Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 4
A BEININU Nauðsyn að hafa óvinsæla ríkisstjóm Ætla mætti að Alþýðuflokkur- inn sé nokkuð einangraður í ríkis- stjórninni varðandi hermálið. Öllum ætti að vera kunn afstaða Alþýðubandalagsmanna og síðan bætist formaður Framsóknar- flokksins í þeirra flokk og segir heræfingarnar vera tímaskekkju, en á sama tíma telur Jón Baldvin Hannibalsson þær vera hið mesta þarfaþing. Er Alþýðuflokkurinn líkt og staður klár hvað varðar hermál- ið? Síður en svo. í fyrsta lagi er það svo um þessa ríkisstjórn að hún byggir á óbreyttum forsendum í utanríkismálum. Það var ekki samið um að ganga úr NATO eða að segja upp varnarsamningnum. Þessi ríkisstjórn er ekki mynduð á þeirri forsendu að breyta grundvallarforsendum í varnar- og öryggisstefnu íslands. Hvað heræfingunum viðkemur er það að segja að þær eru undir- búnar með mjög löngum fyrir- vara. Undirbúningur að þeim æfingum sem nýverið hafa farið fram hófst um áramótin 1987-88 í utanríkisráðherratíð forvera míns. Ákvörðun um það að koma í veg fyrir æfingarnar í byrjun árs 1989 hefði þurft að styðjast við mjög veigamikil rök.Rökin fyrir því að blása heræfingarnar af hafa ekki heyrst enn. Heræfingar eru stundaðar í öllum löndum, bæði Varsjár- og Atlantshafsbandalags með reglu- bundnum hætti, hvergi að sönnu eins umfangsmiklar og innan Varsjárbandalags. Samt hefur enginn núið félaga Gorbasjoff það um nasir að hann standi með því gegn þróun í afvopnunarmál- um. Af því spurt er um staða hesta, spyr ég á móti um Alþýðubanda- lagið sem er flokkur á breytingar- skeiði: Hvenær kemur að því að hann sætti sig formlega við aðild íslands að NATO. Það er orðið nokkuð langt síðan ítalski Kommúnistaflokkurinn gerði þetta upp við sig. Við munum ekki eiga neina aðild að afvopn- unarmálum nema með aðild að NATO. Er ekki ákveðin mótsögn fólgin í því að hér fara fram heræflngar í „kaldastríðsanda" um svipað leyti og utanríkisráðherra flytur tillögu á leiðtogafundi NATO um að vígbúnaður hafanna verði settur á dagskrá afvopnunarvið- ræðna stórveldanna? Stórveldin hafa samið um gagnkvæma tilkynningaskyldu og eftirlit með þeim heræfingum sem á annað borð þykir taka að semja um. Þessi æfing var svo lítil að hún nær ekki tilkynninga- skyldu. Ríkisstjórnin hefur tekið sér- stakt frumkvæði í afvopnunarm- álum sem vakið hefur athygli. Þar á ég við aðdragandann að utan- ríkisráðherrafundi NATO. Ár- angur og eftirtekjan var ekki mikil - enda hlutum við engan stuðning frá öðrum ríkjum á þessum fundi. Við, féllumst á að draga tillögu okkar til baka að því er varðaði lokaskjal fundarins, en tókum skýrt fram að við vær- um ekki fallin frá þeim tillögu- flutningi. Það er vitanlega viðamikið mál að leggja fram ígrundaðar til- lögur um vígbúnaðareftirlit og af- vopnum. f því skyni er einn liður- inn í endurskipulagningu Utan- ríkisráðuneytisins að það verði betur í stakk búið til að takast á við vinnu að slíkri tillögugerð. En var afvopnunartillagan nokkuð annað en almenn viljayf- irlýsing, sem fékk ekki betri undirtektir en svo hjá öðrum leiðtogunum að Stoltenberg norski utanríkisráðherrann hafði að orði að tillagan hefði ekki ver- ið til neins annars en að skapa „ónauðsynlegan rugling á fundin- um? Það er staðreynd að hin engil- saxnesku stórveldi innan NATO eru treg til að hnika til afstöðu sinni. Ég er hins vegar sannfærður um það að tíminn vinni með okkur - þess sjást nú ýmis merki, til dæmis er mér kunnugt um það að á vegum bandaríska herráðsins er hafinn undirbúningur að því að rann- saka það hvort unnt sé í gegnum samninga um vígbúnaðareftirlit og vissa þætti afvopnunarmála að tryggja öryggi siglingaleiða á Norður-Atlantshafi. Sömuleiðis hafa verið unnar mjög viðamiklar rannsóknir á vegum Norðmanna á þessu sviði. Ég á von á því að við munum eiga nána samvinnu við Norðmenn á þessu sviði, eins og norski utanríkisráðherrann hefur reyndar óskað eftir.Það er þegar farið að taka eftir þessu frum- kvæði og það er góðs viti. Víkjum að ríkisstjórninni. Samkvæmt könnunum er þetta óvinsælasta ríkisstjórn sem setið hefur, - staða stjórnarinnar er veik á þingi og Alþýðuflokkurinn undir þinni forystu virðist ekki flá feitan gölt út úr ríkisstjórnarsam- starflnu ef marka má kannanir, stuðningur við flokkinn hefur ekki verið minni síðan 1974? Á stjórnin einhverja lífsmöguleika án þátttöku Borgaraflokksins? Það er nú álitamál. Hins vegar tei ég það sjálfsagðan hlut í fram- haldi af því samstarfi við þing- menn Borgaraflokksins sem tókst á síðasta þingi um veiga- mikil mál að styðjast við hann til fulls og breikka grundvöll stjórn- arsamstarfsins með þeirra þátt- töku. En hvað með óvinsældirnar? Okkur er það mikil nauðsyn að hafa óvinsæla ríkisstjórn - við höfum ekkert að gera með vin- sæla ríkisstjórn. Sú ríkisstjórn sem væri nú að afla sér vinsælda færi áreiðanlega vill vegar. Spurningin er sú hvort þessi ríkis- stjórn er óvinsæl á réttum for- sendum. Mér virðist enn að hún hafi ekki komið sér að verki með að gera óhjákvæmilega hluti sem gætu horft til verulegra óvinsælda til skamms tíma, en tryggi það að lokum að stjórnin hafi árangur sem skili henni réttlátari dómi. Hvaða aðgerðir áttu nákvæm- lega við? Fyrir nokkrum vikum lagði fjármálaráðherra fram á ríkis- stjórnarfundi plögg sem bentu til þess að að óbreyttu yrði halli á ríkissjóði í lok árs 4 til 6 miljarð- ar. Fjárvöntunin við fjárlagagerð næsta ársyfir 10 miljarðar. Þessar tölur eru trúlega frekar van en of ætiaðar. Þetta gerist þrátt fyrir það að þessi og síðasta ríkisstjórn hafi lagt á aukna skatta til þess að ná jöfnuði í ríkisbúskapnum. Er þetta markmið ekki fokið út í veður og vind? Láti hún þetta yfir sig ganga hefur henni mistekist ætlunar- verk sitt. Þá þýðir ekkert að vera með tómar óskir um það sem allir menn eru sammála um í orði kveðnu - lækka verðbólgu, minnka erlenda skuldasöfnun, ná lækkun raunvaxta og fjármagns- kostnaðar. En hvernig stendur á því að svona horflr þrátt fyrir aukna skattlagningu? Ríkisútgjöldin eru að mestu leyti lögbundin og aukningin sjálfvirk. Um leið er stór hluti af ríkisútgjöldum utan við fjárlög og birtist fjármálaráðherra í formi bakreikninga með skír- skotun til löggjafar og besta dæmið um það er auðvitað land- búnaðarhakkavélin. Til hvaða ráða vili þá utan- ríksráðherra grípa. í fyrsta lagi verður að rifta bú- vörusamningnum og afnema sjálfvirka lagakvöð á ríkið, - að hafa verðábyrgð á allri fram- leiðslu landbúnaðaraðila án alls tillits til þess hver eftirspurnin er. Sparnaður vegna þessa gæti num- ið nokkrum miljörðum. í öðru lagi verður að loka gamla húsnæðislánakerfinu. Það er verið að gefa út lánsloforð upp á 2 til 3 miljarða á ári að tveimur þriðju hlutum til fólkis sem býr þegar í viðunandi húsnæði. Þessi lánsloforð eru ávísun upp á gjafa- lán með niðurgreiddum vöxtum. Þetta gæti sparað hálfan annan miljarð. f þriðja lagi verður að taka á sjálfVirkri útgjaldaþenslu heilbrigðiskerfisins, sem er 40 til 45% af ríkisútgjöldum. Það verð- ur til að mynda að rifta samning- um við sérfræðinga í læknastétt sem við óbreyttar aðstæður sækja sér 10 til 20 miljónir hver í sjóði ríkisins. Fyrir liggja tillögur um að sameina 2 hátæknispítala í Reykjavík og breyta þeim þriðja í öldrunarspítala sem mundi spara hundruð miljóna á ári. Taka verður á lyfjaokurskerfinu. Nefnd sem búin er að vera í tvö og hálft ár að vinna að þessu hlýtur að fara að komast að niður- sstöðu. Þar væri hægt að spara umtalsverðar upphæðir. í skóla- kerfinu er unnt að spara með því að leggja niður skóla sem þegar eru tómir. Lánasjóður íslenskra námsmanna stefnir í það að verða frá þriggja miljarða millifærslu- sjóði. Þetta er örlátasta náms- styrkjakerfi sem nokkur þjóð hefur talið sig hafa efni á. Að óbreyttu stefnir í það að taka verði erlend lán til að standa undir honum að því sem næst öllu. Svona mætti halda áfram að nefna augljós dæmi. Um þær mundir sem þú tókst við af formennskunni af Kjartani Jóhannssyni hafðir þú að orði að ekkert væri eðlilegra en að skipta um kall í brúnni þegar illa aflað- ist. Er þinn kvóti ekki einfaldlega búinn? Árangur verður ekki metinn fyrr en við vertíðarlok. Það mál sem þú hefur kanski lagt hvað mesta áherslu á að und- anförnu er tiltekt í utanríkisþjón- ustunni, koma á skipulags- breytingum og öðru slíku. Þetta virðist hafa mætt mikilli and- stöðu meðal háembættismanna. Hannes Jónsson sendiherra neit- ar að biðjast afsökunar á því að hafa kallað þína nánustu sam- starfsmenn fúskara þrátt fyrir að þú kallir hann inn á teppið. Hvor- ir hafa beygt hvern - embættis- mennirnir þig eða þú þá? Skipulagsbreytingarnar voru löngu tímabærar og bráð- nauðsynlegar. Flestir sem til hafa verið kvaddir meðal embættis- manna og sérstaklega hinir yngri Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra i telja þessar breytingar horfa til betri vegar. Það þarf engum að koma á óvart þótt sumir embættismenn bregðist ókvæða við þegar farið er að hrista upp í úreltu kerfi og óhjákvæmilega komið við þeirra eigin hagsmuni. Þessi ríkisstjórn ákvað að lækka launaútgjöld ríkisins um 4 prósent. í Utan- ríkisráðuneytinu hefur þetta ver- ið framkvæmt með þeim hætti að yfirmenn skrifstofa ráðuneytisins eru gerðir ábyrgir fyrir því að þetta markmið náist. Það er búið að afnema óunna yfirvinnu og það kerfi að topparnir komi með yfirvinnureikninga og fái þá af- greidda með sjálfvirkum hætti. Það er óhjákvæmilegt þegar settur er kvóti á yfirvinnu að það feli í sér launalækkun sem er meiri en hundrað prósent þegar menn hafa laun upp á 250 til 350 þúsund á mánuði eins og dæmin sanna. Við skulum segja að það sé eðlilegt að menn kveinki sér undan slíku. En það verður aldrei tekið til í opinberum rekstri án þess að einhver kveinki sér. Um munnsöfnuð eins heima- sendiherra er þetta að segja: Samkvæmt fjárlögum var í sparn- aðarskyni ákveðið að setja ferða- bann á heimasendiherra sem kostaði 5 miljónir í fyrra en hefði trúlega kostað 10 miljónir í ár. Ég sé ekki að hagsmunum íslend- inga í Asíuríkjum verði þjónað héðan af Laugaveginum. Það að sýna flaggið með því að afhenda kurteisisplögg lágt settum emb- ættismönnum í utanríkisráðu- neytum er ekki árungrsrík utan- ríkisþjónusta. Þetta kerfi verður afnumið. Þannig að Hannes Jónsson verður afnuminn í heilu lagi. Enn eitt dæmið um sjálfvirkn- ina í ríkisbúskapnum og verndun á forréttindum er að flestir emb- ættismenn eru æviráðnir. Þeir þurfa helst að fremja morð til þess að hægt sé að færa þá um sess. Ef það hefði vakist upp einhver sendiherra í utanríkisþjónustu erlendis og blaðrað um það í fjöl- miðlum að honum þætti greini- legt að ráðgjafar ráðherra væru fúskarar, þá væri óhægt að slá því föstu að slíkur maður hefði ekki kembt hærurnar í sinni stöðu. Hann væri einfaldlega rekinn og það réttilega. Sendiherra er ekki fulltrúi þjóðarinnar heldur embættis- maður undir stjóm pólitísks ráð- herra sem ber ábyrgð fyrir þingi og þjóð. Honum ber að fram- fylgja þeirri stefnu sem mótuð er af ráðherra og ríkisstjórn og þegja ef hann hefur efasemdir um það. Vilji hann hann skapa sér rétt til þess að gagnrýna þá stefnu þá á hann að sjálfsögðu þau mannréttindi að segja af sér. En standa ekki ummseli Hann- esar enn óhögguð meðan hann neitar að taka þau til baka eða segir af sér? Hann verður að sjálfsögðu leystur frá starfi heimasendiherra um leið og staðan verður lögð niður. Ég er að láta skoða erfiða og lögfræðilega þætti þessa máls. Þú hefur stundum látið að því liggja að hlutverk þitt i ríkisstjóm væri að moka framsóknarflórinn. Ert þú ekki sjálfur fallinn í þann flór og tekinn við að hygla pólit- ískum eftirlaunamönnum með stöðuveitingar eins og framsókn og íhaldið? Ef þú átt við Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson þá er svarið nei - ég er ekki spilltur pólitíkus. Benedikt var þegar fyrir í utanríkisþj ónustunni en hefur verið færður til og um hæfi- leika Kjartans Jóhannssonar til að takast á við samskiptin við EB efast sjálfsagt fæstir. -rk 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.