Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 fréttir___________________________________ Stríðsástand á Patreksfirði og búið að reka skólastjórann: Ofsóttur fyrir skoðanir - næst ekki vitræn umræða um skólamálin, segir Guðbrandur Stígur Ágústsson Guðbrandur Stígur Ágústsson, fráfarandi skólastjóri á Patreksfirði: Vitræn umræða um skólamálin næst ekki. Stríðsástand hefur ríkt á Patreks- firði undanfarna mánuði í málefn- um grunnskólans og hefur skóla- stjóranum, Guðbrandi Stíg Ágústs- syni, nú verið sagt upp störfum. Andstæðingar Guðbrands, sem jafn- framt er bæjarfulltrúi, hafa að hans sögn ítrekað reynt að finna á hon- um höggstað. Hann hefur verið sak- aður um að hafa farið út fyrir verk- svið sitt í stjórn skólans, kennsla hjá honum hafi verið í molum vegna þess að hann var upptekinn í sveitastjórnarpólitíkinni. Þá hefur hann verið sakaður um að leggja hendur á dreng, nemanda skólans, á árshátíð skólans. Því máli hefur bæði bæjarráð og barnaverndar- nefndin á staðnum reynt að halda til streitu gegn vilja hins meinta fórnarlambs og foreldra þess og lög- reglumaður skrifað óbeðinn skýrslu um málið. Atvik voru hins vegar einungis þau að skólastjóri vísaði drengnum út af árshátíðinni vegna óviðurkvæmilegrar hegðunar sem drengurinn baðst síðar afsökunar á. Rót þessara árekstra eru deildar meiningar um skipulag skólamáli í Vesturbyggð. Guðbrandur segir í samtali við DV að það hafi verið vit- að mál lengi, líka fyrir síðustu sveit- arstjórnarkosningar, að það yrði að hagræða í skólakerfi byggðarlags- ins, sem varð til við sameiningu fjögurra sveitarfélaga. Kostnaður- inn við að halda úti fullum grunn- skóla á fjórum stöðum væri sveitar- félaginu einfaldlega ofviða. Hann hefði bent á leiðir til hagræðingar eftir að hann tók við skólastjóra- stöðunni fyrir fjórum árum og reynt eftir megni að fá í gang vitræna um- ræðu um skólamálin í byggðarlag- inu. í því skyni aðallega hafi hann efnt til sérframboðs fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. „Það hef- ur engan árangur borið og meiri- hlutinn markvisst útilokað mig sem bæjarfulltrúa minnihlutans frá allri þátttöku í ákvörðunum sem varða stjórn sveitarfélagsins, ekki síst skólamálin.“ Guðbrandur vakti þjóðarathygli fyrir fáum árum fyrir sérstæða aug- lýsingaherferð í því skyni að ráða réttindakennara til starfa. Hann segir að það hafi borið góðan árang- ur og hafi árangur nemenda skólans í samræmdum prófum borið þess merki undanfarin ár. Árangur nem- endanna sem luku samræmdu próf- unum í vor þar sem 22 af 23. voru með einkunn undir 5 sé undantek- ing sem eigi sér sínar skýringar í skólagöngu þessara nemenda. Það hafi verið vitað mál að þessi árgang- ur myndi ekki ná góðum árangri við lokapróf. -SÁ Heimsmeistaramót hesta: Logi nánast öruggur í landsliö Logi Laxdal er nánast tryggur með landsliðssæti á Freymóði frá Efsta Dal með frábærum sprettum í 250 metra skeiði í fyrri umferð heims- meistaramótsúrtökunnar, sem haldin er á svæði Gusts í Kópavogi. Frey- móður fór á 21,67 sek. og 22,12 sek. og er með tvo bestu tímana. Ekki er sjá- anlegur hestur sem nær betri tíma á úrtökunni. Óljóst er hvaða knapar aðrir fara á HM því staðan er mjög jöfn á öllum vígstöðum. Sigurbjörn Bárðarson er stigahæstur á Byl frá Skáney með 23,47 stig, Sveinn Ragnarsson er ann- ar á Reyk frá Hoftúnum með 23,32 stig, Alexander Hrafnkelsson á Prinsi frá Hvítárbakka og Sigurður V. Matthíasson á Demanti frá Bólstað eru með 23,29 stig og Olil Amble með 23,11 stig á Kjarki frá Horni. Hún er einnig efst í fimi með 6,47 stig. Sveinn Ragnarsson og Reykur eru með flest stig í gæðingaskeiði 7,75, Ásgeir S. Herbertsson er efstur í fjór- gangi á Farsæli frá Arnarhóli með 7,67 stig, Páll Bragi Hólmarsson er með flest stig, 7,00 í slaktaumatölti á ísaki frá Eyjólfsstöðum. Auðunn Kristjánsson er með flest stig eða 7,13 í fimmgangi á Baldri frá Bakka og Einar Ö. Magnússon er stigahæstur í tölti með 7,70 stig á Glampa frá Kjarri. Síðari umferð átti að hefjast klukk- an 10.00 í morgun með fimmgangi og á morgun .sunnudag, hefst dagskrá klukkan 10.00 með slaktaumatölti en lýkur með 250 metra skeiði klukkan 14.00 á sunnudaginn. -EJ Ungmenni á vegum SOS-samtakanna munu halda fyrirlestra i Ráðhúsinu á sunnudaginn. Hér má sjá þau þar sem þau slöppuðu af heima hjá formanni SOS-samtakanna í gær. DV-mynd HH Ulla Magnusson, formaður SOS á íslandi: íslendingar vilja styrkja börn „Starfsemi SOS felst fyrst og fremst í því að reka barnaþorp fyrir munaðarlaus og yfirgefin böm. Þetta eru einkarekin samtök óháð stjórnmálum og trúarbrögðum," sagði Ulla Magnusson, formaður SOS á íslandi. Samtökin eiga tíu ára afmæli um þessar mundir en al- þjóðasamtök SOS era fimmtíu ára. Katrín Pálsdóttir á bam í SOS- barnaþorpi. „Hann heitir Mario Berekowich frá Króatíu. Ég fékk hann fjórtán mánaða en þá var hann orðinn munaðarlaus. Foreldr- ar hans hröktust undan Serbum, faðir hans týndist og hefur aldrei fundist en móðir hans lést.“ „íslendingar hafa staöið sig mjög vel í því að taka að sér börn og raunar best allra miðað við höfða- tölu,“ sagði Ulla Magnusson. í tengslum við afmælið verður haldin afmælishátíð i Ráðhúsinu á sunnu- daginn kl.15. Þar munu ungmenni sem ólust upp í barnaþorpum SOS koma fram og ræða um dvöl sina þar. -þor Mikil spenna vegna Rauðsíðumálsins: Dauðaleit að „bjargvætti" fyrir Þingeyri DV, Akureyri: „Við erum afar áhyggjufull og erum að reyna allt sem hægt er til að finna einhverjar lausnir á at- vinnuástandinu hér á Þingeyri. Við höfum m.a. leitað hófanna hjá fyrir- tækjum og einstaklingum bæði í sveitarfélaginu og víðar og kannað þann möguleika hvort einhverjir þeirra geti komið hér að atvinnu- rekstri," segir Birna Lárusdóttir á Þingeyri, en hún er jafnframt bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og for- seti bæjarstjómar ísafjarðarbæjar. Mjög mikil spenna er á Þingeyri vegna Rauðsíðumálsins svokallaða, en línur kunna að skýrast í því máli um helgina. Birna segir að það sé auð- vitað ekki í höndum bæjar- yfirvalda að ræða við einn né neinn um yfirtöku á rekstri Rauðsíðu, en menn hafi auðvitað rætt atvinnu- málin fram og til baka og reynt að finna einhverjar leiðir til úrbóta. „Eins og staðan er núna getum við lítið annað gert en vinna baktjaldamegin, bærinn á ekki hlut að þessu fyrirtæki og getur því ekki haft þannig bein áhrif á framgang þess. Birna Lárusdótt- ir: „Leggjum höfuðáherslu á að fiskur verði áfram unninn á Þingeyri." in, og Við leggjum hins vegar of- uráherslu á að hér verði unninn fiskur áfram og sjá- um það sem grundvöll þess að hjól atvinnulífsins fari að snúast hér af fullum krafti að nýju,“ segir Birna. Á miðvikudagskvöld var haldinn fundur stjórnar íbúasamtakanna á Þingeyri með öllum bæjarfulltrúum og fundinn sátu tveir al- þingismenn. Birna Lárus- dóttir segir þennan fund hafa verið mjög nauðsynleg- an til að skýra og ræða mál- á fundinum hafi verið góður andi og það sé virkilegur hugur í mönnum að finna lausn á því ástandi sem nú er uppi á Þingeyri. Stjórn Rauðsíðu mun koma sam- an nú um helgina og væntanlega taka einhverjar ákvarðanir um framhaldið í kjölfar synjunar Byggðastofnunar á láni til fyrirtæk- isins. Viðmælendur DV voru á einu máli um að viturlegt væri fyrir fólk að búa sig undir hið versta frá þeim fundi, jafnvel því að fyrirtækið verði keyrt í gjaldþrot, en um leið gætir þó enn bjartsýni um að ein- hverjar leiðir til að koma atvinnu- lífinu i gang að nýju. -gk stuttar fréttir Fjórði sigurinn íslenska sveitin á EMí bridge á Möltu vann sinn ijórða sigur í röð þegar hún lagði Rúmeníu, 23-7. Áður hafði sveitin unnið Þýskaland, 16-14, og er nú í 20. sæti með 225 stig. Frakkland er efst með 296 stig. í kvennaflokki sigraði Finnland ísland með 20 stigum gegn 10. Ramminn sýknaður Hæstiréttur sýknaði í gær útgerð Þormóðs Ramma hf. af kröfum tveggja sjómanna sem vildu fá skiptahlut úr afla samkvæmt markaðsverði. Áður hafði Félagsdómur dæmt sjómönnum í hag. Margfalt lögbrot Eirikur Jóns- son, formaður Kennarasam- bands íslands, segir að uppsögn skólastjóra og að- stoðarskólastjóra Mýrarhúsaskóla á Seltjamamesi sé margfalt lögbrot. Verið sé að brjóta lög um réttindi og skyldur op- inberra starfsmanna og sérlög um réttindi og skyldur skólastjómenda og kennara. Áhyggjur á Vestfjörðum Stjóm Alþýðusambands Vest- fjarða telur stöðu atvinnuvega á Vestfjörðum almennt svo veika að ef störfum fækki í fjórðungnum muni auðn blasi við. Hún skorar því á Byggðastoftiun, þingmenn Vestljarða og sveitarstjómir að tryggja áfram þau störf í fisk- vinnslu og þjónustu sem fyrirtækin Rauðfeldur, Rauðsíða og Bolfiskur hafa staðið fyrir. Vísir.is greindi frá. Afsláttur á fötboltamöt Ómar Bene- diktsson, fram- kvæmdastjóri hjá íslandsflugi, segir að í raun fái I íþróttafélögin | 35-45% afslátt á ferðum með | knattspymupeyja ' til Eyja þar sem fullbókað sé í allt áætlunarílug fyrir löngu og því um | leiguflug að ræða. Miðað við verð á | því fái íþróttafélögin mjög góðan af- n slátt. Greint var frá því í DV í gær að | fargjöld fyrir yngri flokka á peyja- mótið væri hærra en fargjald í áætl- j unarflugi með bamaafslætti. Vísir.is I greindi frá. Minna atvinnuleysi | Atvinnuleysi hér á landi mældist 11,9% í síðasta mánuði samanborið við 2,2% í aprU og 2,8% í maí á slð- asta ári. Atvinnuleysi hefur ekki I: mælst jafn lítið síðan í nóvember 11991. Vefúr Viðskiptablaðsins á j Vísi.is sagði frá. Jökulhlaup í Ölfusá Jökulhlaup hófst í Ölfusá síðast- liðinn mánudag og er enn óvíst hve íj stórt það verður. Formaður Stanga- veiðifélagsins, Grímur Amarsson, segir að óvist verði með laxveiðar í ’j ám á þessu svæði í sumar. Vísir.is. greindi frá. Þórarinn skammar Þórarinn V. Þórarinsson, stjómarformað- ur Landssíma ís- lands hf„ hefúr sent Finni fng- ólfssyni við- skiptaráðherra harðort bréf þar sem hann gagnrýnir málflutning Samkeppnisstofhunar um málefni Landssimans og vinnubrögð stofn- unarinnar við birtingu ákvarðana sinna og áhtsgerða. Viðskiptavefúr Vísis.is greindi frá. Vísar ummælum á bug S Guðmundur Sigurðsson, fbr- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- j keppnisstofnunar, segir ummæli j Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra um að Samkeppnisráð væri I komið út á hálan ís með tilmælum sínum varðandi Landsímann alger- | lega tilhæfúlaus. Athugasemdimar í falli greinilega innan verkahrings ráðsins. RÚV greindi frá. -AA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.