Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.11.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Knattspyrna EinarAas leikur í landsliðsstöðu hans í liðinu Kristín Einarsdóttir, Gerplu, sigraði bæði í kata og kumite. Gunnar Gíslason landsliðsmið- vörður úr KR hefur gengið frá samningi við norska 1. deildarlið- ið Moss og leikur með því næsta sumar. Hann æfði með vestur- þýska Bundesliguliðinu Schalke á dögunum og átti einnig möguleika á að ganga til liðs við það. „Þeir vildu hafa mig viku í viðbót og sögðust ekki geta tekið endanlega ákvörðun um hvort þeir semdu við mig eða ekki fyrr en að þeim tíma liðnum. Þá ákvað ég að fara beint til Noregs, enda með fast tilboð þaðan,“ sagði Gunnar í samtali við Þjóðviljann í gær. Gunnar lék alla landsleiki ís- lands á árinu og stóð sig mjög vel sem aftasti maður í vörn. Evróp- uleikurinn í Austur-Þýskalandi í síðasta mánuði var hans 25. landsleikur. En hjá Moss eru mestar líkur á að hann leiki sem tengiliður. „Einar Aas, fyrrum Karate leikmaður með Nottingham For- est og Bayern Munchen, er kjöl- festan í liði Moss og er aftasti maður í vörn. Ég geri ráð fyrir því að leika sem varnartengiliður, en það skýrist betur þegar maður byrjar að æfa og spila eftir ára- mótin,“ sagði Gunnar. Það ætti ekki að skipta máli, Gunnar hefur leikið flestar stöð- ur á vellinum, m.a.s. sem mark- vörður, og lengst af sem tengilið- ur. En hvaða mun sér Gunnar á því að leika á íslandi og í Noregi? „Spilalega séð held ég að mun- urinn sé lítill, styrkleikinn svipað- ur í löndunum. En í Noregi eru meiri peningar í fótboltanum, fyrirtæki reka knattspyrnuliðin og þetta er því hálf-atvinnu- mennska. Ég mun vinna í banka kl. 9-15 en æfingar hefjast fljót- lega eftir það svo maður er laus fyrir kvöldmat. Þetta er sennilega mesti munurinn." Moss er frá 26 þúsund manna samnefndum bæ rétt sunnan við Breiðablik rauf veldi Stjömunnar Fjögurra ára einokun Stjörn- unnar í Garðabæ var hnekkt af Breiðabliki á föstudagskvöldið. Breiðablik vann þá UMSK mótið sem fram fór í Digranesi í Kópa- vogi, og það var fyrst og fremst frábær frammistaða í kumite sem færði Breiðabliki sigur. Eftir keppnina í kata var Gerpla langefst með 11 stig, Stjarnan var með 5 stig en Breiðablik með 2. í kumite tapaði Ævar Þor- steinsson ekki glímu frekar en venjulega og Matthías Frið- rekssen kom mjög á óvart. Þegar upp var staðið hafði Breiðablik alls hlotið 18 stig, Stjarnan 13 og Gerpla 11 stig. Magnús Eyjólfsson, Gerplu, vann kata unglinga, Kristín Ein- arsdóttir, Gerplu, kata kvenna og Stefán Alfreðsson, Stjörn- unni, kata karla. Ævar Þorsteins- son vann kumite karla og A-sveit Breiðabliks sigraði síðan í sveitakeppni karla en hana skipuðu þeir Ævar, Einar Karl og Matthías. Kristín Einarsdóttir, Gerplu, sigraði í kumite kvenna og Axel Einarsson, Stjörnunni, í kumite unglinga en þessar greinar eru nýjar á UMSK-móti og gáfu því ekki stig. -VS England Butcher fyrirliði Terry Butcher frá Glasgow Rangers verður væntanlega fyrir- liði Englands í Evrópuleiknum gegn Júgóslavíu í kvöld, í stað Bryans Robson sem er meiddur. Enska liðið verður væntanlega þannig: Woods, Anderson, Sans- om, Wright, Butcher, Waddle, Hoddle, Mabbutt, Hodge, Linek- er, Beardsley. -VS/Reuter Osló. Liðið lék í 1. deild 1985, féll þá en vann sig upp á nýloknu keppnistímabili, rétt eins og Brann, lið Sævars Jónssonar og Bjarna Sigurðssonar, sem var í öðrum riðli í 2. deild. Gunnar hefur verið í hópi bestu leik- manna í íslensku 1. deildinni und- anfarin ár og það er mikill sjónar- sviptir að honum - eins og öllum þeim leikmönnum sem við miss- Gunnar Gíslason, enn einn ís- lenski landsliðsmaðurinn sem leikur erlendis á næsta keppnistímabili. um því miður til erlendra félaga vegna vanefna hér heima. _vs Skotland Met hjá Dalglish? Kenny Dalglish, framkvæmda- stjóri enska knattspyrnufélagsins Li- verpool, fær í dag gullið tækifæri til að setja met. Hann og Denis Law eru markakóngar skoska landsliðsins frá upphafi, hafa skorað 30 mörk hvor, og í kvöld leikur Dalglish í fremstu víglínu Skotlands gegn lakasta lands- liði Evrópu, Luxemburg, á Hampden Park í Glasgow. Dalglish er 35 ára gamall og hefur leikið 101 landsleik sem er skoskt met. Fjölmenn og litskrúðug framlína á að skjóta Luxemburg í kaf. Dalglish hefur sér til aðstoðar þá Brian McClair og Maurice Johnston, tvo mikla markaskorara hjá Celtic, og á köntunum leika útherjarnir snjöllu David Cooper og Pat Nevin. Það er til mikils að vinna fyrir þessa skæðu framlínu - í síðustu 11 landsleikjum hefur enginn framherji náð að skora mark fyrir Skota, aðeins varnar- og miðjumenn hafa komist á blað. -VS/Reuter Handbolti Umferð í kvöld Taplausuliðin, Breiðablik og Víkingur, leikaíKópavogi Körfubolti Léttir á toppinn Léttismenn hafa sett stefnuna á Lóttir....2 2 0 1 33-119 4 úrslitakeppni 2. deildarinnar í 2 1 1 126-129 2 körfuknattleik. Þeir unnu þýð- 1 0 1 67-76 0 ingarmikinn sigur á UÍA á Egils- Árvakur...1 0 1 66-82 0 stöðum um helgina 71-64, og eru ^ Árvakurs ÍA var frest. nu ema óstgraða l.ðtð . A-r.ðh aJJ veðurs deildar.nnar. Staðan þar er þess.: b _y<- Kvennahandbolti 1 kvöld hefst á nýjan leik keppni í 1. deild karla í hand- knattleik. Heil umferð er á dag- skrá, fimm leikir, og er þetta 4. umferð deildarinnar. Stórleikur kvöldsins er viður- eign nýliða Breiðabliks og ís- landsmeistara Víkings. Þetta eru einu liðin sem ekki hafa tapað stigi í deildinni, Breiðablik hefur unnið FH og Hauka en Víkingar hafa sigrað KR, Val og Ármann. Leikurinn fer fram í Digranesi kl. 20 en á eftir, kl. 21.15, mætast Stjarnan og Haukar. í Hafnarfirði leika FH og KR kl. 20 og á sama tíma hefst í Laugardalshöllinni viðureign Ár- manns og Fram. Loks eigast KA og Valur við í íþróttahöllinni á Akureyri kl. 20.30. Staðan í 1. deild er þannig: Vlkingur..............3 3 0 0 69-59 6 Valur.................3 2 0 1 81-72 4 Breiðablik............2 2 0 0 47-40 4 Fram..................3 2 0 1 76-56 4 FH....................3 1 0 2 77-75 2 KR....................3 1 0 2 53-65 2 KA...................3 1 0 2 61-74 2 Haukar................3 1 0 2 66-76 2 Stjarnan..............2 1 0 1 59-58 2 Ármann................3 0 0 3 66-80 0 Markahæstir: Hannes Leifsson, Stjömunni......22 ÓskarÁrmannsson, FH.............19 Birgir Sigurðsson, Fram.........18 ÓskarÁsmundsson, Ármanni.........17 Valdimar Grimsson, Val...........17 Fimmta umferðin hefst í næstu viku með leik Fram og Breiða- bliks á þriðjudagskvöldið. í kvöld leika einnig ÍA og Afturelding í 2. deild karla á Akranesi kl. 20.30 og Haukar- Þróttur í 2. deild kvenna í Hafn- arfirði kl. 21.15. _VS Sjö mörkum undir en sigruðu samt! Víkingur 13-6 yfir en KR vann 19-18! Stórleikur Elsu Víkingsstúlkurnar hreinlega köstuðu frá sér sigrinum þegar þær léku á móti KR í 1. deildinni í Laugardalshöllinni seint í fyrra- kvöld. Þær höfðu yflrburðafor- ystu í hálfleik, 13-6, en töpuðu síðan leiknum, 18-19! Víkingur byrjaði mjög vel eins og tölurnar gefa til kynna og leikurinn virtist unninn. En KR- liðið sýndi mikla baráttu í seinni hálfleik og þá fór Elsa Ævars- dóttir hreinlega á kostum og skoraði hvert markið á fætur öðru. Það var líka hún sem skoraði sigurmark Vesturbæjar- liðsins þegar 27 sekúndur voru til leiksloka. Víkingsstúlkurnar virt- ust vera með hugann við allt ann- að en handbolta í seinni hálf- leiknum enda skoruðu þær þá að- eins fimm mörk. Mörk Víkings: Svava Baldvinsdóttir 8(5v), Inga Lára Þórisdóttir 4, Valdís Birgis- dóttir 2, Jóna H. Bjarnadóttir 2, Sigurrós Björnsdóttir 1, Eiríka Ásgrímsdóttir 1. Mörk KR: Elsa Ævarsdóttir 7, Aldis Art- húrsdóttir 3, Sigurbjörg Sigþórsdóttir 3(2v), Snjólaug Benjamínsdóttir 2, Val- geröur Skúladóttir 2, Karólína Jónsdóttir 1, Ama Garöarsdóttir 1. Þeir Guðjón Sigurðsson og Árni Sverrisson dæmdu leikinn vel. Staðan í 1. deild eftir leikina í fyrrakvöld: Fram..................3 3 0 0 67-48 6 Stjarnan..............3 2 0 1 71-53 4 FH....................3 2 0 1 70-41 4 KR....................4 2 0 2 68-88 4 Valur.................4 2 0 2 87-70 4 Víkingur..............3 1 0 2 52-53 2 IBV...................3 1 0 2 42-61 2 Ármann................3 0 0 3 37-81 0 Markahæstar: Sigurbjörg Sigþórsdóttir, KR..........26 Erla Rafnsdóttir, Stjörnunni.........21 MargrétTheodórsd., Stjömunni.........21 Katrin Fredriksen, Val...............21 GuðrföurGuöjónsdóttir, Fram...........20 Næsti leikur er á föstudags- kvöldið en þá mætast ÍBV og Stjaman í Eyjum. -VS Mlðvlkudagur 12. nóvember 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Auglýsing um nýjan frest til að skila kröfu um endurgreiðslu á gjaldi af kjarnfóðri sem keypt var á tímabilinu 23. júní 1980 til 2. október 1981. í framhaldi af dómi hæstaréttar 23. desember 1985 verður gjald af kjarnfóðri sem keypt var á tímabilinu 23. júní 1980 til 2. október 1981 endur- greitt. Þeir aðilar sem telja sig eiga endur- greiðslurétt skulu framvísa kröfum sínum til fjármálaráðuneytis eða landbúnaðarráðuneytis í síðasta lagi 15. desember 1986. Með kröfunum skulu fylgja gögn sem sýna það kjarnfóðurgjald sem kröfuhafi telur sig hafa greitt á umræddu tímabili. Fullnægjandi gögn teljast: frumrit af sölunótum eða afrit af sölunótum sem löggiltur endurskoðandi fóðursala hefur staðfest. Þar sem kjarnfóðurgjald er ekki sérgreint í verði fóðurs á sölunótu verður kröfuhafi að afla staðfestingar fóðursala um þátt kjarnfóðurgjalds í verði ein- stakra fóðurtegunda og fóðurblandna sem krafist er endurgreiðslu á. Reykjavík, 10. nóvember 1986. Fjármálaráðuneytið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.