Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 14
un 1991 verður það kraftaverk ef húsið nær fyrri styrk á markaðn- um. Undanfarna sex mánuði hafa menn talað fjálglega um góðan undirbúning fyrir lokun hússins. Hvað eiga starfsmenn hússins að gera? „Fara í Ieikferðir og sýna í skólum" segir Þjóðleikhússtjóri brattur. Skólarnir eru lokaðir, stundaskrá þeirra eins og ferða- taska eftir Glasgowferð og hvern- ig dreymir mann vakandi um að unglingar og börn hafi áhuga á leikhúsi eftir áratuga vanrækslu. Sjá menn leikara á ferð um landið að vetri til? Látum okkur dreyma. „Endurtekinn fjárhags- vandi Þjóðleikhússins rekstrar- og stjórnunarlegs eðlis“? Gísli Alfreðsson er „ósáttur" við þá niðurstöðu ráðherrans. Hvernig ætlar hann að „stjórna og reka“ sitt apparat árið 1990? Hver á að stjórna húsinu í haust ef skrúfað verður fyrir aukafjárveitingar? Hænan og eggið Hvernig reka menn leikhús? Á opinberum styrkjum í fjárlögum og sníða stakk eftir vexti? Eða á hefð, vani oggamlir siðir, að ráða - reksturinn halda sína gömlu slóð og reikningurinn sendur í Arnarhvol? Það verður greini- lega ekki liðið lengur. Hvað er raunverulega að í Þjóðleikhús- inu? Hvað hefur ráðherrann gagnrýni sinni til stuðnings? Þær raddir hafa heyrst um árabil að Þjóðleikhúsið hafi skaðast mest af eldri hluta starfsmannahópsins - þær raddir hafa hljóðnað að undanförnu, máski vegna þess að elsta kynslóðin er ýmist að hætta störfumeða þá að hún fær ekkert að gera, svo nú beinast spjótin að miðkynslóðinni, fólki fæddu í stríðinu. Eins og alltaf beinast gagnrýnisraddir að nokkrum ein- staklingum. Ævinlega án veru- legrar sanngirni um hlutverka- skipun, jafna stígandi frá verk- efni til verkefnis, þann þroska sem lög um Þjóðleikhúsin kveða svo skýrt á um: „Við samningu verkefnaskrár skal leitast við að nýting starfskrafta verði hag- kvæm og tillit sé tekið til listrænn- ar velferðar og þroska listamann- anna.“ Sannleikurinn er sá að í þessari klausu er falinn einn af fjórum hornsteinum leikhússins: velferð listamannanna. Ekki bundin launaflokkum eða sýningar- greiðslum, heldur sífelld vaka yfir gáfu þeirra til leiksins. Hand- leiðsla frá einu hlutverki tii ann- ars, tii að reyna þanþol þeirra til nýrra átaka, finna styrk þeirra og veikleika. Ekkil láta þá falla í klisjuna, kasta þá endalaust eins og týpur en ekki skapandi ein- staklinga. Láta þá ekki ganga verkefnalausa heilu og hálfu vet- urna eins og útigangshross. Eins og tíðkast í Þjóðleikhúsinu. Fyrir tíu árum spratt upp deila á síðum þessa blaðs um blóð- leysið í Þjóðleikhúsinu. f orði kveðnu var hún þras um orðalag og orðhengilshátt eins og okkar er siður, en bak við það var deila um rétt Þjóðleikhússtjóra til að ráða starfsmönnum sínum, hvort hefðarréttur og starfsaldur skyldi ganga framar listrænum hug- myndum leiklíússtjórans um samsetningu leikflokksins. Kveikjan var uppsögn tveggja leikara af svokölluðum B- samningi og í kjölfar þess ásakaði leikhússtjórinn Félag leikara um að standa í vegi fyrir eðlilegri endurnýjun í stapanum. Vitaskuld er það ljóst að ævi- ráðningar hafa sungið sitt síðasta í íslensku leikhúsi hvernig sem stéttarfélög kunna að láta í því máli. Á sama hátt og ljóst er að hvaða leikhússtjóri sem er verður að geta ráðið hvernig hann setur leikarahóp sinn saman sem ræðst af því hvaða verkefni hann vill sýna fyrir reksrarféð sem hann fær. Nú er komið að því að leikhússtjórnin verður að taka klárar og skýrar ákvarðanir hverjir eiga að mynda leikflokk Þjóðleikhússins. Það hefur lengi verið gagnrýnisvert hvernig hóp- urinn er samansettur, og staðið leikhúsinu fyrir þrifum. En verra er hvernig leikhússtjórnin brýtur lög á starfsmönnum sínum í leikarahópi, frá þeim elstu til hinna yngstu, og er þá vitnað til lagaklausunnar hér að ofan. Hvað hefur Róbert Arnfinnsson leikið í leikhúsinu liðin tvö leikár? Fimm hlutverk. Rúrik, Gunnar, Bessi, Baldvin, Herdís, Magga Guðmunds, Kristbjörg, Bríet; þessi hópur hefur leikið eitt, mest þrjú hlutverk á tveim árum. Og ekki tekur betra við þegar skoðaður er yngri hópur- inn sem virðist helst ráðinn í eitt tvö hlutverk til skamms tíma. Leikhúsið er á grimmilegan og heimskulegan hátt að vaiinýta starfskrafta sína. Þeir geta ekki gert upp við sig hverjir skuli starfa í flokknum. Fólk æfir á strjálingi, veit aldrei lengra en leikárinu hvað bíður þess. Finnur ekki fyrir neinni heildrænni stefnu með starfskrafta sína. Hvað er betra til að drepa niður áhuga á starfi og verkefnum? Þetta er stærsta synd leikhús- stjórnarinnar og sú ljótasta. Að kasta starfsævi og starfskröftum fólks á glæ. Og í aurum og krón- um talið er hún síður en svo „hag- kvæm“. Leikstjórakrísan Annar hornsteinn leikhúss er leikstjórnin. Ég hef fundið fyrir því í tali manna að þar er tísku- orðið „leikstjórakrísan". Aftur beinist óánægja áhugasamra leikhúsgesta og leikhúsfólks að skorti á stefnufestu, áframhaldi, þróun, og er þess þá vænst að tengsl leikstjóra við eitt hús, hluta.úr leikflokknum, einn leik- myndahönnuð, geti magnað fram fersk vinnubrögð, hlaðnari leiksýningar. Enda næst enginn árangur í starfi leikstjórnarhóps nema samfella verði í starfinu og verkefnavalið bjóði uppá skipu- lögð vinnubrögð til langs tíma. Þjóðleikhúsið er með tvo leik- stjóra á föstum launum og mætti ætla að óathuguðu máli að þeir væru listrænt akkeri leikhússins. Benedikt Árnason virðist hafa því hlutverki að gegna að taka upp vinsæl leikrit frá West End leikhúsunum í London og hefur reyndar mátt þola ásakanir uppá síðkastið aðhann sæki þangað annað og meira, leikstjórn hans sé stæling, hermilist. Hann hafur á fimm árum sett upp sex verk- efni. Brynja Benediktsdóttir hef- ur ein fárra íslenskra leikstjóra markað sér samfelldan stíl og virðist fylgja honum nokkuð samviskusamlega: hún hefur sett upp fjögur verk á liðnum fimm árum. Leikstjórafélagið hefur í kjara- samningi sínum metið uppsetn- ingu sem ársfjórðungsverk þann- ig að lesandi má glöggt sjá „hag- kvæmni" þessa fyrirkomulags. Aðrir leikstjórar húsanna eru til- fallandi og reyndar hygg ég að fáar starfstéttir á íslandi búi við eins mikið öryggisleysi og leik- stjórar okkar. Undanfarin fimm ár hefur Þjóðleikhúsið vart leitað út fyrir afar þröngan hóp. Margir ungir og eldri leikstjórar hafa ekki fengið tækifæri um árabil og sumir aldrei. María Kristjáns, Inga Bjarnason, Kári Halldór Þórsson, Lárus Ýmir, Kjartan Ragnarsson, Sigrún Valbergs- dóttir, Karl Ágúst Úlfsson, jafnvel Stefán Baldursson og Haukur Gunnarsson - Bríet Héðinsdóttir hefur leikstýrt einu verki í Þjóðleikhúsinu í langan tíma. Leikstjórar búa líkt og leikarar við geðþóttastjórn í úthlutun verkefna og það sem verra er að leikhússtjórnin er í gæfuleysi sínu farin að draga æfingar von úr viti, jafnvel um mánuði og misseri. Og er þá ekki að sökum að spyrja um árangurinn. En fyrst og síðast bitnar á leikstjórum stefnuleysið í verkefnavali, skortur á opinberri verkefnaskrá til langs tíma. Leikhúsið verður að stokka upp leikstjórahóp sinn og skapa völdum hóp möguleika á vinnu til lengri tíma, samfelldri og hugs- aðri eftir styrk leikstjórans og áhuga. En til þess þarf grund- völlur leikhússreksturs ríkisins að breýtast og lúta skipulagi. 1. Marmari 2. Háskaleg kynni 3. Brestir 4. Ofviðrið 5. Fjalla-Eyvindur 14 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. júnl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.