Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1999, Blaðsíða 51
T~>~VT LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 59 er oröiö. Hann reyndi aftur fyrir sér meö The Empire of the Sun (1987) og Always (1991), en árangurinn var takmarkaður. Það var síöan meö Schindler’s List (1993) að langþráð- ur draumur rættist. Myndin hlaut sjö óskarsverðlaun og Spielberg var hylltur sem meistari kvikmynda- listarinnar. Gagnrýnendum hefur þótt nýjasta mynd hans, Saving Pri- vate Ryan (1998), staöfesta listræna hæfileika hans. kann einungis aö búa til eina gerð kvikmynda, hetjufrásagnir. Þótt ég sé þeirrar skoðunar að „listrænar" hetjumyndir hans missi marks (því þaö skemmtilega við þær hefur ver- ið „ritskoðað") gefa töluveröar vin- sældir myndanna annað til kynna. Ef við leyfum okkur að beita annarri vafasamri aðgreiningu sem segir að afþreying sé vinsæl en list ekki, eru hinar „listrænu" myndir Spielbergs einfaldlega afþreying líkt og greina má af raunveru- legu inntaki þeirra. List- rænir hæfileikar hans eru því enn og aftur ofmetnir. -bæn Yfirborðskennd Sameiginlegum galla „list- rænna“ mynda Spielbergs er líklega hest lýst með orðinu yf- irboröskenndar. Leikstjórinn er svo átakanlega upptekinn af þvi að vera að búa til „list“. Hann er að framleiða frekar en að skapa list, svo ég leyfi mér að nota hættulega að- greiningu. Undir yfirborðshjúp „listarinnar" býr aftur á móti sama væmna melódrama, sama upp- bygging og sömu hetjurn- ar. Hvað er t.d. Schindler’s List annað en Indi- ana Jones i svart- hvítu? Að vísu hefur allt það gerir Indiana nes heillandi ver- ið numið brott, en eftir stendur ein föld og hetjusaga. Steven Spielberg Myndir Stevens Spielbergs Afþreying Jaws (1975) ★★★ Hörkuspennandi og vel útfærð- ur spennutryllir. Lykilmynd í sögu Hollywood. Rétt er þó að vara lesendur við fjölmörgum vafasömum framhaldsmyndum sem Spielberg á enga sök á. Indiana Jones-serían (1981,1984 og 1989) ★★★ Lucas og Spielberg leiða saman hesta sína í vinsælustu kvik- myndaseríu níunda áratugarins. Hún endurspeglar margt af því besta í kvikmyndagerð Spiel- bergs: Hasar, fjör og stuð. Auðvit- að er það allt sami hluturinn, en í honum er hæfileiki hans einfald- lega fólginn. Enn berast fréttir af því að fjórða myndin sé í vinnslu, og vist að Star Wars 4 rataði á tjaldið - en aldrei að vita! LT. (1982) ★★★ Sló öll aðsóknarmet líkt og fjöl- margar aðrar myndir leikstjór- ans. Hún sker sig þó úr þeim flest- um hvað varðar litla áherslu hennar á hasar. Fyrst og fremst hugljúf mynd. „E.T. phone home“. Jurassic Park-mynd- irnar (i 993.1991)- Steven Spielberg þurfti auðvit- að aö búa til úr þessum frábæra efnivið fjölskyldu- myndir. Hefði mað- ur heldur viljað sjá alvöru risaeðlu- frylla, stranglega bannaða innan 16 ára. Listrænar myndir: Empireofthe Sun (1987) ★★★ Hér er Spielberg þegar farinn að vinna með seinni heimsstyrjöldina og margvíslegan óhugnað sem henni Steven Spielberg ásamt Ben Kingsley við tökur á Schindler’s List. fylgdi. Kannski besta myndin hans á þeim vígstöðvum. Always (1989) ★★ Slökkviliðsmenn á mörkum lífs og dauða í háloftunum. Aldrei þessu vant brást samstarf Spielbergs og Richards Dreyfussar. Myndin er þó aldrei leiðinleg. Schindlers List (1993) ★★ Hið svokallaða meistarastykki leikstjórans. Langdregin myndin vekur hjá manni lítil viðbrögð, þrátt fyrir að fjalla um einhverja óhugnanlegustu atburði mannkyns- sögunnar. Grunar mann að rekja megi geðshræringuna sem fylgdi myndinni til þess að áhorfendur hafi hreinlega verið búnir að „gleyma", líkt og Spielberg og fjöl- margir aðrir gyðingar óttuðust. Myndin státar af neyðarlegasta endi áratugarins. Amistad (wi) ★★ Þetta er ógnarlöng mynd og ætlar Spielberg sér griðar- mikið með gerð hennar, en flestallt fer úrskeiðis. Aliir „listrænir" tilburðir leikstjórans, hvort sem um er að ræða myndrænar útfærsl- ur eða dramatískan tónlistarflutning, virka vægast sagt uppskrúfaðir. Hin kvikmyndalega til- gerð drepur alla tO- finningu fyrir við- kvæmu umfjöllunar- efninu. -bæn Indiana Jones. Inyndbönd Myndband vikunnar Saving Private Ryan ★★★ Vikan 8. - 14. júní. SÆTI j FYRRI i VIKA i jVIKUR j A USTAj j J TITILL j ÚTGEF. | TEG. j 1 j 1 1 3 C Negotiator Wamer Myndir j Spenna 2 f NÝ i j J J 1 J j J Siege i Skrfan J j Spenna J 3 i 5 J 9 J J 2 1 Lock, Stock & Two Smoking j SAM Myndbðnd j Gaman 4 j J 3 j 3 J J i 4 i j Holy Man SAM Myndbönd ) 1 Gaman J 5 j J 2 i 5 i Ronin Wamer Myndir j Spenna 6 j i 4 I J 3 1 j s J I 1 j Rounders j Skrfan J Spenna | 7 i 8 J 1 5 i Prímaiy Colors j i Skrfan J J Gaman J j Gaman j 8 J j J 7 j J J i 4 i j J J Pleasantville j Myndfoim 9 i 6 i 4 J j 4 J Antz j CIC Myndbönd j Gaman 10 i IV j ) J 1 J ) J What Dreams May Come i j Háskólabíó J j Drama J 11 i 11 1 8 J j 8 J Tmman Show CIC Myndbönd ! Gaman 12 j i 5 j J ! 3 ! . H:. ■ J lceStoim j SAM Myndbönd J J Drama J 13 J J 9 1 4 ! Fear And Loathing In Las Vegas J SAM Myndbönd J j Gaman 14 j j NÝ l J J J 1 J J' 1 J j Doberman j Myndform J ; Spenna I 15 í 10 J J ! 7 i Taxi j ~ , ,, , ,,, ' ,. L Háskólabíó J J Spenna 16 J j 17 j J J J 9 i J 2 J i j J Jawbreaker j Skrfan J j Gaman j 17 i 15 J io i J J í 3 ! Theres Somthing About Maiy j Skffan j Gaman 18 i» Your Fríends And Neighbors i j Háskólabíó J J Gaman J 19 í 14 ! 3 ! Dead Man On Campus CIC Myndbönd j Gaman 20 j i 12 J l i 6 j j Divorcing Jack Stömubíó J j Spenna Dæmigerð bandarísk hetjusaga Kafteinn John Miller (Tom Hanks) fær ásamt nokkrum undir- mönnum það undarlega verkefni í seinni heimsstyrjöldinni að finna James Ryan (Matt Damon) og senda hann heim til mömmu sinnar. Ástæðan er sú að þrír bræður hans hafa látist í bardögum og hann er einn eftirlifandi. Miller og menn hans lenda í fjölmörgum raunum og eru þeir ekki á eitt sáttir um verk- efnið. Þessari mynd hefur verið hamp- að af gagnrýnendum og öðrum áhorfendum um heim allan sem raunsæjustu stríðslýsingu allra tíma. Mér er þó spum í hverju raunsæið er fólgið? Einkum tína menn til mögnuð bardagaatriði þar sem klippt er hratt á milli ólikra sjónarhoma (a la MTV) af hvers konar limlestingum hermanna. Hér er þó alls ekki um að ræða sérstakt raunsæi heldur afskaplega vel út- færð hasaratriði. Það er mikill mis- skilningur að ákveðin kvikmynda- tækni sé nær raunveruleikanum en einhver önnur, þótt ólíkar aðferðir hafi misjöfn áhrif á innlifun áhorf- enda. Skyldi raunsæið vera fólgið í at- burðcU'ás myndarinnar? Þótt mynd- in byggist á sannsögulegum atburð- um er vart hægt að hugsa sér langsóttari frásögn til að gera raun- veruleika stríðsins skil. Saving Pri- vate Ryan er einfaldlega dæmigerð bandarísk hetjusaga úr seinni heimsstyrjöldinni og lítt frábragðin öðrum slíkum. Upphafin bandarísk þjóðerniskennd hennar kemur strax fram í byrjun er bandaríska fánanum er flaggað ótt og títt, hann er upplýstur og er sem hann til- heyri æðri heimi. Þá tekur ramma- frásögn myndarinnar við sem verð- ur að teljast afskaplega misheppnuð því persónan sem lítur til baka upp- lifði fæsta atburðina. Því næst kynnumst við bandarísku hetjun- um, sem eru góðir mömmustrákar, meöan Þjóðverjar eru hreinræktuð illmenni (sem er afskaplega einföld og óraunsæ söguskoðun). Að sjálf- sögðu horfir myndin fram hjá ill- virkjum Bandaríkjanna í stríðinu og manni er spum hvar raunsæi af- leiöinga árásanna á Hirosima og Nagasaki sé að firma. Saving Private Ryan gengur enn fremur fyrir slikum klisjufjölda að hæpið er að telja hana til meistara- legs listaverks. En þrátt fyrir að allt of mikið hafi verið gert úr mynd- inni er margt afskaplega vel gert. Útlit hennar er einstaklega glæs]-„ legt og hasaratriðin eru mögnuðA En athugið: Hasarmynd en ekki hlutlaus/raunsæ sýn á seinni heimsstyrjöldina. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leik- stjóri: Steven Spielberg. Aðalhlut- verk: Tom Hanks, Edward Burns, Matt Damon og Tom Sizemore. Bandarísk, 1998. Lengd: 169 mín. Bönnuð innan 16 ára. '/ -Björn Æ. Norðfjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.