Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 16
i6 jslands þúsund ár LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 IjV Jón Sigurðsson kjörinn frumkvöðull árþúsundsins: Vér mótmælum allir - ein íslenskasta setning sögunnar Jón Sigurösson forseti (1811-1879) var kjörinn frumkvöóull árþúsunds- ins í könnun sem DV, Bylgjan, SS og Vísir.is stóöu fyrir. Kosningin fór fram á Visi.is og hlaut Jón 42% at- kvœöa. „Nú er Jón dauður en sjálfstæðis- baslið það blífur og stár - um aldur og ár“... söng Megas um Jón Sig- urðsson hér um árið og fékk heldur bágt fyrir. íslendingar hafa nefni- lega alla tíð borið mikla virðingu fyrir Jóni vegna framgöngu hans í þjóðfrelsisbaráttunni á 19. öld og líða engum að tala um hann af gal- gopaskap. Jón stóð flestum löndum sínum framar í baráttunni fyrir sjálfstæði íslands þó lengst af hafi hann sjálf- ur búið í Kaupmannahöfn. Á þjóð- fundinum árið 1851 kom Jón fram sem óskoraður leiðtogi þjóðarinnar, en hann hafði skömmu áður hafíð á loft kröfuna um sjálfstjórn íslend- inga - fullt fjárveitingar- og löggjaf- arvald Alþingis og framkvæmda- vald. Á þjóðfundinum stóð Jón upp með nokkrum þjósti og sagði eina frægustu setningu sem sögð hefur verið í íslandssögunni: „Vér mót- mælum allir.“ Það er bæði stolt og íslensk setning sem sýnir að maður þarf ekki að vera dónalegur þó áð maður láti ekki vaða ofan í sig. Með stöðulögum 1871 og stjórnarskránni 1874 fengu íslendingar flest þau réttindi sem Jón Sigurðsson hafði barist fyrir. Þjóðhátíðardag- ur íslendinga, 17. júní, er fæðingardagur Jóns og þá er honum jafnan gert hátt undir höfði i ræðu og riti mektarmanna. -þhs Jón Sigurðsson, sem stundum var nefndur forseti, fékk yfir- burðakosningu sem frumkvöð- ull árþúsundsins. Féfletta aðdáendur Allar stjömur eiga sér aðdáend- ur, svokölluð „fön“. Það er þó spuming hvort þær eiga það allar skilið. Að minnsta kosti ættu menn að hugsa sig um tvisvar áður en þeir senda þeim óskir um eigin- handaráritun. Flestar stjömur láta nefnilega aðdáendur sína greiða fyr- ir þær. En sumar stjömur em óprúttnir loddarar sem hirða peningana sem koma til þeirra í pósti - en senda aldrei áritunina. Harðsvíraðastar í þessari fjáröfl- unaraðferð eru Celine Dion, Mariah Carey, Meg Ryan, Mar- lon Brando og Oprah Winfrey. Með þeim í hópi eru að vísu 300 aðrar stjörnur, sem sumar hverjar ganga enn lengra, senda aðdáendum sínum bréf og heimta meiri greiðslu fyrir rithand- arsýnishomið. Þannig kostar til dæmis eiginhandaráritun hjá Whit- ney Houston kr. 1.440 og Michael Bolton rukkar kr. 3.600, fyrir árit- aða mynd. Anthony Hopins og Mary Tyler Moore senda eiginhandarárit- un en halda peningunum sem send- ir em. Hins vegar era það öðlingar eins og David Hyde Pierce (úr Frasi- er-þáttunum), Gene Hackman og Burt Reynolds sem senda áritunina og skila peningunum. Það em greinilega ekki allir jafn- blankir í Hollívúdd þótt flestir skrifl ábyggilega illa. Kærir aðdáendur sína Talandi um aðdáendur, þá eru til heilu klúbbamir og samtökin sem dást að einhverjum tilteknum ein- staklingi og gefa jafnvel út tímarit honum til heiðurs. Þannig hefur tímaritið Uptown verið gagnupp- tekið af perra- söngvaranum Prince. Nýlega stefndi Prince þó þessum sauð- tryggu aðdáend- um sínum, ásamt aðdáendum á net- inu, fyrir brot á birtingarrétti á myndum og sýnishornum af tónlist hans. Uptown tímaritið gefur lítið fyrir kæmna og segir Prince sjálfan hafa veitt birtingarrétt á þessu efni fyrir sex áram. Lögfræðingur tímarits- ins, sem hefur verið trúr og tryggur þjónn söngvarans í öll þessi ári, heldur því fram að rokkarinn ætli að knésetja Uptown og stofna síðan sjálfur nýtt tímarit. Hann reiknar þó með að kviðdómendur sjái i gegnum þetta lúalega bragð. Sem skilur bara eftir eina spum- ingu: Hvers vegna í ósköpunum vilja menn gefa út tímarit um mann sem leggur allt þetta á sig til þess að fara illa með þá? SUMARBLAÐIÐ ER Lestu allar þessar fréttir um fjármál Tvær íjölskyldur heimsóttar Það er sama á hvaða aldri þú ert, það borgar sig alltaf að skipuleggja fjármálin fyrir framtíðina. bis.4 GALLUP Hvað vilja íslendingar hafa í eftirlaun? Nú getur þú skoðað og bætt fjármálin þín á fljótlegri hátt en nokkru sinnifyrr! Bis. is TITILGREIN Gerbreytt sam- félag á 15 árum Breytingar á íslandi undanfarin ár hafa verið gífurlegar. bis.io Gallup gerði könnun fyrir okkur. Bis.i2 Hringdu í okkur ef þú hefur ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.