.00 í Skálanum, stundvíslega. Dagskrá: 1) Endanleg skipun í starfsnefndir og kosning formælenda þeirra. 2) Frá störfum bæjarstjórnar og nefnda. 3) Önnur mál. Allir nefndarmenn, aðal- og varamenn, eru hvattir til að mæta. Stjórnin. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Utanríkismálanefnd ÆFAB Fundur verður í utanríkismálanefnd ÆFAB sunnudaginn 15. nóvember að Hverfisgötu 105 kl. 17.00. Dagskrá: 1) Skýrslurfrá landsfundi SHAog aðalfundi El Salvadornefndar- innar. 2) Starfið framundan (Nánar auglýst síðar.) - Utanríkismálanefnd ÆFAB. Halló, halló! Um leið og við þökkum öllum þeim sem hafa keypt af okkur happdrættis- miða, minnum við þá sem eiga gíróseðla upp á ísskáp hjá sér að þeirra stuðningur verður vel þeginn. DREGIÐ 1. DESEMBER N.K. Æskulýðsfylklng Alþýðubandalagslns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.