Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 18
HELGI ÓLAFSSON Karpov tapaði þrem síðustu - Timman sigurvegari Karpov óstöðvandi í Rotterdam!, hljóðaði fyrirsögnin á síðasta skák- þætti mínum. Aldeilis ekki. Sjaldan hefur skákheimurinn orðið vitni að jafn ótrúiegum umskiptum er Karp- ov, sem venjulega er öryggið uppmál- að, tapaði þrem síðustu skákunum og Jan Timman skaust uppfyrir hann og vann mótið. Það hefur ekki gerst áður á skákmóti að Karpov tapi tveimur skákum í röð á móti hvað þá þremur. Hann tapaði í tvígang fyrir Kortsnoj í einvíginu í Baguio 1978 og gegn Kasparov í maraþoneinvíginu 1984/ 85 en svona meðferð hefur hann ekki fengið áður. Fyrstu tólf umferðirnar tefldi hann geysivel þótt hann þreyttist greinilega er á leið. En hon- um var greinilega ekki nóg að vinna mótið, heldur setti stefnuna á eftirm- innilegan stórsigur. Var hann búinn að gleyma því hversu erfiðlega honum hefur oft gengið að „klykkja út“ eins og það er kallað? Ég minni á einvígin við Korts- noj og Kasparov, útkoman varð hroðaleg. í 13. umferð hrakti landi hans, Valeri Salov, vafasamt bragð í hinni annars friðsömu drottningar- indversku vörn og sigraði. Karpov virtist ætla að jafna ærlega um Ljubo- jevic í næstu umferð og stóð áreiðan- lega til vinnings á einhverjum punkti. En skyndilega var allt fast, staðan hrundi og Ljubo sem ekki hafði riðið feitum hesti frá mótinu hrósaði sigri. í síðustu umferð var allur vindur úr Anatolíj og hann tapaði eins og barn fyrir John Nunn. Jan Timman notfærði sér hið óvænta tækifæri út í ystu æsar og lagði Y asser Seirawan sem væntanlega hef- ur aukið á kvöl Karpovs með hrika- lega lélegri taflmennsku. Timman stóð því öllum að óvörum uppi sem sigurvegari en lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Timman lO'/iv. (af 15)2. Karpov 9*/2 v. 3. Vaganian 9 v. 4. Nunn 8V2 v. 5.-8. Van der Wiel, Sokolov, Ehlvest og Salov 8 v. 9. Short IV2 10. Seirawan 7 v. 11.-13. Jusupov, Nogueiras og Sax 6V2 v. 14.-15. Ljubojevic og Port- isch 6 v. 16. Jóhann Hjartarson 4Vi v. Hollendingurinn hefur náð af- bragðs góðum árangri uppá síðkastið. Hann vann einvígið við Portisch í upphafi árs og síðan Euwe-mótið með glæsibrag og sigur hans nú vitnar um mikinn styrkleika. Timman á það hinsvegar til að vera æði brokkgengur og ég tel því hæpið að hann öðlist rétt til að skora á Kasparov heimsmeistara, en í nóvember nk. hefst einvígi hans við Jonathan Spe- elman. Það fer fram í London en á sama tíma kljást þeir Karpov og Jus- upov. Hvað varðar keppnina um heimsbikarinn stendur Kasparov nú með pálmann í höndunum en í haust fer fram síðasta heimsbikarmótið. Reiknuð eru stig úr þrem bestu mótum hvers keppenda sem þýðir að Karpov verður að vinna glæsilegan sigur í Skellefta í Svíþjóð til að vinna heimsbikarinn. Samkvæmt mínum útreikningum er Kasparov með 83 stig en Karpov 80,5. Karpov þarf að fá minnst 28,5 stig úr síðasta mótinu til að eiga einhverja möguleika en best hefur hann fengið 27,5 stig í fyrsta mótinu í Brússel. Það er Valeri Salov sem gaf tóninn í 15. umferð er hann lagði Karpov sem tók í þjóustu sína lítt þekkt afbrigði sem nýlega var vakin athygli á í eistnesku skákriti. Salov reyndist öllum hnútum kunnugur, hratt atl- ögunni og Karpov hóf frægan tapferil sinn: Anatolíj Karpov - Valerio Salov Drottningarindversk vörn 1. d4-Rf6 2. c4-e6 3. Rf3-b6 4. g3-Bb7 5. Bg2-Be7 6. Rc3-Re4 7. Bd2-Bf6 8. Hcl!? (Lengi vel var álitið að þessi leikur væri ekki mögulegur vegna hótunar- innar8. ..Bxd4 9. Rxd4-Rxc3 o.s.frv. en svo fékk einhver þá hugmynd að gefa drottninguna fyrir álitlegan liðs- afla. Salov er þó hvergi banginn og Ieggur ótrauður út í miklar flækjur. Sálfræðilega rétt ákvörðun því Karp- ov var greinilega farinn að lýjast eftir margar erfiðar skákir.) 8. ..Bxd4 10. Bxb7-Rxdl 9. Rxd4-Rxc3 11. Hxdl-c6! (Ekki gekk 11. ..Rcóvegna 12. Rxc6- bxc6 13. Bxc6+ ásamt 14. Bb4+.) 12. BÍ4-0-0! (Betraen 12. ..dósemeinhversstaðar var gefið upp.) 13. Bd6-He8 16. b5-Dxa8 14. Bxa8-Dc8 17. bxa6-c5! 15. b4-Ra6 (Þetta er kjarninn í vörn svarts. Hann hefur gefið hrók og tvo létta menn fyrir drottninguna en peðastaða Karpovs er ekkert augnayndi. f fram- haldinu býður Karpov uppá jafntefli en Salov, sem var aðstoðarmaður hans í London 1986, forsmáir gott boð.) 18. Rf3-De4 26. e4-Da4 19. Hcl-f6 27. e5-Dc6 20. a3-Dc6 28. Hfel-a6 21. Hdl-Da4 29. He3-h6 22. Rd2-Dc6 30. Hcl-Ha8 23. Rf3-Da4 31. Re4-fxe5 24. Rd2-Dxa3 32. f3 25. 0-0-Dxa6 (Það er auðvitað gífurlegur kraftur í þessum fjórum umframpeðum svarts en hvítur nær að halda stöðunni sam- an með biskupnum á d6. Enn er mjög tvísýnt um úrslit en Salov tekst að knýja fram sigur með afar markvissri taflmennsku) 32. ..a5 33. Ha3-a4 34. h4 (Það er stór spurning hvort ekki hefði verið betra að leika 34. Kg2 til að svara 34. ..Ha5 með 35. Kh3. Fram- rás b-peðsins verður þá erfiðari ef ekki ómöguleg í framkvæmd.) 34. ..Ha5 38. Hxc5-Da6 35. Kg2-b5 39. Hc3-Db5 36. cxb5-Hxb5 40. Kg4 37. Kh3-Hb3 (Kóngurinn virðist harla öruggur þarna á g4 en ótrúlegar hættur bíða hans þó.) 40. ..Kh7 41. h5?! (Kannski hefði Karpov átt að láta þetta ógert. Svartur nær að bæta að- stöðu kóngsins eftir þennan leik og það ræður úrslitum.) 41. ;.Hxa3 45 Hc3.gxh5+ 42. Hxa3-g6 46. KxhS-Dfl! S: MíS? 47. Kg4-Kg6! (Skyndilega er hvítur í bullandi mát- hættu.) 49. Rc5-Dhl! (Hótar50. ..Dh5+og51. Dg5 át. Við þessu er ekkert að gera svop að gagni komi.) 50. Kf4-Dh5 52. Kd2-d4 51. Ke3-Dxe5+ - og Karpov gafst upp. 36. helgarmótið á Djúpavogi Pistilhöfundur þessi vann 36. helg- armótið á Djúpavogi sem haldið var um síðustu helgi. Um 30 keppendur mættu til leiks og var mótið óvenju þétt skipað góðum skákmönnum. Jón L. Árnason hafði forystuna fyrir síð- asta keppnisdag með fullt hús eftir fimm umferðir. f sjöttu umferð tap- aði hann fyrir undirrituðum og í síð- ustu umferð lagði ég einnig Hannes Hlífar að velli. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Helgi Ólafsson 6V2 v. (af 7) 2. Jón L. Árnason 6 v. 3. Davíð Ólafsson 5'/2 v. 4.-6. Hannes Hlífar Stefánsson, Jón G. Viðarsson og Erlingur Þorsteins- son 5 v. Neðar á töflunni komu t.d. Þröstur Þórhallsson, Sævar Bjarnason og Björgvin Jónsson. Verðlaun öldunga hlaut Sturla Pét- ursson eftir harða keppni við Óla Valdimarsson. Litlar breytingar á Elo-listanum FIDE hefur sent frá sér nýjan Elo- lista. Samkvæmt honum eru 10 stiga- hæstu skákmenn veraldar þessir: 1. Kasparov (Sovétr.) 2775 2. Karpov (Sovétr.) 2755 3.-4. Ivantsjúk (Sovétr.) 2660 3.-4. Short (Englandi) 2660 5. Kortsnoj (Sviss) 2655 6. Salov (Sovétr.) 2645 7. M. Gurevich (Sovétr.) 2640 8. Timman (Holland) 2635 9. Ljubojevic (Jógóslavía) 2635 10. Andersson (Svíþjóð) 2635 Jóhann Hjartarson hefur tapað 60 stigum frá síðasta lista og stendur í 2555. Sæti hans á toppnum hefur tekið Margeir Pétursson með 2580 stig. Undirritaður er samkvæmt Elo- listanum með 2545 stig. Stig yfir aðra íslenska skákmenn hef ég ekki undir höndum en nákvæmari listi og leiðréttur verður birtur síðar. Þær Polgar-systur Judit og Suzza eru efstar kvenna með 2555 stig, 60 stigum fyrir ofan heimsmeistara kvenna Chiburdanidse sem er í 3. sæti með 2495 stig. Hálfslemma fyrir norðan Murat Serdar og Þórður Björnsson sigruðu Alslemmu- mótið að Hrafnagili með glæsi- brag. Aðeins 19 pör (38 spilarar) tóku þátt í mótinu, sem er með minna móti. Félagar þeirra, Ragnar Jónsson og Þröstur Ing- imarsson urðu í 2. sæti og stig- efstu spilarar helgarmótanna, Anton R. Gunnarsson og Friðjón Þórhallsson urðu í 3. sæti. I 4. sæti komu svo Björn Theodórs- son fv. forseti Bridgesambands- ins og Jakob R. Möller úr Reykjavík og í 5. sæti besta par þeirra norðanmanna, Anton Haraldsson og Pétur Guðjóns- son. í 6. sæti voru heiðursmenn að vestan, Guðmundur M. Jóns- son og Arnar Geir Hinriksson. f framhaldi af lélegri aðsókn, hefur verið ákveðið að fella niður næstu 3 mót og breyta fyrirkomu- lagi á þeim 2 mótum sem þá eru eftir, á Hallormsstað og í Kópa- vogi. Þau mót verða með baro- meter sniði og bundin við 32 pör. Að austan hafa borist eindregnar óskir um að halda mótið, frá heimamönnum. Evrópumótið í sveitakeppni, sem að þessu sinni er haldið í Turku í Finnlandi, hefst um þessa helgi. Liðið okkar að þessu sinni er skipað eftirtöldum spilurum: Aðalsteinn Jörgensen-Ragnar Magnússon, Guðmundur Páll Arnarson-Þorlákur Jónsson og Jónas P. Erlingsson og Valur Sig- urðsson. Fyrirliði án spila- mennsku er Hjalti Elíasson og fararstjóri er Sigurður B. Þor- steinsson. Ekki er búist við miklum ár- angri af liðinu, en á síðasta móti náðum við 4.-5. sæti (1987) og í kjölfarið sigruðum við Norður- landamótið (1988). Aðeins 2 spil- arar voru í liðinu sem sigraði Norðurlandamótið, þeir Valur og Þorlákur. Og aðeins 1 spilari er í liðinu sem náði 4.-5. sæti á síðasta EM, Aðalsteinn Jörgen- sen. Tveir nýliðar eru í hópnum, þeir Ragnar Magnússon og Jónas P. Erlingsson. Landslið okkar í yngri flokki er þessa dagana að etja kappi við frændur okkar af hinum Norður- löndunum. Það lið er skipað eftirtöldum spilurum: Hrannar Erlingsson, Matthías Þorvalds- son, Arni Loftsson, Steingrímur G. Pétursson og Sveinn R. Eiríksson. Fyrirliði er Björn Eysteinsson. Sömu sögu er að segja af þessu liði, að ekki er bú- ist við miklum árangri af liðinu. Báðum liðunum fylgja bestu ósk- ir um góðan árangur. Nánar síð- ar. Ólafur Lárusson 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. júnf 1989 Og Sumarbridge gengur vel þessa dagana. Fullt hús er yfir- leitt á þriðjudögum en heldur færri spilarar á fimmtudögum. Meðalþátttaka er um 45 pör á kvöldi (90 manns) sem verður að teljast góð mæting, eða um 180 manns vikulega. Það er Bridge- samband íslands sem stendur að Sumarbridge í Reykjavík. Sumarbridge á Akureyri gengur einnig vel. í síðustu viku mættu 20 pör til leiks. Einnig er Sumarbridge spilaður eystra, á Eskifirði og Reyðarfirði. Eftirfarandi spil birtist nýlega í Bridge World. Yfirskriftin er: Vörn fyrir lengra komna, gegn spilurum sem hafa náð jafn langt. Það er pólskur spilari sem stjórnar vörninni. S: ÁlOx H: Kxx T: KDxxx L: Gx S: xxx S: Dxxxx H: XX H: Áxx T: xx T: lOx L: KDlOxxx L:Á9x S: KG H: DGlOxx T: ÁGxx L: xx Norður/Suður melduðu sig í 4 hjörtu, eftir hjarta- og tígulsagn- ir. Á leiðini stakk Austur inn spaðasögn. Gegn 4 hjörtum Suðurs, spilaði Vestur út laufa- kóng. Nú tekur þú við í Austur. Hvernig hagar þú „vörninni"? Þung þessi, ekki satt? Lítum aðeins á yfirskrift spilsins. Vörn fyrir lengra komna, gegn spilur- um sem eru jafn langt komnir. Hvað þýðir þessi orðaleikur? Naglasúpa? Sá pólski í Austur yfirtók laufakóng félaga og spilaði tígul- tíu á augabragði. Sagnhafi sá hættuna (Austur með einspil í tígli, og inni á hjartaás myndi hann spila laufi á drottningu fé- laga og fá tígulstungu). Sagnhafi átti svarleik við því. Spaðakóng- ur, spaðagosi yfirtekinn með ás og spaðatía. Drottning frá Austri og laufi hent heima (Sagnhafi beitti svokölluðu skærabragði, klippti á samgang varnarinnar). En Austur hafði séð þetta allt fyrir og spilaði að bragði fjórða spaðanum. Trompað, og Vestur henti síðari tíglinum. Inni á Hjartaás, spilaði síðan Austur hinum tíglinum og gaf Vestur stungu í tígli. Einn niður. Var einhver að tala um sjón- hverfingar? Bridgesambandið hefur gert samning við Eurocard og Útsýn, um Bikarkeppni sambandsins 1989. Samkvæmt samningum er fyrirtæjkunum heimilt að nota hverja þá möguleika sem gefast til að auglýsa fyrirtækin. Stöð 2 1 mun sýna frá undanúrslitaleikj- um og úrsiitaleik í ótruflaðri dag- skrá, í september. Sveit skipuð þeim Erni Ein- arssyni, Herði Steinbergssyni, Soffíu Guðmundsdóttur og Her- manni Tómassyni frá Akureyri, sigraði Bikarkeppni Norðurlands (bæði svæðin) á dögunum. Sveitin spilaði til úrslita við bræðrasveitina frá Siglufirði (Ás- grím, Jón, Boga, Anton og yngri kynslóðina Ólaf og Steinar) og sigraði með nokkrum mun. Aðalfundur Bridgefélags Reykjavíkur var haldinn í síðustu viku. Haukur Ingason var endur- kjörinn formaður félagsins, en aðrir í stjórn eru: Sævar Þor- björnsson, Eiríkur Hjaltason, Jakob Kristinsson, Björgvin Þor- steinsson og endurskoðendur; Hallgrímur Hallgr. og Sigmund- ur Stefánsson. Fulltrúi í Reykja- víkurdeild er Jakob Kristinsson og fulltrúar á Ársþing BSÍ: Haukur Ingason, Örn Arnþórs- son, Sævar Þorbjörnsson og Hjalti Elíasson. Litlar breytingar á ferðinni þar, greinilega. Sveit Loga Þormóðssonar Keflavík sigraði sveit Guðmund- ar Baldurssonar Reykjavík í 1. umferð Bikarkeppni BSÍ. Sveit Jóns Baldurssonar Reykjavík sigraði sveit Júlíusar Snorrasonar Reykjavík einnig í 1. umferð. Sveit Tralla-sveitarinnar Reykja- vík, sigraði sveit H 20 frá Eski- firði (Aðalsteinn Jónsson) í 2. umferð. Ólokið er þá tveimur leikjum í 1. umferð (Sigmar Jónsson-Ásgrímur Sigurbjörns- son og Eiríkur Hjaltason- Brynjólfur Gestsson).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.