Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 15
T^'\F LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 15 Kristján Ragnarsson hefur ver- ið áberandi í íslensku þjóðlífi undanfarin þrjátíu ár, enda staðið í eldlínunni fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, sem framkvæmdastjóri og formaður. Enginn sem kominn er til vits og ára hefur komist hjá því að kynn- ast Kristjáni i gegnum fjölmiðla og flestir hafa myndað sér ákveðna skoðun á þessum ötula talsmanni útgerðarmanna. Nú hefur Kristján tekið fyrsta skrefið út af sviði fjölmiðlanna og látið af störfum sem framkvæmdastjóri - næsta skref verður að líkindum stigið á komandi ári. Hægt er að velta því fyrir sér hvers vegna Kristján Ragnarsson lætur af störfum framkvæmda- stjóra hagsmunasamtaka sem telj- ast ein þau öflugustu, hvort held- ur er fjárhagslega eða pólitískt. Innri ágreiningur og átök eru þær skýringar sem fjölmiðlar hafa gef- ið og flest bendir til að svo sé. Ákvörðun stjórnar LÍÚ í vikunni að ráða nýjan framkvæmdastjóra er hins vegar táknræn fyrir þau kynslóðaskipti sem eru að verða í íslensku viðskiptalífi við alda- hvörf. Kynslóðaskipti Á undanfórnum árum hafa orð- ið gífurlegar breytingar á um- hverfi viðskiptalífsins hér á landi, fyrst og fremst með til- komu „alvöru" fjármálamarkað- ar. Það eru ekki mörg ár síðan opinn hlutabréfamarkaður fór af stað. Fáir litu á hlutabréf sem raunhæfan valkost í fjárfesting- um og spamaði - steinsteypan var tryggari. Jarðvegurinn fyrir þessa framþróun var undirbúinn með auknu frelsi og stöðugleika í efnahagslífinu. Á sama tíma og fjármálamark- aðurinn hefur verið að slíta bamsskónum, með öllum þeim kostum og göllum sem honum fylgja, hafa ungir menn verið að hasla sér völl í valdastöðum við- skiptalífsins - nýir leikendur hafa komið fram á sjónarsviðið. Fyrir einstaklinga er það ekki alltaf auðvelt að draga sig í hlé eftir áratugastarf. Sumir bera gæfu til þess að þekkja sinn vitj- unartíma, aðrir sitja eins lengi og sætt er. Að lokum er þeim ýtt til hliðar með góðu eða illu. Það getur einnig verið erfitt fyrir fyrirtæki og jafnvel heilu at- vinnugrein- arnar að sjá til þess að kynslóða- skipti, sem á endanum em óum- flýjanleg, gangi rólega og eðlilega fyrir sig. Indriði Pálsson er gott dæmi um m,ann sem kaus sjálfur að láta af öllum trúnaðarstöðum í stað þess að halda áfram - hann stóð upp fyrir sér yngri mönnum og tryggði þannig að kynslóða- skipti gengu eðlilega fyrir sig. Indriði var um árabil einn valda- mesti maður viðskiptalífsins hér á landi. Árið 1971 tók hann við sem forstjóri Skeljungs hf. og því starfi sinnti hann fram á mitt ár 1990, þegar hann lét af starfi að eigin ósk. Indriði tók hins vegar að sér stjórnarformennsku í Skeljungi og árið 1992 var hann kjörinn formaður stjórnar Eim- skips. Það var í gegnum þessi embætti sem valdaþræðir Ind- riða vom ofnir - þræðir sem hann hefur nýlega sleppt hend- inni af. Raunar mun hann hafa haft hug á því að draga sig mun fyrr í hlé, en vegna þrábeiðni sat hann lengur en ella á valdastól- um. Einn nánasti samstarfsmaður Indriða í gegnum árin er Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skips. Hörður stendur að mörgu leyti í svipuðum spomm og Ind- riði þegar hann lét af starfi for- stjóra Skeljungs árið 1990 eftir tuttugu ára starf. Þá var Indriði 63 ára gamall. Hörður Sigurgestsson hefur verið forstjóri Eimskips frá 1979 og fagnar því 20 ára starfsafmæli á þessu ári en annan dag þessa mánaðar varð hann 61 árs gam- all. Engum ætti því að koma á óvart þó Hörður sé farinn að hugsa sér til hreyfings, enda byggt upp gífurlegt viðskipta- veldi sem teygir anga sína vítt um íslenskt þjóðfélag. Með réttu má halda því fram að Hörður hafi innleitt nýja hugsun og breytta stjórnunarhætti i ís- lenskt viðskiptalif, eins og breyt- ingin á Eimskip er órækt merki um. Hver eftirmaður Harðar verð- ur á eftir að koma í ljós, en þar ræður Benedikt Sveinsson stjórnarformaður mestu og ekki er ólíklegt að hann velji ein- hvem sem stendur honum nærri til að taka við einhverju valda- mesta starfi landsins. Ný valdastátt Með nokkram sanni má segja að við fjölmiðlungar séum of upp- teknir við vangaveltur um hverjir séu að hætta og hverjir að taka við í rótgrónum fyrirtækjum og hagsmunasamtökum, en gleymum þeirri byltingu sem hefur og er að eiga sér stað í viðskiptalífinu. Staðreyndin er auðvitað sú að nýir valdamenn era komnir til skjalanna í gegnum ung og öflug fyrirtæki. Hin hefðbundna skipt- ing viðskiptalífsins, annars vegar í einkaframtakið og hins vegar í samvinnuhreyfinguna - kol- krabba og smokkfisk - heyrir sög- unni til. Ekki aðeins vegna þess að Sambandið er liðið undir lok sem valdastofnun heldur fyrst og fremst vegna þess að nú eru komnir fram á sjónarsviðið ungir athafnamenn sem hafa fjárhags- legt og viðskiptalegt bolmagn til að kljást við hvern sem er. Þessir menn sækja ekki völd, áhrif eða fjármuni til hinna gamalgrónu fyrirtækja. Kaup Óla Kr. Sigurðs- sonar á Olís árið 1986 markaði á margan hátt tímamót í íslensku við- skiptalífi, en þar hafði hann betur í glímunni við Skeljung og Eim- skip. Þar með komst „utanbúðarmaður" inn í hið virðulega umhverfi viðskiptalífsins. En Óli Kr. er langt frá því að vera eini „útanbúðarmaðurinn" sem náð hefur að hasla sér vöO þar sem áður vora fá- einir útvaldir. Sam- herjafrændur, með Þor- stein Má Bald- Oli Björn Kárason ritstjóri vinsson i broddi fylkingar, eru dæmigerðir fyrir hugvitssama unga menn sem af atorku hafa byggt upp stærsta útgerðarfyrir- tæki landsins. Róbert Guðfinnsson og Ólafur Marteinsson eru ekki ættstórir, en lögðu allt sitt undir þegar þeir keyptu Þormóð ramma af ríkinu. Fyrirtækið er nú í hópi stærstu og öflugustu útgerðarfyrirtækja landsins. Róbert stýrði fyrir nokkrum mánuðum hallarbylt- ingu í Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna í andstöðu við valdablokk Eimskips og Sjóvá-Almennra. Fyr- ir nokkrum mánuðum hefði það þótt óhugsandi að „strákur" frá Siglufirði velti formanni, sem naut stuðnings þessara aðila, úr stóli. Róbert er dæmigerð- ur fulltrúi nýrra tíma, viðhorfa og viðskiptahátta, með svipuðum hætti og Hörð- ur Sigurgests- son fyrir 20 árum. Hann hefur hafist upp af sjálf- um sér og tekur aðra hæfilega há- tíðlega mætir valda- mönnum á jafh- réttisgranni. Til atlögu Þannig eru kynslóðaskiptin í íslensku við- skiptalífi ekki aðeins að eiga sér stað innan rótgróinna fyrirtækja og hags- munasam- taka, held- ur ekki síöur með því að ungir menn eru að byggja upp öflug fyrirtæki. Þeir eru farnir að leggja til atlögu við gamalt valdakerfi og bera enga sérstaka virðingu fyrir þeim sem fyrir eru. Völdin era smátt og smátt að færast til og dreifast. Þegar Kári Stefánsson stofnaði ís- lenska erfðagreiningu höfðu fáir trú á fyrirtækinu. Þremur árum síðar berjast menn um hlutabréf- in eins og kom i ljós þegar inn- lendir aðilar keyptu hlutabréf fyr- ir sex milljarða króna og tryggðu þar með að meirihluti hlutafjár kæmist i íslenska eigu. Eignar- haldsfélagið Hof var einn kaup- andinn, en þar situr Sigurður Gisli Pálmason við völd. Undir hans stjórn eru Hof og tengd fyrir- tæki orðin ein valdamesta sam- steypa landsins. Svipað er að segja um Baug undir forystu Ósk- ars Magnússonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Áhrifamesti ein- staklingurinn í íslenskum tölvu- heimi er án efa Frosti Bergsson, sem byggt hefur upp Opin kerfi hf. og í gegnum það mikið við- skiptaveldi. Hugsanlegt er að for- vígismenn ævintýrafyrirtækisins OZ komist í þennan hóp nýrra valdamanna, rætist þær vonir sem við fyrirtækið era bundnar. Þannig er hin nýja valdastétt viðskiptalífsins að verða til. Áhrif og völd hinna gömlu peninga eru þannig að þynnast hlutfallslega út. Við aldahvörf er slík þróun af hinu góða. Auðvitað höldum við áfram að velta því fyrir okkur hver taki við af Herði Sigurgests- syni eða af hverju Kristján Ragn- arsson hætti sem framkvæmda- stjóri LÍÚ. Slíkar vangaveltur skipta hins vegar minna máli en áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.