Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 23
DÆGURMÁL HEIMIR PÉTURSSON Sterk undiralda Jim Kerr. framlínumaður Simple Minds, segir nýjustu plötu hljómsveitarinnar, „Street Fighting Years“, sýna tilverunni meiri auðmýkt en fyrri plötur hljómsveitarinnar. Það er ánægjulegt að þriggja ára hlé Simple Minds frá plötuupp- tökum, skuli skila sér í því rrieistarastykki sem „Götu- slagsmálin“ eru. Hljómsveitin hefur verið eitt af skrautblómum rokksins á þessum áratug og náð stöðu súpergrúppunnar; risatón- leikar með tilheyrandi ljósköst- urum, fjölmiðlathygli og pening- um. Simple Minds tekur sitt efni upp í einkastúdíói á friðsælum stað í Skotlandi. Stúdíói sem fáir myndu hafna að vinna í. Við þessar aðstæður saman- lagðar getur tvennt gerst. Hljóm- sveitin fórnar sér á altari Mam- mons og gleymir sér í iðnvæddum nægtarbunninum, eða fyllist meiri metnaði og nýtir auð og frama til ígrundaðri verka. „Ár götuslagsmálanna" er metnaðar- full og geysilega vönduð plata. Enda tóku Kerr og félagar eitt ár í gerð hennar. Þessi plata er tví- mælalaust það jafnbesta sem ég hef heyrt úr skorsku herbúðun- um og örugglega ein eftirtektar- verðasta plata þessa árs. „Götuslagsmálin" hafa yfir sér rólegt og fágað yfirbragð. Platan er samt full af hreyfingum. Kerr er mun meðvitaðri og þroskaðri textasmiður en áður og nálgast tilveruna í víðara samhengi en fyrr. Textarnir eru ekki eins im- pressionískir. Mandela, Biko, mannréttindi og innstu rök tilver- unnar, er linsan á vélinni í þetta skipti. Þrátt fyrir rólegt yfirbragð er sterk undiralda á „Götu- slagsmálunum", segir Kerr. Ég get tekið heilshugar undir þessa lýsingu. Það er notaleg tilfinning að hlusta á vel flutta og heilsteypta tónlist, með meining- arfullum textum, sem eru lausir við klisjur súperstjarnanna, eða súpu dagsins. Tilbreyting á neysluóðum og sinnulausum tím- um. Háheiðar Skotlands hafa yfir sér rólegt yfirbragð, en fjöll búa yfir innri orku sem við íslending- ar ættum að kannast við. Best myndu „Götuslagsmálin" njóta sín í rakafullri næturþoku, í klett- um og óbyggðum. í því umhverfi verða götuslagsmál hlægilegur vitnisburður vanþroska mann- skepnunnar. Þetta er plata sem vinnur og vinnur á. Hún minnir mann sterklega á „sólid“ grúppurnar gömlu sem sumir fíluðu svo í tætl- ur, að þeir náðu aldrei að raða sér heilum saman aftur. „Street Fig- hting Years" er „Sgt. Pepper" Simple Minds. „Poppfasistinn" PeterGabriel, samdi á sínum tíma kröftugt og sannfærandi lag um blökku- mannaleiðtogann Biko. Það er erfitt að gera betur en Gabriel sjálfur. Simple Minds endar nýju plötuna á þessu lagi. Handfjötlun þeirra sýnir að þeir hafa skilið skilaboð lagsins og getu þeirra til að flytja jafnvel heilögustu smíð- ar rokksins. Ætti ég að gefa plötunni stjörn- ur, yrði fátæklegt um að litast á himinhvolfinu á eftir. -hmp Þá er hún loksins komin, plata Risaeðlunnar. Mynd: MR Tyrknesk Risaeðlu- sveifla Ég hef farið nokkrum orðum um dyggðir Risaeðlunnar á þess- ari síðu Nýs Helgarblaðs. Risa- eðlan er með því ferskasta sem gerst hefur í íslenskri rokktónlist undanfarin misseri. Athyglin hef- ur beinst meira og meira að þess- ari grúppu og þeir sem fagna því sem vel er gert í íslenskri dægur- tónlist, ættu ekki að láta ný út komna plötu Risaeðlunnar fara fram hjá sér. Það er all langt síðan menn vissu að von væri á plötu frá hljómsveitinni. Síðan hefur mað- ur heyrt lögin af plötunni marg oft í flutningi á tónleikum. Þar hafa þau verið þétt og kýlandi. Á plötunni glatast hins vegar nokk- uð af þessum þéttleika, sem ég held að verði að skrifast á hljóð- blöndunina og e.t.v. aðra hluta stúdíóvinnunnar. Þetta er raunar meinbugur á mjög mörgum ís- lenskum plötum og veit ég ekki hvort á að kenna um, lélegum tækjakosti eða slökum tækja- mönnum. Það vantar eitthvað upp á hljóminn, alla vega sakna ég einhvers. En kannski er maður bara orð- inn svona íhaldssamur á hljóm- leikaútsetningar Risaeðlunnar að maður nýtur ekki hljómgæð- anna? Þessi frumraun er þó með betri byrj unarstykkj um. Enn sem fyrr setja fiðluleikur Möggu og saxa- fónleikur Dóru sterkastan svip á lög Risaeðlunnar. Til samans eru þau fimmmenningar sannfærandi heild. Tóti er sjóaður trommari og góður taktisti og Siggi og fvar falla vel inn á gítarnum og bass- anum. Sterkustu lögin á þessari fjögra laga plötu, eru að mínum dómi: „Ö“ og „Kebab“. Tyrkneskur seiðkraftur „Kebab“ er sterkur ,og hljómurinn í því lagi er eitthvað sem gaman væri að heyra Risaeðluna þróa lengra. Nú þegar Risaeðlan hefur létt af sér frumburðinum og losað sig undan álögum hans, bíða „forn- leifafræðingar" spenntir eftir næsta þróunarstigi. Nær þessi nú- tíma Risaeðla að framlengja líf sitt (fram yfir meðalaldur ís- lenskra hljómsveita), eða deyr hún út eins og sú gamla? Vonandi ekki. Það er þörf fyrir Risaeðl- una. -hmp Guðdómleg djoflamessa Gott og illt, hin myrku öfl í hjörtum mannanna. Almætti hins góða sem umber djöfulinn. Andi miðaldanna svífur yfir vötnum. Uppspretta illskunnar, hver er hún? Kemur hún innan frá eða utan frá? Guð, er hann, hún eða það almáttugt? Skapaði guð hið illa, skapaði guð okkur eða sköpuðum við guð? Heyra örugglega ekki allir bergmál hat- ursins? Matt Johnson, The The, hefur skapað guðlega rokkóperu. „Mind Bomb“, eða „Hugar- sprengja", heitir gripurinn. Eða ætti ég ef til vill frekar að segja að Johnson hafi skapað stálkalda djöflamessu? Dimmur „munka- kór“ teymir mann í skuggalegan miðaldakastala, í nútímanum, í sögulegu minni okkar. Hljóðfæraleikurinn á „Mind Bomb“ er skotheldur. Gítar- leikur Johnny Marr, fyrrum „smiðs“, er sérstaklega áhrifarík- ur og orgelleikur Wax nokkurs, kemur vel út. Heildarútkoman er hnökralaus. „Mind Bomb“ er sársæt djöfl- amessa. Johnson notar minni trú- arbragðanna vel. „Djöfullinn er ekki til nema í hjörtum mann- anna. Djöfullinn er egó mannsins og hans lægstu hvatir,“ segir hinn alvarlega þenkjandi Johnson. í laginu „The Violence of Truth,“ segist hann velta því fyrir sér, hvers vegna allt sem við skiljum ekki, fær okkur til að krjúpa á kné og tilbiðja bölvun okkar. Þetta segir Johnson vera grunntón trúarbragðanna og samfélagsins. Þannig sigrist öfl hins illa á mannsandanum. Þessi plata The The er eins og sellufundur í sálinni. Úr skúma- skotum heilans heyrast umbylt- ingartónar. Reynsla kynslóðanna knýr dyra með þungum hnefa sín- um. Ferskar útsetningar og óvenju vandaður og fagmannlegur hljóðfæraleikur, er aðalsmerki „Mind Bomb“. Platan ber sterk og persónuleg einkenni og grípur mann strax. Hún er sönnun þess, að enn eru hefðbundin mið rokk- tónlistarinnar ekki fullnýtt. Geldingsháttur skemmdarverka „samplunar“ á mörgum gæða- stykkjum tónlistarinnar, verður hlægilegur í samanburði. Eins og Cerios-pakki við hliðina á marg- rétta franskri máltíð. Woody All- en og aðrir kvikmyndagerðar- menn, berjast á móti skemmdar- verkum á listaverkum, eins og litun gamalla svart-hvítra kvik- mynda. Tónlistarmenn ættu með sömu rökum að berjast á móti skemmdaverkum á tónlist, til að mynda „samplun". En „sam- plun“ er það kallað þegar menn- taka tónlist annarra og keyra saman við annan takt, algengt í house tónlistinni. Ég nefni þetta hér vegna þess, að góð plata eins og „Mind Bomb" fær mann til að hugsa til þeirra sem veigra sér ekki við að nauðga tónlist annarra, í skálka- skjóli tísku. En tísku er oft ruglað saman við frumleika og eitthvað nýtt. Matt Johnson segist þrátt fyrir allt ekki vera svartsýnismaður: „Ég er vongóður á bjarta fram- tíð. Ég er eins bjartsýnn maður og nokkur getur átt von á að hitta. Sjónarhóll minn er annar en stjórnmálalegur. Hann er and- iegur... Það eina sem maðurinn ætti að óttast, er hann sjálfur. í biblíunni segir að maðurinn upp- skeri eins og hann sái og í kóran- inum segir að hver maður eigi að vera gísl eigin dyggða". The The siglir á hefðbundin rokkmið. En skip þeirra sker sig vandlega úr flotanum. -hmp Matt Johnson, er guð vondur gæi? Föstudagur 30. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.