Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 26
Jónas Viðar Sveinsson (málverk) í Alþýðubankanum Akureyrl, opið á afgreiðslutíma. FÍM-salurinn, sumarsýning FÍM verðuropnuðámorgun kl. 15-18, verk eftir félagsmenn. Til 15.8,13-18 virka daga, 14-18 helgar. Árnagarður v/Suðurgötu, hand- ritasýning þri.fimm. lau. 14-16 til 1.9. Gallerí Madeira, Evrópuferðum Klapparstíg 25. Pétur P. Johnson sýnir Ijósmyndir. 8-18 virka daga til 16.7. Hafnarborg, Strandg. 34 Hf., Á tólf- æringi, 14-19 alla daga nema þrið. til 7.8. Kjarvalsstaðir, sumarsýning á verk- um Kjarvals, daglega 11 -18, til 20.8. Haukur Dór og Preben Boye sýna málverk, teikn. grafík og granítskúlpt- úra. Til 9.7. Norræna húsið anddyri: Jörð úr ægi, myndun Surtseyjarog hamfar- irnar í Heimaey. 9-19 nema su. 12- 19, til 24.8. Kjallarl: Sumarsýning á verkum Jóhanns Briem, daglega 14- 19 til 24.8. Nýhöfn, Kristján Davíðsson sýnirolí- umálverk, 10-18 virka daga, 14-18 helgartil 12.7. Magnús Tómasson sýnir í útibúi SPRON Álfabakka 14. Opið á af- greiðslutímatil 1 sept. Ljósmyndasafn Reykjavíkur sýnir Ijósmyndiraf Jóhannesi Páli II páfa eftir Adam Bujak. Opið alla daga 11 - 19. Listasafn Einars Jónssonar opið alla daga nema mán. 13.30-16. Listasafn Sigurjóns, opið ld.,sd. 14- 17. Mán, miðv.fim. 20-22. Tónleikar þrið. 20.30. Fd:lokað. Kaffistofan opin á sama tíma. Tekið á móti hóp- umeftirsamkomul. Safn Ásgríms Jónssonar, lands- lagsmyndir, 13:30-16 alla daga nema mán. Til septemberloka. Sigríður Elfa Sigurðardóttir opnar málverkasýningu í vinnustofu sinni Helmahvammi, Elliðaárdal á morg- un. Til 9.7,20-22 virka daga, 14-20 helgar. Fundur Ameríku. Sýning í Sjóminja- safni fslands, Vesturgötu 8 Hf. Opin ísumaralladaganemamán. 14-18. Þjóðminjasafn opið alla daga nema mán. 11-16. Fjaðraskúfarogfiski- klær, sýning um menningu inúíta og indíána, farandsýn. í tilefni að 10 ára afm. heimastjórnar á Grænlandi. Til ágústloka. Opnum sýningu á listaverkum jarðar- gróðans með vorinu. Aðgangur ókeypis sé góðri umgengni heitið, annars er goldið með himinháum upphæðum vanvirðingar. Folda. Þrastarlundur v/ Sog, olíumálverk eftir Mattheu Jónsdóttur. Til 26.6. TÓNLIST Sumartónleikar í Skálholti, Manuela Wieslerog Pétur Jónasson, lau. kl. 15 tónverk eftir J.S. Bach, kl. 17 nú- tímaverk.Su. kl. 15úrvalúrefnis- skrám laugard. Þættirúrtónleikar- skrám við messu kl. 17. „ LEIKLIST Fantasía, Ég býð þér von sem lifir, Skeifunni 3c í kvöld og sunnu- dagskv. kl. 21. Litla leikhúsið, Gerðubergi, Regn- bogastrákurinn, frums. laugardag. Light nights, Tjarnarbíói, fimm. fö lau. su. kl. 21, til 3.9. HITT OG ÞETTA Ferðafélagið, dagsferðir: lau kl. 10, qengið yfir Esju. Su kl. 8, Þórsmörk. kl. 13, Selatangar/fjölskylduferð. Stuðmenn leggja í ’ann f dag, föstudag, hefst yfirreið Stuðmanna um landið og verða þeir með nýju plötuna sína, List- ina að lifa, í farteskinu. Fyrsti áf- angastaður hljómsveitarinnar er Hellissandur á Snæfellsnesi en þar verða þeir með tónleika á morgun, laugardag. Þaðan halda þeir hlaðnir orku beint til Vestmannaeyja og taka þátt í sér- stökum afmælistónleikum Vest- mannaeyjakaupstaðar með hljómsveitunum Mezzoforte, Cetaur og fleirum. Frá Eyjum liggur svo Ieiðin austur og verða tónleikar á Hrolllaugsstöðum í Suðursveit 7. júlí og í Neskaup- stað 8. júií. 14 júlí verður svo bítlabærinn Keflavík heimsóttur og daginn eftir Vesturland. 21. og 22. júlí er svo röðin komin að Suðurlandi en síðustu vikuna í júlí fá Akureyringar, Mývetning- ar og Skagfirðingar hljómsveitina í heimsókn. Tveir sjöttu hlutar Stuðmanna, þeir Tómas Tómasson og Jakob Magn- ússon, þjóðlegir að vanda. FJÖLMIÐLAR Sáf Samspil skóla og fjölmiöla Allt frá þeim forsögulega tíma þegar maðurinn beislaði eldinn hefur mannkynið óttast nýjung- ar. Sá ótti tekur á sig hinar marg- víslegustu myndir og eignast tals- menn í mismunandi geirum sam- félagsins. Kirkjan hefur löngum staðið gegn nýrri hugsun og ný- jum skilningi á lögmálum þessa heims að ekki sé verið að blanda inn í það skilningi á lögmálum annars heims. Á miðöldum voru menn brenndir á báli fyrir það eitt að halda því fram að jörðin væri ekki flöt, hvað þá ef þeir gerðust svo djarfir að segja að jörðin væri ekki miðpunktur al- heimsins. Reynslan hefur sýnt að þegar maðurinn lærir að nota sér nýj- ungarnar í uppbyggilegum til- gangi þá hafa flestar þeirra gagn- ast honum vel. Það er meira að segja hægt að nota kjarnorkuna til annars en að tortíma jörðinni. Aukin fjölmiðlun hefur skapað ótta ýmissa aðila í þjóðfélaginu um framtíð íslenskrar tungu og einnig hafa menn hræðst mjög þá innrætingu sem fjölmiðlar geta haft á ungt fólk. Þessi hræðsla við fjölmiðla er ekki ný af nálinni. Þegar útvarpið hóf útsendingar fyrr á öldinni risu upp menn sem töldu þennan miðil eiga eftir að skaða sálarástand íslensku þjóð- arinnar, t.d. var því borið við að kvöldvökum á íslenskum bænda- heimilum stæði ógn af þessu tæki. Nú þykir þetta sama útvarp, þ.e. gamla góða gufan, einsog rás eitt nefnist manna á meðal, hinn besti menningarmiðill, hinsvegar setja menn spurningamerki við síbylj- una á frjálsu stöðunum svoköll- uðu. Þegar svo sjónvarpið kom ótt- uðust menn enn frekar um and- legt heilbrigði íslendinga og svo skall fjölmiðlabyltingin á þegar útvarpslögunum var breytt og nýjar útvarpsstöðvar spruttu upp einsog gorkúlur og Jón Óttar settist í sjónvarpsstjórastól og gaf stór fyrirheit um menningarlegt markmið Stöðvar 2, sem Markús Örn kallaði reyndar vídeóleigu með heimsendingarþjónustu. Áður hafði myndbandaflóðið flætt yfir landsmenn. Þjóðin virt- ist banhungruð í fjölmiðlun, einkum miðlun á myndefni. í prentmiðlunum hafði einnig átt sér stað bylting þegar offsett- prentið kom til skjalanna að ekki sé talað um þegar tölvutæknin leysti gamla ritvélajálka af hólmi og framundan eru enn meiri um- rót á því sviði því ný tölvutækni mun leysa af hólmi umbrot blaða upp á gamla móðinn. Glanstíma- ritin héldu innreið sína og mikil gróska varð í landsbyggðar- blöðum og einnig í útgáfu ýmissa sértímarita og félagablaða. Fjölmiðlun var allt í einu orðin stór þáttur í íslensku samfélagi. Samtímis breyttist yfirbragð frétta og umfjöllunar, frétta- menn urðu harðari í hom að taka en áður, einsog t.d. á sokka- bandsárum sjónvarpsins þegar það þótti dónaskapur að spyrja stjórnmálamenn erfiðra spum- inga og þeir vom þéraðir í hvert skipti sem þeim þóknaðist að láta ávarpa sig. Kannski hefur þessi breyting átt sinn þátt í að virðing stjórnmálamanna hefur eitthvað þorrið en ætli það hafi ekki haft meira að segja að með þessum nýja stfl í fréttamennsku hefur ýmislegt komið upp á yfirborðið sem áður lá í þagnargildi. Þrátt fyrir aukna vigt fjölmiðla í þjóðfélaginu sat skólakerfið eftir. Það er ekki fyrr en nú í lok níunda áratugarins að það kemur fram nefndarálit um fjölmiðla- kennsluískólakerfinu. Inefndar- álitinu er rætt um ótta skólakerf- isins við fjölmiðlana og er vitnað í aðalnámskrá grunnskólans: „...uppeldisskilyrði á heimil- um hafa breyst vegna margs kon- Hvað á að gera um helgiria? Þorvaldur Kristinsson, útgefandi: „Ég ætla að lesa prófarkir af góðum bókum sem koma út í haust, bæði til að vinna fyrir brauði mínu og svo til að auðga andann. Á sunnudaginn ætla ég að elda kjöt og kjötsúpu og borða hana með vinum mínum." Helgarferðir 30.6-2.7: Þórsmörk. Dal- ir. Öræfajökull. Ingólfshöfði. Hana nú, vikuleg laugardagsganga frá Digranesvegi 12 kl. 10. Útlvist, dagsferðir sunnudag:kl.13 Landnámsgangan 15. ferð, Hestagjá-Heiðarbær. kl. 8, Þórs- mörk. Helgarferðir 30.6-2.7: Þórsmörk-Goðaland. Eiríksjökull— Surtshellir. Hellaskoðunarferð- Húsafell. Sumarleyfi í Þórsmörk, brottförföstud.kvöld, sunnud. og miðv.dagsmorgna. Kramhúsið, danssýning á morgun kl. 18, nemendursýnajassdans, spuna, nútímadans og kóreógrafíska vinnu. Sumarkarnival Hótel fslandi, frum- sýn.íkvöld. Norræna húsið, Borgþór Kjærnest- ed heldur fyrirlestra um íslenskt samfélag á laugardögum í sumar. Á sænsku kl. 17, finnsku kl. 18. Til 26.8. Félag eldri borgara Rvík og ná- grenni, dagsferð á morgun frá Um- ferðarmiðstöð kl. 9; Hvolsvellir, Fljótshlíð, Þórsmörk, Hella, Selfoss. Göngu Hrólfur, gönguferð á vegum félagsins, frá Nóatúni 17 á hverjum laugard. kl. 10. Opið hús í Goð- heimum, Sigtúni 3, su. kl. 14 frjálst spil og tafl, dansað kl. 20. ÍÞRÓTTIR Sund. Meistarmót íslands í Laugar- dalslaug fös. frá 20.00, lau. frá 15.00 ogsun.frá 14.00. Fótbolti. 1 .d.ka. Þór-Valurfös. 20.00, Víkingur-l'BK, ÍA-FH lau. 14.00, KR-Fram sun. 20.00.2.d.ka. Selfoss-lR, Völsungur-ÍBV, Stjarnan- Víðir, Einherji-UBK, Tindastóll-Leiftur fös. 20.00. Tommamót 6. flokks í Eyjumallahelgina. Mikill áhugi er á fjölmiðlun I framhaldsskólunum þrátt fyrir að skóla- kerfið hafi ekki sinnt þeim áhuga sem skyldi. ar tækninýjunga. Þegar í bernsku verja flest börn talsverðum tíma í að horfa á sjónvarp og myndbönd og fást við ýmiss konar tölvu- leiki....Fjölmiðlar hafa...mikil áhrif og eru nánast í samkeppni við heimili og skóla um ýmis lífs- gildi og afstöðu.“ Einsog þarna kemur fram eiga heimilin og skólarnir sameigin- legan óvin, fjölmiðlana. Fjöl- miðlakennslunefndin er hinsveg- ar ekki sammála þessari afstöðu að „í henni birtast ekki nein eilíf eða endanleg sannindi um sam- spil og samvirkni þessara þriggja máttarstoða þjóðfélagsins.“ Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að þessar máttarstoðir, skólinn, heimilin og fjölmiðlarnir geti og eigi að starfa saman að sameiginlegu markmiði, sem sé að uppfræða og undirbúa æsku landsins undir að takast á við til-1 veruna. Þær tillögur sem nefndin leggur til, þ.e. fjölmiðlafræðslu á öllum stigum skólakerfisins, sem einkum beinist að því að kenna nemendum að nota fjölmiðla og gagrýna hugsun gagnvart þeim, auk þess að stofnað verði strax í haust til eins árs náms í hagnýtri fjölmiðlun við félagsvísindadeild Háskólans í samstarfi við heimspekideild og lagadeild ættu allir að geta verið sammála. Að framkvæma þessar tillögur kostar sitt en þó engar stórar upphæðir þannig að þrátt fyrir niðurskurð í menntakerfinu, þá ættu þessar tillögur að hafa forgang því þótt þjóðin hafi fleytt kerlingar á fjöl- miðlaflóðbylgjunni þá stendur skólinn eftir sem strandaglópur. -Sáf 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 30. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.