Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 13
 ... Það brennur á Þjóðleikhúsmönnum þessa dagana. Síðasta sýning leikársinsvarígærkvöldi. Flestirstarfsmenn þesseru aðbúasig undir sumarleyfi og koma ekki aftur til starfa fyrr en um miðjan ágúst. En síðastliðinn fimmtudag urðu atburðir sem varpa skugga á sælu sumarleyfis. Fréttastofa Stöðvar 2 skýrði frá því í fréttatíma sínum að Ijóst væri þegar að ríkisframlag til ársins 1989 væri uppurið og staðfesti Gísli Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri að líkasttil vantaði 80 miljónirtil viðbótar 171 miljónsvoendarnæðusaman. Þegarþessi tíðindi voru borin undir Ólaf Ragnar Grímsson kvað hann stjórn hússins ekki færa um reksturinn „rekstrar og stjórnunarlega“ Aðrir fjölmiðlar tóku málið upp: Morgunblaðið með sam- hljóða frétt á föstudeginum. Fjármálaráðherrann taldi nauð- syn brýna að ráðherra leiklistar- mála, Svavar Gestsson, skipaði nefnd í málinu. Hún var skipuð samdægurs og er það þriðja nefndin sem Svavar skipar á þessu ári um málefni Pjóðleik- hússins. Fyrst skipaði hann nefnd um endurbyggingu hússins, þá skipaði hann nefnd um endur- skoðun laganna, nú eru það fjármál hússins. Svavari er vor- kunn í þessu mali, hann er að þrífa skítugan slóðann eftir fyrir- rennara sína, fyrirrennara Ólafs, embættismenn beggja utan ráðu- neyta og innan, þingið og fjár- lagastofnanir ríkisins, stéttarfé- lög leikara og leikstjóra. Þjóð- leikhúsið er búið að vera í steik um árabil en enginn hefur þorað að taka á málinu. Birgir ísleifur virtist hafa burði til þess en stóð svo stutt við í embætti. Hvérnig sem á því er tekið verður lausn á vandanum sársaukafull, ströng og dýr. Senna embættis- manns og ráðherra Orðaskipti Pjóðleikhússtjóra og fjármálaráðherra héldu áfram í fréttum Hljóðvarps á sunnudag og þar tók Ölafur Ragnar af öll tvímæli: „Við höfum horft uppá það í vetur, hver sýningin á fætur annarri hjá Þjóðleikhúsinu virð- ist ekki hafa náð þeim árangri í aðsókn, sem ráun ber vitni. Ég ætla ekkert að dæma hvers vegna það er, en það endurspeglar kannski að það hafi ekki verið rétt mat hjá stjórnendum leikhússins hvað þyrfti að gera hjá stofnun sem væri í mikilli og erfiðri fjárhagsstöðu, og svo má það vel vera að það sé ekki nægi- íegt eftirlit með kostnaði við hverja sýningu svo kostnaður fer úr böndunum og tekjurnar hrök- kva þannig ekki til.“ í lok viðtals- ins lýsti Olafur því yfir að ekki þýddi lengur að koma í fjármála- ráðuneytið og biðja um meiri pening. „Þjóðleikhúsið sjálft eða ráðuneytin“ þyrftu að sjá til þess að stjórn kæmist á reksturinn. Gísli Alfreðsson vísar „fullyrð- ingum um bruðl“ á bug. Húsið sé rekið með „lágmarksafköstum“. „Aðalrekstrarvandamál er fjár- svelti“ segir hann og færir upp styrk til hússins frá 1973 og segir þar sé komin sú upphæð sem hann þurfi til að reka húsið - 250 miljónir. Sætanýting á liðnum vetri sé 63%. Hlutfall eigin tekna af rekstrargjöldum sé óvenjuhátt 35-40 á móti 65-60 í styrk. Laun séu 85% af rekstrarkostnaði og ráðherrann sé í raun að leggja til fjöldauppsagnir. Samningar fjár- málaráðuneytis við starfsmenn fyrir tveim árum hafi hleypt kostnaðinum upp án þess að styrkurinn hafi aukist. Þetta orðaskak um orsök og afleiðingu er til vitnis um hversu skammt er komin umræða ráða- manna um lausn á vanda hússins. Vandamál Þjóðleikhússins hafa lengi verið feiminsmál í kerfinu og það sem verra er að nú er mál- ið orðið svo „heitt“ að enginn í kerfinu vill láta neitt eftir sér hafa um raunverulega stöðu mála. Einu sinni enn á að þegja um vandann í þeirri von að hann hverfi. Liðinn vetur Veturinn hefur verið Þjóðleik- húsinu erfiður. Aðsókn er undir meðallagi, langt frá því að vera góð, 78 þúsund gestir sem er vart viðunandi, þegar litið er til þess að lægst hefur hún orðið 60 og 70 þúsund og hæst á bilinu 120 til 130 þúsund. Nýlokið er langri leikferð um landið með Bflaverkstæði Badda, en það var eitt af fjórum verkum frá fyrri leikárum sem lífguð voru við á verkaskrá sem taldi alls 22 sýningar. íslenski dansflokkur- inn átti þrjár sýningar á liðnum vetri, ein óperusýning var sett upp í samvinnu við íslensku óper- una. Tilfallandi gestaleikir voru sjö, þannig að eftir standa sex frumsýningar. Listrænn árangur vetursins verður að teljast slælegur, eink- um á leiksýningum. Verkefnaval- ið er handahófskennt, engrar sýnilegrar stefnu gætir í vinnu leikhópsins, hann er tíndur sam- an í sýningarnar, þær eru þung- lamalegar og bera þess vitni að fjörefni vanti í leikstjórn hússins. Markaðssetning er hefðbundin og er varla nema von: leikhúsið reynir að halda í trausta ímynd sem er löngu glötuð. „Ég verð þeirri stund fegnastur þegar ég losna þaðan,“ sagði ungur leikari við mig fyrir skömmu. Sumar sýningar féllu án þess að nokkur tæki eftir því - Háskaleg kynni - eftir slaka dóma og lítinn áhuga áhorfenda, þótt verkið væri í æfingum mánuðum saman. Önnur vöktu óskipta athygli - Stór og smár þótt afglapalega væri staðið að frumsýningu af hálfu yfirstjórnar hússins. Þá barst hjálp um síðar með Haustbrúði, gölluðu verki í slakri sýningu, en áhorfendur tóku verkinu fagnandi. Rétt eins og aðsókn var góð á dýra skrautsýn- ingu á Ævintýrum Hoffmanns nokkurs. Á yfirborðinu er allt slétt of fellt - eða hvað? Meðalár segja talsmenn Þjóðleikhússins. Veður voru erfið og óvenju mikið um veikindi. Húsið er í fjársvelti, segja þeir. Menn láta smekk of mikið ráða dómum sínum, segja þeir við gagnrýni og kinka kolli ábúðarfullir. Næsta leikár Ekki nema von þeir beri sig mannalega. Hvað geta þeir gert? í árslok 1987, fyrir átján mánuð- um, var yfirdráttur Þjóðleikhúss- ins hjá Ríkissjóði aðeins 129 milj- ónir. Hvað mínusinn er stór fyrir fjárlagaárið 1988 er ekki hægt að fá uppgefið í kerfinu. Húsið er að hruni komið eins og alþjóð veit eftir að Gísli Alfreðsson komst svo smekklega að orði á liðnu hausti. Það verður að loka því í nær ár frá komandi nýári og starf- semin er á götunni. framundan er uppskerutíð hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem mun með opn- un Borgarleikhússins og fyrstu tveim starfsárum sínum þar greiða Þjóðleikhúsinu þvflíkt rot- högg í harkalegri samkeppnini um tryggð áhorfenda að þegar og ef Þjóðleikhúsið opnar í ársbyrj- Framhald á bls. 14 Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Föstudagur 30. júní 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.