Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 21
Ég er búinn aö vinna hér á Þjóðviljanum í ein tuttugu og sjö ár. Má nærri geta að á þeim tíma heyrir maður allrahanda athugasemdir um blaðið og framgöngu þess og eins og að líkum lætur voru þær flestar neikvæðar. Það var alltaf eitthvað að og blaðið vont og alltaf var það betra fyrir tíu árum. En nú á seinni vikum er annað sem er meira áberandi: Áhyggja um sjálfa framtíð og tilveru vinstrimann- ablaðs. Menn spyrja: Hve slæmt er ástandið? og eru samúðarfullir í framan eins og þeir væru að tala við sjúkling. Pað er ekki nema rétt að þetta blað á í erfiðleikum og það ekki litlum. Við höfum orðið að draga saman seglin eins og lesendur vita. Starfsmönnum hefur fækk-" að. Þessar vikurnar heitir einn maður ritstjóri þar sem þrír voru áður og ég segi eins og er: Mér þykir það mjög miður því þau sem fóru höfðu margt ágætt til brunns að bera. Og síðan erum þessa kenningu um daginn. Hans röksemdir voru á þá leið, að fyrst yrði til blað sem væri aðlaðandi fyrir kaupendur og svo kæmu auglýsendur skokkandi á eftir. í raunveruleikanum gerast hlutirn- ir ekki þannig. Á tilteknu „mark- aðssvæði" hefur eitt blað náð for- ystu - til dæmis Morgunblaðið, til dæmis með því að vera elst og fara af stað með stuðningi kaup- manna og þeim mun meiri fjár- ráðum en önnur blöð til að halda úti stærra blaði sem getur þjónað fleiri hópum. Og síðan vindur dæmið upp á sig. Frá upphafi er það auglýsingavelvildin sem skapar blöðum afar misjafnan til- verugrundvöll og þegar fram í sækir ræður hún úrslitum. Og hvernig sem menn annars viija meta íslensk blöð, þá dettur eng- um það í hug að útbreiðslan (sem auglýsendur haga sér mest eftir) sé einhver sjálfvirk ávísun á gæði blaðs. í grannlöndum eru slúður- blöð vitanlega útbreiddari miklu en hin „virtu“ blöð. Við fslend- ingar erum svo í þeirri sérstöðu að okkar blöð hafa verið skrýtin blanda af „alvörublaði", sveita- mennsku (eða eyjamennsku) hlutdrægni í pólitík og léttmeti. Raus um Þjóðviljann við í einskonar biðstöðu með marga hluti. Aö refsa Þjóöviljanum Það er svosem ekkert leyndar- mál, enda oftsinnis fram tekið, að erfiðleikar Þjóðviljans eru annar- svegar pólitískir, hinsvegar tengdir markaðsaðstæðum í breyttum fjölmiðlaheimi. Þeir pólitísku eru tengdir því, að þeg- ar vinstrihugmyndir hafa mótbyr, eins og verið hefur um skeið, kemur enn greinilegar fram en áður hin mikla einstaklings- hyggja vinstrimanna. Éghefi sagt það áður og hefi ekkert á móti því að endurtaka það, að hægrimenn eru einhvernveginn betur reyrðir saman allskonar hagsmunabönd- um en vinstrisinnar. En hver og einn þeirra hefur komið sér upp - með nokkurri fyrirhöfn skulum við vona - sínum minnihlutavið- horfum sem ganga gegn megin- straumum í þjóðfélaginu. Og telja þá sín viðhorf, sinn pólitíska sannleika svo heilagan, að þeir taka það ekki í mál að aðrir vinstrisinnar fari að hrófla við honum. Þetta er nú dálítið af- strakt hjal. En í pólitískum hvunndagsleika vinstriblaðs eins og Þjóðviljans kemur þetta þann- ig út, að þegar tekist er á á vinstri- kanti er hver hópur með ýmsum ráðum að paufast við að gera það að „sínu“ blaði eftir því sem unnt er. Það er togað í blaðsins menn og þeir teygðir á allan hátt: kann- ski gæta menn þess ekki sem skyldi að halda sér í gagnrýninni fjarlægð frá innbyrðis átökum, það má vel vera - en það er held- ur ekki auðvelt að horfa „fræði- lega“ og kalt á allt saman, því einhverjar skoðanir hafa menn væntanlega á ágreiningsmálum. Og í sjálfu sér eru ágreiningsmál vinstrisinna og þá Alþýðubanda- lagsfólks hátíð - meðan menn halda sér við þau hver eftir sinni málefnalegri getu. En því er bar- asta ekki að heilsa. Útkoman er því miður sú að menn sameinast um eitt: að berja á Þjóðviljanum fyrir hvaðeina sem þeim mislíkar. Fyrirfram sekir Af þessu eru ótal dæmi og sum ótrúleg. Á einni tíð segja menn upp Þjóðviljanum vegna þess að ÁB skrifar ekki eins og þeim finnst að skrifa eigi um Sovétrík- in. Aðrir vilja ekki sjá blað sem er halit undir trottara og aðra ystuvinstrivillu - meðan ystu- vinstrimenn kalla blaðið ekki á vetur setjandi vegna þess hve „borgaralegt" það sé og meira að segja háð andskotanum sjálfum, auglýsingum neysluþjóðfélags- ins. Enn líða fram stundir - og menn refsa Þjóðviljanum fyrir að tala of mikið eða of lítið við til- tekna verklýðsforingja eða flokkshöfðingja (fyrir nú utan þá sem hafa áhyggjur af málaflokk- um - t.d því að annaðhvort vanti meiri menningu í blaðið eða hún sé alltof mikil). Nú - svo segja menn að Ólafur Ragnar sé vond- ur við kennara, og enn skal það djöfuls blað Þjóðviljinn fá að kenna á því. Enn skulu nefnd nýleg dæmi: Þegar Alþýðubandalagsfélagið í Reykjavík datt í tvennt í dögun- um hitti ég konu ágæta í sundi. Hún spurði hver fjandinn væri á seyði í þessu Reykjavíkurfélagi. Ég sagðist ekki vita það svo gjörla. Ég verð bara að fara sð segja upp Þjóðviljanum, sagði hún. Gáðu að guði manneskja, sagði ég - ber hann ábyrgð á ófriði í þessu flokksfélagi? Nei, eiginlega ekki, sagði hún. En þetta er barasta svo mikið rugl allt. Ölafsmenn eða ekki Ólafs- HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN menn, klofningur eða ekki klofn- ingur, ég þoli þetta ekki. Semsagt: það er sama hvað gerist til leiðinda á vinstrikantin- um, það kemur allt í einn stað niður. Þjóðviljamaður er eigin- lega eins og Gyðingur í fjandsam- legu umnhverfi: hann er sekur fyrirfram um hvað sem vera skal. Það getur náttúrlega vel verið að hann sé sekur um eitthvað - í þeim einfalda skilningi að hann hafi skrifað einhverja vitleysu. En verst er að hann fær eiginlega ekki tækifæri til að vera saklaus af neinu. Konan í sundlauginni er ekkert einsdæmi: í þessari viku hringdi til mín ágætur áskrifandi og vildi segja upp Þjóðviljanum vegna greinar sem Úlfar Þor- móðsson, fyrrverandi formaður útgáfustjórnar, hafði skrifað um stofnfund stjórnmálafélagsins Birting í Morgunblaðið! Sem bet- ur fór komumst við að friðsam- legu samkomulagi um það, að ekki væri rétt að bregðast svo við afleiðingum málfrelsis eins tiltek- ins manns og það í allt öðru blaði. En semsagt: Dagarnir bjóða upp á margar sérstæðar uppákomur. Vald auglýsinganna Nú og svo er það markaðurinn. Ég skal segja alveg eins og er: ég hefi lengi verið hræddur við það að þróun fjölmiðlamarkað- arins væri mjög hættuleg, gott ef ekki lífshættuleg smærri blöðum hér á landi. Hún hefur þegar slátrað miklum fjölda blaða út um allan heim - og það engra smáblaða. Sum, eins og t.d. krat- ablöð á Norðurlöndum, gátu gert út á verulega pólitíska velvild og sjóði verklýðshreyfingarinnar en það dugði ekki til. Astæðan er blátt áfram sú, að auglýsendur ráða því í æ ríkari mæli hvaða blöð lifa og deyja í heiminum. Auglýsingar greiða svo mjög nið- ur allan þeirra framleiðslukostn- að, að sá sem ekki er í náðinni hjá auglýsendum er í lífsháska fyrr en varir. Ég orðaði þetta svo í viðtali á dögnum, að málfrelsið eða að minnsta kosti útgáfufrelsið færð- ist alltaf lengra og lengra til þeirra sem auglýsa láta. Víkverji Morg- unblaðsins var að fetta fingur út í Hvaö nú veröur... Við vitum að fleiri blöð eru í vanda en Þjóðviljinn - Tíminn og Alþýðublaðið hafa tekið slæmar dýfur líka og þeirra dæmi munu og erfið nú um stundir, þótt allir beri sig karlmannlega eins og siður er. Menn hafa látið sér detta í hug að sameina þessi blöð þrjú í nafni þeirrar hugsjónar að búa til eitt vandað vinstrimanna- blað. Ég segi fyrir sjálfan mig: síst hefi ég á móti því að menn skoði þann möguleika. En vegna þess hvernig kaupin hafa gerst á fjöl- miðlaeyrinni undanfarin ár, hefi ég tilhneigingu til þeirrar bölsýni, að kannski sé það ekki vandað sameinað vinstrimannablað sem veruleg útbreiðslusmuga er fyrir á markaðnum - heldur kannski frekar æsiblað. En hvað veit ég, kannski er þetta vitleysa. Sendiö inn línu Hvort sem er: sameining blaða er stórpólitískt mál sem ég ætla mér ekki þá dul að reyna að glíma við nú og hér. Þjóðviljinn er okk- ar viðfangsefni og hans framtíð - sem fer mjög eftir því, hve margir þeir eru sem vilja mynda blað um þá strauma sem saman koma í Þjóðviljanum og hvað þeir vilja leggja á sig. Enn er ekki komið að því að spyrja menn nánar út í þá sálma - nú er sumar og allir út og suður og bráðabirgðaástand ríkj- andi. En meðan ábyrgir menn hugsa sitt ráð, ætla ég að leyfa mér að biðja lesendur að gera okkur greiða, sem nær út fyrir fróma ósk um að okkur sé sýnd nokkur þolinmæði. Hún er þessi: Venjulega berst okkur meir en nóg af aðsendum greinum sem birtast undir umræðuhattinum „viðhorf“. En nú er sumar og vill verða misbrestur á skriftargleði manna - þess hinsvegar lítill kost- ur að hringja út og suður og spyrja menn, hvort þeim liggi ekki eitthvað á hjarta. Þess í stað er nú þessi pistill notaður til að minna lesendur á að það er engin ástæða til að hætta að hugsa eða skrifa um pólitíkina, menninguna og réttlætið þótt sumar sé úti - með öðrum orðum: Sendið okk- ur greinarkorn, það kemur sér vel. Föstudagur 30. ]úní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.