Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 25
Klippi- borðið KVIKMYNDIR_________ Spænskur tauga- titringur Carmen Maura er ein kunnasta leikkona Spánar en eftirminnilegustu persónur hennar hafa verið undir stjórn femínistans Pedro Almodóvar ÞORFINNUR ÓMARSSON Það er ekki óalgengt að kvik- myndaleikstjórar taki ástfóstri við áveðna leikara og vilji helst nota þá í öllum sínum verkum. Þetta er að sjálfsögðu gagnkvæmt þann- ig að leikararnir leggi sig í líma við að vinna með sínum uppáhalds leikstjórum. Dæmi um þetta eru Federico Fellini og Marcello Mastroianni, Werner Herzog og Klaus Kinski og Woody Allen og fyrst Diane Keaton og síðar Mia Farrow og nokkrir aðrir. Stðustu misseri hefur spænskur kvik- myndagerðarmaður, Pedro Alm- odóvar, vakið æ meiri athygli og þá ekki síður leikkona sem fylgir honum í hverri mynd, Carmen Maura. Almodóvar þessi þykir nú ein- hver besta von Spánar og hefur Maura leikið í fimm af sjö verk- um hans. Það var þó ekki fyrr en í síðustu kvikmynd hans þegar Óskar frændi bankaði á dyrnar að Almodóvar og Maura vöktu heimsathygli. Þessi mynd heitir Women on the Verge of a Nervo- us Breakdown, eða Konur á mörkum taugaáfalls, og var til- nefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin en mátti lúta í lægra haldi fyrir Pelle sigurvegara. Hún er væntanleg í íslenskt kvikmyndahús innan tíð- ar og því ekki úr vegi að skoða tvíeykið Almodóvar-Maura ör- lítið betur. í nýlegu viðtali við tímaritið Films and Filming sagði Maura það ekkert skrýtið að hún ynni svo mikið með Almodóvar. „Ég dáist að verkum hans. Við höfúm unnið saman í 12 ár við ýmis verk- efni en ég hef ávallt haft sérstak- an hug til fyrstu myndarinnar, Pepi, Lucy, Bom and Other Girls Like Mom. Við vorum tvö ár að taka upp myndina og unnum þá aðallega um helgar enda engir peningar til. Ég lék Pepi sem var frábært hlutverk að leika." Almodóvar varð upp frá því sannkallaður neðanjarðar- kvikmyndagerðarmaður. Myndir hans eru húmorískar þjóðfélags- ádeilur þarsem konur eru ávallt aðal persónurnar, rétt eins og hjá Percy Adlon (Bagdad Café). Því hefur Almodóvar verið kallaður femínisti en hann ýkir hins vegar upp kvenleikann hjá sínum per- sónum og hefur verið líkt við John Waters í því sambandi. Á undanförnum misserum hafa menn síðan farið að líkja Almo- dóvar við meistara Bunuel og er það ekki ónýt samlíking. Þykir hann brjóta upp gamlar hefðir þannig að oft veki hneykslan líkt og Bunuel gerði á Franco- tímanum. Áður en Almodóvar gerði Konur á mörkum taugaáfalls vakti önnur mynd hans mikla at- hygli, en það var Law of Desire. Carmen Maura lék að sjálfsögðu aðalhlutverkið sem var mjög ólíkt því sem hún hafði leikið áður. Aðal peróna myndarinnar, Tina, var einstaklega opinskár kynskiptingur sem á endanum þótti aðlaðandi og kynæsandi kvenmaður. Það kom Maura á óvart að þessi persóna skyldi vekja svo mikla aðdáun karl- manna því hún var ekki beint þessi dæmigerða kvenímynd sem tískukóngar og kroppasýning- arfrömuðir heimsins hafa skapað. „Þessi aðdáun karlmanna á Tinu kom mjög á óvart og ætlaði ég varla að trúa því þegar menn spurðu Pedro hvernig hann hefði farið að þessu. Hann svaraði því til að hann hefði ekkert gert held- ur væri ég svona,“ segir Maura. „Það sem ég gerði var einfaldlega að fela ekki neitt heldur þvert á móti að láta mun meira bera á öllum stórgerðustu líkamshlutum mínum. Ég reyndi að blása allt upp eins og frekast var kostur og þá sérstaklega bæði maga og brjóst og mínar stórgerðu axlir sem ég reyni venjulega að fela fengu að njóta sín. Á endanum varð Tina eina persónan sem ég hef skapað sem virkilega hefur höfðað til karlkynsins. Það að Tina væri kynskiptingur hafði þar engin áhrif heldur elskuðu menn hana og létu það óspart í ljós.“ Þetta ætti kannski að vera nútím- akonum verðugt umhugsunar- efni. En Law of Desire gerði Maura þó ekki að stjörnu á einni nóttu líkt og Konurnar með taugaáfall gerði, enda máttur Oskars frænda mikill. Carmen Maura lítur ekki á Konurnar eins alvar- legum augum og margir aðrir: „í Konum á mörkum taugaáfalls erum við konurnar allar að vakna upp sálarlega vegna þess að mennirnir eru að gera okkur brjálaðar. Sagt er að þetta sé feminísk mynd en ég er ekki sam- mála. Fyrir mér er þetta bara kómidía. Mér líkar þær raunar mun betur en tragidían. Vand- amálið við tragidíu er að þar verð ég svo upptekin af persónunni sem ég leik að á endanum líður mér jafn illa og henni.“ Að þessu sögðu kemur ekki á óvart að Maura metur Woody Allen mikils. Hann er annar tveggja kvikmyndaleikstjóra sem hún vildi helst vinna með að Pe- dro Almodóvar utanskildum. Ef Allen vantaði spænska kvenper- sónu í einhverja mynd sína myndi það vekja mikinn áhuga hjá Maura en hún vill alls ekki leika ameríska persónu. Hinn kvik- myndaleikstjórinn sem Maura hefur sérstakan áhuga á að vinna með er ítalinn Bemardo Bertol- ucci. Þó finnst henni Bertolucci forðast náin kynni um of þá hrífst hún ekki af þessum sagnfræðilega bakgrunni sem Bertolucci keyrir sín verk á. Maura hefur einnig áhuga á að leika undir stjórn óþekktari manna og hefur hún þegar gert það í sinni allra nýjustu mynd. Hún kallast Baton Rouge og er leikstýrð af áður óþekktum manni, Rafael Moleón. Þetta er tryllir í „film-noir“ stíl og leikur Maura eldri konu sem verður ást- fangin af sér yngri manni. Unga manninn leikur Antonio Bander- as en hann lék bæði í Law of Des- ire og Women on the Verge. Þessi mynd vekti tæpast nokkra athygli nema vegna þess að aðal- hlutverkið er í höndum heimsþekktrar leikkonu, Carm- en Maura. Mickey Rourke leikur i hverri mynainm atannari um pessar mundir. Ein þeirra kallast Johnny Handsome og er leikstyrðaf Walter Hill (48 Hrs., The Long Riders). Johnny þessi er síður en svo myndalegur þvi hann hefur afmyndað andlit með öllu. Hann fer i uppskurð sem heppnast svo vel að ur verður þessi lika brað fallegi maður sem allar stulkurfalla fyrir. Myndinergerð i undirheimum New Orleans og leikur Ellen Barkin a moti Rourke i annað sinn. Hun lek a moti Rourke aðurenhannvarðstjarna i fyrstu mynd Barry Levinsons (Rain Man), Diner, arið 1982. Hjonakornin Paul Newman og Joanne Woodward leika nu saman i nyrri kvikmynd. Það er Jhabvala-Merchant-lvory hopurinn goðkunni (Heat and Dust, A Room With a View) sem ferfimum höndum um verkið og eins og venjulega er verkum skipt þannig að Ruth Prawer Jhabvala skrifar, Ismail Merchant er framleiðandi og James Ivory leikstjori. Robert De Niro atti gott samstarf með Martin Scorsese i heilan aratug og gerðu þeir allsfimm myndir saman: Mean Streets, Taxi Driver. New York New York, Raging Bull og King of Comedy. Nu hafa þeir akveðið að bæta einni i safnið og kallast hún Wise Guy. amk. fyrst um sinn. en Ray Liotta (Nicky and Gino) leikur þar á moti De Niro. Fyrst mun De Niro þo klara myndina Letters þarsemhann leikur með Jane Fonda. Regnboginn Platoon Leader * (Sveltarforlnginn) Gerilsneydd strlðsmynd sem hverfur úr huga manns skömmu eftir sýningu. Nafnið segir i raun allt sem þarf. Dancers * (Dansmeistarinn) Mynd fyrir fanatíska ballettaðdáendur en ekki marga aðra. Herbert Ross tekst alls ekki að endurtaka The Turning Point en góðar ballettsenur halda myndinni á floti. Baryshnikov verður seint talinn til betri leikara en hann kann að dansa. The Presldlo ★★ (Presidio-herstöðln) Buddy-hasar-ástar-mynd með vel film- uðum eltingarleikjum á götum San Fran- sisco borgar. Connery og Harmon eru hörkutól af ólíkum uppruna en standa sam- an í „týpisku" og leiðinlegu lokaatriði. Death Wish 4 0 (Auga fyrir auga 4) Aðeins fyrir allra hörðustu Bronson- aðdáendur. The Naked Gun ★★ (Beint á ská) Stanslaus brandaraskothrió í tæpar tvær klukkustundir. Hittnin er þó misjöfn, oft er hitt í mark en ííka er skotið bæði yf ir og framhjá. Jafnast kánnski ekki á við Air- planel en það má hlæja að vitleysunni. Babetteé gæstebud ★★★★ (Gestaboð Babettu) Þessi gómsæta mynd Gabriels Aksels er uppgjör bókstafstrúarmanna við freistinguna og syndina. Stórgóð persónu- sköpun og veislan i lokin er ógleymanleg. Skugginn hennar Emmu ★★★ Besta barnamyndin í bænum er ekki síður fyrir hina fullorðnu. Skemmtileg og vel gerð mynd á mörkum fantasíu og raun- veruleika. Laugarásbíó Me and Hlm ★ (Ég og minn) Dæmi um hvernig ágætis hugmynd evr- ópsks leikstjóra verður að lágstemmdri gamanþvælu í Hollywood. Ádeilan á að karlmenn hugsi með klofinu fer út um þúfur en stundum má hlæja að vitleysunni. Vel er valið i aðalhlutverkið og stendur Griffin Dunne sig vel innan um konurnar. Fietch Lives ★★ (Fletch lifir) Mynd fyrir aðdáendur Chevy Chase en þeim sem ekki líkar kappinn ættu að sitja heima. Fletch er á köflum mjög fyndin en sum atriðin eru gjörsamlega mislukkuð. Fyrri myndin var betri. Bfóhöllin Her Allbl ★★ (Með allt í lagl) Hreint ágætis skemmtun þarsem Tom Selleck minnir einna helst á Cary Grant hér á árum áður. Vel er fléttað á milli hinnar raunverulegu sögu og skáldskaps rithöf- undarins en atriðin með Rúmenum og þar með talið lokaatriðið heldur hugmynda- snauð. Police Academy 6 0 (Lögregluskólinn 6) Hvernig er hægt að ætlast til þess að fólk hlæi að sömu fúlu bröndurunum ár eftir ár? Þessi sjötta mynd f röðinni um lögreglu- skólann er slakari en þær síðustu þar á undan og er þá mikið sagt. Tree Fugitives ★★ (Prjú á flótta) Ágætis gamanmynd á meðan plottið virkar en dettur niður þess á milli. Martin Short er aðal aðhlátursefnið sem mis- heppnaðasti bankaræningi kvikmyndanna f allt of stórum frakka. Young Guns ★★★ (Ungu byssubófarnlr) Vestrar eru komnir úr tisku en þessi gæti aukið hróður slikra mynda. Hér höfum við allt sem þarf, átök og tragediu, hetjudáð og kómidíu, fólsku og jafnvel rómantík. Estev- ez skemmtilegur sem Billi barnungi. Betrayed ★★ (Setið á svikráðum) * Enginn hefur gert betri pólitískar spennumyndir en Costa-Gavras en því miður er jtessi ekki ein þeirra. Nokkur átakanleg atriði þarsem rasistarnir eru ó- geðslegri en nokkru sinni fyrr en síðan snýst myndin upp í venjulega, annars flokks spennumynd. Working Girl ★★ (Ein útivinnandl) Mjög góður leikur allra aðalleikaranna nær ekki að toga þessa ófrumlegu afþrey- ingarmynd upp úr meðalmennskunni. Mike Nichols fær þó uppreisn æru eftir hina hræðilegu Heartburn. Snotur kvikmynda- taka hjá Ballhaus. A Fish Called Wanda ★★★ (Fiskurinn Wanda) Nánast fullkomin gamanmynd. Hárfínn húmor í skotheldu handriti og gamlinginn Crichton stýrir af mikilli fimi. Erfitt að gera upp á milli aðalleikaranna sem eru hver öðrum betri. Betri skemmtun er vandfund- in. Bíóborgin Cocoon, the Return ★ (Undrasteinninn 2) Afskaplega ómerkilegt og misheppnað framhald sem gerir ekkert nema að skemma fyrir fyrri myndinni. Reynir að vera enn fjörugri og enn tilfinningaríkari en sú fyrri en er bara tilgerðarleg og væmin. Frá- sagnaraðferðin fer öll út um þúfur og fyrir vikið eru sömu leikarar og í frummyndinni ekki með á nótunum. The Big Blue ★★★★ (Hið bláa volduga) Undurfagurt listaverk Bessons er óður til hafsins bláa og allra þeirra sem því unna. Ástarsaga og uppgjör persóna, sem stund- um eru á mörkum þess mannlega, við sjálfa sig og fortíðina. Glæsilegar víðlinsu- tökur á breiðtjaldi, bláminn yfir myndinni er stórkostlegur og tónlistin fellur val að. Hið bláa volduga er upplifun. Þér liður vel á henni. Dangerous Llalsons ★★★ (Hættuleg sambönd) Þrungin, en jafnframt hrifandi tragi- kómidía þar sem allir eai táldregnir. Frá- bær leikur ber myndina uppi, sérstaklega Malkovich og Close sem hástéttarpakkið sjálfselska. Mynd fyrir rómantíkera en endirinn er í hróplegu ósamræmi við þjóð- félagsástandið á þessum tíma. Rain Man ★★★ (Regnmaðurlnn) Regnmannsins verður minnst fyrir ein- stakan leik Hoffmanns i hlutverki einhverfa ofvitans fremur en sem góðrar kvikmynd- ar. Óskar fyrir handrit og leikstjóm fremur vafasamur og Barry Levinson hefur áður stýrt betur. Háskólabíó Married to the Mob ★★ (Glft mafíunnl) Johnathan Demme hefur oftast hitt bet- ur i mark þótt einvalaleikaralið sé nú með í för. Oft góðar útfærslur en líður að lokum út í furðulegt sambland af frásagnarmáta teiknimynda og leikinna. Tónlist David Byrne er smellin og skemmtileg. Stjörnubfó My Stepmother is an Alien ★★ (Stjúpa mín gelmveran) Enn ein útfærsian af E.T. þarsem geimvera í kvenmannsmynd kemur til jarð- ar í ákveðnum tilgangi. Slær á lótta strengi með mörgum smellnum atriðum en verður að lokum mjög hugmyndasnauð, eins og flestar vísindaskáldsögur nútímans gera þvi miður. Ágætlega leikin og Aykroyd og Basinger mynda skondið par. Whoé Harry Chumb? ★ (Harry...hvað?) Billeg gamanmynd með nokkrum aula- bröndunjm. John Candy bjargar því sem bjargað verður en hann er enginn Peter Sellers þó hann skipti ört um gervi sem spæjarinn Harry. Kristnihald undir jökli ★★★ Góð, og athyglisverð mynd á íslenskan mælikvarða sem unnin er af fagmennsku. Kristnihaldið er skemmtileg og fersk á að horfa en ber full mikla virðingu fyrir texta Nóbelsskáldsins. Föstudagur 30. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.