Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 13
Páfinn í Róm, hinn pólski Jóhannes Páll annar, hefur löngum þótt ferða- glaður, - eftir viku slær hann eigið ferðamet með því að leggja upp í hálfsmánaðartúr til Bangla Desh, Singapúr, Fiji-eyja, Nýja- Sjálands, Astralíu og Seychelles- eyja, alls 49 þúsund kílómetra leið, sem jafngildir því að fara tæplega fjórum sinnum umhverf- is jörðu. Og hefur sennilega aldrei farið jafnlangt til að hitta jafnfáa kaþólikka, því kaþólsk kristni er alstaðar minnihlutatrú í viðkomulöndum hans nema á Seychelles-eyjum. Glæpum í Sovétríkjunum hefurfækkað um fjögur prósent það sem af er ári, segja þeir í sovéska innanríkis- ráðuneytinu, og þetta er að þakka baráttu Sovétleiðtogans Gorbatsjofs gegn áfengisbölinu. Hundrað þúsund manns sóru að hætta að reykja á Formósu um helgina. Þetta var liður í herferð gegn tó- baksreykingum, sem meðal ann- ars beinist gegn þeirri kröfu Bandaríkjanna að þarlend tó- baksfyrirtæki kæmust inná Formósumarkað. Fahd kóngur í Sádi-Arabíu ítrekaði í gær hvatningu sína um hærra olíuverð og sendi sérstök skila- boð til íran um samvinnu innan OPEC. Sádi-arabar vilja hækka olíutunnuna úr 15 dollurum í 18, og munu olíuráðherrar OPEC- ríkja hittast i Ecuador á föstudag til viðræðna um þá kröfu. Þúsund og ein nótt hefur augsýnilega ruglað eitthvað í ríminu þann sem sér um erlend tíðindi á Þjóðviljanum þessa daga; í frétt í gær var í tví- gang minnst á hina Ijómandi dul- arborg Bagdad og talin höfuð- borg Sýrlands. Bagdad er óvart höfuðborg ríkisins Irak, en Sýrir eiga sér hinsvegar Damaskus að helstu borg, eða Dimashq Esh Sham, sem er svo gömul og viröuleg að minnst er á hana í Fyrstu Mósebók; Abraham „sigr- aði þá og rak flóttann allt til Hóba sem er fyrir norðan Damaskus“ (14.15). Bagdad við Tígrisfljót varð hinsvegar ekki til fyrren 762, en átti sér þeim mun glæstari sögu næstu fimm aldirnar þegar ríki araba stóð hvað hæst, - og er borg borga í 1001 nótt. Sumsé: Bagdad í írak, Damaskus í Sýr- landi, hvað allir athugi. ERLENDAR FRÉTTIR MÖRÐUR /- r 11 7 r n árnason/REUI E R HEIMURINN Damaskus Frönskum gíslum sleppt París/Damaskus - Þeir Marcel Coudari og Camille Sontag komu til Parísar í dag frá Dam- askus eftir að hafa verið í haldi hjá sýrlandssinnuðum sam- tökum í Líbanon, Sontag, síð- an í maí, Coudari síðan í sept- ember. Samtökin Byltingar- réttlæti hafa í haldi tvo Frakka og tvo Bandaríkjamenn í við- bót. Franski utanríkisráðherr- ann segist viss um að stjórn sín fái leysta úr haldi þá sjö Frakka sem enn eru í gíslingu í Líbanon, en segir ekki hvort slíkt er frágengið eða þá hve- nær. Viðburðir gærdagsins teljast heimafyrir álitsauki fyrir frönsku ríkisstjórnina og leiðtoga hennar Jacques Chirac, og kemur sér vel eftir stormasama daga vegna af- stöðu stjórnarinnar til Sýrlend- inga og deilna þeirra við Breta. Alls eru nftján útlendingar taldir í gíslingu í Líbanon, auk Frakkanna sjö Bandaríkjamenn, tveir Bretar, ítali, íri og Suður- Kóreumaður. í tilkynningu samtakanna sem létu Frakkana lausa sagði að það væri gert til merkis um góðan vilja og vegna sambands Frakka við Sýrlandsstjórn. Frakkar hafa undanfarið verið mjög tregir til að taka þátt í aðgerðum Breta og Bandaríkjamanna gegn Sýrlend- ingum, og átti tregða Frakka mestan þátt í að samþykkt Efna- hagsbandalagsríkjanna frá í fyrradag um sameiginlegar að- gerðir skiptir Sýrlendinga ekki nema táknrænu máli. t>á var meðal annars samþykkt vopna- sölubann á Sýrland og að tak- marka starfsmei sendiráða Sýrl- endinga. Sýrlendingar kaupa yfirgnæfandi meirihluta vopna sinna frá Sovétríkjunum. Sýrlenski utanríkisráðherrann sagði EBE-ríkin hafa verið undir þrýstingi frá Bandaríkjastjórn við samþykkt sína, og augljóst væri að ýmsar stjórnir teldu hæpnar staðhæfingar Breta um hlutdeild Sýrlandsstjórnar í hryðjuverkum. George Shultz utanríkisráð- herra Bandaríkjanna sagði í gær að þátttaka Sýrlendinga í hryðju- verkum væri hafi yfir allan efa, og hefur sent forseta sínum tillögur um aðgerðir gegn Sýrlandsstjórn. Japansstjórn segist aftur ekki munu fylgja fordæmi EBE- Grikkir voru ekki með í sam- þykkt EBE-landanna, eru ófúsir að saka nokkra ríkisstjórn um hermdarverk og draga í efa að Bretum hafi tekist að sanna á Sýrlendinga þátttöku í flugvéla- ránstilrauninni í apríl, sem kom þessari sýrlandslotu af stað. Haft var eftir Chriac í banda- rísku dagblaði að þýskir ráða- menn teldu ísraelsku leyniþjón- ustuna standa þar að baki, - því hefur verið neitað í tvígang í Bonn, og í París segja Chirac- menn blaðið hafa rangtúlkað um- mælin. Annars staðar hillast ýms- ir til að trúa að eldur sé undir reyknum. Ekki er að efa að heimkomu gíslanna til Parísar í gær ber að skilja sem þátt í pólitískum sam- skiptum stjórnanna í París og Damaskus, Sýrlendingar nota gíslana til að halda Frökkum við efnið, - og franska stjórnin getur að sínu leyti með gíslunum varið betur þá stefnu sína að reyna að halda sem skástu sambandi við sem flestar ríkisstjórnir á svæð- inu, án tillits til bresk-bandarísks vilja. Sýrlandsmál Gaddafi kaupir ekki London - I líbýska útvarpinu var haft eftir talsmanni utan- ríkisráðuneytisins aö Líbýu- menn hefðu ákveðið að kaupa ekki vopn frá Efnahagsbanda- lagslöndunum sem í fyrradag settu vopnasölubann á Sýr- lendinga. Talsmaðurinn sagði að Líbýu- stjórn mundi hvetja aðrar ara- bastjórnir til að fylgja fordæmi sínu. Líbýumenn kaupa flest vopn sín af ítölum og Frökkum. Rín Eitrið í Norðursjó Haag/Zurich - Eiturskammtur- inn sem rann í Rínarfljót fyrir tæpum hálfum mánuði er nú kominn útí Norðursjó. í dag hefst í Zurich fundur umhverf- ismálaráðherra Rínarland- anna, þar sem á að athuga hvernig hægt er að komast hjá að atburðirnir endurtaki sig, en slysið í Basel 1. nóvember er talið eitt versta mengunar- mál sem upp hefur komið í evr- ópskum fljótum og var þó nóg fyrir. Á fundi samgönguráðherra Efnahagsbandalagsins í Brussel í gær skömmuðu Frakkar og Hol- lendingar svissnesk stjórnvöld fyrir slóðahátt og skort á upplýs- ingum, - seinna um daginn kom í ljós að eitur hafði ekki aðeins runnið í ána vegna brunans í efnaverksmiðjunni, heldur hafði 400 eiturlítrum verið hleypt af slysni í ána daginn áður án þess vart yrði fyrr en nú. Þá hafa Hol- lendingar grun um að þýsk eitur- fabrikka hafði notað tækifærið þegar Baselskammturinn rann hjá og bætt við frá sér í þeirri von að ekki kæmist upp. Á fundi Rínarráðherranna (frá Sviss, Frakklandi, Vestur- Þýskalandi, Luxemburg og Hol- Frá Gesti Guðmundssyni, fréttaritara Þjóðviljans í Kaup- mannahöfn: Borgaraflokkarnir fjórir sem mynda ríkisstjórn Danmerkur efla nú samstöðu sína og eru j>eg- ar byrjaðir að undirbúa næstu þingkosningar sem verða að ári. íhaldsflokkurinn og miðdem- ókratar héldu landsfundi sína nú um helgina. Báðir flokkar lýstu eindregnum vilja til þess að halda stjórnarsamstarfinu áfram næsta kjörtímabil og hvorugur flokkur- inn vill breyta stjórnarstefnunni að ráði. Að vísu ákváðu mið- demókratar að gera það að helsta stefnumáli sínu við næstu kosn- landi) í dag verður rætt um bóta- kröfur, endurbætur í öryggismál- um og aukna samvinnu Rínar- ingar að veita hinum fátækustu mun betri félagslega aðstoð og aðspurður tók Paul Schluter undir þetta baráttumál. fhalds- menn lýstu því yfir að Sósíaltski þjóðarflokkurinn SF væri höfuð- andstæðingurinn og bendir þetta hvort tveggja til að þessir tveir flokkar hyggjast ná atkvæðum frá ríkjanna. Eftir þrjár vikur halda ráðherrarnir annan fund í Haag um eftirmál Rínareitrunarinnar. sósíaldemókrötum, en síðustu skoðanakannanir hafa allar leitt í ljós að kratar og Sósíalfski þjóð- arflokkurinn fengju meiri hluta ef kosið yrði í dag. Þriðji stjórn- arflokkurinn Venstre hefur hald- ið merki frjálshyggjunnar á lofti en ekki uppskorið neina fylgis- aukningu. Vestur-Þýskaland cg3 Húsnæðisstofnun ríkisins Auglýsing um dráttarvexti Danmörk Borgaraflokkamir vígbúast Ihaldsflokkur og miðdemókratar vilja áframhaldandi stjórnarsam- starf Stjórnarstefnan verður að mestu óbreytt Rau heldur áfram Kratar heillum horfnir eftir Hamborgaráfallið Bonn - Johannes Rau kanslar- aefni jafnaðarmanna í Vestur- Þýskalandi sagði á lokuðum fundi flokksmanna í Dusseld- orf að hann væri staðráðinn í að halda áfram forystu sinni. Blöð í Vestur-Þýskalandi fluttu í gær fréttir af að líklegt væri að Rau hætti við, og sögðu þau að ýmsir flokksmenn hefðu beðið hann þess. Rau hefur ekki mælt orð af munni opinberlega síðan tölur birtust frá Hamborg, og verið gagnrýndur fyrir, meðal annars af blaðinu Suddeutsche Zeitung, sem hallt er undir krata. Þar segir að þessa daga fjan undan flokknum og armar hans til hægri og vinstri rífi flokkinn sundur vegna ónógrar frammi- stöðu Raus og félaga. Helsti ráðgjafi Rau í flokks- brúnni hefur sagt upp, og enn eykur vanda SPD að fjármála- hneyksli kringum Neue Heimat, byggingafyrirtæki tengt flokkn- um og verkalýðssamtökunum, heldur forsíðurúmi blaðanna. Þar komst fyrir nokkru upp um mikla óreiðu og sukk, og var fyr- irtækið að lokum selt einkaaðila fyrir eitt mark. Bankamenn til- kynntu í gær að þeir sættu sig ekki Miðvikudagur 12. við þá niðurstöðu og krefjast samstjórnar banka og verkalýðs- forkólfa í fyrirtækinu þar til leyst sé úr flækjunni. Á meðan krataskútan siglir æ krappari sjó gleðjast íhaldsmenn. í gær var tilkynnt að Kristilegir demókratar hefðu náð samkomulagi við systurflokk sinn í Bayern og hinn baldna forystu- mann hans, hægrimanninn Strauss, um sameiginlega kosn- ingastefnuskrá, - en áður voru uppi væringar milli flokkanna þar sem Strauss og félögum þótti skorta hægrisvip á tillögur Kohl- manna. 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 13 Af lánum, sem verðtryggð eru með lánslg'aravísitölu, eru relknaðir dráttarvextir á 15. degi frá gjalddaga. Af lánum, sem verðtryggð eru með byggingarvísitölu, verða reiknaðir dráttarvextir einum mánuði eftir gjalddaga. Reykjavík, 7. rióvember 1986. ^Húsnæðisstofnun ríkisins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.