Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Égvil heiðursins krans I ROSA- GARÐINÍJM í LÍFSINS TÁRADAL En Batman á bágt því þrátt fyrir vönduð hjálpartæki á borð við leðurblökubílinn, leður- blökusímann og rannsóknarstof- una er hann einmana í sínu tvö- falda lífi. Konur hrífast nefnilega af leðurblökumanninum í sínu gervi en líta ekki við honum sem venjulegum manni. DV í SKÓLANUM, í SKÓLANUM... Stúlkan dó þó ekki ráðalaus heldur greip litla skruddu, veifaði henni og fór með marxískar kennisetningar eftir minni. Árangurinn var slíkur að stúdent- arnir réðust að einni byggingunni á skólalóðinni og kveiktu í. DV ÞUNGT REGN Bílum, íbúðum og jafnvel vill- um með stórum sundlaugum ringdi yfir þá ( flokksbroddana í Grikklandi) frá mönnum sem áttu hagsmuna að gæta í ein- hverju máli. Morgunblaóió Þegar ég vaknaði til sólarinnar snemma morguns nú í vikunni var ég, Skaði, að hugsa um það hið innra með mér hvers vegna ég væri sæll og fullur af jafnvægi í sálinni. Þegar ég hafði hugsað mig um stundarkorn fann ég svarið. Það er vegna þess að ég er sómakær. Nánar tiltekið: mér er kær sómi minn og annarra. Ég vil ekki að menn séu að troða sómann hver af öðrum niður í svaðið sem væri hann of síöur tískukjóll. Ég vil að menn heiðri föður sinn og móður og hver annan og séu ekki með neina öfundarvitleysu sem er áreiðan- lega komin úr kommúnismanum eins og annað. En þótt maður komi sér niður á traust meginatriði í gildismati þá fær maður ekki að vera í friði með þau stundinni lengur. Öfund knýr og eltir mig út í rifrildi og stælur. Og því var það, að þennan sama morgun nú í vikunni lenti mér saman við Guðjón frænda minn, sem heldur að hann sé menningarviti og allt það. Okkur lenti saman einmitt út af heiðri og sóma. En Guðjón er einn af þessum mönnum sem mega ekki einu sinni sjá pínulítinn riddarakross Fálkaorðunnar án þess að súpa hvelj- ur af vandlætingu rétt sem grænfriðungur um borð í hvalabát. Ég var að blaða í Mogganum mínum og sá frásögn af háskólahátíð- inni. Og undir lok míns lestrar þá tók mitt hjarta fagnaðarkipp og ég sagði: Loksins gera menn eitthvað af viti í þessum háskóla. Og hvað er það, sagði Guðjón, sem var að drekka morgunkaffi með mér eins og fyrri daginn af því hann er alltaf að spara. Þeir eru búnir að fá sér nýjan heiðursdoktor, sagði ég. Og hver er það? spurði Guðjón. Þarftu að spyrja ? sagði ég. Það er auðvitað hann Jóhannes bless- aður Nordal. Og svo las ég fyrir honum upp úr ræðu rektors en þar stóð gullnu letri: „Þið sáuð hér áðan lýst kjöri heiðursdoktors, þið sáuð hvernig Háskóli íslands „lagði heiðursins krans að höfði þess manns" sem hann vill sýna þann mesta sóma sem hann getursýnt nokkrum manni fyrir f ramlag hans til vísinda, f ræða og f ramf ara í þágu íslensku þjóðar- innar. Háskóli íslands hefur í dag heiðrað Jóhannes Nordal öðru sinni með heiðursdoktorsnafnbót en slikt er fágætt" Þetta er hneyksli! æpti Guðjón eins og ég veit ekki hvað. Rugl er þetta í þér drengur, sagði ég, Skaði. Víst er það hneyksli! Hvaða fræði eru það sem þyngja hausinn á Jóhannesi með heiðurskransi? Er það kannski ársskýrsla Seðlabank- ans? Eða ársskýrsla Landsvirkjunar? Eða yfirlit um störf endurskoð- unarnefndar lífeyriskerfis? Eða stóriðjunefndar? Eða viðræðunefndar um orkufrekan iðnað? Eða útgáfu Hins íslenska fornritafélags? Mun svoddan skrifræðishjal hefja vort land fram mót batnandi öld eða hvað? Þetta allt og margt fleira sagði ég. Það er ekki verið að tala um mín vísindaafrek, sagði Guðjón. Ég sem sannaði að Snorri hefði skrifað Njálu. Það varst ekki þú, heldur Helgi á Hrafnkelsstöðum, sagði ég. Og þú gleymir því sem mestu skiptir með hann Jóhannes: að svo traustur maður og vís tryggir að þjóðfélagið í heild hrökkvi ekki upp af þeim fræðilega standi og fari á flot í stéttabaráttu og vitleysu. Stjórnmála- menn koma og fara en Jóhannes blífur. Þetta er hneyksli, sagði Guðjón aftur (aldrei dettur honum neitt nýtt í hug). Þetta er eins og í Rússlandi hjá honum Brezhnev. ÍHvernig þá? spurði ég. Það liggur í augum uppi, sagði Guðjón. Jóhannes er kosinn heiðurs- doktur í annað sinn við sama Háskóla. Þetta er alveg eins og Bréz- hnev. Hann var fimm sinnum gerður að Hetju Sovétríkjanna. Jájá, sagði ég. Hann skammtaði sér þann heiður sjálfur, karlrass- inn, það er annað en Jóhannes sem er alltaf heiðraður lýðræðislega. Og ég get sagt þér það Guðjón, að mér finnst sjálfsagt að Jóhannes Nordal verði ekki tvisvar heldur sjö sinnum heiðursdoktor við þessa Háskólanefnu, sem svo sannarlega veitir ekki af að hressa upp á. Af hverju sjö sinnum? spurði Guðjón. í öllum deildum nema kannski Tannlæknadeild, sagði ég. Nú setti Guðjón hljóðan um stund. Svo sagði hann. Veist þú, Skaði, hver er munurinn á Jóhannesi Páli páfa og Jóhann- esi Nordal? Nei, sagði ég. Hann er sá, að Jóhannes páfi heimsækir öll pláss. En Jóhannes Nordal er þar þegar fyrir. KÆNN ER LAUMUKOMMUN- ISMINN Menn lifa flott, fara á hausinn með glæsibrag, njóta ávaxta upp- gangstímanna en kalla stjórnvöld til eftir að allt er farið úr böndun- um. Morgunblaðiö EKKERT FIMMTA HJÓLUNDIRÞEIM VAGNI! Reagan.Gorbatsjov, Davíð og Steingrímur eru menn áratugar- ins í stjórnmálaheiminum, um það blandast varla nokkrum hug- ur. Morgunblaöiö HANNVAR DJÚPUR ÞESSI Hitt er ótvírætt sjónarmið Morgunblaðsins að nú dugi ekki stefnumörkun á einni dagstund til þess að ráða við þann vanda sem að þjóðfélagi okkar steðjar. Morgunblaöiö TAK ÞÚ SORG MÍNA SVALA HAF Og þegar maður er farinn að- skeyta skapi sínu á leirtauinu vegna þess að eitthvert fólk á Stöð 2 fer í taugarnar á manni er eins gott að hætta að horfa á frétt- ir á þeirri stöð. Pressan BRJÁNN BENTIÁ RASSINN Á SÉR... Eins og segir í tilkynningu utanríkisráðuneytisins munu „andlitin ekki duga lengur". Tíminn 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.