Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 25
d IV/ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 (' _____________________________ New York Helgarblað DV kynnir sér ameríska drauminn í New York: Nóg fyrir ríka fólkið DV, New Yoric____________________ „Stundum! Ha, ha, ha.“ Hann hlær dátt með hnífinn á lofti. Beyg- ir sig svo niður til að móta finskor- in fiskstykkin; lítur upp aftur og segir: „Stundum! Ha, ha, ha“. Spumingin var um hvort alltaf væri fullt á Esashi, japanska veitinga- staðnum hans. Yutaihiro Ishiyama er meistari í fiskskurði upp á japönsku. Sushi er sérgrein hans og í átta ár hefur hann rekið veitinga- staðinn við hom A-Avenue og Hou- ston-strætis á Manhattan í hjarta New York. New York Times hefur úrskurðað Esahi ferskasta japanska veitinga- staðinn í New York. Ferskastur þýð- ir bestur. Staðurinn sjálfur er harla óhrjálegur og úrvalið ekki betra en gerist og gengur. En fiskurinn er víst alltaf ferskur og það sem ég borðaði var eins og nýdregið af Halamiðum. Yutaihiro var í fjögur ár að læra listina að skera fisk. Til að búa til sushi þarf: Ferskan fisk, beittan hníf og að vita hvar á að skera. Að kunna eða kunna ekki Meistarakokkurinn Yutaihiro hefur þetta allt á hreinu. Hann er innflytjandi sem varla talar ensku, bara stuttar setningar í bland við hláturinn en það skiptir ekki máli. Hann hefur eftirsótta iðngrein á valdi sínu. Á siðasta áratugi varð það della í New York að borða hrá- an fisk að hætti Japana. Japanskir meistarakokkar hafa upp frá því verið eftirsóttir. í New York búa tvær þjóðir - þeir sem kunna og þeir sem kunna ekki. Uppruni, litur og trú skiptir engu. Bara það að kunna eitthvað og að geta selt kunn- áttu sína. Yutaihiro er einn þeirra sem kunna og selur kunnáttu sína. Úti á götunni er fólk sem hvorki kann né hefur neitt að selja. Það eru fátæk- lingar Bandaríkjanna. Ungur, ómenntaður, svartur maður í New York á ekki marga möguleika. Mest- ar líkur em á að hann nái ekki einu sinni inn á skrá yfir atvinnulausa. Góðæri fyrir ríka Atvinuleysið í Bandaríkjunum er nú bara rúm 4%. Svo lítið hefur það ekki verið í 30 ár, síðan Víetnam- stríðið sá til þess að allir höfðu eitt- hvað fyrir stafni - innanlands sem utan. Hagfræðingarnir segja að 4% atvinuleysi sé vart atvinnuleysi og alls ekki áhyggjuefni. Flestir í þess- um hópi em annað hvort að koma út úr skólunum og inn á vinnu- markaðinn eða að skipta um vinnu. Eftir átta ár í samfelldri hagsæld era bjargálna Bandaríkjamenn, og þaðan af betur stætt fólk, orðnir svo ríkir að engin dæmi era um slíkt fyrr í sögunni. Fátæklingarnir eru hins vegar jafnmargir og fátækir og áður. 20 til 30 milljónir manna á hálfgerðri vonarvöl mitt í peninga- hrúgunni. Maöur sem dregur eigur sínar á litlum vagni um götur New York og sefur undir dagblöðum er alveg jafnvonlaus nú og þjáningar- bræður hans hafa alltaf verið. Á ekkert, getur ekkert, er ekkert og verður aldrei neitt. Og þó. í ár hafa hagtölumenn skráð hjá sér breytingu á botninum. Það er sannarlega vonum seinna að átta ára góðæri skili sér til fátæk- linganna en nú mun von vera á fólki, sem verið hefur utan vinnu- markaðarins, inn úr kuldanum. En þetta á ekki við um þá verst settu, heldur bara vel vinnufært fólk sem til þessa hefur dregið fram lífið með svartri vinnu, igripum, smáglæpum og tryggingabótum. Loks rofar til Nú ber svo við í fyrsta sinn í ald- arfjórðung að kaupmáttur lægstu launa hækka. Frá lokum Víetnam- tríðsins hefur fjórðungur kaupmátt- ar láglaunafólks glatast. Þeir sem við lok stríðsins gátu keypt sér McDonalds á hverjum degi verða nú að láta sér nægja fimm sinnum í viku. Þetta hefur leitt til þess að margir hafa kosiö að lifa heldur af snöpum en að vinna fyrir svo lág laun. Nú í ár hefur kaupmáttur lægstu launa hins vegar hækkað um 2% og þess sjást strax merki i að fleiri sækjast eftir vinnu. Góðærið hefur Götusalar á Broadway. Þeir sem enga vinnu hafa geta í það minnsta reynt að selja eitthvað til að láta ameríska drauminn rætast. Yutaihiro Ishiyama er fiskskurðar- meistari upp á japönsku og sneiðir hráan fisk af hjartans lyst ofan í ríka New York-búa og ferðamenn. DV-myndir Gísli Kristjánsson leitt til skorts á vinnuafli og það hefur leitt til launahækkana og það hefur leitt til þess að fleiri bjóöa vinnuafl sitt til sölu. Þeir sem eng- inn vill hafa í vinnu halda svo áfram að lifa af snöpum því trygg- ingabætur era skornar við nögl. Fé- lagsmálastofnun segir mönnum að sópa götumar ef þeir segja sig til sveitar. Borgin þar sem Bill sefur ekki Mitt í þessu samkrulli fátæktar og allsnægta skýtur upp kollinum kona nokkur og býðst til að tala máli fólks- ins í Öldungadeild þingsins ef það kýs hana á næsta ári. Það er Hillary Rodham Clinton forsetafrú. Frank Sinatra söng um að hann vildi vakna í borg sem aldrei svæfi. Hillary mun vilja vakna í borg þar sem Bill maður hennar sefur ekki - segja gárungam- ir. Hann er hvort eð er aldrei í réttu rúmi. En Hillary sest ekki á þing fyrir fá- tæklingana. Hennar fólk era mennta- menn og millistéttarfólk í úthverfun- um. Kaupmenn, veitingamenn og leigubílstjórar eiga sér annað átrún- aðargoð. Það er borgarstjórinn Rudy Guiliani. Hann hefur látið lögregluna hrekja smáglæpamennina af götun- um, öllu sölufólki til gleði. Fátæklingarnir eiga sér engan málsvara og kjósa ekki einu sinni. Þeir róta bara í ruslatunnunum bak við veitingastaði eins og hjá Yutai- hiro Ishiyama. Japanski fiskskurðcir- meistarinn framreiðir bestu stykkin fyrir þá sem eiga peninga. Afgangana fá hinir og þar með er alls réttlætis gætt í borginni sem allir elska. Gísli Kristjánsson l\lý adhaldsnámskeid Gauja litla 0 hefjast í World Class 21. júní og standa til 03. sept '99 Innifalið á námskeiðunum er eftirfarandi: Yogaspuni 3 til 5 sinnum í viku - Vigtun - Fitumæling - Ummálsmælingar Ýtarleg kennslugögn - Matardagbækur - Mataruppskriftir Leiðbeiningar varðandi fæðið - Æfingarbolur - Vatnsbrúsi Kennsla í tækjasal - Hvetjandi verðlaun - Næringarráðgjöf á staðnum Viðtal við næringarráðgjafa - Vaxtamótun með íþróttarkennara Ótakmarkaður aðgangur að World Class allan sólahringinn. ...og munið, þrjár vikur frítt í sumar!!! Motaðu sumarið J konulu þér í foi Þú færð ellefu vikur á verði átta, sem sagt þú færð þrjár vikur frítt Skráning stendur yfir núna í síma: 561 3434 og 896 1298 Salatbarinn WorlúClass /££lAm lþróttafatna®UT f/r,r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.