Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 30.06.1989, Blaðsíða 17
semina að sjá svona mikið af gáf- uðum, flínkum og fróðum og skemmtilegum konum! Það sem komst næst því að gagnast mér beinlínis var að heyra um verk- efni sem konur í Óðinsvéum eru að vinna um konur og tækni við rannsóknastofnunina í kvenna- fræðum þar. Aðferðum þeirra kem ég kannski til með að beita að einhverju leyti við eldhúsverk- in. Annars eru heimildir mínar þessar kiassísku: fslendingasög- urnar, lögin, gamlar verðskrár. í sambandi við eldstæði og vinnu- aðstöðu hef ég farið í gegnum skýrslur um fornleifauppgrefti. Maður þarf að fara óskaplega vítt til að leita fanga og láta sér nægja lítið á hverjum stað. Seinni tíma heimildir eru ennþá fjölbreyttari þó að hér sé miklu minna að finna um matvæli en gengur og gerist annars staðar. Við höfðum ekki hirð hér á landi og þar af leiðandi er lítið til af mataruppskriftum. Á 18. öldinni koma frásagnir um mataræði, fram að þvi er það bara nefnt í framhjáhlaupi. Svo kemur matreiðslubókin fræga árið 1800.“ Áhugahópur um kvenna- rannsóknir Hver er formleg staða kvertna- rannsókna hér á landi, Guðrún? „Árið 1985 var haldin ráð- stefna um kvennarannsóknir í háskólanunt, og upp úr henni var stofnaður Ahugahópur um ís- lenskar kvennarannsóknir. Hann gengst fyrir fyrirlestrum á vet- urna, frá þrem upp í sjö á misseri, þar sem helstu verkefni sem verið er að vinna eru kynnt og rædd. Þessi hópur er opinn öllum, allir áhugamenn geta komið á fundi. Hann er líka tengiliður milli kvenna hér heima og erlendis, enda er þetta eini aðilinn sem sinnir kvennarannsóknum á ís- landi að Kvennasögusafninu undanskildu. Við lögðum fram tillögu um þverfaglega aukagrein í kvennafræðum v.ið Háskólann, en henni var hafnað. Núna liggur fyrir háskólaráði tillaga um rannsóknastofnun í kvennafræð- um. Hlutverk hennar yrði að samhæfadd, örfa og kynna rann- sóknir í kvennafræðum, vera tengill milli fræðimanna á því sviði, gefa út og kynna niðurstöð- ur rannsókna og gangast fyrir námskeiðum og ráðstefnum. Þessi stofnun gæti líka séð um að útdeila fé sem stjórnvöld verja til kvennarannsókna. Þrjú undanfarin ár hefur Al- þingi veitt Háskólanum fé til rannsókna í kvennafræðum. Háskólayfirvöld sneru sér til áhugahópsins og báðu okkur að ráðstafa því. Við höfum auglýst styrki sem margar konur hafa sótt um og nokkrar fengið. En upp- hæðin er afar lág, hún var ein miljón fyrst, í ár var hún 1.140.000 sem er þó nokkur lækkun að raungildi frá uppruna- legu fjárveitingunni. í ár deilist hún milli sex verkefna.“ Á hvaða sviði eru líflegastar rannsóknir núna miðað við um- sóknirnar sem ykkur berast? Þær svara þessu saman. „Það er ennþá heilmikið að gerast í sagnfræði og bókmenntum sem á eftir að skila sér. En félags- vísindagreinamar em að sækja á, eins og mannfræði og félagsfræði sem auðvitað blandast sagnfræð- inni. Ragnhildur Vigfúsdóttir er að athuga saumakonur og ís- lenskar konur sem settust að er- lendis. Agnes S. Arnórsdóttir er komin með mikið handrit um konur fæddar á fyrri hluta aldar- innar, viðhorf þeirra og hugsun- arhátt. Sigrún Júlíusdóttir er að athuga íslenskar fjölskyldur. Sig- ríður Sigurðardóttir er að skoða hreinlæti á íslandi, persónulega umhirðu, þrif og þvotta, hvað var notað og hvernig venjurnar breyttust. En miklu máli skiptir að konurnar sem núna eru að ljúka námi fái aðstöðu til að stunda rannsóknir áfram, annars verðum við alltaf að þjálfa nýtt fólk og nýtum ekki þálfunina.“ „Á mínu sviði, í þjóðfræð- inni,“ hafa alltaf verið stundaðar miklar kvennarannsóknir," segir Hallgerður. „Þær vom bara ekki kallaðar það fyrr en Guðrún Bjartmarsdóttir fór að skoða þjóðsögurnar frá kynjasjónar- miði, lesa milli línanna á þeim. Þjóðháttafræðin skoðar einkum daglegt líf fólks, það sem ekki er í sagnfræðiritunum, og þar em konurnar. Milli línanna. Ef við lesum Þjóðháttafræði Jónasar Jónssonar má finna þar heilmikið um kvennamenningu.“ „En eitt er það að rannsaka hluti sem tengjast konum og ann- að er að gera það frá sjónarmiði kvenna. Þetta tvennt fer ekki endilega saman,“ segir Guðrún. „Nei,“ segir Hallgerður, „en Ótrúlega fáar konur hafa fengið stöður við Háskóla og því hefur gróska í kvennafræðum orðið ut- an við háskóladeildirnar, segir Guðrún. Föstudagur 30. Júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17 íslenskar kvenna- rannsóknir „Svo sagði Guðrún frá rann- sóknum hérna heirna," segir Hallgerður. „Eg reyndi að gefa í stuttu máli yfirlit yfir stöðuna á íslandi, en það var auðvitað fátæklegt miðað við það sem hinar höfðu fram að færa. Ég skipti íslenskum kvennarannsóknum í þrjá flokka. í fyrsta lagi voru þær sem spruttu upp úr kvennabaráttunni fyrri, frá því um aldamótin, og eru ekki unnar af háskólamennt- uðum konum. Þar nefndi ég fyrst og fremst Önnu Sigurðardóttur og hennar stórkostlega lífsstarf. í öðru lagi rannsóknir sem beint eða óbeint spruttu af sömu rót en eru stundaðar af háskólamennt- uðum konum. Þar nefndi ég til Guðrúnu P. Helgadóttur og Elsu E. Guðjónsson. í þriðja lagi eru rannsóknir sem eiga upptök sín í kvennabaráttunni síðari á sjö- unda áratugnum Þar nefndi ég nokkur nöfn bæði lærðra og leikra." Á hvaða sviðum hafa íslenskar konur aðallega unnið? „Sagnfræðin og bókmennta- sagan standa upp úr. Slíkar rann- sóknir eru mest stundaðar hér á landi yfirleitt og þess vegna er eðlilegt að þær séu líka algengast- ar meðal kvenna. í sagnfræðinni hafa þær til dæmis rannsakað vinnu kvenna gegnum aldirnar Anna Sigurðardóttir, Þórunn Magnúsdóttir og Sigríður Th. Erlendsdóttir, sögu kvennabar- áttu og kvennaframboða hafa Auður Styrkársdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttii og fleiri athugað frá mismunandi fræði- legu sjónarhorni. í bók- menntasögunni ber rannsóknir Helgu Kress hæst, bæði í forn- bókmenntum og nýrri bók- menntum, en Dagný Kristjáns- dóttir og fleiri fylgja henni fast eftir. \ félagsvísindum hefur Hildigunnur Ólafsdóttir rannsak- að áfengisvenjur íslenskra kvenna, svo dæmi sé tekið, Sig- rún Júlíusdóttir talaði við konur sem höfðu orðið fyrir nauðgun, Guðný Guðbjörnsdóttir rann- sakaði vitsmunaþroska barna út frá kynjasjónarmiði." Nú ert þú að athuga eldhússtörf í gamla daga, Hallgerður. Hafð- irðu eitthvert beint gagn af ráð- stefnunni við það? „Ekki öðruvísi en svo að það er mjög örvandi fyrir heilastarf- Guðrún Ólafsdóttir dósent í landafræði við Háskóla íslands og Hallgerður Gísladóttir safn- vörður. Myndir Þóm. það getur oft verið erfitt að greina þarna á milli." „Það var einmitt komið inn á þetta á ráðstefnunni," segir Guð- rún. „Fólk verður að vita á hvaða fræðilegum grunni er byggt og hvaða félagsiegar afleiðingar það hefur. Þó skilgreindi ég kvenna- rannsóknir mjög vítt í erindi mínu á ráðstefnunni, sem rann- sóknir kvenna á konum. Þess vegna eru þar með konur sem kannski vilja alls ekki láta bendla sig við kvennarannsóknir. Og auðvitað hafa bæði íslenskir og erlendir karlmenn rannsakað líf, störf og lífsviðhorf kvenna frá ýmsum sjónarhóli. Það eru rann- sóknir í kvennafræðum í víðasta skilningi ,enéglétþær liggj a milli hluta í þetta sinn.“ Framtíöin Vantar ekki skemmtilegt rit fyrir almenning um konur og kvennasögu? „Auðvitað. Þó að bækur Önnu Sigurðardóttur séu mjög góðar verður maður svolítið feiminn þegar maður skoðar stóru og myndskreyttu kvennamenn- ingarbækurnar frá grannlönd- unum. En þar hafa löggjafinn og háskólarnir viðurkennt að þetta séu nauðsynlegar rannsóknir og lagt fjármuni í þær.“ Hvert er brýnasta verkefni kvennarannsókna hér á landi núna? „Það er erfitt að svara því. Það vantar svo ótalmargar rannsóknir að það er ekki hægt að benda á eitt og segja að það eigi að hafa forgang,“ segir Hallgerður. „Það skynsamlegasta held ég að sé að styðja við þær sem þegar hafa val- ið sér verkefni af eigin hvötum. Það er eins og það komi alltaf mest út úr því að styrkja þær sem eru þegar byrjaðar og komnar með neistann, frekar en vera að finna fólk til að gera eitthvað ákveðið." En miðað við erindin á ráð- stefnunni - er eitthvað sem við augljóslega vitum ekki um ís- lenskar konur og sem við þurfum að vita? „Mér finnst mikilvægt að draga fram í dagsljósið hvað íslenskar konur hafa gert, sagt og hugsað gegnum aidirnar, eftir því sem heimildir leyfa,“ segir Guðrún. „Hvaða skilyrði samfélagið hefur búið þeim og hvernig þær hafa brugðist við. Slíkar rannsóknir stuðla að auknu sjálfstrausti kvenna og það hefur verið yfirlýst markmið með rannsóknum í kvennafræðum frá því að þær fóru að blómgast upp úr kvenna- baráttunni á sjöunda og áttunda áratugnum. Annars er helsta óskin sú að kvennarannsóknirnar og rann- sóknir á kynhlutverkum komist á það stig, fái þá útbreiðslu að það þyki sjálfsagt að stunda þær, það þurfi ekki að tala um kvenna þetta og kvenna hitt heldur verði kvenlegt sjónarhorn sjálfsagt. Ráðið til þess er meðal annars að gefa út spennandi rannsóknir um líf kvenna, eins og til dæmis bók- ina sem Margrét Guðmundsdótt- ir sagnfræðingur er að vinna að um verkakonuna Elku Björns- dóttur og dagbækur hennar. Verkalýðssaga er vaxandi grein sem margir hafa áhuga á, og það góða er að kvennasjónarmiðið fékk snemma að koma með þar.“ SA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.