Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 19
HFLGARMENNINGIN Leikhópurinn Fantasía sýnir frumsamið leikrit um ástir og vonir Ég býð þér von sem lifir, heitir nýtt leikrit eftir áhuga- leikhóp, sem hóf störf nú í vet- ur og kallar sig Fantasíu. Leikritið varð til í samvinnu leikaranna níu, en Kári Hall- dór gerði leikgerð og leikstýrir verkinu, sem þau frumsýndu í Skeifunni 3 í gærkvöldi. Þau Ágústa Skúladóttir, Birgir Mogensen, Dagur Gunnarsson, Guðrún Öyhals, Gunnhildur Öy- hals, Margrét Óskarsdóttr, Mar- teinn Marteinsson, Ragnheiður Skúladóttir og Sæmundur And- résson hafa starfað saman síðan í október í fyrra, - við tókum okk- ur saman nokkur sem höfðum verið á námskeiði hjá Helga Skúlasyni og smöluðum í hóp, segja þau. - Við réðum Kára Halldór og Öldu Arnardóttur til að kenna okkur, og þau voru svo duglegir kennarar að við ákváð- um að gera alvöru úr því að stofna leikhóp og stofnuðum Fantasíu formlega nú í apríl. - Það var upphaflega uppá- stunga Kára að við enduðum vetrarstarfið með því að hafa sýn- ingu. Það kom tvennt til, segir Kári, - annars vegar var tilvalið að ljúka vetrarstarfinu með því að prófa að hafa sýningu, og eins voru margir í hópnum að reyna við inntökupróf í Leiklistar- skólann svo það var eiginlega nauðsynlegt að gera eitthvað við hliðina á svo að allt starf hópsins snerist ekki bara um prófið. Vonin og hagvöxturinn Hvernig varð leikritið til? - Við skrifuðum stuttar, sjálf- stæðar senur, sem leikstjórinn sá um að raða saman, og byrjuðum að vinna út frá þeim. Við skiptum til dæmis hópnum í pör og hvert par um sig spann senuna aftur og aftur og þannig fengum við marg- ar mismunandi útgáfur, en oft líka sama kjarnann, sem við héld- um þá áfram með. Leikritið mót- aðist síðan smám saman eftir því sem við prófuðum okkur áfram, og leikgerðin varð að hluta til í gegnum spunavinnuna, þar komu tengsl senanna í ljós og framvinda leikritsins varð greini- legri. Skrifuðuð þið öll út frá sama þemanu? - Nei, það var ákveðið í upp- hafi að reyna að setja saman sýn- ingu á svipaðan hátt og revíu úr allavega lausum senum, þar sem hver um sig hefði skrifað út frá þeirri hugmynd sem hann langaði mest til að vinna með án þess að þurfa að skrifa upp í eitt eða neitt ákveðið. - Það kom á daginn að flestir skrifuðu um ástina, og um von- ina, - og vonleysið. Annars vegar berst manneskjan við að halda í vonina, en brýtur hana niður á sama tíma, því lögmál hagvaxtar- ins og lífsgæðakapphlaupið sem líf manna snýst um eru andstæð- ingarhennar. - Úr einrú af senunum kom hugmynd að fyrirtæki og fjórum karlmönnum, sem eiga það, en um þetta fyrirtæki snýst leikur- inn. Reyndar er mikið af þróun leikritsins út frá þeirri senu, enda ekki nema von, gerist ekki öll þróun hérlendis út frá framsækn- um fyrirtækjum? Heimar tilfinninga og viðskipta mætast... Ragnheiður Skúladóttir og Marteinn Marteinsson. Ég býð þér von Beðið eftir voninni. Ragnheiður Skúladóttir, Ágústa Skúladóttir og Guðrún Öyhals. Myndir - Jim Smart. Tveir andstæöir heimar - Útkoman var röð mynda, rúmlega þrjátíu myndir úr lífi níu persóna sem allar tengjast um- svifamiklu fyrirtæki hér í bæ. Við vitum ekki alveg á hvaða sviði þetta fyrirtæki starfar, enda skiptir það ekki öllu máli. Ætli þetta sé ekki bara umfangsmikið og framsækið fyrirtæki á öllum sviðum. Leikritið fjallar um stjórnendur fyrirtækisins og þá sem tengjast þeim, frjálsar ástir og ófrjálsar. Þar koma við sögu fyrrverandi og núverandi makar, viðhöld og aðrir makalausir. - Þetta eru persónur sem standa í baráttu. Þau hafa fundið að þeim hefur mistekist að fást við sínar þrár og langanir, - fyrir- tækið og tilfinningarnar togast á. Fyrirtækið leyfir enga tilfinninga- semi, þetta eru tveir ólíkir heimar og báðir krefjast þeir alls eða einskis og persónurnar virðast ekki geta fundið leið til að sam- eina þá. Þetta er fólk sem reynir að lifa út frá einhverri ákveðinni lífssýn, en lendir í átökum vegna þess að þeim gengur illa að þróa hana og laga hana að sjálfum sér. Við erum einhvern veginn alin upp við að mynda okkur ákveðna lífssýn og halda svo fast við hana og þar með takmarkar maður sína eigin þróunarmöguleika og á erfitt með að horfast í augu við hver maður er. - Vinnustaðurinnsjálfurskipt- ir ekki öllu máli, vinnan er ekki sýnd, það sem skiptir máli er að þetta eru fjórir karlmenn sem lifa í viðskiptaheimi og gefa ákveðna, stífa yfirborðsmynd, eða reyna að minnsta kosti að halda ákveðnum svip. Af því sem þeir segja og gera finnum við að þeir eiga og ráða fyrirtæki, þó við reynum ekki að sýna nákvæm- lega hver staða þeirra er innan fyrirtækisins. - Konurnar eru ólíkari inn- byrðis, að minnsta kosti í klæða- burði og hlutverkum, þetta eru allt konur sem tengjast körlunum fjórum og alltaf að reyna að draga einhverjar tilfinningar út úr þeim. í myndunum fjöllum við svo um hvernig viðskiptaandlitið breytist í tilfinningalífinu, hvern- ig sú mynd sem fólk gefur af sér á vinnustað er allt önnur en sú sem það sýnir heima fyrir. Vonglatt fólk og vonlaust Hvernig persónur eru þetta? - Ein kvennanna er heims- kona, glæsileg og yfirveguð og flíkar ekki tilfinningum sínum. Önnur er tilfinningarík og óút- reiknanleg, það er eiginlega ekki hægt að staðsetja hana, en allt sem hún gerir gerir hún af fyllstu sannfæringu. Sú þriðja heldur sig mikið inni í sjálfri sér. Hún eyðir mestum tíma í sjerrídrykkju fyrir framan sjónvarpið og vonar að öll vandamál leysist ef hún bara bíður róleg. - Fjórða konan er ung stúlka sem gerir sér miklar vonir til lífs- ins, er full af tilfinningum og þrám og vill hreint samband á milli tilfinninga og ábyrgðar. Út frá viðskiptum sínum við fólk og ástina fer henni að finnast allt vera vonlaust og vill ekki lengur taka þátt í leiknum. Sú fimmta er síðan lífsreynd kona sem enn heldur í vonina. Hún leitar enn að snertifleti þar sem hægt er að tengja þessa ólíku heima og er sátt við allar tilfinningar, gleði og vonbrigði, og er fær um að greina á milli og velja. - Einn karlmannanna er dæmigerður ungur uppi, en samt svolítið blautur á bak við eyrun ennþá. Hann ræður engan vegin við heimana tvo, tilfinninga- og viðskiptaheiminn og hættir til að yfirkeyra allt. Annar er aðalfor- stjórinn, sá sem er afgerandi í fyrirtækinu og leggur línuna fyrir alla hina. í vinnunni er hann harður og straumlínulaga en sígur saman þegar heim kemur. Þar situr konan hans við sjerrí- drykkjuna en hann hefur enda- laust samviskubit og minnimátt- arkennd gagnvart henni, finnst hún vita allt betur en hann. - Svo er það flagarinn, aðal- sjarmörinn í bænum. Honum gengur vel með kvenfólkið því hann trúir á eigið aðdráttarafl, en á erfitt með að hemja sig og hleypur oft á sig. Hann tekur ekkert alvarlega en er tilbúinn til að gera hvað sem er fyrir betri stöðu, fallegri konu og svo fram- vegis. Sá fjórði er staðfastur og tryggur, frekar litlaus karakter og lætur alsstaðar kúga sig, til dæmis í samböndum við konur. En hann er einn þeirra sem ekki getur ver- ið einn, verður alltaf að vera í sambandi eða sambúð, maður sem gjarnan vildi breyta ástandi mála en gerir þó ekkert í því. Einhverjar áætlanir um fram- tfð Fantasíu? - Við hættum ekki þarna, heldur höldum áfram í haust, við verðum til húsa hér í Skeifunni næsta vetur ásamt fleiri hópum og ætlum okkur að sýna eitthvað, en hvað það verður vitum við' ekki enn. Næstu sýningar á Ég býð þér von sem lifir verða kl. 21 í Skeif- unni 3c i kvöld og á sunnudags- kvöld. LG Föstudagur 30. |úní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.